Morgunblaðið - 18.01.1983, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 1983 33
Félag íslenzkra iðnrekenda
gagnrýnir Verkamannabústaði
fyrir ofnakaup erlendis frá
Telur ofnana auk þess ekki viðurkennda samkvæmt staðli
MORGUNBLAÐINU hefur borizt eft-
irfarandi fréttatilkynningu frá Felagi
íslenzkra iðnrekenda vegna ofna-
kaupa Verkamannabústaða í Reykja-
vik:
í byggingu eru nú á Eiðsgranda
verkamannabústaðir, sem stjórn
Verkamannabústaða í Reykjavík
stendur að. Á sl. vori bauð stjórn
Verkamannabústaða út ofna í um-
rædd hús, og kom fram í útboðs-
gögnum að þeir skildu vera sam-
kvæmt staðli IST-69,1. Sex buðu í
verkið, en stjórn Verkamannabú-
staða ákvað að taka engu tilboði þar
sem iægstbjóðandi, innflytjandi,
sem bauð sænska ofna gat við nán-
ari athugun ekki staðið við tilboð
sitt. Næstbjóðendur buðu ekki í
verkið samkvæmt þeim skilmálum
sem sett voru í útboðsgögnum, en
settu sina eigin söluskilmála, sem
stjórn Verkamannabústaða taldi sig
ekki geta gengið að. Stjórn Verka-
mannabústaða barst annað boð
hærra en hið fyrra frá innflytjand-
anum, og gaf stjórnin þá öðrum
bjóðendum kost á að gera annað til-
boð í verkið.
Þegar málið kom til endanlegrar
afgreiðslu í stjórn Verkamanna-
bústaða ákvað hún að taka tilboði
innflytjanda, sem nú bauð belgíska
ofna, en hans tilboð hljóðaði uppá
krónur 953.747.-. Næstlægsta tilboð-
ið kom frá Ofnasmiðju Suðurnesja,
en það var 16% hærra en lægsta
tilboð og hljóðaði uppá krónur
1.097.700.-.
í fréttatilkynningu, sem Iðn-
tæknistofnun Islands sendi frá sér,
kom í ljós, að belgísku ofnarnir, sem
innflytjandinn bauð hefðu ekki hlot-
ið staðfestingu samkvæmt íslensk-
um staðli, IST-69,1. Engin viður-
kenning er því á varmaafköstum
þessara ofna. Stjórn Verkamanna-
bústaða hefur því með því að taka
tilboði innflytjandans tekið tilboði
sem ekki er í samræmi við útboðs-
skilmála, jafnframt því sem bygg-
ingarreglugerð Reykjavíkur hefur
verið brotin, því skv. henni verða
ofnar að vera prófaðir samkvæmt
staðlinum IST-69,1.
Félag íslenzkra iðnrekenda gagn-
rýnir stjórn Verkamannabústaða
fyrir kaup á belgískum ofnum sem
ekki eru viðurkenndir samkvæmt
staðlinum IST-69,1. félag íslenzkra
iðnrekenda bendir á, að séu tilboð
innflytjandans og Ofnasmiðju Suð-
urnesja uppreiknuð til núvirðis,
(belgísku ofnarnir í hlutfalli við
gengi á belgískum franka og ís-
lensku ofnarnir í hlutfalli á breyt-
ingu vísitölu), kemur í ljós að tilboð
innflytjandans hefði orðið í dag
1.544,013.-, en tilboð Ofnasmiðju
Suðurnesja 1.559,938.-. Er því mun-
ur þessara tveggja tilboða undir 1%.
Hér er um mjög alvarlegt tilfelli að
ræða þar sem opinber aðili gerir sig
sekan um að velja erlenda vöru, i
stað innlendrar. Vöru, sem ekki er í
samræmi við útboðsskilmála og
brýtur í bága við byggingarreglu-
gerð Reykjavíkur.
Félag íslenzkra iðnrekenda hefur
undanfarna tuttugu mánuði gagn-
rýnt mjög gengisstefnu stjórnvalda.
