Morgunblaðið - 20.02.1983, Page 24

Morgunblaðið - 20.02.1983, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1983 líloixvu Utgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aóalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 150 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 12 kr. eintakið. Auðvitað er hér um póli- tískt áróðursstríð að ræða. Það er til dæmis ekkert annað en áróður, að bráða- birgðalögin breyti einhverju um þróun efnahagsmála: verðbólgan æðir áfram, kjörin rýrna, skuldir hrannast upp í útlöndum og verðgildi krón- unnar fellur. Verðbólgustigið nú er jafn hátt og Þjóðhags- stofnun spáði að það mundi verða, ef bráðabirgðalögin kæmu ekki til. Eftir að bráða- birgðalögin náðu fram þarf enginn að vera í vafa um, þeg- ar gengið er til kosninga eftir nokkrar vikur, að ríkisstjórn- in hefur fengið vilja sinn fram við stjórn efnahagsmála. Ef stjórnarandstaðan hefði fellt bráðabirgðalögin nú, þegar þau eru komin til fram- kvæmda með jafn hörmu- legum afleiðingum og raun ber vitni, hefðu ráðherrar og stjórnarsinnar staðið upp og hrópað: Sögðum við ekki, ef- nahagslífið er í rúst af því að bráðabirgðalögin voru felld! Stjórnmálamenn og aðrir er íhuga landsmál hljóta að íhuga þetta mál á þessum for- sendum, þegar ekkert er eftir af því annað en áróðursstríðið og kosningar á næsta leiti þar sem mestu skiptir að verk rík- isstjórnarinnar verði undan- bragðalaust lögð undir dóm kjósenda," sagði Geir Hall- kjördag ekki síðar en 23. apríl næstkomandi. Geir Hall- grímsson minnti á það, að í ágúst 1982 strax eftir útgáfu bráðabirgðalaganna kröfðust sjálfstæðismenn þess, að þing yrði kallað saman, kjördæma- málið afgreitt, bráðabirgða- lögin felld og síðan gengið til kosninga. Þetta hefði allt mátt gera með þeim hætti, að ný stjórn hefði getað gripið til efnahagsráðstafana fyrir 1. desember en þungamiðja bráðabirgðalaganna var 7,74% kjaraskerðing 1. des- ember sl. Á þessa málsmeð- ferð vildi ríkisstjórnin alls ekki fallast í ágúst þótt bæði Steingrímur Hermannsson og Svavar Gestsson hafi síðar lýst því yfir, að hún hafi verið skynsamlegust. Geir Hall- grímsson sagði: „Ríkisstjórnin hafnaði þessu og hélt málum í sjálfheldu á Alþingi í von um þingmála enda yrði kjördagur ákveðinn. Síðan hafa mál þróast á þann veg að samningar hafa tekist milli stjórnmálaflokk- anna um áfanga í kjördæma- málinu sem miðar að því að þingstyrkur flokkanna sé í sem mestu samræmi við vilja kjósenda og einnig er stigið skref til að draga úr misvægi atkvæða eftir búsetu manna. Hitt er jafnljóst og áður, að ríkisstjórnin hefur engin tök á efnahagsmálum og forsenda þess að á þeim verði tekið er að kjósendur felli dóm yfir stjórninni. Án þeirrar máls- meðferðar sem samkomulag tókst um hefði ríkisstjórnin getað þráast við að sitja að- gerða- og úrræðalaus fram á næsta haust. Þegar þessi niðurstaða um framgang þingmála lá fyrir málsins. Málsmeðferðin er auk þess svo óhöndugleg að til þess að frumvarpið þjóni til- gangi sínum þarf að greiða at- kvæði um það á þingi sömu daga og vitað var, að þing Norðurlandaráðs fer fram.