Morgunblaðið - 18.01.1983, Page 46

Morgunblaðið - 18.01.1983, Page 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 1983 Líkurnar á því að bílar velti í ís-crossi eru hverfandi litlar, en Magnús Baldvinsson i BMW lét sig ekki muna um að velta bílnum fyrir framan nefið á Ijósmyndara Mbl. Hafði hann reyndar lent stuttu áður i skafli og upp á tvö hjól, eins og önnur myndanna sýnir. Ljósm. Mbi. Cunniaueur r. * Is-cross á Leirtjörn: íslandsmeistarinn sigraði ÍSLANDSMEISTARINN í rally- og ís-crossi, Þórður Valdimarsson, hóf titilvörn sína á þessu ári með sigri í ís-cross-keppni, sem fram fór á vegum Bifreiðaíþrótta- klúbbs Reykjavíkur á Leir- tjörn á sunnudaginn. Ók Þórður 170 hestafla VW til sigurs, en annar varð Jón Ragnarsson á Volvo 343 Turbo, eftir spennandi keppni. Þriðji varð Kristinn Svansson á Datsun 160 JSSS og fjórði Gunnar Vagnsson á Cortina 2000. Mikið fannfergi tafði keppn- ina í byrjun, en brautina sem var ísilögð þurfti að ryðja af snjó. Varð brautin af þeim sökum nokkuð mjó, sem gerði öku- mönnum erfitt fyrir í framúr- akstri. Strax í byrjun féll rall- kappinn kunni Birgir Bragason úr keppni, er RS Skoda hans bil- aði, að venju má segja. Hann hét þó blm. Morgunblaðsins að sigra næstu keppni á sama bíl. Þrjár umferðir voru eknar áður en að úrslitum kom og gekk á ýmsu. Magnús Baldvinsson á BMW velti bíl sínum í einni af krapp- ari beygjum brautarinnar eftir að hafa ekið í skafl. Lenti bíllinn á hjólunum eftir marga loftfim- leika og áfram var haldið af harðfylgi. Mikla athygli vakti Ólafur Gunnarsson á Volvo Amazon, sem ók sérlega vel, en féll úr leik þegar stýrismaskína bílsins bilaði eftir árekstur við annan keppnisbíl. I úrslit kom- ust að lokum fjórir keppendur, Þórður Valdimarsson á VW, Gunnar Vagnsson á Cortina 2000, Kristinn Svansson á Dats- un 160JSSS og Jón Ragnarsson á Volvo 343 Turbo. í startinu kom það sér vel fyrir Þórð að hafa vélina yfir drifhjólunum og náði hann langbesta gripinu af þeim sökum og tók strax forystu. Jón Ragnarsson kom næstur og reyndi margoft að komast fram úr Þórði, en fimm hringir voru eknir eftir brautinni. Óku Þórð- ur og Jón m.a. samhliða nokkur hundruð metra, þar til Jón varð að gefa eftir er brautin mjókk- aði, skullu bílarnir reyndar lítil- lega saman í sama mund. Eftir þetta hélt Þórður Valdimarsson forystunni af öryggi til loka, en Jón Ragnarsson fylgdi fast á eft- ir. Kristinn Svansson ók Datsun sínum vel í undankeppninni, en átti ekki möguleika í forystubíl- ana í úrslitum sökum kraftleysis bílsins. Náði Kristinn í þriðja sæti á undan Gunnari Vagns- syni, sem ók Cortina 2000, en hefur reynt flestar greinar akstursíþrótta undir stjórn ým- issa bræðra Gunnars. Is-crossið var skemmtilegt á að horfa und- ir lokin, en full miklar tafir voru á milli einstakra umferða. Keppnin var liður í íslands- meistarakeppninni í ís-crossi. Um næstu helgi heldur nýstofn- aður bílaklúbbur á Suðurnesj- um, þ.e. Akstursíþróttafélag Suðurnesja, ís-cross á Seltjörn við Keflavíkurveginn. G.R. Nokkur ný iðnfyrirtæki á döfinni á Vesturlandi Rætt við Ólaf Sveinsson iðnráðgjafa Búðardalsleir. Borgarnesi, 