Sést vel á þessu dæmi hvaða áhrif
slíkt getur haft. Belgískir ofnar
voru hagstæðari en íslenskir fyrir
sex mánuðum síðan, sem leiddu til
þess að þeir voru keyptir af stjórn
Verkamannabústaða í Reykjavík
þrátt fyrir það, að þeir hefðu ekki
hlotið staðfestingu samkvæmt ís-
lenskum staðli, IST-69,1.
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
Handverksmaður
3694-7357. S: 18675.
Hilmar Foss
lögg skjalaþ. og dómt. Hafnar-
stræti 11, simi 14824.
Víxlar og skuldabróf
í umboössölu.
Fyrirgreiöslustofan, Vesturgötu
17, sími 16223, Þorleifur Guö-
mundsson, heima 12469.
Til sölu
Þurrkaður saltfiskur og kinnar,
niöurskorinn. Gott verö, góöur
fiskur. Uppl. í síma 92-6519.
□ EDDA 59831187 — 2.
□ EDDA 59831187 = 2
I.O.O.F. Rb4 = 1321187Vi —
I.O.O.F. OB IP = 1641818% =
Filadelfía
Almennur Biblíulestur kl. 20.30.
Ræöumaöur Einar J. Gíslason.
Samkomusalur, leiga
Leigjum samkomusal lil hvers-
konar mannfagnaöa og sam-
komuhalds.
Félagsheimili Farmanna- og
Fisklmannasambands Islands
Sjómannasamband Islands,
Borgartúni 18. Simi: 29933 og
38141 á kvöldin.
Deild 4
Fyrirlestur um loftnet á heima-
húsum fyrir FR stöövar veröur
haldinn fimmtudaginn 20. janúar
að Síöumúla 2, og hefst kl.
20.15.
Námsksiö i framsögn og ræöu-
mennsku veröur haldiö mánu-
daginn 24. janúar, þriöjudaginn
25. janúar og miövikudaginn 26.
janúar aö Siöumúla 2 og hefst
kl. 20.15 alla daga.
Spilakvöld veröur aö Seljabraut
54, flmmtudaginn 27. janúar, kl.
20.30.
FR delld 4.
AD KFUK
Amtmannsstíg 2B.
Kvöldvaka i kvöld kl. 20.30.
Hugleiöing: Margrét Hróbjarts-
dóttir. Kaffi. Allar konur vel-
komnar.
raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar
/?úsnæð/ óskast [
Atvinnuhúsnæði óskast
80 til 150 fm verslunarpláss. Skilyröi næg
bílastæöi.
80 til 150 fm verslunarpláss viö Laugaveg
eða í miðbænum.
40 til 80 fm húsnæöi fyrir sjoppurekstur.
80 fm húsnæöi í verslunarmiöstöö.
lönaðarhúsnæöi óskast
200 fm húsnæöi fyrir léttan og hreinlegan
iönaö. Staösetning ekkert atriöi.
Ca. 100 fm iönaðarhúsnæöi, lofthæð ekki
undir 3V2 m. Staösetning Ártúnshöföi eða
Kópavogur.
400 til 500 fm húsnæöi í Múlahverfi eöa
Borgartúni.
KAUPÞING HF.
Husi verzlunarinnar. 3. hæö, simi 86988.
Fasteigna- og veröbrefasala. leigumiölun atvinnuhusnæöis, fjarvarzla, pioöhag-
fræói-. rekstrar- og tölvuraógjöf
fundir — mannfagnaöir
Almennur félagsfundur Kaupmannasamtaka
íslands veröur haldinn miövikudaginn 19.
janúar kl. 20.30 í ráðstefnusal Hótels Loft-
leiöa.
Dagskrá:
Breyting á reglugerö um söluskatt og reglu-
gerö um bókhald. Á fundinum .flytja erindi og
svara fyrirspurnum þeir Árni Kolbeinsson,
deildarstjóri í fjármálaráöuneytinu og Garöar
Valdimarsson, skattrannsóknastjóri.
B
Félag bókageröarmanna
Félagsfundur verður haldinn aö Hótel Esju,
fimmtudaginn 20. janúar 1983 kl. 17.00.
Dagskrá: 1. Orlofssvæöin. 2. Önnur mál.
Stjórn F.B.M.
