Morgunblaðið - 20.02.1983, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1983
JEAN
MOULIN
hlaupist undan merkjum, var
hann daglega sendur út á göturn-
ar til að benda á fyrrverandi sam-
herja sína. Áður en sviksemi hans
komst upp, hafði Gestapo hand-
samað 125 félaga í neðanjarðar-
hreyfingunni í Marseilles. Frenay
gaf fyrirmæli um að Lunel skyldi
tafarlaust drepinn, en þá hafði
svikarinn verið fluttur til Lyon,
þar sem vélabrögðunum var fram
haldið. Gestapo-liðið í Lyon var
undir stjórn Klaus Barbie, þess
sem nú bíður dóms í Frakklandi.
Fljótlega eftir að Lunel kom til
Lyon var yfirmaður skemmdar-
verkadeildar „Combat" handtek-
inn, en hann hét Réné Hardy og
gekk undir dulnefninu Didot.
Ymsir andspyrnumenn töldu að
Didot hefði einnig gerst svikari
vegna hótana Gestapo, þótt þær
grunsemdir hafi aldrei sannast
fyrir dómstólum. En það þótti
mönnum kynlegt, að eftir stutta
yfirheyrslu hjá Klaus Barbie var
fyrst upp samband við Frenay, en
samtök hans og andspyrnusamtök
kristilegra demókrata höfðu þá
nýlega.runnið saman í „Combat",
stærstu og best skipulögðu and-
spyrnusamtökin í Frakklandi.
Moulin hafði meðferðis fyrirmæli
frá de Gaulle, á míkrófilmu, þar
sem sagði m.a. að Moulin væri
skipaður persónulegur fulltrúi de
Gaulles og ætti hann að sameina
krafta allra þeirra, sem berðust
gegn óvininum og samverka-
mönnum hans.
Hófst Moulin nú handa um að
framkvæma þessar fyrirskipanir
og í ágúst 1942 gat hann sent de
Gaulle skýrslu um góðan árangur
af þeim hluta ætlunarverks síns
að sameina andspyrnuhreyfingar í
hinu hernumda Frakklandi, en
öllu lakar sóttist að sameina hin
ólíku samtök andspyrnumanna á
óhernumda svæðinu. Mikil óvin-
átta var á milli Frenay, foringja
„Combat", og d’Astiers, foringja
„Libération", og hún spillti mest
fyrir sameiningunni. í sáttaskyni
kom Moulin því til leiðar, að
Frenay og d’Astier færu til Lond-
on og gerðu de Gaulle milliliða-
laust grein fyrir stöðu mála.
Hvorugur þessara manna vakti
mikla hrifningu í höfuðstöðvum
Frjálsra Frakka í Mayfair-hverf-
inu í London. Yfirmaður leyni-
þjónustu de Gaulles lýsti d’Astier
með niðrandi orðum og kallaði
hann „anarkista á lakkskóm"
vegna róttækra skoðana hans og
sundurgerðar í klæðaburði. Um
Frenay sagði hann, að erfitt væri
að henda reiður á sjónarmiðum
hans, því hann skipti svo fljótt um
skoðun, jafnvel oft í sömu setn-
ingu. Þeir höfðu þó báðir frá ýmsu
merkilegu að segja og de Gaulle
fagnaði komu þeirra, en gleði hans
dvínaði þó þegar andspyrnufor-
ingjarnir kröfðust brottvikningar
Jean Moulins. „Andspyrnuhreyf-
ingin þarf engan yfirkennara,"
sagði Frenay m.a. Hann hreyfði
þessu máli oftar en einu sinni og
spurði meðal annars að því, hvað
myndi gerast, ef andspyrnufor-
ingjarnir væru ekki sammála
Moulin. Þá svaraði de Gaulle þurr
á manninn: „Frakkland mun velja
á milli mín og þín.“
Það er því ljóst, að Moulin átti
við ýmsa örðugleika að etja í sam-
einingarstarfi sínu og skal það
ekki rakið hér nánar í smáatrið-
um. En í byrjun árs 1943 hafði
honum tekist að koma á fót hinu
svokallaða Þjóðarráði andspyrnu-
hreyfingarinnar (Conseil National
de la Résistance) þar sem flest
andspyrnusamtökin áttu fulltrúa.