“ Um afstöðu sjálfstæðismanna til frumvarpsins sagði flokksformaðurinn meðal annars: „Það hefur alls ekki verið sýnt fram á það af ríkis- stjórninni í þessu máli, að nauðsynlegt sé að þvinga fram breytingu með lögum. Hins vegar hefur stjórnin sýnt dæmalausa klaufsku í samskiptum sínum við aðila vinnumarkaðarins, launþega og vinnuveitendur, í málinu." Hann sagði að kjarninn í stefnu Sjálfstæðisflokksins væri sá, þegar þessi mál ber á góma, að aðilar beri sjálfir ábyrgð á þeim samningum sem þeir gera um kaup og kjör. Línurnar í stjórnmálunum eru skýrar. Ríkisstjórnin hef- ur náð því fram í efnahags- málum sem hún taldi brýnast en engu að síður er allt á hverfanda hveli. Verk ríkis- stjórnarinnar eru undan- bragðalaust lögð í dóm kjós- enda. Alþýðubandalagið stjórnast af því sem Geir Hallgrímsson nefndi „sálræna nauðsyn" ráðamanna þess til að sitja sem lengst í sömu rík- isstjórninni. Framsóknar- flokkurinn er á flótta undan yfirlýstri stefnu sinni. „Saga niðurtalningarstefnu Fram- sóknarflokksins væri skopleg ef hún hefði ekki reynst þjóð- inni jafn dýrkeypt og raun ber vitni," sagði Geir Hallgríms- son í lok samtalsins við Morg- unblaðið. Skýrar línur grímsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, í samtali við Morgunblaðið í gær, þegar rætt var við hann um hina pólitísku áhættu sem þing- flokkur sjálfstæðismanna tók eftir allt það sem á undan var gengið með því að stuðla að framgangi bráðabirgðalag- anna um efnahagsmál á þingi. Eins og fram kemur í sam- talinu vár það ekki fyrr en að allir þingflokkar voru samein- aðir um kosningar í apríl, að knúin var fram formleg ákvörðun í ríkisstjórninni um að það tækist að róa í stjórn- arandstöðuþingmönnum og fá einhvern þeirra til að veita málum brautargengi í neðri deild. Á meðan þær sérkenni- legu mannaveiðar stóðu yfir varðist ríkisstjórnin falli með því að láta ekki á nein ágrein- ingsefni reyna, þau hafa hrannast upp í aðgerðarleys- inu.“ Þá kemur fram, að þeir Steingrímur og Svavar sáu að sér og leituðu eftir samkomu- lagi við stjórnarandstöðu um að þingi yrði lokið með ein- hvers konar samkomulagi um framgang nauðsynlegustu flutti forsætisráðherra síðan vísitölufrumvarp sitt sem stjórnarfrumvarp við ein- kennilegt ramakvein frá Al- þýðubandalaginu, sem situr áfram í stjórninni og ber póli- tíska ábyrgð á þesSu frum- varpi þótt það segist vera því andvígt. Um þá uppákomu sagði Geir Hallgrímsson: „Ég tel að vísitölufrumvarpið sé lagt fram í örvæntingu og sýndarmennsku. Þetta er gert á síðustu dögum þingsins þeg- ar með öllu er vonlaust að þingmönnum gefist færi á að taka efnislega afstöðu til ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ : : i Reykjavíkurbréf j : Laugardagur 19. febrúar ................* Dr. Sigurdur Þórarinsson Dr. Sigurður Þórarinsson, jarðfræðingur, var jarðsunginn þriðjudaginn 15. febrúar. Með honum er genginn ástsæll maður, virtur og vinsæll meðal þjóðarinn- ar og kunnur langt út fyrir land- steinana. f tilefni af sjötugsaf- mæli Sigurðar, 8. janúar 1982, var gefið út rit helgað honum og ber það heitið Eldur í norðri. Sögufé- lag er útgefandi og það gefur vís- bendingu um hve víða Sigurður lét að sér kveða að lesa listann yfir þau félög sem áttu hlut að útgáfu afmælisritsins, en þau eru skráð á titilblað: Hið íslenska fornritafé- lag, Hið íslenska náttúrufræðifé- lag, Jarðfræðafélag íslands, Jökla- rannsóknafélag Islands, Land- fræðifélagið, Norræna félagið, Sögufélag og Vísindafélag íslend- inga. Og eru þó ekki öll þau félög talin þar sem Sigurður lét að sér kveða og má enn nefna til dæmis Ferðafélag íslands. f bókinni Eld- ur í norðri er meðal annars að finna þessa lýsingu á Sigurði eftir Halldór Laxness: „Skemtilegri mann en Sigurð, og meiri prýði í gestastofu, hef ég fáa vitað; og eins