Morgunblaðið - 20.02.1983, Side 25

Morgunblaðið - 20.02.1983, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1983 25 Látum þá æða burt, eins langt og þeir geta sem hTinu á Fróni ei una. Ég skal samt aldrei fara, ég kann að meta íslenzku náttúruna. Svo hljóðar upphafsvísan í söngnum Ættjarðarást, sem hinn nýlátni og ástsæli alþýðu- fræðari okkar, dr. Sigurður Þór- arinsson, orti á góðri stundu. En hann var einmitt sá náttúruvís- indamaðurinn sem á undanförn- um áratugum lagði mest fram fræðslu og stuðlaði í dagsins önn að því að auka áhuga og þekk- ingu almennings á náttúru þessa lands, mekanisma hennar og uppákomum. Ómetanlegur liður í því að við getum „lifað í sátt við landið okkar", eins og hann orðaði það sjálfur. Hitti að venju naglann á höfuðið. Eg býst við að það hafi verið af sjokkinu yfir því að nú væri þessi fræðabrunnur þorrinn, að óformlegur 15 manna hópur kom fyrirvaralítið saman á laugar- dagsmorgni í einum skóla borg- arinnar, til að ræða löngu afvit- aðan vanda. Að nú á tímum lif- andi kennsluhátta, sem ekki byggja á lestri bóka einum sam- an heldur að auki á lifandi upp- lýsingaöflun, skuli ekki vera til í þessu landi neitt náttúruminja- safn er þjónað geti skólakerfinu — hvað þá almenningi. Þarna mætti fólk frá vísindastofnun- um, ýmsum félögum og fulltrúar skóla, fræðslumála og foreldra- félaga (Gáruhöfundur bara á eigin ábyrgð eða sem sjálfstæð stofnun) og röbbuðu yfir kaffi og vínarbrauðum í kennarastofunni um hvað mætti til varnar verða. í hópnum var lítil telpa með landslagsarkitektinum móður sinni — í raun fulltrúi æsku ís- lands. Eftir úttekt á stöðu máls- ins og horfum, vakti Guðmundur Sigvaldason jarðfræðingur at- hygli á því að þessi litla stúlka yrði orðin fullorðin kona áður en komnir yrðu í gagnið þeir sýn- ingarsalir og sú aðstaða Nátt- úrufræðistofnunar, sem áætlan- ir hefðu verið gerðar um. Gera menn sér ljóst að heil kynslóð Islendinga er þegar komin upp og önnur á leiðinni, sem ekki hefur umgengist náttúrugripa- safn nema í flugumynd? Og það í guðs eigin náttúrunnar landi, þar sem svo mikilvægt er að íbú- arnir kunni að lifa í sátt við landið sitt. Þó eru að verða 100 ár síðan forsjálir menn skynjuðu nauðsyn slíks safns fyrir velferð þessarar þjóðar og stofnuðu í fá- tækt sinni en auðlegð andans ár- ið 1889 náttúruminjasafn í Reykjavík. Safn sem við glutruð- um svo niður 1954, er það var „til bráðabirgða" kviksett, en síðan ýtt aðeins við líkinu í obbolitlum sal í húsakynnum Náttúrufræði- stofnunar áratug síðar. Við, sem komin erum á miðjan aldur, rifjuðum þarna upp yfir kaffinu og vínarbrauðunum hvernig gamla náttúrugripa- safnið hafði verið þáttur í til- veru okkar á barnsaldri. Einn mundi að strákarnir höfðu farið strax úr hádeginu á sunnudögum af stað í 3-bíó, til þess að geta fyrst litið inn í náttúrugripa- safnið við Hverfisgötu og skoðað skrýtna hluti. Sjálf minnist ég reglubundinna leiðangra af Lindargötunni í safnið, þar sem mátti sjá furðuhluti á borð við mölétið lamb með alltof marga fætur, kynleg líffæri í sprittglös- um