Morgunblaðið - 04.03.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.03.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1983 55 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS MM „Það er að vísu betra að hafa 40% kosningarétt, miðað við aðra landsmenn, eins og stefnt er að, heldur en 25%, eins og nií er. En það er einfaldlega ekki nógu gott, síst af öllu til að binda í stjórnarskrá landsins." lög, svo að unnt verði að leiðrétta misréttið án mikillar fyrirhafnar, þegar þið „hafið haft nægilegan tíma til að leiða strjálbýlisfólki fyrir sjónir", að öllum landsmönn- um beri jafn kosningaréttur." Kvikmyndahús borgarinnar: Einstak- lega léleg- ar myndir Haraldur skrifar: „Velvakandi Það hefur verið mér sérstök ánægja í gegnum árin að fara í bíó. Nú er hinsvegar svo komið, að langt er síðan ég fór síðast. Ástæðan? Jú, það eru og hafa ver- ið alveg einstaklega lélegar mynd- ir á boðstólunum. Ef þetta er svar kvikmyndahúsa við samkeppni myndbandanna, þá verður vafa- laust ekki hægt að eiga von á batnandi myndum í framtíðinni. Ósk mín er hins vegar sú að kvikmyndahúsin eigi eftir að lifa langa og góða ævi. Jafnframt væri vel þegið, ef kvikmyndasíða Morg- unblaðsins mundi láta vita hvaða myndir eru væntanlegar. Hvernig átti hrekk- laus almenningur að átta sig á hlutunum? Húsmóðir skrifar: „Nú eru Frakkar byrjaðir rétt- arhald yfir Klaus Altman og fær hann vonandi makleg málagjöld. Hann á að svara til saka; hann drýgði glæp gagnvart mannkyn- inu. En hvernig var aðstaða hans? Hann átti sinn yfirboðara og varð að hlýða honum. Brúni sósíalism- inn í Þýskalandi réð gerðum hans. Rauði sósíalisminn í Sovétríkjun- um rekur fangabúðir og geð- veikrahæli fyrir andófsmenn, heil- brigða menn sem vilja hafa frjálsa skoðun á hlutunum, vilja bæta kjör almennings. Allir Sovétmenn verða frá vöggu til grafar að lifa við óttann; njósnarar KGB sjá um það. Lýs- ingar á kjörum þessa fólks eru þannig, að það er glæpur gagnvart mannkyninu að slíkt skuli vera til árið 1983. Ég hef ekki við höndina leikrit Solzhenitsyns, svo að ég get ekki lýst þessu nógu vel. Leikritið byrjar á því, að það koma tveir menn til að stjórna. Annar á að vera forstjóri í fangabúðunum, en hinn verkfræðingur. Hann segir: „Nú ert þú kominn í ósýnilegt land, sem hvergi er getið á landa- korti. Það er land, þar sem 99 standa fyrir innan gaddavírinn og gráta, en einn er fyrir utan og hlær, og ég ætla að verða sá sem hlær.“ Mín fyrsta kynning af kommún- ismanum var sagan af Rósu Lux- emburg, sem Stalínistarnir dýrk- uðu sem hálfguð. Frægð sína hlaut hún fyrir það, að hún náði í 19 liðsforingja keisarans og lét pynta þá alla til dauða. Þetta hafði þau áhrif á mig, krakkann, að síðan hef ég reynt að fylgjast eins vel með stjórnaraðgerðum í Sovét og ég hef getað. Ég hef aldrei fundið ljósglætu í þessari helstefnu og get því tekið undir með manninum sem sagði: „Kommúnisminn er svo útbreiddur á Vesturlöndum vegna þess, að það er ekki ennþá fæddur sá maður, sem getur látið sig dreyma um, hversu hræðilegur hann er í framkvæmd." Þess vegna finnst mér, að núna, þegar maður heyrir sögurnar af fólskuverkum „slátrarans frá Ly- on“, ættu öll félög í heimi, sem stunda mannúðarstarf, að samein- ast um að heimta af Sovét- mönnum að þeir leggi strax niður fangabúðirnar, eða hljóta sömu eftirmæli í sögunni og nasistarnir. Fyrir