Morgunblaðið - 20.02.1983, Síða 40

Morgunblaðið - 20.02.1983, Síða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1983 JÓN I t . BJARNASON, ritstjóri, sem lóst í Landspitalanum aö morgnl 10. febr., veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 21. febrúar kl. 13.30. Guöbjörg Lilja Maríusdóttir. Jón E. Jónsson, Hjördís Claessen, Bjarni M. Jónsson, Þóra G. Ingímarsdóttir, Vigdís Jónsdóttir, Benedikt Jóhannesson, Þuríóur E. Jónsdóttir, Árni Þóröarson, Guömundur F. Jónsson, Björn I. Jónsson og barnabörn. + Utför SÓLVEIGAR MAGNÚSDÓTTUR frá Hólmavík veröur gerð frá Dómkirkjunni, mánudaginn 21. febr., kl. 13.30. Halldór Hjálmarsson, Sigþrúður Pálsdóttir, Magnús Hjálmarsson, Ragnheiður Þórðardóttir, Ragnheiður Hjálmarsdóttir, Hörður Felixson, Ingimar S. Hjálmarsson, Sigríður B. Ólafsdóttir, Röfn Hjálmarsdóttir Scala, Daníel Scala, Sólveíg Hjálmarsdóttir, Einar Hákonarson, Hlíf Hjálmarsdóttir, Jón Róbert Karlsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Faöir okkar, tengdafaöir og afi, GUÐMUNDUR JÓNSSON, Reynimel 68, veröur jarösunginn mánudaginn 21. febrúar kl. 15.00 frá Foss- vogskirkju. Blóm og kransar vinsamlega afbeöin en þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Hjartavernd. Anna Guðmundsd. Larsen, Dag Ove Larsen, Jórunn Guðmundsdóttir, Daníel Björnsson og barnabörn. + Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaðir, afi og bróöir, KRISTJÁN JULÍUS FINNBOGASON, vélstjóri, Hlíóarbyggö 2, Garöabn, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni, þriöjudaginn 22. febrúar kl. 13.30. Þeir, sem vildu minnast hins látna, vinsamlegast látiö Styrkt- arfélag vangefinna njóta þess. Fyrir hönd vandamanna, Þórunn Kristín Bjarnadóttir. + Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, JÓN MAGNÚSSON, Tunguvegi 100, Rvík. veröur jarösunginn frá Bústaöakirkju þriðjudaginn 22. feb. kl. 3. Guðrún Magnús Jónsson, Jóhanna G. Jónsdóttir, Matthildur Sif Jónsdóttir, Freydís Jónsdóttír, barnabörn o< Maríasdóttir, Helga Gísladóttir, Erling Pétursson, Jóhann S. Gunnarsson, Vigfús Andrésson, Davíð Hálfdánarson, I barnabarnabörn. + Alúöarþakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför ÁSGEIRS BJARNASONAR, Víghólastíg 6. Birgir Ásgeirsson, Guölaug Ásbjörnsdóttir, Sigríður Asgeirsdóttir, Steíngrímur Þ. Gröndal, Bjarni Ásgeirsson, Geróur Helga Ásgeirsdóttir, Guórún Guðmundsdóttir. ARKO Teiknistofa veröur lokuö mánudaginn 21. febrúar frá kl. 13—17 vegna jaröarfarar Sólveigar Magnúsdóttur. Vegna jarðarfarar Jóns I. Bjarnasonar, ritstjóra, verða skrifstofur okkar lokaöar, mánudaginn 21. þ.m. Kaupmannasamtök íslands. Jón /. Bjarnason ritstjóri - Minning Fæddur 8. júní 1921 Dáinn 10. febrúar 1983 Kvedja frá stjórn Útivistar Orðs vant verður þeim sem óvænt heyrir lát vinar. Óvænt var fréttin um lát Jóns I. Bjarnasonar. Hann var frá stofnun Útivistar ritari í stjórn félagsins og einn ötulasti liðsmaður þess hvar sem borið var niður. Óhætt er að full- yrða að hann á sterkari ítök f hjörtum félagsmanna en nokkur einn maður annar. Fararstjórn hans var víðkunn og á ferðalögum sem annars staðar veitti hann samferðamönnum