Morgunblaðið - 18.01.1983, Page 29

Morgunblaðið - 18.01.1983, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 1983 29 FRÁ FUNDI stjórnarskrárnefndar með blaðamönnum í gsr; frá vinstri, Ólafur Ragnar Grímsson, Þórarinn Þórarinsson, Gunnar Thoroddsen, formaður stjórnarskrárnefndar, Jón Baldvin Hannibalsson, Ólafur Björnsson, Gunnar G. Schram og Guðmundur Benediktsson, ráðu- neytisstjóri. Mynd Mbl. Emilía. til í tillögum sínum, að bráða- birgðalög verði alfarið felld niður. Aljtingi verði ein málstofa I tillögum nefndarinnar er gert ráð fyrir því að Alþingi verði ein málstofa — deildaskipting Al- þingis verði afnumin. Þetta mundi hafa i för með sér víðtækar breyt- ingar á lögum um þingsköp og störfum þingnefnda og þarf sér- stakt samkomulag flokkanna þar að lútandi. Sérstakt ákvæði er um bann við afturvirkni skattalaga. skipað með lögum og hið sama gildi um tekjustofna sveitarfélaga. Þá miða ákvæðin að því, að tryggja lýðræðisleg réttindi íbúa sveitarfélaga. Ármaður Alþingis Mannréttindakafli stjórnar- skrárinnar er allur gerður ítar- legri en nú er, og undirstrikað er fullt jafnrétti á víðtæku sviði mannréttindaverndar. Sambæri- leg ákvæði eru sett inn og eru í Mannréttindasáttmála Evrópu og Mannréttindasáttmála Samein- uðu þjóðanna. Þá er það haft að leiðarljósi að tryggja réttaröryggi borgaranna. Bætt er við að hand- tekinn maður skuli án tafar fá vitneskju um ástæður fyrir hand- töku. í núgildandi stjórnarskrá er tjáningarfrelsi bundið við prent- frelsi, en gert er ráð fyrir að al- mennt tjáningarfrelsi verði tryggt og skoðanafrelsi. Stjórnarskrámefnd leggur fram skýrslu um endurskoðun: Alþingi verði ein málstofa Þingrofsréttur verulega skertur Heimild til bráðabirgðalaga þrengd Kosningaaidur lækkaður í 18 ár Mannréttindakafiinn gerður mun ítarlegri Bann við afturvirkni skattaiaga Ákvæði um umboðsmann eða ármann Alþingis Landsdómur lagður niður Samningar íslands við önnur ríki skulu allir kunngerðir á Alþingi Synjunarvaldi forseta breytt Stjórnarskrárnefnd lagði í gær fram skýrslu um endurskoðun stjórnarskrárinnar, annarra en ákvæðisins um kjördæmaskipunina. Ýmsum greinum er i tillögunum breytt verulega frá því sem nú er, en aðrar eru óbreyttar. Samstaða náðist innan nefndarinnar umm að senda skýrsluna sem grundvöll að umræð- um um textann. Nefndarmenn hafa gert fyrirvara um afstöðu sína og flokka sinna og lögðu fulltrúar Alþýðubandalagsins og Alþýðu- Mokksins fram tillögur um nýjar greinar og orðalag, sem birtast í skýrslunni. „Sú stjórnarskrárnefnd, sem ég er formaður fyrir, var skipuð 1978 og á síðastliðnum fjórum árum hefur verið lögð mikil vinna í þetta verk og er nú svo komið, að undirbúningur ér lengra kominn en nokkru sinni fyrr. Þessi skýrsla nefndarinnar fer nú til þingflokk- anna til umræðu þar. Síðar mun nefndin fá tillögur flokkanna og stefnt er að því að frumvarp um nýja stjórnarskrá verði lagt fyrir þetta þing. Hvort það tekst, skal ég ekki dæma um, en hætt er við að takist það ekki, þá geti verkið tafist enn — jafnvel um fjögur ár eða lengur,“ sagði Gunnar Thor- oddsen, formaður stjórnarskrár- nefndar á fundi með blaðamönn- um í gær. Tillögur stjórnar- skrárnefndar Þegar í 1. grein í tillögum um endurskoðun koma fram breyt- ingar frá núgildandi stjórnarskrá. Sérstaklega er kveðið á um að lýð- ræði, þingræði og jafnrétti skuli vera grundvallarreglur stjórn- skipunarinnar en engin þeirra var áður nefnd, þó talað væri um „þingbundna“ stjórn. Einnig að stjórnvöld