stríð úthúðuðu kommún- istar nasistum og þreyttust aldri á að lofa Stalín, þótt glæpir hans væru síst minni. Hvernig átti svo hrekklaus almenningur að átta sig á hlutunum, þegar lærði nágrann- inn, sem oft var boðið til Sovét- ríkjanna, vitnaði þegar hann kom heim og lofaði Stalín. Þegar svo sannleikurinn kom loksins í ljós, þá gerðu áróðurs- meistararnir ekki svo mikið sem að depla auga. Og lítið fækkar kommúnistum hér, þótt flestar þjóðir séu búnar að losa sig við áhrif þeirra, af því að þeirra hjörtu slá á Volgubökkum. Eitt er víst, að náungakærleikur og sam- úð með hinum kúguðu gerir fólk ekki að kommúnistum, ef nokkuð er að marka stjórnarfarið í Sovét." Þessir hringdu . . . Tfmafrekt og óadgengilegt 2440—4820 hringdi og hafi eftir- farandi að segja: — Þannig er, að ég fékk krabbamein í annað brjóstið fyrir mörgum árum og það var tekið af mér. Aldrei hef ég samt fengið bréf frá Krabba- meinsfélaginu með tilmælum um að koma í skoðun. Ég er nú 52ja ára gömul og ákvað því að hafa sjálf frumkvæði að því að panta skoðun fyrir mig. En miðað við það sem ég hef heyrt frá félaginu, um að það sé svo erfitt að fá konur til að koma til skoðunar, þá undraðist ég hversu það sóttist seint að ná símasambandi við leit- arstöðina í Tjarnargötu. Loks gafst ég upp á að reyna við númer- ið sem gefið er upp á stöðina, en náði sambandi eftir krókaleiðum, með því að hringja í annað númer. Þetta er allt of tímafrekt og óað- gengilegt fyrir konur sem vinna úti og mega enga stund missa. Þar að auki kostar skoðunin 130 krón- ur, og ég er ansi hrædd um að sumar konur ráði ekki einu sinni við að borga það. Wterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! anir teknar af öðrum. Ekki skírðist Jesús barnaskírn- inni. Hann var helgaöur Drottni. Lúk. 2.23. Og eigum við ekki að reyna eftir fremsta megni að líkj- ast honum bæði í orði og verki? Ólafur skrifar í lok bréfs síns, að hann viti ekki um neinn krist- inn söfnuð, sem framkvæmi skírn á nákvæmlega sama hátt og sagt er frá í Post. 8.36—39., þ.e. niður- dýfingarskírn. Hann hefur þá ekki haft mikið fyrir því að afla sér upplýsinga um þð efni, því að a.m.k. sjöunda dags aðventistar, Hvítasunnusöfnuðurinn og einn af stærstu söfnuðum Bandaríkjanna, Babtistar, framkvæma slíka at- höfn.“ GÆTUM TUNGUNNAR Auglýst var: Þetta húðkrem er sérstaklega framleitt fyrir þ'lí- Réttara hefdi verið:... framleitt handa þér. (Ath.: ... framleitt fyrir þig ætti fremur að merkja: ... til þess að þú þurfir ekki að framleiða það sjálf(ur). Eigum tíl aílar tegundir af hinum þekktu Fiskarsskærum Stór sníöaskæri, heimilisskæri, hægri og vinstri handa, eldhússkæri og sauma- skæri. Einnig v-þýzk barnaskæri fyrir föndur og í skólann. Naglaskæri og hárskæri. og 24322. ALLTAF Á LAUGARDÖGUM GILBERT OG SULLIVAN MENNIRNIR Á BAK VIÐ MÍKADÓ Viö kynnum höfunda söngleiksins, sem næstur er á skrá hjá (sl. Óperunni og segjum frá efni hans. FAGURFRÆÐILEG VIÐHORF TIL ENDURBÓTAÁ HÚSUM Nú er í tízku aö gera upp gömul hús og af því tifefni er grein um það efni eftir Hjörleif Stef- ánsson arkitekt. SJÖ HUNDRUÐ MANNS Á REIÐ í ÓFÆRÐ Á UPPGEFNUM HESTUM Fimmti hluti samantektar Ásgeirs Jakobssonar um Þórð kakala, fjallar um æsilega eftirreiö á Vesturlandi. Vönduð og menningarleg helgarlesning AUGLYSfNGASTOFA KRfSTlNAR HF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.