þótt honum liggi ekki hátt rómur. Leingi hafði mér orðið starsýnt á hálsbindi hans slegið úr smíðuðu silfri, en þegar ég spurði hvar fáist svona háls- bindi, hló hann við og sagði „hvergi". Þessi fínbygði hámenta- maður, ólíklegur til þrekrauna, og ég hafði staðið að því í samkvæm- um að hafa á valdi sínu manna fjölbreyttasta skrá af glaðværum gítarssaungvum, — einmitt hann hafði þá æðri köllun að vera, þvert ofaní vomur veðurstofunnar, fyrstur manna á vettváng þar sem voru að verki þau eldspúandi fjöll ásamt með jarðskjálftum og jök- ulhlaupum sem guð hefur gefið oss íslendingum til áminningar um endi heimsins. í miðri stórhríð eru Sigurði Þórarinssyni þetta til- tölulega öruggir staðir. í svona einkennilegum plássum tekur hann fram hljóðfæri sitt í nátt- stað og sýngur einsog hér byggi hið sanna líf: María María María María María María.“ Morgunblaðið naut oft hjálpar Sigurðar Þórarinssonar og þess hve einstaklega honum var lagið að skýra undur náttúrunnar með ljóslifandi hætti. Fyrir vinsemd hans, greiðvikni og handleiðslu á mikilvægum fréttastundum oftar en einu sinni við hinar hættu- legustu aðstæður færir Morgun- biaðið Sigurði þakkir að leiðarlok- um og vottar ástvinum hans sam- úð. Aðgæsla við landkynningu I forystugrein Morgunblaðsins síðastliðinn þriðjudag var vakið máls á þeim umræðum sem orðið hafa um mannaferðir í óbyggðum og nú síðast um fyrirhugað ís- landsrall skipulagt af Frakka sem hefur staðið fyrir alþjóðlegum bílaröllum annars staðar. Allt sýnist í óvissu um afdrif þess máls. I umræddri forystugrein var vísað til þess að nokkrir landverð- ir, Kristín Sverrisdóttir, Mý- vatnssveit, Magnús Ásgeirsson, Jökulsárgljúfrum, Sólveig Jóns- dóttir, Mývatnssveit, Sveinn Aðal- steinsson, Tungnafelli, og Þor- bergur H. Jónsson, Herðubreiðar- lindum, hefðu í stúdentablaðinu Náttúruverkur gert úttekt á kynn- ingarritum á íslandi og ekki þótt allt til sóma sem þar stóð. í grein sinni segja landverðirnir meðal annars: „Eftir þessa samantekt á hinum ýmsu bæklingum viljum við benda á nokkur atriði sem við teljum nauðsynlegt að fram komi í land- kynningarritum; í það minnsta sem gefin eru út hér á landi. — Almennar upplýsingar um land og þjóð. — Vegir og færð. a) Gerð vega (bundið slitlag, möl, slóðir) og hvar þessir vegir eru (v/Reykjavík, láglendi, há- lendi). b) Færð: færir hvaða ökutækjum, hvenær og hvar (vorbleyta o.fl.). c) Brýr og vatnsföll. Hvar brýr og hvar ekki (e.t.v. gerð vatnsfalla og „hegðun" þeirra). d) Hvernig eigi að aka (á malar- vegum, slóðum, í ám o.fl. — hvað ber að varast í akstri). — Veður. a) Almennt. b) Áhrifin á hinum ýmsu stöðum (til fjalla, á láglendi, fyrir norðan, sunnan) og árstíðir. — Gróður og dýralíf. — Jarðfræði. — Náttúruvernd, reglur og til- mæli til ferðamanna varðandi umgengni. — Gisting, tjaldsvæði, hótel o.fl. — Um náttúrugripi og útflutn- ing þeirra. — Veiðiréttur. Vel mætti hugsa sér að leiðbein- ingabæklingur sem þessi yrði fjár- magnaður að nokkru með auglýs- ingum. En umfram allt þurfa upp- lýsingar að berast til ferðamanna áður en þeir hefja ferðalög um landið. Dreifing gæti farið fram i skipum (Smyrli), flugvélum, flugstöðvum, bílaleigum o.fl. stöð- um.“ í tilefni af því að nú ættu ferða- málafrömuðir að vera í óða önn að undirbúa móttöku viðskiptavina á næstu „vertíð" vill Morgunblaðið ítreka þessar skynsamlegu ábend- ingar landvarðanna fimm.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.