Morgunblaðið - 04.03.1983, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 04.03.1983, Qupperneq 5
„íslensku þjóðsögurnar hafa haft talsverð áhrif á mig“ „Tók mér tveggja ára frí frá atvinnulífinu og sat og málaði“ „Lítið fjallað um kvennalist og erótíska list í listasögunni“ „Verk Fridu Kahlo höfðu mikil áhrif á mig“ „Held að konur sjái hlutina oft frá öðru sjónarhorni, þótt víðfangsefnin séu ekki endilega onnur“ „Konur voru tæpast til sem sjálfstæðir lista- menn lengi framan af“ „ Jú, ég myndi segja að myndirnar mínar væru erótískar" „Er ekki sagt að stein- arnir hafi augu?“ „Allir eru sammála um að menning sé nauð- synleg, en það vill helst enginn borga fyrir hana“ „Meira um að vera í listalífinu hér en í Svíþjóð“ MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1983 37 eru þetta augu einhverrar mann- veru, stundum er þessi vera jafnvel meö fjögur augu, stundum eru augun hluti af rándýri eöa þau ein- faldlega koma elnhversstaöar úr myndfletinum án þess aö tilheyra dýri eöa manni. „Hvaö þessi augu merkja? Þaö er annarra að svara því. Þetta á kannski aö sýna aö maðurinn er aldrei einn, eöa er ekki sagt aö steinarnir hafi augu?“ Viö spyrjum Margréti hvort hún haldi aö þaö sé erfiðara fyrir konu aö vera listamaöur en fyrir karl- mann. „Ég er ekki frá þvi aö þaö sé erfiöara, þaö er erfiöara aö hasla sér völl, og eflaust enn margar konur sem eru aö mála út um allan bæ en hafa ekki komiö verkum sínum á framfæri. Þaö er líka erfið- ara fyrir konur meö börn og fjöl- skyldu aö stunda llstina, sjálf á ég engin börn svo ég finn ekki fyrir því. En listin er þaö sem veitir mesta frelsið. Annars vil ég leggja mesta áherslu á aö aöalvandamál listamanna í dag eru fjárhags- vandamál, þaö er nefnilega þannig aö allir eru sammála um aö menn- ing sé nauösynleg, en þaö vill helst engin borga fyrir hana. Mér finnst mjög gaman aö koma hingaö heim og sýna, því mér finnst allt sem er aö gerast hér heima í listalífinu miklu nýrra og ferskara en þaö sem um er aö vera í Svíþjóö. Viö íslendingar erum lítil þjóö og vitum vel aö viö getum ekki verið okkur sjálfum nóg menningarlega, og því fer fólk héö- an út um allan heim og kemur til baka meö áhrif víös vegar aö. Sví- ar halda hinsvegar aö þeir geti séö um sig sjálfir menningarlega og því er ekki laust viö aö ákveðinnar stöönunar gæti.“ Og áöur en viö kveðjum Mar- gréti og hún fer til fyrri starfa þ.e. aö hengja málverkin upp á vegg- ina, þau sem enn standa eftir óupphengd, spyrjum viö hana hvort hún sé ekkert að hugsa um aö flytja aftur til landsins. „Jú, ég er umfram allt Islendingur og er alltaf aö hugsa um aö flytja hingaö aftur. Island er minn fasti punktur í lífinu, en ég er enn sem komiö er á feröalagi." Jessica Lange í dómsalnum i Frances. Sally Field i aöalhlutverki i Ab- sence of Malice. Keaton, Sally Field, Jill Clay- burgh, Jane Fonda, Bette Midler og nokkrum til viöbótar. En þrátt fyrir þaö, nær engin þeirra meö tærnar þar sem kynbræöur þeirra hafa hælana, og lífslíkur þeirra i þeim hlutverkum sem eru á boðstólum eru mun skemmri en karlleikaranna, Paul Newman er t d. enn gjaldgengur í hin margvíslegustu hlutverk hvort sem um er að ræða skap- geröarhlutverk meö rómantísku ívafi eða eitthvað ámóta, en þær Clayburgh og Keaton eru á síö- asta snúningi í því fátæklega hlutverkavali sem kvenfólki í kvikmyndunum stendur til boöa. Kvikmyndaframleiöendur virö- ast því hafa gefist upp viö aö gefa kvenfólki tækifæri til aö spreyta sig á öörum hlutverkum en þeim sem kvikmyndahúsa- gestir vilja helst sjá, en fram að (Dessu hefur veriö gengið út frá aö meirihluti þeirra sem sækja kvikmyndahús séu karlmenn á aldrinum 14—24 ára. Hvað er til ráða spyr kvik- myndagagnrýnandi tímaritsins Vogue í lok greinar sinnar. Hún gerir ráö fyrir litlum breytingum í náinni framtíð, „þaö veröur ekki fyrr en konur sem taka sjálf- stæöan þátt í lífinu, án þess aö lifa fyrir eöa gegnum karlmenn, fara aö skrifa kvikmyndahandrit, leikstýra þeim og leika hlutverk sem hafa áhrif á hugsunargang kvikmyndahúsagesta aö hægt veröur aö búast viö einhverjum breytingum frá því sem nú þekk- ist“. Einhverja von sér hún þó til að úr þessu rætist og bendir þeim sem áhuga hafa á aö sjá kvikmyndir þar sem konur tak- ast á viö veigameiri hlutverk að sjá kvikmyndir eins og Personal Best, Victor/Victoria, The World According to Garp, Mariane and Juliane og Cel- este. Hlutverk kvenna í kvikmyndum enn að miklu leyti þau sömu og voru á tíma- bilinu 1940— 1950 segir kvikmynda- gagnrýnandi tímaritsins Vogue.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.