og fugla eða steina, sem ekki máttu fara fram hjá nokkru barni. Safn sem okkur krökkun- um þótti bráðnauðsynlegur liður í tilverunni og efndum í frjálsu framtaki til skoðunarferðar þangað með hvern þann sem ekki hafði sé dýrðina. í morgunkaffinu þennan laug- ardagsmorgun var fólk, sem gat miðlað okkur hinum af þekkingu sinni á málinu og stöðu þess, svo sem Sveinn Jakobsson, forstöðu- maður Náttúrufræðistofnunar, sem sýndi okkur stórhuga fyrri áætlun á pappírnum með bygg- ingu á Háskólalóðinni. Og skýrði frá litlum plástri sem væntan- legur væri á þá ófullnægjandi aðstöðu sem safnið býr við nú. Sýndist kunnugum fram- kvæmdaáætlunum í háskólanum og öðrum opinberum stofnunum í landinu, að langþráði draumur- inn gæti fyrst komist á dagskrá eftir tvo áratugi. Var því velt upp hugsanlegum skammtíma bótum, eins og sýningum um af- markað efni eða aukinni vett- vangsfræðslu úti í náttúrunni. Virtist augljóst að safnferðir skólanna þyrftu ekki síður að ná til náttúrugripasafns en Þjóð- minjasafns, Arbæjarsafns og Ásgrímssafns. Og þá ekki aðeins fyrir krakka á þéttbýlissvæðinu heldur líka fyrir skólabörn utan af landi í fræðsluferðum í borg- inni. Vettvangsfræðsla úti er raun- ar annar þáttur en þarna var beinlínis verið að fjalla um, sem var lifandi safnafræðsla í sam- bandi við skólana og námið. En ekki ómerkur fyrir það. Mér hef- ur í áratug fundist og miðað að því að tryggja þyrfti fólki í þéttbýli aðgang að svæðum með fjölbreyttri náttúru. Og því beint þangað. Hjálpað með lagn- ingu gatna og stíga til að komast á staðinn og fræðsluefni um það sem þar er að finna. Síðan gæti áhugafólk, foreldrar, ferðafélög og aðrir hópar eða einstaklingar efnt til skoðunar og útivistar- ferða þangað undir forystu fróðra manna. Hefur Elliðaár- dalurinn einmitt verið hugsaður sem slíkur vettvangur í nálægð og jafnvel í „Grænu byltingunni" á sínum tíma gert ráð fyrir að söfnum með fróðleik mætti koma fyrir uppi á Ártúnsholtinu með tengslum við þennan vett- vang (sem því miður er nú af skammsýni fyrir bí). í þeim anda er nú unnið í Reykja- nesfólkvangi, að gera megi þenn- an dýrlega stað með sýnis- hornum af öllum tegundum ís- lenskrar náttúru aðgengilegan fjölskyldum og almenningi. Það tekur sinn tíma og er raunar annar þáttur en safnamálið. Kjarni málsins er að heil kynslóð á íslandi vex nú upp án slíks safns og fer á mis við þau uppeldislegu áhrif sem gott nátt- úruminjasafn getur haft á börn og unglinga. Sú kynslóð sem þannig hefur misst þennan þátt — og þá ekki vaknað áhugi — er nú farin að stjórna landinu og situr í lykilstöðum þar sem val forgangsverkefna og úthlutun fjár fer fram. Og önnur slík kynslóð á leiðinni. Ætli afleið- inganna kunni ekki að vera farið að gæta í því áhugaleysi, sem stjórnvöld sína náttúrufræði- rannsóknum, náttúruvernd og skyldum málefnum? Og að þeir sem ýta eiga á, almenningur í landinu og hæstvirtir kjósendur, gera það ekki. Þeir hafa ekki fengið áhugann af því að kynn- ast. Má þá kannski heimfæra upp á ástandið írsku söguna af hon- um Quinn, sem lýsti því fjálg- lega