Morgunblaðið - 20.02.1983, Page 45

Morgunblaðið - 20.02.1983, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1983 45 Steinunn Þórarinsdóttir „Fingramál". Guðbjörg Ringsted „Lítið var en lokið er“ steinþrykk 1982. af yngri kynslóð, er gáfu öllum áð- ur viðurkenndum lögmálum langt nef, — er aðhylltust hið algjöra frelsi, eins og það hét. Málverkum, er voru líkust afsprengi graffiti- listarinnar — listar götunnar — veggja og húshliða ásamt kroti á klósettveggi. Menn geta fundið bein áhrif frá art-brut, cobra, expressjónisma, poppi og svo áð- urnefndri graffiti-list. En öllum er það sameiginlegt að hirða ekki um fyrri hugtök um isma og skipta eins oft um stíl og skyrtuboli. Það á sem sagt allt að vera leyfilegt, öll lögmál skulu brotin og helst svívirt. Það merkilega við allt þetta er, að flestir þeir, sem eru í mesta áliti, eru um leið öflugustu málararnir, hvað sem öllum yfir- lýsingum líður. Hér var sem sagt lausnin fundin og tilefni til nýrrar kúvendingar fyrir þá, sem vilja fylgjast með og taka þátt í leiknum undir hvers konar slagorðum um nýlist. Nokkrir málarar í Köln, er máluðu eftir þessari forskrift og deildu á milli sín vinnustofu urðu á skömmum tíma heimsfrægir með aðstoð sýningarsala austan hafs og vestan. Listheimurinn tók við sér á augabragði og hóf þessa ungu menn á stall. A tiltölulega skömmum tíma kynntust menn nýjum nöfnum eins og Sandro ('hia, Francisco Clemente, Enzo Cucci og Mimmo Paladino frá ít- alíu — Salomé (Wolfgang Cilarz), Peter Angemann, Elvira Bach, Hans Peter Adamski, Peter Bömmels, Walter Dahn, Georg Jiri Dokoupil, Gerard Kever, Gerhard Naschberg- er, Jiirgen Meyer, Volkert Tannert og Werner Biittner frá Þýskalandi, Urs Liithi, Sviss, Josef Kern, Hubert Schmalix og Franz Mörk, Austur- ríki. Og auðvitað voru Bandaríkja- menn fljótir að taka við sér, þar sem sýningarsalirnir voru í við- líka kreppu. Þar komu fram nöfn eins og Julian Schnabel og David Salle. A bak við þá var hin unga og fagra Mary Boone, sem á skömm- um tíma hefur þotið upp líkt og spútnik í heimi listabrasksins. I lið með sér fékk hin fagra dama engan minni en hinn aldna Leo Castelli, er kom mönnum eins og Robert Rauschenberg, Jasper Johns, Andy Warhol og Roy Lichtenstein á Framfæri á sínum tíma með að- stoð ótal milljóna dollara. Að sjálfsögðu tróna Bandaríkjamenn- irnir efst uppi á verð- og vin- sældalistanum og skipa fyrsta og sjötta sætið. Áhugasamir geta þannig fengið mynd eftir Julian Schnabel á verði, er liggur á bilinu 400—900 þúsund kr. ísl. Það er táknrænt að Mary Boone var áður en hún opnaði eigin sýningarsal starfsmaður hjá sýningarsal er varð gjaldþrota, svo að reynsluna vantar hana ekki. Væntanlega er konan orðin stórauðug á Schnabel, því að á tímabilinu frá því að hún uppgötvaði hann (1978) hefur verð mynda hans stigið frá 300 upp í 60.000 dollara. Þannig gerist þetta í listaheim- inum, og það er öllum hollt að fá svolitla nasasjón af því — einkum þeim er jafnan gleypa við öllu hráu er kemur að utan. En nú er spurningin — hve lengi getur þetta gengið og hve- nær verða menn orðnir hundleiðir á þessu eins og konseptinu? Hvað kemur þá? Hve mörg ofannefnd nöfn verða gleymd að fáum árum liðnum, er æsingurinn er liðinn hjá? En að sjálfsögðu verður þetta listinni til góðs og eitthvað lifandi og sterkt hlýtur að koma frá þess- um hræringum — ekki síst vegna þess að listmiðill, er hefur verið fótum troðinn um árabil, er risinn upp aftur í öllu veldi sínu og fram hjá honum verður ekki gengið. Þetta stokkar upp spilin, losar um hugmyndir og þannig séð er það mjög heilbrigt. Áhrifin frá þessari umbyltingu láta ekki á sér standa og þannig eru þau m.a. komin til A-Þýska- lands. Höfum eitt hugfast og það er, að hugmyndafræðileg iist (konsept) er ekki dauð né allt það, sem hefur verið á oddinum undanfarið — í raun og veru er ekkert dautt, það eru einungis viðhorfin, sem hafa breyst um stund. Og verði mönnum að góðu. Mér þótti nauðsynlegt að koma með þessar upplýsingar um ný- bylgjumálverkið, því að hin