óspart af ríki- dæmi sálar sinnar. Hann gat látið þreyttan ferðalang líta sólskins- augum yfir regnvott land og þoku hulið. Það var alltaf bjart framundan þar sem Jón var á ferð og nægur tími fyrir alla. Stjórn Útivistar sendir fjöl- skyldu hans hugheilar samúð- arkveðjur. Minning hans mun lifa um ókomin ár. Þegar fundum okkar Jóns I. Bjarnasonar bar fyrst saman, er ég ekki viss um að okkur hafi litizt nema í meðallagi vel hvorum á annan. Ég var stráksláni með hár niður á herðar, en hann miðaldra maður, ákaflega svipmikill, með miklar augnabrúnir og dökkt, úfið hár, sem byrjað var að grána. En eftir því sem ég kynntist Jóni tengdaföður mínum betur, jókst álit mitt og virðing fyrir honum. Sjálfur átti Jón stærstan þátt í að efla þau kynni og vináttu. Mér þótti ákaflega vænt um þegar hann helt ræðu fyrir minni okkar Vigdísar í brúðkaupi okkar og er því við hæfi, að ég minnist hans nú lítillega. Jón var mikill ferða- maður og mér er minnisstætt úr Þórsmerkurför með honum, hve fróður hann var um alla staðhætti og óþreytandi að segja frá sögu og náttúru landsins. Reyndar naut hann sín sjaldan betur en þegar hann var að segja frá eða skrifa um landið, og muna margir blaða- greinar Jóns og þætti í útvarpi og sjónvarpi. Allt frá því að ferðafélagið Úti- vist var stofnað árið 1975, var Jón ein helzta driffjöður í starfi fé- lagsins. Flestar helgar var hann í ferðum, oftast sem fararstjóri, en kvöldin fóru í margvíslegt undir- búningsstarf. Jón var öðrum óreyndari fararstjórum einnig innan handar, leiðbeinandi þeim um gönguleiðir, hvar væri bezt að tjalda og annað sem huga þurfti að. Allur glannaskapur í ferðum var honum fjarri skapi og kom jafnvel fyrir að menn skrifuðu í blöð til þess að þakka honum far- sæla fararstjórn. En Jón tók ekki þ átt í ferðamálum til þess að hljóta hrós, þótt auðvitað þætti honum lofið gott eins og öðrum, heldur af brennandi áhuga. Ekki er að efa að stofnun og starf Úti- vistar hefur orðið til þess að efla mjög félagslíf innler.dra ferðafé- laga almennt. Árið 1981 stóð fé- lagið hins vegar mjög illa fjár- hagslega, en með nýju átaki Jóns og fleira góðs fólks tókst að rétta úr kútnum þannig að félagið er nú blómlegra en nokkru sinni fyrr. Jón sá ásamt öðrum um útgáfu ársrits félagsins frá upphafi. Átti hann mestan vanda af ársriti 1982 sem er nýútkomið, afar vandað að venju. Hér verður ekki fjallað um önn- ur störf Jóns enda þekkti ég þau miklu minna, en ferðamálin voru honum slíkt áhugamál að hans verður ekki minnst án þess að fjalla um þau. I síðasta sinn sem ég sá Jón, var hann að leggja á ráðin um ferð með einum félaga sínum úr Útivist. Þegar ég kom fyrst á heimili þeirra Jóns og Lilju bjuggu þar heima sex börn þeirra hjóna og Jóna móðir Jóns. Eins og nærri -1 i i,i n. íb:k!.;i má geta var oft handagangur í öskjunni, en Lilja var alltaf ein- staklega lagin að hvetja börnin þegar eitthvað bjátaði á og leika við þau og spjalla þegar fjörið var sem mest. Og Jóna amma lét ekki sitt eftir liggja í uppeldingu, spil- aði, sagði sögur og söng Gils- bakkaþulu. Það var mér alltaf mikil ánægja að koma inn á heim- ilið á Langholtsvegi