Morgunblaðið - 27.02.1983, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 27.02.1983, Blaðsíða 39
Hraðsveitakeppnin stendur nú sem hæst, og þarna eru þær ad spila systurnar Guðrún og Guðbjörg Þórðardætur á móti Erlu Eyjólfsdéttur (lengst til hægri) og Sigríði Ingibergsdóttur. Það er Guðrún sem er að opna á einhverju, sennilega einu grandi því hún er með 17 punkta. Að tala eða hugsa — litið inn á spilakvöld hjá Bridgefélagi kvenna Hvernig skyldi standa á því að karlmenn stunda skák og bridge í miklu ríkari mæli en konur? Það eru ýmsar skýringar á kreiki, en hér eru tvær sem hafa heyrst og er hvorug hófsöm: „Konur hafa annað og betra við tímann að gera en að hanga yfir heimskulegum leikjum." Þessi skýring er algeng hjá konum sem hafa sömu laun og karlar fyrir það eitt að vinna sömu störf og þeir. Hér er svo hin skýringin, en hún er mikið notuð af svokölluðum karl- rembusvínu: „Konur hafa meira gaman af að tala en að hugsa.“ Hvað um það, það eru til konur sem hafa ekki annað betra við tímann að gera en að hugsa. Það eru t.d. þær 80 konur sem spila bridge reglulega hjá Bridgefélagi kvenna, og hafa gert sumar hverj- ar í 30 ár. Bridgefélag kvenna var stofnað þann 10. mars 1949 og verður því 34 ára fljótlega. Það voru um 60 konur í félaginu strax frá upphafi og var spilað í gamla Skátaheimilinu. Núna spila þær hins vegar í Domus Medica, en þar var meðfylgjandi mynd tekin á spilafundi sl. mánudagskvöld. Hættar í Sundhöllinni Konurnar á þessari mynd heita Ingibjörg Sigurgeirsdóttir og Lilja Kristjánsdóttir. Þær hafa unnið í Sundhöll Reykjavíkur alla tíð síðan laugin var fyrst opnuö, en létu af fóstum störfum nú um áramótin. Stefán Kristjánsson íþróttafulltrúi Reykjavíkurborgar er þarna að heiðra konurnar fyrir langt og heilla- drjúgt starf í þágu sundíþróttarinn- ar. ^ Sigfríður Gunnlaugsdóttir Út vil ég Útþráin hefur löngum verið rík í fslendingum. Hvatirnar sem að baki liggja eru sennilega jafn margar og mennirnir, og þó: margir leita fé og frama, eins og víkingarnir forðum og Stuðmenn nú, en eins og landslýð- ur veit er þeirra æðsti draumur að meika það í Köben. Sumir eru sólgnir í kynni af ókunnum þjóðum og vilja út til að svala fróðleiksfýsn sinni. Og aðrir eru haldnir ævintýraþrá eða einfaldlega forvitni. Ætli skiptinemar flokkist ekki undir annan hvorn síðarnefnda hópinn. Þeir eru varla að leita fé og frama svo ungir, 17 og 18 ára. Um þessar mundir eru 40 ís- lenskir skiptinemar í ársdvöl vítt og breitt um heiminn og er búist við að fjöldinn sem fer út á árinu verði í kringum 100. í fyrra fór 61 skiptinemi til náms úti svo fjölgunin er veruleg. En því er ásóknin svo mikil? Við hittum að máli skiptinema, Sigfríði Gunnlaugsdóttur, en hún er nýfarin til Brasilíu til ársdvalar, og spurðum hana hvað það væri sem togaði í hana. „Mig langar til að kynnast ein- hverju nýju og framandi. Nota tækifærið á meðan ég er ung. Svo hef ég mikinn áhuga á tung- umálum og besta leiðin til að læra nýtt tungumál er einfald- lega að búa í landinu þar sem það er talað. Og ekki get ég neit- að því að ég er svolítill sóldýrk- andi og í Brasilíu er víst nóg af sólskini." — Leitaðirðu sérstaklega eftir að komast til Brasilíu? „Nei, maður fær engu ráðið um það. Það er hægt að biðja sérstaklega um ákveðna heims- álfu, en síðan er skrifstofa í New York sem velur löndin. Ég valdi Suður-Ameríku eða Bandaríkin og lendi sem sagt í Brasilíu. — Ertu ánægö með það? „Já, mjög. Eg á að búa í 200 þúsund manna iðnaðarborg, sem heitir Ipatinga og er í Minnas Gerais-fylki. Ég mun dvelja á heimili fjögra manna fjölskyldu og er heimilisfaðirinn bóndi. Meira veit ég ekki. En mér skilst að ég sé fyrsti íslenski skipti- neminn sem fer til Brasilíu." — Er þetta dýrt fyrirtæki? „Þetta kostar mig 3000$ með öllu, þar með talið skólagjald og flugfar." Við þökkum Sigfríði fyrir spjallið og vonum að hún hafi það gott í Brasilíu. Hún ætti alla vega að fá tækifæri til að læra spönsku og sleikja sólina. Og sjá úrvals fótbolta ef hún hefur áhuga á því. Að rifja upp undirleikara Þeir eru farnir að skemmta saman aftur gömlu félagarnir, Ómar Ragnarsson, fréttamaður og grínari, og Haukur Heiðar Ingólfsson, lækn- ir og píanisti. I 10 ár lék Ilaukur undir hjá Ómari á meðan hann var að læra til læknis, en árið 1974 fór Haukur til framhaldsnáms í Svíþjóð og hefur ekki leikið með Ómari að staðaldri síðan. En byrjaði aftur nú í vetur. En hvað kom til að þeir félag- ar tóku aftur upp þráðinn? Ómar deyr ekki orðalaus frekar en fyrri daginn: „Eg hef verið í því að rifja upp píanóleikara undanfarið. Hauk- ur spilaði með mér hérna á árum áður, en þoldi svo ekki lengur við, enda þurfa menn að vera í konstant þjálfun til að geta um- borið furðufugla eins og mig. En nú er Haukur aftur kominn í toppform, og þakka ég það fyrst og fremst starfi hans sem heim- ilislæknis Gaflara síðustu árin. Ég rifjaði líka upp annan und- irleikara fyrir skömmu. Það var á skemmtun í tilefni af 100 ára afmæli málfundafélags MR, eða Framtíðarinnar. Þá lék Markús A. Einarsson, veðurfræðingur með mér, en við Markús byrjuð- um einmitt að skemmta saman í MR fyrir 25 árum. Já, tíminn líð- ur og maður gerist aldurhniginn. Ég skynjaði þetta mjög vel þegar ég kom inn í MR um daginn og sá allt ungviðið. Ég þekkti hreinlega ekki nokkurn kjaft nema Guðna." Myndina tók Fríða Proppé á hárgreiðslu- og snyrtivörusýningu á Hótel Sögu fyrir nokkru

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.