Morgunblaðið - 18.01.1983, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 1983
47
MratfMbL/KE.
Ragna ásamt Tíu sem í tilefni myndatökunnar stökk upp f sófa f óleyfi.
„Erfitt að greina
orðaskil ef rok
er í atriðinua
— segir Ragna Ragnars þýðandi
BRESKA leikritið „Áður fyrr“ (Early
Days) sem sýnt var i íslenska sjón-
varpinu vakti mikla athygli. Höfund-
ur þess er David Malcolm Storey og
hlaut þetta verk hans góðar viðtökur
þegar það var sýnt á sviði í London.
Sir Ralph Richardson fór með aðal-
hlutverkið þar, sem og i sjón- í
varpsþáttunum. Skáldskapur verks-
ins er viðkvæmur í þýðingu og sneri
blm. Mbl. sér til Rögnu Ragnars og
spurði hana hvernig væri að snara
svo erfiðum og Ijóðrænum texta á
íslensku:
„Ég reyndi að halda anda og stíl
verksins en það var sérstaklega
erfitt að þýða þetta leikrit," segir
Ragna. „Textinn var umfangsmik-
ill og því varð að þjappa honum
saman svo stíllinn varð knappur.
Þá fannst mér það stundum
skemma og þótti leiðinlegt að
þurfa að skella texta yfir andlitið á
Richardson, en leikur hans í mynd-
inni var ævintýralegur. En ég
hafði ákaflega gaman af þessu
verkefni, ég les mikið af ljóðum og
bókum þannig að skáldmál liggur
tiltölulega vel fyrir mér.“
— En hvernig er svona þýðing
unnin?
„Pálmi Jóhannesson yfirþýðandi
sjónvarpsins reynir að raða mynd-
unum niður á þýðendur eftir því
sem honum finnst best eiga við
hvern og einn, enda þótt ekki sé
alltaf hægt að koma því við.
Þá byrja ég á áð skoða myndina
uppi í Sjónvarpi og um leið er talið
tekið upp á segulband. Næsta skref
er svo að þýða, þá hlusta ég á
bandið og hef oftast handrit til að
fara eftir líka. En það er ekki allt-
af og þá getur verið erfitt að greina
orðaskil, t.d. ef persónan er grát-
andi eða ef rok eða hávaði er í at-
riðinu. Svo vélrita ég þýðingarnar
upp og tek mið af hvað hver texti
má vera langur. Þetta getur tekið
drjúgan tíma. í hverri meðallangri
mynd eru svona milli sjö og níu-
hundruð textar, og lætur nærri að
klukkutími fari í hverja 40 texta,
ef ekkert handrit er, tekur þýðing
lengri tíma.
íslenskumaður les svo handrit
mitt yfir til að ganga úr skugga um
að engin málvilla sé í því. Þegar
textarnir hafa verið settir á rúllu
æfum við okkur í að setja textann
inn á réttan stað en þýðandinn
þarf að vera við og stjórna textan-
um inn á myndina. Þetta eru dálít-
ið gamaldags vinnubrögð en kostn-
aður við að brenna textann inn á
sjálfa myndina er of mikill til að
það borgi sig fyrir eina sýningu, en
fæstar myndirnar eru sýndar
oftar. Svona verður nú textinn til,
vinnan við þetta er mjög frjáls,
þýðendur eru ekki fastráðnir hjá
sjónvarpinu, heldur fá bara borgað
fyrir hverja mynd og vinnutíminn
er að eigin vali enda mestöll vinn-
an gerð heirna."
Ragna þýðir bæði frönsku og
ensku ,en hún hefur lært þessi mál
í Frakklandi þar sem hún hefur
verið við nám og seinna búið um
árabil með manni sínum, Ólafi Eg-
ilssyni sendiherra, og börnum.
Útvegsmannafélag Suðurnesja:
Mótmælir
STJÓRN og trúnaðarráð Útvegs-
mannafélags Suðurnesja samþykkti
á fundi 14. janúar 1983 að mótmæla
þeirri leið, sem valin var af stjórn-
völdum við síðustu fiskverðsákvörð-
un til mildunar á þeim vanda, sem
hátt olíuverð hefur valdið útgerð-
inni.
Útvegsmannafélag Suðurnesja
niðurgreiðslu á olíu
telur að í staðinn fyrir 35% niður-
greiðslu á olíuverði sem greitt
verður með 4% útflutningsgjaldi á
sjávarafurðir, hefði verið eðlilegra
að afnema 7% olíugjaldið og taka
upp í staðinn 17% kostnaðar-
hlutdeild eins og meirihluti Verð-
lagsráðs hefði getað sætt sig við,
en það hefði gefið sömu afkomu
fyrir útveginn í heild sinni og sú
leið sem valin var. Einnig hefði
17% kostnaðarhlutdeild haft í för
- með sér hvata til olíusparnaðar.
Útvegsmannafélag Suðurnesja
telur óviðunandi að fjármagn sé
flutt milli einstakra tegunda skipa
eftir því hvaða veiðar eru stundað-
ar hverju sinni.
Nú kreistum
viðalltúr
krónunm
og bjóöum þér splunkunýjan SKODA
á hlægilega lágu veröi, eöa
frá 89.520.- kr.
Um þetta þarf ekki fleiri orð!
JÖFUR HF
Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Sími 42600
§ Handknattleiki // Laugardalshöll í kvöld kl. 20.00. VALUR — STJARNAN ur Valsmenn og Garðbæingar fjölmennið
—Í^STAlffiANT y^r//r/>/h//<v VAItiAItlM lí t?A LEIRUBAKKA 36 SÍMl 71290 " ORLRND Sólning hf.