Morgunblaðið - 18.01.1983, Side 24

Morgunblaðið - 18.01.1983, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 1983 Pétur Guömundtson og féfag* ar hans unnu auöveldan sigur á Breiðablik. Yfirburða- sigur ÍR í bikarnum Þaö fór eins og flesta Íirunaði er fylgdust með leik R og Breiöabliks í bikar- keppninni í körfu í gœr, aö ÍR-ingar fóru meö yfirburöa- sigur af hólmi. Munurinn í lokin var 50 stig — 109:59, en I hálfleik var staöan 62:32. Aöallióiö hjá ÍR var ekki inni á nema lítinn hluta leiks- ins en heföu þeir bestu veriö með allan tímann heföi mun- urinn vafalaust oröiö mun meiri, en Dooley, þjálfari þeirra ÍR-inga, leyföi þeim yngri og óreyndari aö spreyta sig aö þessu sinni. Þaö kom ekki aö sök þar sem Breiðabliksmenn náöu aldrei aö ógna úrvalsdeiídar- liðinu og yfirburölrnir miklir eins og tölurnar bera meö sér. Pétur Guðmundsson var stigahæstur hjá iR, skoraöi 24 stig, og þeir Hreinn og Hjörtur geröu 22 stig hvor. Björn Christensen skoraöi 18 stig fyrir UBK og næstur var Atli Arason meö 16. — SH. Billy frá Milan varð Evrópumeistari ÍTALSKA körfuknattleikslió- ið Billy of Milan sigraói í Evr- ópukeppni bikarhafa í körfu- knattleik. Lióið sigraói Ci- bona Zagreb fró Júgóslavíu með 88 stigum gegn 76 í miklum baráttuleik um titil- inn. ítalirnir höfóu lengst af frumkvæóiö í leiknum og léku vel. Tveir Bandaríkja- menn voru atkvæöamestir í liði þeirra, þeir Mike N. Ant- oni og John Gianelli. En hjá Cibona var hinn þekkti Cos- ic bestur og jafnframt stiga- hæstur meó 23 stig. FH-ingar ekki í vand- ræðum með slakt ÍR-lið FH VAR ekki í neinum vandræó- um meó aó sigra slakt liö ÍR-inga í 1. deildinni í handknattleik í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. Þegar leikurinn var flautaður af voru FH-ingar komnir með 15 marka forskot. FH skoraði 35 mörk gegn 20 í leiknum eftir aö staðan hafði verió 16:9 í hálfleik. Leikur liðanna var frekar slakur og fátt sem gladdi augu þeirra fáu áhorfenda sem lögöu leió sína í Höllina. Og eins og marka- talan gefur til kynna — 55 mörk á 60 mínútum — voru sóknirnar stuttar og á köflum einkenndist leikurinn af því aö nánast væri um skotkeppni að ræóa. ír-fh 20:35 Þaö var rétt fyrstu mínúturnar aö ÍR-ingar héngu í FH, en eftir að staöan var 3:3 tóku FH-ingar frum- kvæðiö í leiknum og réöu lögum og lofum á vellinum þaö sem eftir liföi leiksins. Varnarleikur og markavarsla beggja liða var frekar slök enda lögöu leikmenn ekki mikiö á sig í varnarleiknum. FH-ingar eru nú alveg öruggir í fjögurra liöa úrslitin en ÍR er sem fyrr á botni deildarinnar og hefur liöið ekki hlotiö neitt stig. Ekki er útlit fyrir aö liðið nái í stig þaö sem eftir er meö slíkum leik. Skástir í liði FH voru Kristján Arason, Þorgils Óttar og Hans Guðmundsson. í liöi ÍR átti Gunnar Kristófersson skástan leik. Mörk FH: Kristján Arason 12 (3v), Þorgils Óttar Mathiesen 8, Hans Guömundsson 6 (2v), Guömundur Magnússon 3, Pálmi Jónsson, Sveinn Bragason og Guöjón Guö- mundsson 2 mörk hver. Mörk ÍR: Þórarinn Tyrfingsson 4, Gunnar Kristófersson 4, Björn Björnsson 3, Einir Valdimarsson 3 (1v), Einar Ólafsson 2, Atli Þórar- insson 2, Andrés Gunnlaugsson 1, Ólafur Vilhjálmsson 1. Misheppn- uö vítaköst: Kristjáni Arasyni mis- tókust tvö vítaköst, eitt var variö og hitt fór yfir markið. Brottrekstur af leikveili: Kristján Arason og Sveinn Bragason, báöir í FH, voru reknir einu