Morgunblaðið - 20.02.1983, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 20.02.1983, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1983 35 og það hefur borið mjög góðan árangur. En það er víst ekki hægt að skera upp við mislyndi! Ég er stundum dálítið snöggur upp, en ég reyni að bæta það upp á eftir. En ég er óskaplega mikill ein- staklingshyggjumaður, ég get ekki aðhyllst neins konar múga- mennsku. Það finnst mér líka ánægjulegt með börnin mín, að þótt þau hafi lifað í basli með föð- ur sínum — það er óhætt að segja það — þá hafa þau aldrei sýnt til- hneigingu í neina „vinstrislagsíðu- mennsku", öðru nær. Ég er af- skaplega ánægður með það, ég á góð börn, hef verið heppinn með þau. — En þó ég segi þetta, þá vil ég taka fram að ég hef ekkert á móti sósíalisma hjartans, hann er af hinu góða. — Og Jón Múli er á neðri hæð- inni? Já, hann er niðri, það fer af- skaplega vel á með okkur. Ég bý uppi í Breiðholti, og segi gjarna miklir mátar, og ég hlusta alltaf á jassþáttinn hans. Þykir vænt um Stokkseyri — Margar myndanna hér eru frá Stokkseyri, ég hélt að Roð- gúlstímabilið væri löngu liðið? Já, það er liðið, og um tíma fannst mér alltaf talsvert sárt að fara austur, ég á þaðan talsvert af sárum endurminningum. En mér finnst vænt um Stokkseyri og Stokkseyringa, og eftir að ég fór að fara þangað aftur hefur mér gengið mjög vel að vinna, það hef- ur haft góð áhrif á mig. Ég hef verið með aðsetur í Skólahúsinu og í Ásgrímsturni, og unnið mikið eystra. Mér finnst alltaf eins og eitthvað sé að fara að gerast á Stokkseyri þegar ég kem þangað, þetta byrjar strax við Hraunsána. Á Stokkseyri vildi ég geta eignast mitt Camp David, eða jafnvel Roð- gúl aftur. — Ekki er öll sýningin unnin fyrir austan? Listamaðurinn til all.s vís, þar sem hann er að hengja upp verkin í Ásmundarsal við Freyjugötu. Myndina tók Ragnar Axelsson. við leigubílstjóra, að þeir eigi að aka mér upp í Golanhæðirnar, til aðalstöðva KGB, það er til Jóns Múla! Annars sagði ég einhvern tíma í viðtali við Magdalenu Schram að ég væri viss um að hann Jón Múli væri enginn kommi, það gæti ekki verið. — Þessu svaraði hann svo einhvern tíma þegar ég var að koma heim, eldsnemma, frá Þingvöllum — Jón Múli er morgunmaður eins og þú veist, og sagði við mig: Það er ég viss um, að þú ert í rauninni kommi, kommi sem þykist bara vera eða langar til að vera smá- borgari! Eftir þetta hefur alltaf farið vel á með okkur Jóni Múla, við erum Nei, ég fékk líka lánaða vinnu- stofu á Laugaveginum, hún lánaði mér hana hún Ingibjörg Eggerz, kona Péturs Eggerz. Hún dvaldi langdvölum erlendis, er frábær listakona sem ég met mikils, ég vona að hún sýni á þessu ári. — Og þú ert búinn með allar myndirnar? Nei, ekki alveg, ég á eina eftir, ég er að vinna að henni, hún er númer 67 í skránni. Það er svona braggamynd, heitir „Vestfirska orkustöðin í Kópavogi", hún verð- ur í einkaeign, ég hef tileiknað hana Magnúsi Jóni Árnasyni bíla- kóng frá Bíldudal í Arnarfirði. Það er samviskuspursmál hjá mér að ljúka við þessa mynd. Ætla aö skrifa tvær bækur á árinu — Er eitthvað annað sem þú hefur fyrir stafni núna? Ekki eins og er, ég hef nóg að gera í þessu. En