12. janúar. FYRIR rúmu ári réðu Samtök sveitarfélaga í Vesturlands- kjördæmi iðnráðgjafa til starfa í kjördæminu, Ólaf Sveinsson hagverkfræðing. Þennan tíma hefur hann unn- ið að ýmsum verkefnum fyrir samtökin, einstök sveitarfé- lög, fyrirtæki og einstaklinga. Ólafur hefur aðstöðu á skrifstofu samtakanna að Borgarbraut 61 í Borgarnesi og leitaði Mbl. til hans, til að fá upplýsingar um það sem er á döfinni hjá honum um þess- ar mundir. Ólafur sagðist hafa verið að vinna að verkefnum um allt kjör- dæmið þetta tímabil, auk þess sem hann hefði verið að átta sig á að- stæðum. Hann sagði að mikil vinna hefði verið unnin í Dala- sýslu við undirbúning byggingu iðngarða og tilraunavinnslu úr leir. Um 700 fermetra iðngarða- bygging er nú um það bil að verða fokheld í Búðardal. Þetta sagði Ólafur að hefði verið nauðsynlegt að koma fyrst í framkvæmd, því mjög lítið væri um almennilegt iðnaðarhúsnæði í Búðardal. í iðn- görðunum verður bíla- og búvéla- verkstæði, saumastofan Saumur verður þar með starfsemi sína, svo og leirvinnslan Dalaleir ef af því fyrirtæki verður. Ólafur sagði að saumastofan Saumur hefði keypt Olafur Sveinsson iðnráðgjafí Vestur- lands. svefnpoka- og sængurgerðina Blá- feld í fyrra og yrðu sú framleiðsla í iðngörðunum. Hann sagði að niðurstöður tilraunavinnslu á múrsteini úr dalaleir hefði lofað mjög góðu og væri mjög mikill áhugi fyrir því í Búðardal að hefja framleiðslu múrsteina ef arðsem- isútreikningar kæmu vel út. Yms- ir fleiri möguleikar virtust fyrir hendi í leirvinnslunni, ef þessi framleiðsla gengi vel, en ætlunin væri að fara rólega af stað. Ólafur sagði að markaður virtist nægur fyrir þessa múrsteina, ef hægt verður að framleiða þá á viðun- andi verði. Flutningskostnaður væri mikill á þeim til landsins og ætti fyrirtæki hér innanlands þvl að hafa góða samkeppnisaðstöðu. Áætlanir hafa verið miðaðar við framleiðslu á 1,5 milljónum múr- steina á ári. Ólafur sagðist vera að ganga frá skýrslli um úttekt á stöðu þjón- ustuiðnaðar í Ólafsvík, að beiðni hreppsnefndarinnar þar. Skýrslan væri samantekt á stöðu þessara mála ásamt tillögum til úrbóta. Hann sagði að þjónustuiðnaðurinn væri í molum á norðanverðu Snæfellsnesi og versnaði eftir því sem vestar drægi á nesinu. Engan veginn væri fyrir hendi sú þjón- usta sem vera þyrfti á svona stöð- um. Þá sagði ólafur að fyrir dyrum hjá sér stæði að gera atvinnu- málaáætlun fyrir Borgarnes eða jafnvel héraðið allt og yrði það þá gert í samvinnu við Fram- kvæmdastofnun ríkisins. Ólafur sagðist hafa unnið með atvinnu- málanefndinni í Borgarnesi að ýmsum málum og einnig væri dagleg þjónusta við iðnfyrirtæki og einstaklinga hér mikil vegna staðsetningar sinnar í Borgarnesi. Á Akranesi sagðist Ólafur hafa haft fasta viðtalstíma einu sinni í viku síðan í haust og hefði það gefist ákaflega vel. Margir hefðu leitað til sín í viðtalstíma bæði menn sem væru að hugsa um ný- iðnað og starfandi fyrirtæki með ýmis vandamál sem hann hefði reynt að leysa úr. Hann sagði að í undirbúningi væri bygging iðn- garða á Akranesi. Áhugi og þörf virtist fyrir hendi hjá nokkrum aðilum að fá þar inni. Iðngarðarn- ir