Morgunblaðið - 04.03.1983, Page 9

Morgunblaðið - 04.03.1983, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1983 41 SPURT & SVARAÐ11M KR ARBAMEIN OG fí.lART ASHIKDOMA berst með okkur í meðferðinni og vil ég segja það að lokum að það er engin ástæða til að gera greinar- mun á þessum sjúkdómi og öðrum sjúkdómum, hvað þetta varðar. Algengustu krabbameinin Karlmaður spyr: Hver er tíðni hinna helstu krabba- meina hér á landi? Eru einhver krabbamein algengari hér en í öðr- um löndum? Dr. G. Snorri Ingimarsson, sérfræðingur í krabbameins- lækningum, svarar: Árið 1981 voru greind hér á landi 670 ný krabbamein, 330 í körlum og 340 í konum. Flest voru krabbameinin í brjóstum (85), næst algengast var lungnakrabba- mein (67), síðan komu krabbamein í blöðruhálskirtli (61), í maga (60) og í ristli (50). Á töflu sem hér fylgir má sjá tíðni tíu algengustu krabbameina hjá konum og körlum. Er þá mið- að við að í hvoru kyni hefðu 100.000 verið á lífi á hverju tíma- biii og að skiptingin í aldursflokka hefði alltaf verið eins (aldurs- staðlað nýgengi). Að því er varðar samanburð við önnur lönd þá hefur magakrabba- mein lengi verið svo algengt hér að ísland hefur verið í hópi þeirra landa þar sem tíðnin hefur verið hvað hæst. Svipuð tíðni hefur ver- ið í Japan, Chile, Cólombíu og Finnlandi. Á síðustu árum hefur tíðni magakrabbameins minnkað mikið í flestum löndum. Tíðni krabbameins í nýrum hef- ur einnig verið talin nokkuð há hér á landi, en erfitt er um sam- anburð við aðrar þjóðir. Hluti hjartaaðgerða fluttur til íslands næsta vetur Hjartasjúklingur spyr: Er verið að undirbúa það að flytja hjartaaðgerðir hingað til lands og ef svo er hvaða hjartaaðgerðir? Er það rétt að flytja hjartaaðgerðir til ís- lands þar eð þær eru fáar á ári hverju? Dr. Þórður Harðarson, yf- irlæknir á Landspítalanum, varð fyrir svörum: Það eru uppi áform um að hefja hjartaaðgerðir á íslandi og er gert ráð fyrir að þær hefjist næsta vet- ur. Hér er um að ræða aðgerðir á kransæðum og aðgerðir vegna meðfæddra hjartasjúkdóma til að byrja með. Reiknað er með að nærri eitt hundrað aðgerðir af þessu tagi verði framkvæmdar á ári hverju. Teljum við að réttmætt sé að flytja þessar aðgerðir hingað með- al annars vegna þess að kostnað- arsamt er að senda sjúklingana til útlanda. Reykingar geta fjór- faldað hættuna á kransæðasjúkdómi 17 ára stúlka spyr: Eru reykingar eins mikill áhættu- þáttur fyrir hjarta- og æðasjúkdóma og haldið hefir verið fram? Dr. Sigurður Samúelsson, fyrrv. prófessor og formaður Hjartaverndar, svarar: Tvímælalaust. Því til sönnunar skal getið tveggja rannsókna um þetta efni sem gerðar voru hér- lendis. 1) Fyrir 10—12 árum var gert yfirlit yfir 10 ára tímabil á vistun kransæðasjúkdómssjúklinga á lyflækningadeild Landspitalans og þeim skipt niður eftir 10 ára aldursflokkum. Nokkrir tugir sjúklinganna voru 50 ára og yngri. Reyndust þeir allir, að einum und- anskildum, vera stórreykinga- menn, þ.e. reyktu 20 sígarettur eða fleiri á dag. 2) Við uppgjör á reykingavenj- um karla í efniviði Hjartaverndar ALGENGUSTU KRABBAMEIN A ISLANDI KARLAR KONUR ALCENGUSmi KKABBAMEIN HJÁ ALGENGUSTU KKABBAMEIN HJÁ ÍSLENSKUM KÖKLUM ÍSLENSKUM KONUM StaAlaA 1956 1961 1966 1971 1976 Staðlað 1956 1961 1966 1971 1976 miAaA við 100.000 —60 -65 —70 -75 —80 miðað við 100.000 —60 -65 -70 -75 -80 BlöAruhál.skirtill .... . 20.4 25.2 32.9 41.0 44.1 Brjóst 37.9 48.4 46.9 55.3 57.4 Magi 77.0 67.7 46.8 45.4 32.6 Lungu 7.7 7.2 11.3 12.7 20.4 Lungu . 