ég er innan skamms að fara norður í land í þriggja mánaða dvöl, þar sem ég ætla að skrifa bækur, já, bækur, tvær en ekki eina. önnur er að vísu samlede værker, prósar, ferðaþættir og fleira, en hin er frumsmíð, ekki sjálfsævisaga, en svona brot og myndir frá liðnum tíma. Ég tel mig fyrst núna hafa til að bera nægilegan sálarstyrk og sjálfsstjórn til að geta skrifað svona bók. Ég er þegar farinn að svipast eftir útgefanda, bækurnar verða til í ágúst eða september! — Þið málið báðir og skrifið bræðurnir, þú og Örlygur. Þið eig- ið þó ekki skap saman? Nei, það hefur nú ekki verið, en þó er það mikið að lagast. Auðvit- að eiga menn í sömu fjölskyldu að geta talast við og ég er að reyna að bæta mig eins og ég sagði. En hann er í allt öðrum hlutum en ég, í allt öðrum kreðsum, við erum ekki svo iíkir. Hann byrjaði til dæmis ungur að mála, sló í gegn sem kornungur maður, ég byrjaði ekki fyrr en seint, var kominn á fimmtugsaldurinn er ég byrjaði 1966. — Samt ætlaði ég að byrja fyrr, en fór í blaðamennsku eftir að ég hætti námi í bókmenntum, en málaði þó alltaf eitthvað. Það eru til myndir eftir mig frá 1946. — Það var gaman að vera í blaða- mennsku, en það er ekkert fínt að vera blaðamaður eins og sumir halda, ekki frekar en það er fínt að vera listamaður. Það er fyrst og fremst vinna, það er það sem það er. Þar með var viðtalið að enda, enda mikið eftir að gera, Renate að Ijúka við að ramma inn, og syn- ir hans, Steingrímur og Jón, tekn- ir að ókyrrast, og með þeim félagi Jóns, Kristján Breiðfirðingur. Þeir áttu eftir mikið verk við að fara með málverkin upp í Ás- mundarsal, og hjálpa til við að hengja upp. Þá var kötturinn úti í bíl einnig farinn að verða óróleg- ur, — hann er af Himalajakyni, sagði Steingrímur, án þess að nefna köttinn aftur á nafn. Það er eitt, sem ekki má gleyma, hrópaði hann á eftir mér út í bíl: Það verður músík við opnunina. Tríóið Bergmenn leika í þrjá klukkutíma, ég er búinn að ákveða að veita mér það. Bergmenn eru þeir ágætu herramenn Ásgeir Sverrisson á dragspil, Njáll Berg- þór Sigurjónsson á píanó og Guð- mundur Garðar á slagverk. Þetta eru frábærir menn, það á að verða hátíðablær yfir opnuninni, sagði listamaðurinn um leið og ég lokaði bílhurðinni. Bara að það viðri nú vel, því sýningin stendur aðeins til 1. mars, og þar af dettur einn laugardagur úr vegna fundahalda arkitektanna. Anders Hansen vopnunum með aðstoð sovézkra ráðgjafa. Lævís vopn Notkun eiturefnanna er ekki kostnaðarsöm stríðsaðferð fyrir Rússa miðað við aðrar að- ferðir þeirra og við skulum vera minnug þess, að stríðið í Afganistan hefur kostað Rússa miklu meira en þeir töldu, að það myndi gera. Þá er vert að gefa því gaum, að óbein áhrif eiturefnavopna eru kannski enn virkari en bein áhrif þeirra. Þessi vopn valda ofboðslegri skelfingu á meðal fólks, sem er sér meðvitandi um, að það geti þá og þegar orðið fyrir slíkum vopnum. Þessi vopn eru svo lævís. Þau hafa ekki sömu fyrirferð og t.d. svokölluð hefðbundin vopn en í staðinn er eins og þau læðist að fólki. Vitundin um þetta getur valdið óbærilegri skelfingu. Enn ein ástæðan fyrir því, að Rússar beita eiturefnavopnum nú, er sennilega sú, að þeir