Morgunblaðið - 27.02.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.02.1983, Blaðsíða 17
— . ■ ' ■ ------ ■ MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1983 65 Loðvík XVI tekinn af lífi, 21. janúar 1793. lega fé í ríkissjóð til þess að standa straum af kostnaði við stríð það sem Frakkar háðu gegn Bretum til stuðnings byltingunni í Norður-Ameríku. Yfirmaður Neckers, fjármála- ráðherrann, virðist hafa skilið eft- ir sig sökkvandi skip þegar hann fór frá, en Necker var ekki skipað- ur í hans stað. Hann var skipaður fjármálastjóri, ekki fjármálaráð- herra, og fékk ekki sæti í ríkis- stjórninni. Stríðið dróst á langinn og Neck- er reyndist nauðsynlegt að taka nokkur lán og þau fengust aðeins vegna þess að Necker bað um þau. Jafnframt reyndi hann að koma sér vel við alþýðuna. Hann neitaði að þiggja laun og hlaut almennt lof fyrir. Hann kom á fót fylkis- þingum, sem höfðu völd til að leggja á skatta. Hann sýndi al- menningi trúnað 1780, þegar hann birti hina frægu fjármálaskýrslu sína, sem sýndi tekjuafgang. Að lokum tokst Necker ekki lengur að afla lána út á vinsældir sínar og hann varð að taka upp sömu, gömlu sparnaðarstefnuna og Turgot beitti sér fyrir. Um leið féll Necker í ónáð hjá konunginum og hirðinni og til þess að reyna að leika á ótal óvini sína krafðist hann sætis í ríkisstjórninni. Beiðni hans var hins vegar hafnað, þar sem hann var mót- mælendatrúar, og hann sagði af sér í maí 1781. Fátæku stéttirnar höfðu tröllatrú á honum og afsögn hans fylgdu yfirlýsingar um stuðning við hann. Hann settist í helgan stein á bökkum Leman-vatns, þar sem hann keypti landareignina Coppet, sem síðar varð fræg fyrir að vera bústaður dóttur hans, Mademois- elle de Stáel. Þremur árum síðar birti hann rit sitt, „Stjórn fjár- málanna". Sagt er að 80.000 eintök hafi selzt á nokkrum dögum. A næstu árum lækkaði Loðvík XVI smátt og smátt í áliti. Lagt var fast að honum að koma um- bótum til leiðar og að lokum sam- þykkti hann að kalla Stéttaþingið saman. Þegar hér var komið var fjármálastaðan orðin ískyggileg. Calonne og de Brienne höfðu að lokum fært Frakkland fram á barm gjaldþrots. Eina úrræðið var að kalla Neck- er aftur til starfa og hann var sóttur i ágúst 1788. Hann var skipaður yfirmaður fjármálanna á nýjan leik, en völd hans voru auk- in og hann var jafnframt skipaður forsætisráðherra. Hann gat séð fyrir að bylting væri í aðsigi, en gerði engar ráð- stafanir til að stemma stigu við henni. Hann kom á almennum kosningarétti, en engin skilyrði voru sett fyrir hæfni kjörinna fulltrúa. Engin lausn fannst á heitum deilum um hvort Stétta- þingið ætti að sitja í einni mál- stofu, eða þremur, og hvernig at- kvæðagreiðslur skyldu fara fram. Vinsældir Neckers jukust. En þegar Stéttaþingið þróaðist í Þjóð- þingið og Loðvík XVI ákvað að beita valdi til að leysa það upp var Necker vikið frá völdum og árásin á Bastilluna gerð. Þetta voru endalok embætt- ismannsins Neckers, því að þótt hann væri kallaður aftur varð hann fijótlega að flýja, öryggis síns vegna. Hann var að lokum lýstur útlagi og eignir hans í Frakklandi voru gerðar upptækar. Hann sendi frá sér nokkur rit og bjó óáreittur til dauðadags í Genf. Hann lézt 9. apríl 1804. Hin gáfaða dóttir hans, Made- moiselle de Stáel, gaf út nokkur verka hans og 1820 gaf dótturson- ur hans, M. de Stáel, út ritsafn hans í Frakklandi. Susanne kona hans andaðist 1794. Þegar hún bjó í Frakklandi með manni sínum hafði hún alltaf starfað mikið í þágu sjúkrahúsa og hún stofnaði eitt slíkt í París, sem var skírt í höfuðið á henni. Uppsetningarbúóin Musselmalet munstriö Straufríir dúkar og serviettur. Bláa danska postulínsmunstriö sem er á ööru hverju heimili loksins komiö. Diska- þurrkur og grillhanskar samstætt. 130/190 130/170 110/170 110/150« 160/245 i-'G (,) í30/265 130/220 Póstsendum, Uppsetningarbúðin Hverfisgötu 74, sími 25270. Og alltaf endurtekur sama sagan sig í HVERJU Á ÉG AÐ VERA Á ÁRSHÁTÍÐINNI? Hér kemur tillaga Því ekki aö sauma sér kjól, eins og t.d. þennan. Hann er úr svörtu taftefni og er mjög kvenlegur og róman- tískur. Yfir 100 geröir af sam- kvæmisefnum frá hin- um heimsþekktu vest- ur-þýzku verksmiöjum Colsmann og sviss- nesku verksmiöjunum Ziirrer. Sendum í póstkröfu um land allt. Dömu- og herra- búðin, Laugavegi 55, sími 18890. cdsman creati«n

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.