fari með vald sitt í um- boði þjóðarinnar og að þetta taki til allra þriggja handhafa ríkis- valdsins. Þau nýmæli eru að forseta ber að kanna áður en stjórn er mynd- uð að meirihluti sé fyrir hendi á Alþingi. Þá er ákvæði, að hafi við- ræður um stjórnarmyndun ekki leitt til nýrrar ríkisstjórnar innan átta vikna frá kosningum, er for- seta heimilt að skipa ríkisstjórn. I tillögum nefndarinnar er gert ráð fyrir að forseti geti aðeins rof- ið þing með samþykki þess sjálfs og er þingrofsrétturinn þannig verulega þrengdur. Oddviti ríkis- stjórnar, sem komin væri í minni- hluta á þingi, getur því ekki leng- ur beitt þingsrofsréttinum. Ákvæði er um að alþingismenn haldi þingmennskuumboði sínu allt til kjördags og verður því landið aldrei þingmannslaust. Synjunarvaldi forseta er breytt í tillögum nefndarinnar. Frum- varp fái ekki lagagildi fyrr en að iokinni þjóðaratkvæðagreiðslu. Nú hefur forseti rétt til þess að neita að skrifa undir samþykkt lagafrumvarp og skjóta því til þjóðarinnar. Með breytingunni getur hann hins vegar óskað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um frum- varpið áður en hann tekur ákvörðun um hvort hann staðfest- ir það eða ekki. Heimild til útgáfu bráða- birgðalaga þrengd Heimild til útgáfu bráðabirgða- laga er þrengd frá því sem nú. Gert er ráð fyrir að bráða- birgðalög verði ætíð lögð fyrir þing í upphafi þess. Og hafi Al- þingi ekki samþykkt þau innan 3 mánaða falla þau sjálfkrafa úr gildi. Þá skal ríkisstjórn kynna efni bráðabirgðalaga fyrir við- komandi þingnefnd áður en þau eru sett. Alþýðuflokkurinn leggur Kosningaaldur verður lækkaður nái tillögur nefndarinnar fram að ganga — úr 20 ára í 18 ára þegar kosning fer fram. Ákvæðið um að enginn eigi kosningarétt nema hann hafi óflekkað mannorð er fellt burt. Ákvæði um fastanefndir þings- ins er sett inn, en það hefur skort, en hins vegar hafa verið ákvæði um sérstakar rannsóknarnefndir. Þá er nýmæli að þingið getur veitt nefndum heimild til að kanna mikilvæg mál og heimta skýrslur af stofnunum, starfsmönnum og fyrirtækjum. Er þetta gert til þess að auðvelda þinginu að hafa eftir- lit með framkvæmd laga. Dómsmálakafli stjórnarskrár- innar er gerður ítarlegri og ákvæði eru tekin upp um Hæsta- rétt og ríkissaksóknara. Þá er gert ráð fyrir að Landsdómur verði lagður niður. Fastar er kveðið á um réttindi sveitarfélaga, en þeirra er nú að- eins lítillega getið. Nýmæli er tek- ið upp; að skipting verkefna milli sveitarfélaga og ríkisins skuli Skoðanir eru skiptar um eign- arréttinn, sem víðar. Meirihlutinn vill lýsa eignarréttinn friðhelgan og að engan megi skylda til að láta af hendi eign sína nema almenn- ingsþörf krefji og þurfi til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir. Fulltrúar Alþýðubandalags og Alþýðuflokks leggja til, að ef almenningsþörf krefji, þá láti menn eign sína af hendi, og til þess þurfi lagafyrirmæli en „sanngjarnt" verð komi fyrir. í tillögum nefndarinnar er ákvæði um umboðsmann eða ár- mann Alþingis og skuli hlutverk hans vera að kanna kærur vegna meintra misgerða yfirvalda gagn- vart borgurunum. Slík ákvæði eru í stjórnarskrám annarra Norður- landa. Loks má nefna að lagt er til, að nýr háttur verði hafður á við breytingar á stjórnarskránni. Eft- ir sem áður þarf samþykki beggja þinga, með kosningum á milli, en ekki er lengur skylt að rjúfa þing strax og fyrra þingið hefur sam- þykkt breytingu. íslendingar eignast 25% olíunnar sem Norðmenn finna á sínu svæði Odó. 