á þessum ár- um og hygg ég að leitun sé á lífs- glaðari förunaut og móður en Lilju. Jón var sjálfur ekki sérstök barnagæla, en það kom oft fram hve vænt honum þótti um konu sína, börnin og barnabörn og hann var hreykinn af velgengni þeirra. Börnin eru nú öll komin á legg og bera góðu upplagi fagurt vitni. Á kynni mín af heimilisfólkinu á Langholtsvegi 131 hefur enginn skuggi fallið og tel ég það vera mikið happ mitt að hafa tengst þeim Jóni og Lilju fjölskyldubönd- um. Benedikt Jóhannesson Upphaf — endir. Búseta okkar hér tekur enda, en minningarnar eigum við sem enn fáum að gista móður jörð, okkar fagra land. Það eru jól fyrir 22 árum. Stór fjölskylda er saman komin á Langholtsvegi 131 á heimili Jóns og Lilju. Hlýja og mannleg fegurð á hverju andliti mætir gestinum. Amma Jóna og Bjarni prúðbúin og börnin svo falleg, að gesturinn sem virðir þau fyrir sér undrast, hvað skaparinn getur stundum smíðað vel. Húsráðendur veita af einlægri gestrisni og brátt ómar húsið af söng. Gleðinni stýrir hús- bóndinn Jón — sungnir eru lof- söngvar til íslands og þjóðarinnar, jólasöngvar eldri og yngri. Þetta kvöld hljóma fagrir strengir í stórri hörpu — einlæg ást á ís- landi og börnum landsins. Þannig voru fyrstu kynni mín af Jóni I. Bjarnasyni, tengdabróður mínum. Það er júlíkvöld 1968. Við erum nýflutt í hús okkar, Jón kemur í heimsókn. Ég skynja að hann er að heimsækja drenginn, huga að líðan hans, því að heimilisfaðirinn er á sjúkrahúsi. Drengurinn hefur átt athvarf á Langholtsveginum, verið sem einn í systkinahópnum. Svo mikið er ríkidæmi þessa drengs, að aðspurður greindi hann ungur frá tvennum foreldrum, þeim Lilju og Jóni — auk blóðfor- eldra sinna. Þegar Jón og drengur- inn hafa talast við um stund og barnið er sofnað hefjum við tal. Ég bið Jón að fara með kvæði fyrir mig, því að ég veit að hann er skáld. Og Jón þylur mér kvæði, um börnin sín, — um ægifagurt land okkar — um grösin og blómin, — um íslenska tungu. Það húmar, lágnættið líður og svo skín morg- unsólin inn í eldhúsið þar sem við sitjum — og enn ljóðar Jón fyrir mig. Fögur nótt, dýrmætur fjársjóð- ur vináttu og fegurðar. Þessa nótt fannst mér ég skilja dýpt skilyrðislausrar vináttu bræðranna, Guðmundar manns míns og Jóns. Slík vinátta er ekki háð daglegum samfundum, — hún er. Nú um jólin hittist þessi sama fjölskylda heima hjá Víði og Huldu, systur Jóns. Amma Jóna og Bjarni eru að vísu farin — aðr- ir einstaklingar hafa bæst í hóp- inn. Enn stjórnar Jón gleðinni, enn eru sungnir sömu söngvarnir því að ástin á landinu hefur ekki breyst. Þessir urðu síðustu sam- fundir okkar Jóns. Upphaf — end- ir — í gleðisöng til lands okkar, lífsins og samveru vina. Ég þekkti ekki athafnamanninn Jón I. Bjarnason. En ég átti tengdabróður sem las mér ljóð um sumarnótt, þegar syrti að, og þótti svo vænt um börnin okkar að þau fundu sig eiga heima í húsi hans. Og þannig geymi ég minninguna um Jón Bjarnason. Við Guðmundur og börn okkar sendum öllum heima á Lang- holtsvegi kveðjur okkar og ævar- andi þakkir. Bryndís Víglundsdóttir Er hylur Ijórann hélurós og heróir frost... Þessar línur úr ljóði eftir Jón I. Bjarnason