sinni af velli hvor í 2 mínútur. — BJ. Stjörnu gjöfin Hans Guómundsson og félagar hans (FH voru akki i miklum vandræó- um með ÍR-inga í 1. deildinni í gærkvöldi. Hans skoraði 6 mörk, en Kristján Arason var markahæstur meö 12 mörk. Lið IR: Gunnar Kristófersson ★ ★ Þórarinn Tyrfingsson ★ Lið FH: Kristján Arason ★ ★ Þorgils Óttar ★ ★ Hans Guðmundsson ★ Evrópumótin í handbolta: Víkingsbanarnir eru úr leik — en Zeljeznicar komst áfram Nokkrir leikir fóru fram í átta líóa úrslitum Evrópumótanna í handbolta um helgina. KR-ban- arnir, Zeljeznicar frá Júgoslavíu, sigruðu sænska líðíð Drott mjög örugglega (32:22) í keppni bik- arhafa, og komust áfram þar sem fyrri leikurinn í Svtþjóð endaði meö jafntefli, 24:24. hér og áöan — Gummersbach fer áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. í keppni bikarhafa sigraöi Grosswaldstadt frá V-Þýskalandi rússneska liðið Minsk, 21:16, og var þar um aö ræöa fyrri leik liö- anna í 8 liða úrslitunum. í IHF, keppninni komst sænskt lið áfram, Karlskrona. Liöiö sigraði Helsingör frá Danmörku 26:24, á útivelli, en liöið vann einnig heima- leikinn, 23:20. Sænska liöinu Heim gekk ekki eins vel og Karlskrona. Liöið tap- aöi stórt fyrir Barcelona á Spáni. Spánska liðiö vann, 26:18, (12:9) og komst í undanúrslit i keppni meistaraliöa. Barcelona vann einn- ig leikinn í Svíþjóð, þá 20:16. Vestur-þýska liðiö Berlin komst áfram í IHF-keppninni á kostnaö Rostock frá Austur-Þýskalandi. Berlin vann fyrri leikinn á útivelli, 18:16, en tapaði nú, 12:14, og kemst áfram. Markatalan jöfn samanlagt, en Vestur-Þjóöverjarn- ir skoruðu fleiri mörk á útivelli. í keppni meistaraliða var Dukla Prag, liðiö sem sló Víking út, slegið út af Gummersbach. Gunnersbach vann, 17:16, heima, en Dukla vann fyrri leikinn, 19:18. Sama sagan Eitt högg fyrir hvern íslending MANUDAGINN 24. janúar nk. kl. 18—20 munu Shotokan-Karate- félögin halda sameiginlega æf- ingu í íþróttahúsi Gerplu, Skemmuvegi 6, Kópavogi. Þátttakendur munu vera frá Karatefélaginu Þórshamri, Reykjavík, Karatedeild Gerplu, Kópavogi, Karatedeild FH, Hafn- arfiröi og Karatedeild Selfoas. Búist er viö mikilli mætingu og er stefnt að metmætingu, en í október sl. var samskonar samæf- ing meö hvorki meira né minna en 107 þátttakendum á aldrinum 8 ára til 60 ára, af báöum kynjum. Foreldrum iðkenda er boöið aö koma og fylgjast meö æfingunni, svo og áhugamönnum. Kennt verður í fjórum hópum og fariö í flest það sem íþróttin hefur upp á aö bjóöa, svo hér gefst gott tæki- færi til aö sjá hvernig Karate er æft. Að auki mun í lok æfingarinnar standa til að setja allnýstárlegt met, sem hefur hlotiö nafniö „Eitt kjaftshögg á mann“ en í ráöi er að þátttakendur kýli eitt högg fyrir hvern íslending eöa um 235.000 högg út í loftið aö sjálfsögöu, mun láta nærri aö hver þurfi aö kíla um 2000 sinnum, sem mun vera nokk- ur þrekraun. Ekki mun vera ætlunin aö skelfa menn meö öllum þessum kýlingum heldur aðeins aö beina athyglinni að hve fjölmargir iðka íþróttina, en á íslandi eru um 0,5% af þjóöinni félagsmenn í Karatefélagi og er þaö með því mesta sem þekkist í heiminum. hHHHÍ • Landsliðsmarkvörðurinn ( knattspyrnu, knattleiksmaður. Þorsteinn átti góðan leik g • Allt bendir til þess aö hið sterka körful í sókn, undir stjórn Tim Dwyers. Hér má Rikki átti stórleik gegn Fram um helgina.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.