17. janúar, frá Jan Erik Laure, fréttaritara Mbl. NORÐMENN munu á þessu og næstu fjórum til fimm árum verja kringum 20 milljónum króna, jafn- virði 52 milljónum íslenzkra, til jarðfræði- og jarðeðlisfræðilegra rannsókna á hafsvæðinu milli Jan Mayen og íslands. Að sögn Egils Bergsager deildarstjóra í norska olíuráðuneytinu hafa mörg alþjóð- leg olíufyrirtæki sýnt mikinn áhuga á að fylgjast með rannsókn- unum á Jan Mayen-hryggnum. Samkvæmt samningum Norð- manna og íslendinga munu íslend- ingar fá 25% eignarhluta í olíu sem finnst á norska svæðinu við Jan Mayen án þess að þurfa að taka þátt i kostnaði við rannsóknir og leit á svæðinu. Að sama skapi myndu Norðmenn eignast 25% þeirrar olíu sem fyndist á íslenzku svæði, en yrðu að greiða hluta af leit, ef olía fyndist á því. Við rannsóknirnar á Jan May- en-svæðinu verður beitt sömu bergmálsmælingaraðferðum og beitt var á sínum tíma í Norður- sjónum. Það þýðir að jarðfræði svæðisins ve'rður kortlögð í meg- inatriðum, og upplýsingarnar síðan seldar olíufyrirtækjum. Sýni þau svæðinu áhuga verða gerðar ýtarlegri rannsóknir, og svæðinu seinna skipt upp í blokkir. Bergmálsmælingarnar eiga að fara að mestu fram árið 1984. Þær verða gerðar á samtals 3.000 kílómetra langri línu á 45,5 ferkílómetra svæði, þar af á 12.720 fermetra svæði sem til- heyrir íslandi. Rannsóknirnar eru gerðar í samvinnu við ís- lenzk yfirvöld, en norska olíu- ráðuneytið greiðir kostnað og fer með stjórn rannsóknanna. „Við reiknum með að geta selt olíufyrirtækjunum „upplýs- ingapakka“ og fengið þannig fyrir kostnaði, og jafnvel rúm- lega það. Verði þannig hagnaðut af rannsóknunum fá Islendingar vissan hluta af ágóðanum og þar með sínar fyrstu „olíukrónur“,“ sagði Bergsager í samtali við fréttaritara Morgunblaðsins. „Sýni olíufyrirtækin áhuga á frekari rannsóknum og þá til- raúnaborunum, verður næsta skrefið að afmarka heppilegasta leitarsvæðið. Vart er hægt að tala um óhóflega bjartsýni að halda að olíu sé að finna i miðju Norður-Atlantshafi. Hvern óraði til dæmis fyrir því í öndverðu að milljarðar dollara, sem varið var til leitar að olíu og gasi við Al- aska og í nyrstu héruðum Kan- ada, þar sem yfirstíga þurfti margvíslega erfiðleika í barátt- unni við náttúruöflin, myndu skila sér?“ Bergsager tók skýrt fram að Norðmenn hefðu álitlegri svæði en Jan Mayen-svæðið til að rannsaka, en þetta væri eina svæði íslendinga, þar sem hugs- anlega væri að finna olíu og gas. Hann sagði að á Jan Mayen- hryggnum, sem fyrir 27 milljón- um ára hefði orðið við skila við austurströnd Grænlands, væri að finna setlagamyndanir, sem hugsanlega hefðu að geyma kol- efnalög og þar með olíu. Ljóst er að finna verður stór svæði, sem álitleg þykja, til að olíuvinnsla geti borgað sig, þar sem m.a. hafdýpið setur vinnsl- unni vissar skorður. Hins vegar fleytir tækniþekkingu við olíu- vinnslu á miklu dýpi fram, og kunna forsendur því að breytast vinnslunni í hag þegar frammí sækir. Samkomulag Norðmanna og Islendinga um skiptingu Jan Mayen-svæðisins, þar sem skiptilínan er ákvörðuð út frá jarðfræði hafsbotnsins, í sam- ræmi við nýjan hafréttarsátt- mála, er hið fyrsta sinnar teg- undar í veröldinni. Bergsager sagði að mörg ríki hefðu sýnt þessum samningum mikinn áhuga, einkum og sér í lagi lönd, sem ættu óútkljáðar landa- mæradeilur. „Sáttanefndin vann mikið afrek, sem er ekki hvað sízt að þakka norska fulltrúan- um, Jens Evensen sendiherra," sagði Bergsager.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.