minna okkur svo fal- lega á hvernig bókstafurinn R hljómaði af vörum hans. í sömu andrá nokkuð hart og þó svo ang- urvært. Þannig var Jón, — eins og fjallalækur, sem glettinn skoppar um grjót og grundir — getur orðið hvítfyssandi og hávær, er hann fellur fram af háum bjargbrúnum í vorleysingum eða liðast lygn og tær á þöglum haustmorgni á öræf- um, aldrei litlaus eða leiðinlegur. — En skyndilega er farvegurinn þurr — eftir stöndum við hnípin, einmitt nú þegar sól hækkar á lofti og sumarþankar fara að gægjast fram úr fylgsnum hugans. Það verður tómlegt í tjaldbúð- um sumarsins og mörgum ferða- langnum mun finnast skarðið ( hópinn óbætanlegt. — Ekki væri ur halda áfram meðan fært er. — „Þeir síðustu ráða ferðinni," var orðtak hans. Jón var stórkostlegur farar- stjóri og farsæll, enda átti hann aðdáun yngstu kynslóðarinnar jafnt sem hinnar elztu. Hann var náttúrubarn, sem unni landinu af heilum hug og hafði lag á að lýsa staðháttum og atburðum þannig, að allir hrifust með og gleymdu stað og stund. Þar sem fólk áður hafði séð mishæðótt laglegt landslag, sá það allt í einu undraheim, þar sem jafnvel minnstu hlutir gátu tekið á sig dularblæ. — Ófáir verða þeir stað- ir, jafnt í fjöru sem á fjöllum, er eiga eftir að minna okkur á ógleymanlegar ánægju- og sam- verustundir með Jóni I. Bjarna- syni. Hafi hann þökk fyrir þá ævin- týraveröld er hann lauk upp fyrir svo mörgum. Hvíli hann í friði. Eiginkonu og aðstandendum öll- um vottast djúp samúð. Þeirra er missirinn mestur. Ferðafélagar Febrúarnótt. Stjörnublik og leiftur norðurljósa um allt loft. Frost og heiðríkja yfir hálendi ís- lands, hægur blær andar við suð- ur, bjarmi við hafsbrún, sem er skör bláma himinsins þessa kyrru miðsvetrarnótt. Þessi nótt var hin síðasta hjá Jóni vini mínum og æskufélaga hér í heimi. í þann mund er hin glófagra morgungyðja nýs dags var að rísa af beði yfir fjarlægum austurfjöll- unum, var hann allur. Jón Ingiberg Bjarnason var fæddur að Álfadal á Ingjaldssandi 8. júní 1921. Foreldrar hans voru þau Jóna Guðmundsdóttir frá Tröð í Önundarfirði og Bjarni ívarsson frá Kotnúpi í Dýrafirði. Var hann þeirra elsta barn af fimm sem þau eignuðust. Jón var sín barns- og ungdóms- ár á Álfadal þar til hann flutti með fjölskyldu sinni 17 ára að Ell- eðakoti í Mosfellssveit. Hann var tvo vetur í Héraðs- skólanum að Núpi, á Bændaskól- anum á Hvanneyri, í Samvinnu- skólanum og á lýðskóla í Svíþjóð. Jón hafði alhliða menntun og var vel búinn undir lífsstarf. Auk þess vel af Guði gerður, dreng- skaparmaður, gáfaður og glæsi- menni að allri gerð. Hans ævistarf var fyrst og fremst við kaupsýslu og verzlunarstörf. Fyrst við sinn einkarekstur og síðan sem rit- stjóri blaðsins „Verzlunartíðindi" og starfsmaður Kaupmannasam- taka íslands. En kunnastur mun hann þó vera af fararstjórn og ferðamálum hverskonar, sem hann stundaði mjög mikið alla tíð. Fyrst á vegum Ferðafélags ís- lands og síðar sem einn af stofn- endum og stjórnarmaður í Útivist. Hann kunni vel að meta mikil- úðleik og tign íslenzkra öræfa, var í hópi kunnustu manna á þeim

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.