Morgunblaðið - 27.02.1983, Blaðsíða 36
84
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1983
Ewing-fjölskyldan glaölag á svip.
Það eru fleiri.
framhaldsþættir
á ferðinni
Ef marka má öll þau
Jesendabréf, sem birtust í
dagblöðunum á meðan sjón-
varpsáhorfendur voru Dall-
as-lausir, hljóta margir
að hafa mjög mikla ánægju
af að fylgjast með Ewing-
fjölskyldunni. Þessir þættir
eru svo sem ekki verri en
aðrir, efnið jafnast á við
reyfara í bókum og vikuritum,
slík lesning hefur glatt
marga lesendur um ótal-
in ár.
í þáttum sem Dallas, þar sem
söguþráður er heldur rýr og lop-
inn teygður til hins ýtrasta, er
það án efa umhverfið og fram-
andi mannlífið á búgarði í Texas,
sem hefur aðdráttarafl fyrir
margan manninn. Ekki skemmir
það heldur að leikendur eru hið
glæsilegasta fólk, vel klætt og vel
tilhaft enda þótt persónurnar,
sem þeir eiga að túlka, séu ekki
allar geðfelldar.
Einstaka maður hefur ef til vill
gaman af að heyra nefndar stórar
peningaupphæðir í viðskiptum,
þó það fari án efa fram hjá flest-
um sem ekki eru vel heima í stór-
viðskiptum umheimsins.
En hvað um það, þrátt fyrir
góðan ásetning um að nota mið-
vikudagskvöld til einhvers gagn-
legs, kemur það fyrir undirritaða,
eins og reyndar er vitað um fleiri,
að ef sest er við tækið, svona rétt
til að sjá hvað er að ske hjá Ew-
ing-unum, vill setan stundum
verða lengri en rétt augnablik.
„Falcon Crest“-
þættirnir
I Bandaríkjunum hafa ver-
ið gerðir fleiri þættir með
líku sniði og Dallas, þar má
nefna „Falcon Crest". Það er
fjölskyldusaga með allskyns
flækjum eins og vera ber.
Höfuð ættarinnar í þeirri
sögu er kona að nafni Angela
Channing og ættarauðurinn
liggur í vínekrum í Kali-
forníu. Konan Angela Chann-
ing er hörð og vill allt leggja í
sölurnar til að geta haldið
ættaróðalinu eftir því sem
manni skilst. Aðalhlutverkið,
Angelu Channing, leikur Jane
Wyman, fyrri kona Ronald
Reagans forseta.
Eini þátturinn, sem undir-
rituð hefur séð af „Falcon
Crest“, minnti um margt á
Dallas. Þar var um að ræða
nýfætt barn, sem tveir menn
vildu vera feður að, menn
voru í tygjum við fleiri en
eina konu og svo mætti lengi
telja.
Þættir þessir njóta mikilla
vinsælda í Bandaríkjunum og
víða í Evrópu líka, þar sem
þeir hafa verið teknir til sýn-
inga. Þættirnir hafa verið
sýndir á einhverju Norður-
landanna, svo ekki er úr vegi
að álíta, að við eigum eftir að
fá þá heim í stofu til okkar
einhver næstu árin.
„Dynasty“-
þættirnir
Önnur þáttaröð bandarísk
er „Dynasty". Þar kemur við
sögu enn einn auðkýfingur-
inn, sem býr í gríðarmiklu
Aöalsögupersónan í „Dyn-
asty“-þáttunum heitir Blake
Carrington og er leikinn af John
Forsythe. Á myndinni er hann
umkringdur konunum, sem
koma viö sögu í þáttunum.
Leikkonurnar eru taliö frá
vinstri: Linda Evans, Pamela
Bellwood, Heather Locklear,
Pamela Sue Martin og Joan
Collins (hún mun leika fyrri
konu auökýfingsins).
húsi eða höll. Að sjálfsögðu
eru þar einnig margvísleg og
flókin fjölskylduvandamál,
eins og við er að búast, enda
afskaplega vinsælt sjónvarps-
efni. I þætti, sem sýndur var
seint á síðasta ári í Banda-
ríkjunum, var búið að ræna
barni í fjölskyldunni, ekki var
vitað hvort höfuð ættarinnar,
auðkýfingurinn Blake Carr-
ington, var lífs eða liðinn þar
sem ekki náðist fjarskipta-
samband við hann, þar sem
hann var á hættulegu ferða-
lagi. Spurningin sem upp var
borin var: er Blake lífs eða
liðinn? Áhorfendur urðu að
bíða í óvissu fram að næsta
þætti og ekkert látið uppskátt
um söguþráðinn. Spennandi,
ekki satt?
B.I. tók saman
Blake og Krystle (Linda Evans)
gefin saman í hjónaband.