12.7 13.2 18.2 19.2 27.0 Ma«i 36.8 28.3 23.5 19.2 16.3 Kistill 11.4 13.9 12.0 15.4 18.4 Kislill 12.5 14.8 18.3 19.4 15.6 6.8 7.2 10.6 12.2 17.7 12.2 7.1 13.3 14.0 10.5 13.9 Skjaldkirtill .. 6.6 8 5 Kriskirtill 8.9 7.3 9.7 10.0 11.1 Legbolur ....... 6.9 9.7 12.6 13.8 12.4 Kndaþarmur .......... 5.1 6.8 9.2 7.4 9.5 Heili 6.4 5.5 7.0 9.0 8.9 8.3 7.2 6.9 10.9 9.2 Hvítblæði ....... 10.2 8.3 6.0 8.4 8.9 Nýru 6.2 7.3 8.4 7.6 7.2 Öll mein 225.3 231.9 228.0 240.7 264.8 Öll mein ... 202.8 222.2 250.4 252.2 242.0 kom í ljós að kransæðasjúkdómur var helmingi algengari meðal þeirra sem reyktu sígarettur en þeirra sem ekki reyktu. Það verð- ur aldrei of oft brýnt fyrir fólki, hve reykingar eru hættulegar lífi og limum. Oft er það svo að fólk hefur aðra áhættuþætti, svo sem hækkaðan blóðþrýsting eða hækk- aða blóðfitu: Bætist sígarettureyk- ingar þar ofan á er talið að hætta á kransæðasjúkdómi fjórfaldist. Tíðni lungna- og æðasjúkdóma ' Karlmaður úr sveit spyr: Alþekkt er að reykingar valda vissum lungna- og æðasjúkdómum. Hver er tíðni þessara sjúkdóma inn- byrðis? Dr. Sigurður Samúelsson, fyrrv. prófessor og form. lljartaverndar, svarar: Mér er ekki kunnugt um ákveðnar tíðnitölur í þessu sam- bandi. Flestir þekkja fyrstu ein- kenni lungnasjúkdóms eftir lang- varandi sígarettureykingar, morg- unhósta og slímuppgang með vax- andi mæði við áreynslu vegna lungnaþans, sem er eyðilegging á lungnavef af völdum skemmda á hinu hárfína slagæðakerfi í berkj- um lungna og minnstu lungna- blöðrum. Sé ekki reykingum hætt heldur þessi eyðilegging lungna- vefsins áfram og sjúklingar lenda í lungnaöndunarvél með þeim öm- urleika sem því fylgir. Þetta er annar endir lungnasjúkdóms reykingamanna, sem sé langvar- andi berkjubólga (bronchitis chronica) og lungnaþan, en um þessa sjúkdóma er furðu hljótt í fjölmiðlum. Hin endalokin eru lungnakrabbi sem mest er talað um og það sannarlega ekki að ósekju því að tíðni hans fer vax- andi með árunum. Það er augljóst að þau einkenni lungnasjúkdóma, sem að ofan getur og eru forstig lungnakrabba, fara verulega vax- andi. f fyrri heimsstyrjöld (1914—1918) tóku læknar eftir því að vindlareykingar í miklum mæli og til margra ára höfðu í för með sér sjúkdóm í slagæðum ganglima með einkennum tilsvarandi blóð- þurrðar. Á sjötta áratug þessarar aldar varð ljóst, fyrst og fremst eftir amerískar rannsóknir, að sígarettureykingar höfðu eyði- leggjandi áhrif á slagæðar í hjarta og í lungum. Því hefur áður verið svarað hve sígarettureykingar magna áhættuna ef aðrir áhættu- þættir (hækkaður blóðþrýstingur, hækkuð blóðfita) eru til staðar. Hvert geta hjarta- sjúklingar með skerta starfsorku leitað eftir vinnu? 0769-6116 spyr: Ef hjartasjúklingur greinist ekki öryrki og getur unnið úti, hvert getur hann leitað eftir ráðgjöf varðandi það hvers konar vinnu hann ætti að stunda, og er honum hjálpað til að útvega sér vinnu, ef svo ber undir? Magnús B. Einarsson, endurhæfingarlæknir á Reykjalundi, svarar: Þegar sjúklingar hafa fengið sjúkdómsgreiningu hjá lækni fá þeir einnig að vita, hvort þeir geti haldið áfram sinni fyrri vinnu eða þurfi að minnka við sig vinnu eða jafnvel skipta um starf og leita sér að léttari vinnu. Til þess að meta vinnuþolið er meðal annars gert áreynslulínurit af sjúklingum. En það má geta þess að á Reykjalundi fer fram endurhæfing á hjarta- sjúklingum, sem beinist að því að gera