væru hugsaðir þannig, að menn sem væru með einhverja iðnstarf- semi í huga gætu fengið húspláss leigt eða fengið með kaupleigu- samningi og komið starfsemi sinni af stað. Annars sagði Ólafur að þetta mál væri nú til afgreiðslu í bæjarstjórn Akraness og of snemmt að segja til um hvað úr því yrði. Ólafur sagðist hafa unnið tals- vert að því með atvinnumálanefnd Akraness að kanna ákveðið verk- efni fyrir verndaðan vinnustað á Akranesi. Þar væri um að ræða framleiðslu á pappabökkum til nota fyrir eggjaframleiðendur og fleiri. Hráefnið til þessarar fram- leiðslu sagði Ólafur að væri af- gangspappir og árlega félli til í landinu margfalt meira magn af afgangspappír en svona verk- smiðja þyrfti á að halda. Ólafur sagði að við verksmiðjuna gætu 6—9 manns starfað og ætti hún að geta staðið undir sér, þó að stofn- kostnaður væri tiltölulega mikill eða tæpar 8 milljónir króna. Ljóst væri að fjármögnunin væri erfið- asta vandamálið sem við væri að glíma. Sótt hefði verið um framlög úr þeim sjóðum sem fjármagna eiga verndaða vinnustaði að mestu leyti og væri beðið eftir svörum frá þeim. Ef svörin verða jákvæð „Sigurvegaramótið“ í Wijk aan Zee: Friðrik með 2 vinninga að loknum 3 umferðum Wijk aan Zee, frá Berry Withuis. FRIÐRIK Ólafsson gerði jafntefli við Hollendinginn Ree í 2. umferð „Sigurvegaramótsins" hér í Wijk aan Zee í skák sem hann hefði átt geta unnið. Þá gerði hann jafntefli við Pólverjann Kuligowski í 3. um- ferð og er í 4.—5. sæti eftir þrjár umferðir með 2 vinninga. Ekki var teflt í gær, mánudag. Það setti mikinn svip á mótið að tveir kunnir hollenskir skákmeist- arar féllu út á síðustu stundu vegna veikinda — þeir Jan Timm- an og Sosonko og komu Júgóslav- inn Hulak og Pólverjinn Kulig- owski þá í þeirra stað. Allir kepp- endur á mótinu eru stórmeistarar nema Peter Scheeren frá Hol- landi. Hann ávann sér þátttöku- rétt með því að vinna B-grúppuna í Wijk aan Zee í fyrra. Úrslit í 3. umferð urðu: Ribli — Nunn ‘A-V4. Hulak - Hort 1-0, Speelman — Korschnoi 0—1, Ree — Seirawan 'k — 'k, Kuligowski — Friðrik Ólafsson 'k — 'k, Browne — Van der Wiel 1—0 og Scheeren — Anderson lk — 'k. Staðan er nú: 1.—3. Ribli, Hulak og Anderson 2'k. 4.-5. Ree og Friðrik 2. 6.-7. Nunn og Seirawan 1 'k. 8.-9. Browne og Scheeren 1 og biðskák. 10,—11. van der Wiel og Korchnoi 1. 12.—14. Speelman, Kuligowski og Hort 'k. þá væri ekkert að vanbúnaði að ráðast í framkvæmd málsins. Að lokum sagði Óalfur Sveins- son að á næsta stjórnarfundi sam- takanna yrði væntanlega fjallað um skipun iðnaðarnefndar SSVK. Iðnaðarnefndin ætti að vera nokk- urs konar bakhjarl og samráðsað- ili iðnráðgjafa og vettvangur til skoðaðaskipta og stefnumörkunar fyrir kjödæmið í iðnaðarmálum. HBj. VerÖ á hörpudiski VERÐLAGSRÁÐ sjávarútvegsins ákvað á fundi í gær eftirfarandi lág- marksverð á hörpudiski frá I. janúar til 28. febrúar 1983: Hörpudiskur i vinnsluhæfu ástandi: a) 7 cm á hæð og yfir, hvert kg. kr. 4,90. b) 6 til 7 cm á hæð, hvert kg kr. 4,00 Afhendingarskilmálar eru óbreyttir. Reykjavík, 14. janúar 1983. Verðlagsráð sjávarútvegsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.