breyttu viðhorf munu hafa ráðið einhverju um, að hugmyndin kom fram um sýninguna UM 1983. En trútt um talað er tímabært, að slíkar sýningar verði haldnar reglulega á ca. þriggja ára fresti og í framtíðinni væri mögulegt að bjóða erlendum gestum, einum eða fleirum. - O - Aðal sýningarinnar að Kjar- valsstöðum er, svo sem segir í upphafi, hin mikla fjölbreytni, og vonandi boðar það upphaf sjálf- stæðra vinnubragða í íslenskri ný- list. Við höfum verið fullháðir er- lendum viðhorfum og þótt þau séu góð, eru sjálfstæð viðhorf ennþá betri, — það, að menn hagnýti hið besta í heimslistinni og samsami eigin stílbrögðum. Það er íslensk- ur veruleiki, íslenskt svið, sem máli skiptir. Nýbylgjan er nokkuð ráðandi á sýningunni og þá aðallega í verk- um Jóns Axels Björnssonar, Kjart- ans Olafssonar, Magnúsar V. Guð- laugssonar, Valgarðs Gunnarssonar, Georgs Guðna Haukssonar, Hall- dórs Dungal, Tuma Magnússonar og Gests Fr. Guðmundssonar. Annars er hér erfitt að gera skörp skil og þannig virka hin umbúðalausu verk Helga Þ. Friðjónssonar og Kristins G. Harðarsonar eins og beint framhald af graffiti-list og hollenskri myndskrift í nýmál- verki undanfarinna ára. En ný- bylgjumálverk er-það í ljósi þess, að þeir láta allt flakka. Vafalítið geta margir fleiri á sýningunni talist undir áhrifum þessarar stefnu, en það er ekki aðalatriðið, heldur hve fjölbreytileg viðhorf koma hér fram og hve mjög ger- endurnir leitast við að tjá sig á persónulegan hátt. Því betur sem það tekst, því sterkari eru verkin. Þó skal viðurkennt, að margt er undir áberandi öflugum áhrifum erlendis frá og lítið persónulegt, sem þó er eðlilegt sé tekið tillit til þess hve ungt fólkið er. Til marks um breiddina má vísa til hrjúfra mynda Páls Guðmundssonar, fín- legra mynda Lísabetar Sveinsdótt- ur, táknrænna mynda Erlu I»órar- insdóttur og nostursamlega gerðra mynda Lýðs Bjömssonar, ná- kvæmra mynda Ólafs Th. Ólafsson- ar og kraftmikilla mynda Vignis Jóhannssonar, sérstæðra mynda Jóns Þórs Gíslasonar og kröftugra mynda Jóhönnu Kristínar Ingva- dóttur, vandaðra konseptmynda Guðmundar Thoroddsens og þró- aðra abstrakt-mynda Steingríms Þorvaldssonar. Þá næst hrekkur maður við, er að myndum Gunnars Karlssonar er komið, en í þeim koma fram sterk áhrif frá miðaldamálaranum furðulega Giuseppe Arcimboldo (1527— 1593) en starfssvið hans var í Míl- anó og sjálfur taldi hann forfeður sína koma frá Saxlandi. Skúlpt- úrlistin kemur ekki svipað á óvart og málverkið og sama er að segja um grafík og teikningar. Það er sem sagt ýmsilegt að gerjast í íslenskri myndlist, og myndglöggir áhugamenn, sem vilja spá í framtíðina, ættu að geta fest sér verðmæt verk fyrir lítinn pening á þessari sýningu. Sala mynda á íslandi er óútreikn- anlegt fyrirbæri. Hér væri hægt að nefna mörg fleiri nöfn, en það myndi aðeins lengja greinina. Sýningarskráin er til fyrirmyndar og góð heimild um sýninguna, en þó er það mikill ljóður, að námsferill sýnenda er ekki tíundaður. Hann er mikil- vægari heimild en t.d. heimilis- föngin, sem þó eru góð útaf fyrir sig! Þá ber að þakka öllum, er hér lögðu hönd á plóginn, og biðja um framhald ... Bragi Asgeirsson Batik námskeið í Menningarmiöstöð Breiðholts Gerðubergi 8. Kynnist hinni eldgömlu austurlensku list —- batik að eigin raun, og skreytið fatnaö, púða, töskur, gardínur, teppi o.fl. eftir eigin litavali og hugmyndum. Dag og kvöldnámskeið. Mánudag 7/3 kl. 19—21.45 40 tímar. Þriðjudag 8/3 kl. 14—16.45 40 tímar. Skráning þátttöku og aðrar upplýsingar veíttar í síma 41938. Kennari: Guðbjörg Jónsdóttir. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjör- dæmi 26. og 27. febrúar 1983. Stuðningsmenn r Olafs G. Einarssonar Minna á fund meö honum mánudaginn 21. febrúar kl. 20.30 í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli, Garðabæ. sitm CTSALA á öllum skíðafatnaði ^ 22 Opið frá kl. 9—12 mk | M FÁLKINN S: 84670. 1 —- - - —. i 11 élíliMilMXSMMUíttHfMÍMit YMSSMÍUWMflBMMf ftlVSSMMttWI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.