yfir að ekkert það væri til sem hann vildi ekki gera fyrir tengdamömmu sína. Hún gaf yf- irlýsingu á móti um að ekkert væri til sem hún vildi ekki gera fyrir hann. Satt og rétt! Þau gera einmitt ekkert hvort fyrir annað. ÆITTJARÐARÁST Hreinsum borgina Eftir að snjóa leysti blasa við óhreinindi á götum og gangstígum höfuðborgarinnar. Þótt snjórinn eigi vafalaust enn eftir að leggjast yfir er ógjörlegt annað en vakið sé máls á því, hve mikil óprýði er að þessu drasli sem ekki verður allt fjarlægt fyrr en vorið heldur lang- þráða innreið sína. Borgaryfirvöld leggja sig fram um að tryggja ör- yggi vegfarenda í hálku og snjó með ýmsum ráðum og er eitt þeirra að kasta sandi á stræti og torg. Þegar ísa leysir minna sumar götur helst á malarbrautir, svo mikill er sandurinn. Til þess að hreinsa hann er nauðsynlegt að beita sérstökum vinnuvélum borg- arinnar. Hins vegar geta borg- arbúar sjálfir tekið til hendi og hreinsað mikið af því drasli sem fokið hefur á skjólsæla staði í vetrarvindunum. Með því móti legðu þeir í senn sitt af mörkum til snyrtilegra umhverfis og léttu undir með borgarsjóði sem hefur nóg á sinni könnu, eins og allir vita. Innflutningur bifreiða hefur verið meiri til landsins undanfar- in misseri en nokkru sinni fyrr. Samtímis því hefur orðið erfiðara en áður að selja þá bíla sem komn- ir eru til ára sinna. Þess sjást víða merki í Reykjavík. Á bílastæðum víðsvegar um borgina má sjá af- skráð bílhræ ryðga niður og eini munurinn á þeim er sá, að óprýðin er misjafnlega mikil eftir því hve langt er um liðið siðan eigandinn yfirgaf þau. Nú þarf einhvern opinberan atbeina til að fá bíl tek- inn út af skrá. Það ætti að vera lágmarksskilyrði fyrir afskrán- ingu að tryggt sé að hinu áflóga bílhræi verði lagt á varanlegan geymslustað en ekki skilið eftir á stæðum við skóla, barnaheimili eða Sundahöfn svo að nefndir séu þrír staðir, þar sem bréfritari hef- ur rekist á þennan ósóma nú í vet- ur. Og með öllu er ástæðulaust að borgarsjóður standi straum af kostnaði við að fjarlægja þessi hræ. Borgarstjórn undir forystu hins dugmikla borgarstjóra, Davíðs Oddssonar, ætti að beita sér fyrir myndarlegu átaki allra Reykvík- inga til að hreinsa til í borginni þegar sól hækkar á lofti. Slíkt átak mundi stuðla að moiri hirðu- semi hvers og eins, en hún ein breytir borgarbragnum að þessu leyti til frambúðar. Húsnæði og martröð Svíinn Björn Eklund, ritari Al- þjóðaleigjendasamtakanna, dvald- ist á íslandi í nokkra daga fyrir skömmu. Hann fór héðan með martröð ef marka má yfirlýsingu hans í Þjóðviljanum: „Af því sem ég veit um húsnæðismál ykkar á íslandi dreg ég þá ályktun, að hér ríki martröð hægri stefnunnar. Það hefur alla tíð verið baráttu- mál íhaldsflokksins í Svíþjóð að koma öllum í eigið húsnæði, en þeirri stefnu fylgja mikil félagsleg vandamál. Ég fer héðan reynsl- unni ríkari úm þessa martröð og get hugsanlega notað mér hana í samskiptum mínum við ýmsa hægri aðila í Svíþjóð." Það voru leigjendasamtökin sem buðu Björn Eklund hingað til lands og sendu hann svona miður sín