Morgunblaðið - 20.02.1983, Page 27

Morgunblaðið - 20.02.1983, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1983 27 Hvöt: Fræðslu- og umræðufundur um fóstureyðingalöggjöf HVÖT, félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík heldur fræöslu- og ura- ræðufund um fóstureyðingarlöggjöf- ina miðvikudaginn 23. febrúar nk. kl. 20.30 f Valhöll. Framsögumenn verða: Sólveig Pétursdóttir, hdl., sem segir frá núgildandi fóstureyðingarlöggjöf og aðdraganda að setningu henn- ar, Katrín Fjelsteð læknir, sem fjallar um framkvæmd fóstureyð- inga skv. núgildandi löggjöf, Þor- valdur Garðar Kristjánsson, al- þingismaður, sem skýrir frá breytingartillögum sínum á lögum um fóstureyðingar og kvensjúk- dómalæknir mun fjalla um lækn- isfræðilega hlið fóstureyðinga. Að framsöguerindum loknum verða pallborðsumræður og þátt- takendur verða, auk framsögu- manna, Auður Þorbergsdóttir, borgardómari, en hún á sæti í áfrýjunarnefnd skv. fóstureyð- ingarlögum, Bessí Jóhannsdóttir, formaður Hvatar og Jón Magnús- son, hdl. Fundargestum mun gefast kost- ur á að varpa fyrirspurnum til þátttakenda í pallborðsumræðum. Fundarstjóri verður Inga Jóna Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Prófkjör Sjálfstæöisflokksins í Reykjaneskjördæmi 26.-27. febrúar 1983. Stuöningsmenn Rannveigar Tryggvadóttur hafa opnaö kosningaskrifstofu í Aöalstræti 4, Reykjavík, uppi (gengiö inn frá Fischer- sundi). Skrifstofan veröur opin kl. 17—20 virka daga og kl. 13—19 um helgar. Símar 16396 og 17366. Claude Helffer Píanótón- leikar Claude Helffers ÞRIÐJUDAGINN 22. febrúar nk. kl. 20.30 mun franski píanóleikarinn Claude Helffer halda tónleika að Kjarvalsstöðum á vegum Kon- sertklúbbsins og Alliance Francaise. Á efnisskránni eru Estampes eftir Debussy, Constellation (úr 3ju sónötunni) eftir Boulez, „Out of Doors“-svítan eftir Bartók og Kreisleriana eftir Schumann. Claude Helffer fæddist árið 1922. Hann hóf píanónám 5 ára gamall og var Robert Casadesus aðalkennari hans. Helffer stund- aði nám í l’École Polytechnique en það var ekki fyrr en í stríðslok að hann ákvað að gera tónlistina að ævistarfi. Hann hóf þá nám í hljómfræði og kontrapunkti hjá René Leibowitz og um svipað leyti hélt hann fyrstu einleikstónleika sína í París. Hann hefur spilað í öllum helstu borgum heims og unnið með hljómsveitarstjórum á borð við Boulez, Gielen, Maderna, Marriner, Martinon, Scherchen, Tabachnik ... Helffer hefur starfað mikið með tónskáldum samtíðarinnar (Boul- ez, Berio, Philippot, Stockhausen, Manoury, Sinopoli ...) og nokkrir konsertar hafa verið samdir sér- staklega fyrir hann. Þeirra á með- al eru: Erikhthon eftir Xenakis (1974), Stances eftir Betsy Jolas (1978) og Fyrsti konsertinn eftir Luis de Pablo (1980). Margar af hljómplötum Helff- ers hafa hlotið alþjóðlega viður- kenningu og árið 1981 veitti SAC- EM (samtök franskra tónskálda) honum „Grand Prix“ fyrri túlkun hans á franskri nútímatónlist. Fröken Júlía: Frumsýningu frestað FRUMSÝNINGU Gránufélags- manna á sjónleiknum „Fröken Júlía“, sem vera átti í Hafnarbíói á morgun, mánudag, hefur verið frestað vegna veikinda eins leikar- ans. A A<' HJÁ OKKUR NÁ GÆEHN í GEGN Við hjá Ramma h.f. í Njarðvík notum eingöngu úrvals við frá Norður-Kirjalalandi (Karelia) í Finnlandi. Á svo norðlægum slóðum vaxa trén hægt. Árhringir trjánna liggja því þétt — viðurinn verður betri en annars hefði orðið raunin. I sögunarmillu Nurmeksen Sana er viðurinn flokkaður eftir gæðum og útliti. Við kaupum af þeim eingöngu I. flokk. Og við notum ekkert annað timbur. Kröfur okkar eru því mun meiri en þær sem gerðar eru samkvæmt íslenskum staðli IST 41. Þar ná ákvæðin aðeins til þeirra flata sem eru sýnilegir. Hjá okkur ná gæðin í gegn. NUR*MES NURMES 2. FLOKKUR. 3. FLOKKUR *NURMES* I. FLOKKUR ga- uiðaverksmioja NJARÐVÍK Sími 92-1601 Pósthólf 14 Söluumboð í Reykjavík: IÐNVERK H.F. Nóatúni 17, sími 25930 og 25945

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.