Það var þó langt frá að full eining
væri komin á milli þessara hópa
og einkenndist framkoma margra
foringjanna af afbrýðisemi hvers í
garð annars.
A leiö til glötunar
í lok mái 1943 stýrði Moulin
fyrsta fundi ráðsins, sem haldinn
var í íbúð i húsinu númer 48 við
Rue du Four, í París. Sextán menn
sátu fundinn, átta úr andspyrnu-
samtökunum, sex frá stjórnmála-
flokkum og tveir frá verkalýðs-
samtökunum. Moulin hóf fundinn
með því að lesa ráðinu erindisbréf
frá de Gaulle og síðan samþykkti
ráðið að votta hinum landflótta
hershöfðingja hollustu sína.
Franska andspyrnuhreyfingin
hafði nú Joksins verið sameinuð
undir eitt merki eftir þriggja ára
hernám. Jean Moulin, maðurinn,
sem hafði náð einingunni fram,
var þó sjálfur á leið til glötunar.
Örlaganornirnar höfðu snúist
gegn Moulin réttum mánuði fyrr.
Við venjuleg eftirlitsstörf í Mars-
eille 27. apríl hafði Gestapo hand-
tekið Jean Multon (öðru nafni
„Lunel"), næstæðsta yfirmann í
sellu Combat í Marseille. Ógnanir
Gestapo um pyntingar og hefnd-
arráðstafanir buguðu Lumel og
hann féllst á að ganga til liðs við
Þjóðverja. Eftir að hann hafði
Didot sleppt og virðist honum
annaðhvort hafa tekist að sann-
færa Gestapo um að hann væri á
engan hátt viðriðinn andspyrnu-
hreyfinguna eða að hann hefur
gengið á mála hjá Þjóðverjum.
Eitt er víst, að Charles Dele-
straint hershöfðingi, sem de
Gaulle hafði skipað til að stjórna
baráttusveitum andspyrnuhreyf-
ingarinnar, hulduhernum, var
handtekinn er hann var á ieið til
fundar við Didot. Tveimur dögum
síðar var annar félagi hans, Max
Heilbronn, handtekinn í Lyon.
Hann og Didot höfðu hist á götu-
horni og gengið spölkorn saman
áður en þeir kvöddust. Heilbronn
var fangi Gestapo, áður en hann
náði næsta götuhorni.
Jean Moulin varð mikið um
handtöku Delestraints hershöfð-
ingja. Hann kallaði saman til
skyndifundar þá félaga í Þjóðar-
ráðinu, sem tengdust hulduhern-
um, að ræða skipan nýs yfir-
manns. Frenay var staddur í
London þegar þetta var og stað-
gengill hans, Henry Aubry, átti að
sitja fundinn fyrir hans hönd.
Hann tók vin sinn með sér á þenn-
an fund, sem var Réné Hardy, sem
kallaður var Didot hér að framan.
Fundurinn var haldinn á heimili
Frederic Dugoujons læknis, sem
bjó í stóru hvítu húsi við Place
Castellane í Caluire, úthverfi i
norðurhluta Lyon. Þar var þeim
vísað til svefnherbergis á annarri
hæð, þar sem tveir félagar í ráð-
inu biðu þeirra.
Hér bafa þýskir bennenn gómaö franskan andspyrnumann í fjallabéruðunum.
í klóm Gestapo
Moulin og tveir menn, sem voru
með honum, komu of seint á fund-
inn og virtist þeim bregða mjög
við að sjá Didot þar staddan. En
þeir voru ekki fyrr komnir inn en
Gestapo-menn undir stjórn Klaus
Barbie ruddust inn á eftir þeim.
Barbie rak þá alla í sama herberg-
ið og lagði síðan undir sig borð-
stofu læknisins og hóf þar að yfir-
heyra þá hvern um sig. Hann vissi
að hann hafði náð fulltrúa de
Gaulles, en hins vegar þekkti hann
ekki Moulin í sjón. Þrátt fyrir
ítrekaðar spurningar benti enginn
fanganna á hann. Barbie þreif þá
fót undan borðstofuborði læknis-
ins og tók til við að berja fangana
til sagna. Enginn sagði orð.
Barbie gaf fyrirmæli um að þeir
skyldu fluttir á brott. í þann
mund, sem þeir voru leiddir út úr
húsinu, sleit Didot sig lausan frá
gæslumanni sínum og hljóp á
brott. Hann var sá eini þeirra, sem
ekki hafði verið handjárnaður.