þá betur í stakk búna til að snúa til sinna fyrri starfa. Hvað varðar útvegun vinnu, ef sjúklingur þarf að skipta um starf, þá er á vegum ráðningar- stofu Reykjavíkur svokölluð ör- yrkjadeild, en þangað geta allir leitað, sem eru með skerta vinnu- orku og þurfa á vinnu að halda. Ef þeir ekki fá vinnu í gegnum ör- yrkjadeildina er hægt að leita til Félagsmálastofnunar Reykjavík- urborgar og biðja hana að athuga með vinnu. Félagsmálastofnanir sveitarfélaga sjá svo um að útvega fólki úti á landi, sem er með skerta vinnuorku, starf. Um 10% fullorðinna hafa eínkenni krans- æðasjúkdóms Kona spyr: Er vitað hve margir íslendingar fá hjarta- og æðasjúkdóma árlega, og hve margir látast af þeirra völdum? Dr. Sigurður Samúelsson, fyrrv. prófessor og form. Hjartaverndar, svarar: Svar við seinni hluta spurn- ingarinnar er hægt að fá með því að fletta heilbrigðisskýrslum landlæknisembættisins. Fyrri hluta spurningarinnar verður ekki svarað með vissu vegna þess að gögn eru ekki fyrir hendi. Má í því sambandi benda á að margir ganga með kransæðasjúkdóm, jafnvel einkennalausir, sem sé „ganga með dauðann í brjóstinu", sem svo hefir verið kallað. En hér erum við komin að hinum ömur- legu afdrifum kransæðasjúklinga, þar sem þeir deyja skyndidauða á unga aldri, þ.e. innan fimmtugs, án þess að vörnum verði við kom- ið. Tíðni þessara dauðsfalla hefir því miður lækkað of lítið með til- liti til þess að í grófum dráttum má segja að dánartíðni af völdum hjarta- og æðasjúkdóma hafi haldist svipuð sl. 10 ár. í þessu sambandi má geta þess að Hjarta- vernd byrjaði á skráningu krans- æðasjúkdóma yfir allt landið á sl. ári í sambandi við landlæknisemb- ættið og Alþjóðaheilbrigðisstofn- unina. Skráningin nær til allra sem fá kransæðastíflu, hvort sem hún leiðir til dauða eða ekki. Sem svar við dánartíðni er tekið árið 1979. Þá dóu hérlendis 715 manns af hjarta- og æðasjúkdómum, af þeirri tölu voru rösklega 70% krans- æðadauði, sem er nærri 32% allra látinna. Samkvæmt rannsókn Hjartaverndar má ætla að um 10% fullorðinna, bæði karla og kvenna á aldrinum 34—64 ára, hafi einkenni kransæðasjúkdóms, sem þýðir að um 5000 manns þjást af þessum sjúkdómi í þjóðfélagi okkar. Gefur því augaleið að fá heilbrigðisvandamál eru stærri en hjarta- og æðasjúkdómar og þarf því að efla rannsóknir og varnir gegn þeim stórlega. Mikil neysla feitmetis getur stuðlað að kransæðasjúkdómum E.Á. spyr: Eru menn að breyta um skoðun á því að feitmeti sé stór orsakavaldur hjartasjúkdóma? Dr. Gunnar Sigurðsson, yf- irlæknir á Borgarspítalanum, svarar: Manneldistilraunir hafa sýnt, að mikil neysla á mettaðri dýra- fitu, svo sem úr feitari mjólkuraf- urðum og feitum kjötafurðum, getur hækkað blóðfitu (kolesterol) margra einstaklinga talsvert, en svörun einstaklinganna er þó verulega mismikil. Einnig hafa hóprannsóknir sýnt verulega fylgni milli hækkaðs kolesterols í blóði og kransæðasjúkdóma, þegar tekið er mið af stórum hópum fólks, sér í lagi karlanna. Út frá þessu hafa menn ályktað óbeint, að mikil neysla feitmetis (úr dýra- ríkinu) gæti stuðlað að kransæða- sjúkdómi, að minnsta kosti í sum- um einstaklingum. Þetta er enn skoðun flestra, sem unnið hafa að þessum rannsóknum enda þótt sumir aðrir hafi dregið þessi tengsl í efa. Þó er ljóst að ýmislegt annað en neysla feitmetis getur haft áhrif á blóðfitu fólks, til dæmis erfðir, líkamsþyngd og fleira.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.