eru að reyna þessi vopn. Hér er lík- lega um eins konar tilrauna- starfsemi þeirra að ræða til þess að komast að raun um hvaða áhrif þau hafa og hvaða gagn má hafa af þeim. Hið hryllilega við þetta er að sjálf- sögðu, að hér er verið að gera tilraunir á mönnum. í Laos virðist það vera markmið Pathet Lao og Víet- nama, sem hafa þar talsvert herlið, að beita eiturefnum gegn þeim fjallaþjóðum, sem þar búa í þeim tilgangi, að því er virðist, að eyða þeim alger- lega eða reka alla, sem ekki vilja lúta stjórn þeirra, yfir til Thailands. í Kambódíu berjast um 200.000 Víetnamar og þeir ætla sér greinilega að halda áfram hernámi sinu í því landi. Markmið þeirra þar er því að brjóta á bak aftur alla mót- spyrnu. Svo virðist sem eitur- efnavopnum hafi verið mikið beitt í sjálfum hernaðarátök- unum í Kambódíu en einnig þar fyrir utan. Má það því ljóst vera, að það er ekkert sem heldur aftur af Víetnömum né Pathet Lao við að beita þessum eiturvopnum. Eþíópía næst Þessi notkun eiturefna í hernaði (og þar fyrir utan) er af þeim sökum enn háskalegri og því enn meira tilefni til um- hugsunar en ella, að við getum vænzt þess, ef ekki er spornað við, að þessi sömu eiturefna- vopn verði notuð annars staðar eins og í Eþíópíu, þar sem mik- ill fjöldi sovézkra ráðgjafa starfar. Við skulum vera minnug þess, að allir alþjóðlegir samn- ingar, sem í gildi eru um bann við notkun eiturefna í hernaði, hafa verið brotnir af Rússum og bandamönnum þeirra í Asíu, sagði Schwartzstein að lokum. Eskifjörður Nýtt hús til sölu. Einbýlishús á Fífubarði 4, sem er einnar hæöar timburhús 142 fm. Upplýsingar í síma 6305 eftir kl. 19. PARKET Amerísk Tennessee-eik í gegn (ekki spónlagt), hannaö úr lausum ekta parketstöfum, nótuöum saman í 12 tommu flísar, sem varöar eru meö sjálflímandi svamp-undirlagi og verpast ekki. • Auövelt fyrir menn aö leggja (mikill kostn.sparnaöur). • Ekkert sull meö lím og lakk (líka kostn.sparnaöur). • Tilbúiö til notkunar strax. • Hljóölátt aö ganga á. • Hljóöeinangrandi. • Hitaeinangrandi. • Mjúkt aö standa á. • Ekkert viöhald. • Endingargott. • Fallegt, upprunalegt, ekta (ekki eftirlíking). Hartco ameríska parketið er fram- leitt og hannað með tíllití til kostn- aðar, þæginda, feguröar og end- ingar. — Kverklistar — Slúttlistar — Þreplistar Umboðsmaöur: Rífið pappirinrt af límfletinum og þrýstid ftísinni léttilega í nótina. ÚTSÓLUSTADIR: Liturinn Sióumúla 15. R.. sími 84533. Mélmur hf., Reykjavíkurvegi 50, Hafn., simi 50230. Börtcur, Vestmannaeyjum, simi 1569. Kaupfél. Þingeyinga, Húsavík, sími 41444. Byggingaþjónustan, Bolungarvík, simi 7351. Þórður Júliusson, skrífst. Laugavegi 26 2. h., Reykjavík, simi 22245. \ Aóalfundur H. f. Eimskipafélags íslands verður haldinn í Súlnasal HótelSögu mánudaginn21. mars 1983, kl. 14:00. DAGSKRÁ. I. Aðalfundarstörf samkvœmt 14. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa, aukningu hlutafjár og innköllun eldri hlutabréfa. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu vera komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík frá 14. mars. Reykjavík, 15. febrúar 1983. STJÓRNIN. EIMSKIP

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.