Morgunblaðið - 20.02.1983, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.02.1983, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1983 7 HUGVEKJA eftir Pétur Sigurgeirsson biskup Freisting fylgir manninum eins og skuggi. Freisting er löngun til að gera það, sem ætti að vera ógert. Freisting stríðir á móti betri vitund. Hún er bar- átta milli góðs og ills og er háð hið innra í manninum sjálfum. Mörgum blöskrar freisting, sem yfir kann að koma. „Að mér skuli detta annað eins og þetta í hug!“ Það er hugsun, sem menn kannast við. Sann- leikurinn er sá, að það er ómögulegt að lifa án freistinga, rétt eins og það er óviðráðan- iegt að fugl fljúgi yfir höfði manns. (Lúter.) Engan skyldi því undra það, þótt hann verði fyrir freistingu. Maðurinn er þannig gerður. Hann verður að heyja þessa glímu. Gott og illt stendur hvort gegn öðru. Manninum er áskapað að taka afstöðu. í ritgerðarsafni séra Jóns Bjarnasonar, sem lengi var prestur í Winnipeg, er erindi, sem hann nefnir: „Það sem verst er í heirni." Og þetta versta í heimi er ekki aðeins nafn á bókum, heldur afl í heiminum, staðreynd, sem við verðum að viðurkenna. Fátt er um svör, þegar spurt er um uppruna hins illa. Biblían fjallar um þetta versta í heimi þegar á fyrstu blaðsíðum, en gerir það á líkingafullan hátt. Höggormurinn er „slægari en öll dýr merkurinnar" (1. Móse- bók 3). Hann tældi menn til óhlýðni við Guð. Engill reis upp á móti Guði, er Satan nefndist. (Satan er hebreskt orð og þýðir andstæðingur, rógberi. Á grísku er það diabolos = djöfull, sá sem kemur illu af stað.) Minnst er á hrokafullt hjarta (Esek. 28.2) og verndar-kerub, er fylltist ofríki, og setti sig í guðasæti. Einhvern tíma í ókunnri fortíð fannst ranglæti í hjarta, ágirndin, rót alls ills. Eitt er freisting og annað er synd. Þótt við höfum orðið fyrir freistingu, þá er ekki þar með sagt, að við höfum syndgað. Bil er á milli, þar sem freisting og synd er tvennt ólikt. Því að maðurinn gerir annað hvort við freistinguna, að sigra hana eða falla fyrir henni, og þá fyrst hefur hann syndgað. Jesús Kristur er sá eini, sem um er vitað, að hafi sigrað allar sínar freistingar, og því er hann frelsarinn frá illu. Freistingar hans voru ekki aðeins þrjár, eins og freist- ingarsagan skýrir frá. Hjá Lúk- asi endar guðspjallið þannig: „Og er djöfullinn hafði lokið allri freistni, vék hann frá hon- um að sinni." (4.13.) Samkvæmt þessu var aðeins um stormahlé að ræða. Freistarinn kom aftur til hans, og hver veit hve oft? Þannig varð Kristur okkur mönnunum hjálpræðisvegur: Ilann er mín hjálp og hreysti hann er mitt rétta hT honum af hjarta’eg treysti hann mýkir dauðans kíf. H. Pétursson Á sama veg er Jesús athvarf- ið og náðin, þegar svo tekst til, að maður fellur fyrir freisting- unni: Svo stór synd engin er að megi granda þér, ef þú iðrandi sér í trúnni Jesúm hér. ílr 47. passíusálmi. Slík hjálpræðishella er sá Kristur, sem sigrað hefur, leitar til hins týnda með hjálp sína og er fús til að fyrirgefa ótakmark- að. (Matth. 18.22.) Á þeirri náð þarf maðurinn að halda. (Da- víðs sálm. 103.) „Hvort sem þú ert munkur eða lifir heimslífi, hvort sem þú vilt vera góður eða vondur, kemstu ekki hjá táls- nöru heimsins, þú heldur áfram að syndga." (Bonhoeffer.) Tál- snörur heimsins og hertygi ljóssins Maðurinn getur litið mjög misjöfnum augum á synd sína, og afstaða hans skiptir sköpum. Þess vegna getur engum staðið á sama um það, með hvers kon- ar hugarfari hann mætir því, sem lífið leggur honum á herð- ar. Skáldkonan S.M. Fuller seg- ir um þetta: „Sá sem syndgar, er maður. Sá, sem