Hinir voru fluttir í fangelsið í
Lyon og þar á meðal Moulin, en úr
klóm Gestapo átti hann ekki aft-
urkvæmt.
Ekki er enn ljóst með hvaða
hætti dauða Moulins bar að hönd-
um. Hann hafði síðast samband
við andspyrnuhreyfinguna í fang-
elsinu í Lyon. Hinn 24. júní var
Christian Pineau, félagi í and-
spyrnuhópi sósíalista, sem Þjóð-
verjar höfðu náð á undan Moulin,
kallaður út úr klefa sínum og skip-
að að raka meðvitundarlausan
mann, sem lá í fangelsisgarðinum
undir eftirliti þýsks fangavarðar.
Pineau sagði síðar svo frá að sér
hefðu fallist hendur þegar hann
áttaði sig á, að maðurinn var eng-
inn annar en Jean Moulin. Hann
var meðvitundarlaus, sviplaus
augu hans virtust sokkin í höfuðið.
Á gagnauga hans var ljótt, bláleitt
mar. Lág, hás stuna barst út um
bólgnar varirnar. Gestapo hafði
greinilega pyntað hann.
Við raksturinn komst Moulin til
meðvitundar. Hann opnaði augun
og leit á Pineau og virtist þekkja
hann. Moulin bað um vatn og
Pineau hvíslaði einhver huggunar-
orð að honum. Moulin umlaði
eitthvað á ensku en missti svo aft-
ur meðvitund. Sagt er að Moulin
hafi síðar verið fluttur til Parísar
og þaðan sendur með lest til
Þýskalands. En aldrei hefur feng-
ist örugg vitneskja um það hvar og
hvenær hann dó.
Einn þeirra sem bera vitni í
máli Klaus Barbies nú er Gottlieb
Theofil Fuchs, sem var túlkur
Barbies og er nú 79 ára gamall.
Hann hefur skýrt svo frá: „Ég var
viðstaddur er Barbie pyntaði
frönsku andspyrnuhetjuna Jean
Moulin. Hann barði hann skelfi-
lega með harðgúmmíkylfu sem
hann bar jafnan á sér. Að bar-
smíðunum loknum dró hann Moul-
in á fótunum að kjallaratröppum
þeim er lágu til klefa hans. Hann
skildi hann þar eftir og öskraði til
undirsáta sinna að ef þessi hundur
væri enn á lífi daginn eftir, myndi
hann ganga endanlega frá honum.
Moulin lést síðan," sagði Fuchs.
Klaus Barbie, „slátrarinn frá
Lyon“, komst undan til Bólivíu
eftir stríðið. Notaði hann nafnið
Altman til að villa á sér heimildir
og undir þessu nafni fékk hann
ríkisborgararétt árið 1957. Árið
1975 náði franski blaðamaðurinn
Michael Goldberg tali af Barbie á
kaffihúsi í Bólivíu og þar minntist
hann m.a. Moulins með þessum
orðum:
„Með því að handtaka Jean
Moulin breytti ég gangi sögunnar.
Þessi fulltrúi de Gaulles í Frakk-
landi var svo greindur og snjall að
hefði hann lifað hefði hann eflaust
orðið leiðtogi Frakka eftir stríðið
en ekki de Gaulle ...“
Nú situr Klaus Barbie í sama
fangelsinu í Lyon og hann pyntaði
Moulin í á sínum tíma og bíður
þess að verða dæmdur fyrir glæpi
gegn mannkyninu. Eitt af vitnun-
um í máli hans er Lise Leserve, 82
ára gömul kona, eitt fórnarlamba
Barbies. Hún lamaðist til lífstíðar
er mæna hennar skaddaðist í
pyntingunum. sem Barbie stjórn-
aði sjálfur eftir að Lise hafði verið
handtekin fyrir starfsemi sína í
andspyrnuhreyfingu Frakka. Hún
hefur látið þau orð falla að dauði
sé alltof mild refsing fyrir „slátr-
arann“ Barbie. „Engar kvalir eða
pyntingar geta jafnast á við þær
hörmungar, sem hann leiddi yfir
fórnarlömb sín,“ segir þessi gamla
kona og sjálfsagt eru margir
henni sammála.
(Sv.G. tók saman.)