Prófkjör
Sjálfstæðisflokksins
í Suðurlandkjördæmi
Prófkjör SjálfstaBÖisflokkslns í Suöurlandskjördæmi veröur haldiö
dagana 22. og 23. janúar 1983. i framboöi eru; í Árnessýslu og
Selfossumdæmi: Brynleifur Steingrímsson, læknir, Selfossi, Óli Þ.
Guöbjartsson, skólastjóri, Selfossi, og Þorsteinn Pálsson, fram-
kvæmdastjóri. Reykjavík; í Rangárvallasýsluumdæmi: Eggert Hauk-
dal, alþingismaöur, Bergþórshvoll, Jón Þorgilsson, sveltarstjóri,
Hellu, og Oli Már Aronsson, iönrekandl, Hellu; í Vestmannaeyjaum-
dæmi: Árni Johnsen, blaöamaöur, Reykjavík, Guömundur Karlsson,
alþingismaöur, Vestmannaeyjum, og Kristján Torfason, bæjarfógeti,
Vestmannaeyjum; í Vestur-Skaftafellssýsluumdæml: Björn Þorláks-
son, bóndi, Eyjarhólum, Einar Kjartansson, bóndl, Þórisholti, og Sig-
geir Björnsson, bóndi, Holti.
Kosningarétt hafa allir flokksbundnir Sjálfstæöismenn, 16 ára og
eldri, svo og allir stuöningsmenn Sjálfstæöisflokksins 20 ára og eldri
og jafnframt þeir stuöningsmenn sem ná 20 ára aldri á yfirstandandl
ári.
Utankjörfundarkosning hefst i dag og fer fram: í Valhöll í Reykjavík,
virka daga á skrifstofutíma, laugardaga fyrir hádegi, á Selfossi, Hellu,
Hvolsvelli, Vik, Kirkjubæjarklaustri og Vestmannaeyjum.
Nánari upplýsingargefa prófkjörsstjórnarmenn. í Prófkjörsstjórn sitja:
Ölafur Helgi Kjartansson, Álftarima 10. Selfossi, s. 99-1308, Haukur
Gislason, Dælengi 6. Selfossi, s. 99-1766, Fannar Jónasson, Frey-
vangi 10, Hellu, s. 99-5816, Jóhann Friöfinnsson, Klrkjuvegl 101,
Veslmannaeyjum, s. 98-1962, Sæmundur Runólfsson. Ránarbraut
13, Vík, s. 99-7205.
12. janúar 1983. prótkjörsstjórn.
Reykjaneskjördæmi
Fundur í Kjördæmlsráöi Sjálfstæöisflokksins í Reykjaneskjördæmi
veröur fimmtudaginn 20. janúar 1983 í Hamraborg 1, Kópavogi og
hefst kl. 20.15.
Fundarefni: Kosningaundirbúningur þ.m.t. tekin afstaöa til prófkjörs.
Áriöandi aö allir mætti.
Stjórnin.
Vestmannaeyjar
Fundur meö frambjóðendum til prófkjörs SjálfstaBðisflokksins í Suö-
urlandskjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar veröur haldinn miö-
vikudaginn 19. janúar i samkomuhúsi Vestmannaeyja og hefst kl.
20.30. Allir velkomnir.
Fulltrúaráö Sjálfstæöisfélaganna í Vestmannaeyjum.
Kvöldráðstefna
um stjórnar-
skrármálið
Samband ungra sjálfstæölsmanna gengst
fyrir kvöldráösstefnu um stjórnarskrármálln
þriöjudaginn 18. janúar kl. 20.30 i Valhöll,
Háaleitisbraut 1.
Ræöumenn:
Hlutverk stjórnarskrárinnar: Slguröur Líndal,
prófessor.
Stjórnarskráin og atvinnulifiö: Ragnar Hall-
dórsson, forstjóri.
Kjördæmamáliö: Friðrik Sophusson, alþing-
ismaöur.
Útgáfa bráöabirgöalaga og heimild tll þing-
rofs: Haraldur Blöndal, lögfrsaöingur
Ráöstefnustfórl: Geir H. Haarde formaöur
SUS.
Allt áhugafóik velkomiö. SUS.
Siguröur
Ragnar
Frlörik Haraldur Gelr
t
*