Morgunblaðið - 18.01.1983, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 18.01.1983, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 1983 41 fclk í fréttum Fred Astaire ásamt eiginkonu sinni Robyn. Fred Astaire í fullu fjörí + „Ástin bara gagntók mig“, sagöi Fred Astaire þegar hann tók upp á því áttræður að kvænast að nýju. Síðan eru liðin þrjú ár og enn er hann jafn hamingjusamur aö sjá og heyra ásamt eiginkonunni Robyn, sem er 39 ára að aldri. Hann var spurður um ráð og þau yngingarmeðul sem hann notar gegn ellinni og árunum og sagði: „Það sem hefur nýst mér hvað best er að líta aldrei til baka, heldur horfa alltaf fram á við“. Og hann bætti því við að ekki skaðaði að hafa nóg fyrir stafni og að sögn vina hans starfar hann sjálfur eins og hver annar unglingur. Yoko helgar líf sitt syninum Sean + Brooke Shields er um þessar mundir ein vinsælasta fyrirsæta og leikkona í Bandaríkjunum. Mynd- ir hennar gefa af sér stórar fjár- fúlgur og í raun hefur hún malað gull frá ellefu mánaða aldri. Brooke Shields ásamt móður sinni, Tery, sem hefur ákveðnar skoðanir á framtíðaráformum dótt- urinnar. En þetta nægir móður hennar ekki, hún vill láta dótturina komast enn lengra. Og hvert skyldi það vera? Jú, í furstahöll- ina í Mónakó. Þar situr prins einn ungur og efnilegur og að mati móðurinnar framagjörnu er Brooke einmitt sú kona sem þar ætti að sitja honum við hlið í framtíðinni, hvort sem hún hefur drauma í þessa átt eða ekki. Albert prins starfar í New York um þessar mundir og kvað fara vel á með þeim Brooke, en talið er að móðir leikkonunnar sé ein um þá hugmynd að þau skuli eigast ... Brooke skal til Mónakó + „Fyrsta árið eftir andlát John grét ég daglega, en smátt og smátt þornuðu tárin. Nú getum við Sean talað um hann og það léttir á okkur að geta rætt mál- in,“ sagði ekkja John Lcnnons í viðtali fyrir skömmu, en þá voru liðin tvö ár frá því hann var skot- inn til bana fyrir utan heimili sitt í New York. Yoko Ono er 49 ára gömul og sonurinn Sean er sjö ára. „Við lifum eins og fangar," segir hún. „Við þorum ekki að fara út fyrir hússins dyr án lífvarða okkar og ég lifi í stöð- ugri hræðslu þar sem ég óttast að það sem kom fyrir John komi einnig fyrir Sean. Ég bjóst við að þessi hræðsl^ *••-*’ með tímr,um, en það hefur ' ekki gerst." Yoko og Sean stefna að því að fara í Evrópuferð innan skamms til að heimsækja föð- urland John, Bretland, en Yoko ætlar að nota tækifærið og kynna þar nýjustu hljómskífu sína, „It’s Allright”. COSPER — Ef ég spila falskt er það vegna þess að hárið festist í strengjunum. qítarskóli ^^OLAFS GAUKS INNRITUN í skólanum, Stórholti 16, daglega trá kl. 2. Bætt veröur viö í alla aldursflokka, byrjenda og lengra kominna. Sími 27015. Harvey skjalaskápar 2ja, 3ja, 4ra og 5 skúffu. Ennfremur skjalabúnaður í fjölbreyttu úrvali. gmsRkgi Síöumúla 32 — Sími 38000 V Hamar og sðg er ekki nóg NEMA ÞÚ VEUIR RÉTTA EFNIÐ^

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.