hryggist af synd sinni er heilagur. Sá, sem stærir sig af synd sinni er djöfull." Hér eru skarpar línur dregnar, og hart að orði komist. En Kristur sá allar þessar myndir í mann- lífinu og benti á þær í kenningu sinni. Það er líka rétt að benda á, að menn geta bæði dregið úr áhrifamætti freistinganna og aukið hann, samanber, að „það er ekki hægt að lifa heilbrigðu lífi nema í hollu umhverfi". Eitt sinn átti eg leið þar um, sem börn voru að leika sér á vegi þar sem snjór var nýfallinn. Það var erfitt að fóta sig á veginum. Börnin voru þar með vatn í fötu og helltu öðru hvoru vatni yfir snjólagið. „Hvað eruð þið að gera?“ spurði eg. „Við erum að gera hált!“ — svöruðu þau. — Mennirnir gera alvöru úr því, sem börn í grandaleysi leika sér að! Þeir „gera hált“ í bókstaflegum skilningi, auka freistingarnar. Tökum t.d. ofbeldiskvikmyndir, sem um langan aldur hafa vald- ið hér skaða siðmenningar, en eru nú, — sem betur fer, að fá nokkurt viðnám. Þáð er athygl- isvert, hvað dr. Elías Héðinsson félagsfræðingur hefur um þetta að segja: „Það er talið nokkuð víst, að ofbeldi í kvikmyndum hafi skammtímaáhrif á fólk, þ.e.a.s. stuttu eftir að hafa horft á ofbeldiskvikmynd eru menn lík- legri til ofbeldisverka en ella. Síðan mæla ýmis rök með því, að einnig sé um langtímaáhrif að ræða. M.ö.o. ef fólk horfir ítrekað á ofbeldiskvikmyndir, þá er hætta á, að hugurinn hreinlega mengist af ofbeldi ... auðvitað eru áhrifin miklu sterkari á óharðnaða unglinga.“ (Mbl. 23.12 ’82). Vel sé þeim sem beita sér fyrir því að þessum hættulega leik linni, „að gera hált „með ofbeldiskvikmyndum og mynd- bandavæðingu, sem ógnar börn- um þjóðarinnar. Reynslan hefur kennt, að hvergi er maður óhultur fyrir ágangi freistinga. Og þær gera yfirleitt ekki boð á undan sér. Þær koma yfir heilaga sem venjulega menn, lærða sem ólærða, vitra sem fávísa. Eitt sinn las eg um, að freistingar væru miklar og erfiðar við- fangs, þar sem um væri að ræða: „. Stjórnmál án stefnu. 2. Auðlegð án vinnu. 3. Skemmtun án samvisku. 4. Þekkingu án drenglyndis. 5. Verslun án ráð- vendni. 6. Vísindi án mannúðar. 7. Guðsdýrkun án fórnar. Kristur sigraði freistingar sínar með því að beita fyrir sig orði Guðs. í Biblíunni finnum við styrk, náð og huggun í bar- áttunni. Þar eignumst við sam- félag við Krist, sem er hið lif- andi orð. í samræmi við það hvetur Páll postuli okkur til að klæðast „alvæpni Guðs“ — og lýsir því þannig: „Standið því girtir sannleika um lendar yðar og klæddir brynju réttlætisins og skóaðir á fótunum með fúsleik til þess að flytja fagnaðarboðskap friðar- ins. Takið um fram allt skjöld trúarinnar, sem þér getið slökkt með öll hin eldlegu skeyti hins vonda. Takið við hjálmi hjálp- ræðisins og sverði andans, sem er Guðs orð.“ (Ef. 6.14—17.) Þetta eru „hertygi ljóssins" til sigurs í baráttu við freistingar. INNKAUPAST JÓRAR Fyrir fermingarnar: Kjólar, blússur, pils, drengjaskyrt- ur o.fl. Glæsilegt úrval af vor- og sumarfatnaöi á börn og ungl- inga. tO&tvlei <C Laugarnesvegi 114, Rvík. Símar 34050 og 83574. ÞU SMIÐAR EIGIN INNRÉTTINGU og sparar stórfé! Björninn býður þér allt efni til smíða á eigin fataskápum og eldhúsinnréttingu. Hurðaeiningar eru úr dönskum úrvals viði. Það er ekki svo lítið, að spara allt að helmingi með því að smíða eigin innréttingu! Við veitum fúslega allar nánarí upplýsingar í síma 25150 BJÖRNINN HF Þorri kveður Þorrahlaðborð í sérflokki í Múlakaffi í kvöld eftir kl. 18.00. Gestum bjóðum við að borða baki brotnu fyrir kr. 170.- itiomtS'tt a*i ií»(»L-6:cn\j»; Hallarmúla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.