Morgunblaðið - 18.01.1983, Síða 35

Morgunblaðið - 18.01.1983, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 1983 35 Úr uppsetningu Garðaleikhússins á Karlinum í kassanum. Nýtt atvinnuleikhús stofnað í Reykjavík: Revíuleikhúsið „VIÐ viljum endurvekja íslensku revíuna,“ sagði Þórir Steingrímsson, framkvæmdastjóri nýstofnaðs revíu- leikhúss, í viðtali við Mbl. „Hér á árum áður var mikil revíustemmning í Reykjavík, en síðan hefur dofnað yfir þessum þætti leiklistar og honum verið lítil athygli veitt af stofnanaleik- húsunum," sagði Þórir. Leikfélag Reykjavíkur hefur einna helst sýnt viðleitni í að setja upp ærsla- leiki og revíur. Það sem við viljum gera er að hafa revíuna númer eitt. Þetta er erfitt verkefni og miklar kröfur gerðar. Við munum byrja á að sýna Karlinn í kassanum sem var á fjölum Garðaleikhússins í fyrra, en Revíuleikhúsið hefur einmitt þróast út frá því og mun nú öll starfsemi flytjast til Reykjavíkur. Þá höfum við fengið til liðs við okkur franskan höfund sem hefur verið búsettur hér í átta ár og heitir Geirharður markgreifi í ís- lenskri þýðingu. Hefur hann sam- ið fyrir okkur næsta verk sem Gísli Rúnar Jónsson leikstýrir. Við erum bjartsýn á að vel gangi hjá okkur. Revíur eru fullar af söng, tónlist og ádeilum. Þær hafa verið vinsælastar á kreppuárum og ættu því að eiga góðan hljómgrunn nú. Við munum hafa aðsetur í Hafnarbíói ásamt Al- þýðuleikhúsinu og Gránufjelaginu og erum bjartsýn á að fá góðar viðtökur." 7/7 afgreiöslu strax SLLVERREED rtfeindaritvél atA7irmnmaniisíns Þeir sem þurla að vélrita mikið vita rtianna best hve ritvélin skiptir miklu máli. Ritarar, rithöfundar, blaða- menn, skrifstofufólk og aðrir atvinnumenn við ritvélina, sem verja miklum hluta vinnutíma síns i textagerð og skriftir velja sér þess vegna ritvél af sömu nákmæmni og orðin, sem þeir nota. Silver Reed rafeindaritvélarnar eru í atvinnumanna- flokknum. Þær eru ekki aðeins með allt þaðsemprýðir fullkomnar rafeindaritvélar, heldur einnig sjálfvirka undirstrikun, sjálfvirka miðjustillingu, Decimal Tabulator og ekki síst: 5 islenskar leturtegundir og útlitið er öðruvisi! Silver Reed rafeindaritvélarnar fást í þremur gerðum; EX42, EX44 og EX55,- allt eru þetta úrvalsvélar sem uppfylla allar kröfur atvinnumannsins. Þakkir Kærar þakkir til allra þeirra, sem heiöruöu mig á 80 ára afmæli mínu þann 1. janúar 1983 meö heimsóknum, heillaóskum og gjöfum. Helgi Kristjánsson, Stórholti 26, Rvík. Silver Reed rafeindaritvélar: ódýrar og með 5 íslenskum leturtegundum. Komið - hringið - skrifið og kynnist Silver Reed rafeindaritvélinni - sýnisvélar i verslun okkar. SKRIFSTOFUVÉLAR H:F. Hverfisgötu 33 Simi 20560 ESIOFOT UNAN 83 Um leið og við óskum viðskiptavinum okkar gæfu og gengis á nýju ári, tilkynnum við þeim að við hjá ACO hf. höfum tekið við ESKOFOT umboðinu, og erum með til sýnis og sölu vélar og tæki til grafísks iðnaðar. Líttu inn til okkar að Laugavegi 168. Það verður tekið vel á móti þér! acohf Laugaveg 168

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.