Morgunblaðið - 20.02.1983, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 20.02.1983, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1983 43 um ber okkur Útivistarmönnum að minnast hans að nokkru, því hann var einn styrkasti hlekkur í keðju okkar um velferð og fram- gang félagsins enda einn af stofn- endum þess þegar við af sérstök- um ástæðum, sem ekki ber að rekja hér, ákváðum að stofna það 23. mars 1975. Hann varð strax ritari þess og virkur í útgáfu hverrar árbókar frá upphafi og nær einn nú síðast og hafði lagt drög að verulegu efni fyrir 1983. Ferðamaður var hann með ágætum bæði vegna aðdáunar á nátturu þessa lands og ótvílráður og þrekmaður svo fáa átti hann sér líka á því sviði. Ég hefi nú eftir andlát hans, og raunar áður, velt því fyrir mér hvað olli. Það eru æskuslóðir hans Vestfirðir sem mótuðu hann og til þeirra hafði hann þvílíka þrá og tók því alltaf með miklum fögnuði þegar það kom í hans hlut, og það gerði það mjög oft, að stjórna ferðum þang- að og margar voru það Horn- strandaferðirnar sem hann hlakk- aði til frá því komið var úr þeim og þar til næsta var farin á sumri komanda. Jón var fæddur í einu því ein- angraðasta byggðarkorni á Vest- fjörðum, eða á Ingjaldssandi í Ön- undarfirði. Byggðin liggur millum hárra fjalla 5—600 metra á þrjá vegu, bryddir kolsvörtum hamra- brúnum, skriðubornum mjög og ljúfu gróðurlendi í botni með nokkrum bæjum sem hjúfra sig í skjóli þeirra. Eftir dalnum rennur lítil dragá sem „líkur sínu hjali" í lítilli vík sem var eina lending Ingjaldssandsbúa um aldir og er enn. Þessi á og ekki síður endalok árinnar urðu litlum dreng undr- unar efni þar sem hún sameinað- ist hafinu sem náði á „heimsenda" en víkin snýr beint i norður eða með stefnu til norðurpóls. Af langri búsetu minni á Vest- fjörðum veit ég að þeir sem þar búa og alast þar upp bera svipmót þeirra til æfiloka. Jón var sannur og trúr því uppeldi, sem þeir veittu honum. Strax á unga aldri barst hann með sínu fólki á hor- rimakot sem kúrir undir hraun- brún þeirra sem verður frá Sel- vatni að Selfjalli við Lækjarbotna. Kot þetta var Elliðakot. Rétt sunnar túnbleðils lá Hellisheiðar- vegurinn gamli, lagður af hross- hófum nú fyrir eilefuhundruð ár- um og notaður í þúsund ár, og þræddi rima milli Nátthagavatns og hlíðardraga að Hólmi. Jón fékk strax áhuga á því hvert þessi gata leiddi til heiða, en á brúninni skammt frá bænum sést stór varða enn þann dag í dag. Það fyrsta sem vakti undrun hans var glögg vörðuð gata en ekki síður voru það undarlega djúpar rispur í hverja grágrýtisklöpp, nefnilega mark ísaldar, sem náði aldrei til hans heimabyggðar. Síðar varð hann svo kunnugur þessari götu sem lá um Hellisskarð og austur í Ölfus að skemmst er að minnast afbragðs ferðar sem hann fór með sjónvarpsáhorfendur fyrir tveim- ur árum og þræddi götuna. Þetta var afbragðs uppfræðsla fyrir þá sem ekki þekkja annað af raun en núverandi rennsléttan veg. Hann hafði sérstakan áhuga á gömlum leiðum og sögulegum tengslum og ég vissa engan þann stig sem hon- um var ekki allkunnur suður á Reykjanes. Um hálendi þessa lands ferðuð- umst við mikið, stundum saman en oftar hver sína leið. Þó langar mig til í fáum orðum að minnast lítillega einnar slíkrar. Við vorum með stóran hóp samferðafólks, vorum stórheppnir með veður. En við endalok þessarar ferðar sagði hann þá setningu sem ekki gleym- ist. Ferðin lá vítt og breytt, há- lendið skartaði sínu fegursta í byrjun ágúst en þá er besti tím- inn. Við höfðum notið Kverkfjalla í mikilleik þeirra og fegurð, fært tjaldbúðir í Herðubreiðarlindir og gengið á fegursta fjall veraldar og notið af Herðubreið þess besta sem hægt er að njóta af skyggni í allar áttir. Síðan fluttum við okkur um set og slógum upp tjöld- um við Drekagil með Öskju að takmarki. Veðurguðir voru enn hiiðhollir og lagt af stað að Öskju- opi. Þegar þangað kom var hópn- um skipt. Sumir fóru austan meg- in vatnsins og þá leið til Drekagils sem er ærin dagleið, en stór hópur kaus að leggja lykkju á leið sína og ganga hringinn um vatnið með Þorvaldstind að markmiði og það- an til náttbóls. Öskjuvatnið lá spegilslétt allan daginn og mátti víða sjá, sérstak- lega frá Knebelsvörðu og vestur að enda þess risastóra litríka eldgígs. Við þokuðumst áfram uns tindin- um var náð. Allt umhverfi var baðað í síðdegissól, í suðri Vatna- jökull með Snæfelli, Kverkfjöllum, Trölladyngju og nær Upptypping- ar, norður Mývatnssveitar-fjöll og hið næsta okkur sjálf Herðubreið. Hópurinn fór svo að tínast af stað en Jón sagði við mig, við skulum fá okkur nokkrar mínútur einir og virða fyrir okkur þessa miklu dýrð Drottins, en hér ber okkur að þegja. Þannig var viðhorf hans til tignar og mikilleiks hálendisins. Við viljum svo Útivistarmenn á þessari tregastund votta fjöl- skyldu Jóns samúð okkar með von um að þessi samhenti hópur megi horfa til bjartari tíða. Þorleifur Guðmundsson Fermingar- kjólarnir komnir! Póstsendum um allt land uititoria Laugavegi 12. simi 14160. Allt aö 50% afsláttur Opid frá kl. 9—12 laugardag. FÁLKINN Suöurlandsbraut 8. S: 84670.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.