úr landi. Ástæðan fyrir döpr- um kynnum hr. Eklunds af íslend- ingum er þessi: Þjóðviljinn spyr: Hefur þú einhver ráð til lausnar húsnæðisvanda íslendinga? Og hr. Eklund svarar: „Ég er fyrst og fremst hissa á eignargleði íslend- inga í þessum efnum ... Ég skil ekki að íslenska þjóðfélagið hafi efni á þessu; mér er nær að halda að svo sé auðvitað ekki. En þið hagið ykkur eins og allur verald- arauðurinn sé ykkar ... Ég held, að sú stefna sem við höfum tekið upp í Svíþjóð sé sú rétta, en e.t.v. er það of mikið stökk fyrir ykkur að fara allt í einu að byggja leigu- íbúðir .. Þið þurfið greinilega að gera stórátak í þessum málum og þið hafið svo sannarlega alla sam- úð mína í þeim efnum.“ Því miður kemur ekki fram í viðtalinu við hr. Eklund í Þjóðvilj- anum, hvort hann hafi hitt hús- næðismálaráðherra Islands, Svav- ar Gestsson. Það hefur einmitt verið stefna Svavars og Alþýðu- bandalagsins að taka upp hina sænsku stefnu í húsnæðismálum, það er hina félagslegu lausn. Að vísu hefur ályktunargleði Alþýðu- bandalagsins I húsnæðismálum minnkað í réttu hlutfalli við setu flokksformannsins í stól húsnæð- ismálaráðherrans. I ályktun síð- asta flokksráðsfundar Alþýðu- bandalagsins er til dæmis ekki að finna aðra setningu en þessa um húsnæðismál: „Bankakerfinu ber að leggja áherslu á húsnæðismálin og félagslega lausn þeirra." (!) Martröð þeirra Islendinga sem vilja eignast þak yfir höfuðið á rætur að rekja til þess, að Alþýðu- bandalagið hefur farið með forsjá þessara mála og markvisst staðið þannig að þeim að einstaklingum sé gert ókleift að byggja, hinar fé- lagslegu lausnir hafa setið í fyrir- rúmi. Hr. Eklund hefur greinilega fengið meira en lítið skakka mynd af vilja íslendinga í húsnæðismál- um ef hann ætlar að fara að sannfæra hægri aðila í Svíþjóð um að þeir séu á sömu mistakabraut og Svavar Gestsson og Alþýðu- bandalagið. Sitjum meöan aörir leyfa Alþýðubandalagið tók einkenni- lega ákvörðun eftir að hafa þolað Gunnari Thoroddsen, forsætis- ráðherra, það, að hann flytti vísi- tölufrumvarpið sitt á alþingi. Það sagðist taka afstöðu sina til stjórnarsetu til innhverfrar íhug- unar og síðan lýsti Ólafur R. Grímsson, formaður þingflokks Alþýðubandalagsins, því yfir, að um leið og frumvarpið næði fram að ganga á alþingi myndi flokkur- inn segja sig úr ríkisstjórninni. í þessari yfirlýsingu felst ekki ann- að en að flokksbroddar Alþýðu- bandalagsins hafa afhent ákvörð- unarvaldið um eigin setu í ríkis- stjórninni í hendur annarra. Hitt er svo annað mál að þannig hefur verið staðið að vísitölumálinu á þingi með samkomulagi milli allra aðila að ríkisstjórninni, að það nær ekki afgreiðslu nægilega tím- anlega til aö hafa þau áhrif sem til stendur. Enn ein sýningin hefur verið sett á svið. Framsóknar- menn og forsætisráðherra ætla að segja, sjáið þið hvað við reyndum en gátum því miður ekki. Og talsmenn Alþýðubandalagsins munu berja sér á brjóst og segja: Þetta gátum við, það erum við sem höfum töglin og hagldirnar í ríkis- stjórninni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.