Morgunblaðið - 04.03.1983, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.03.1983, Blaðsíða 10
HVAÐ ER AD GERAST UM HELGINA? 42 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1983 NýlistasafniÖ: Kunnur franskur listamaður, Felix Rozen, opnar sýningu í kvöld, 4. mars kl. 20, opnar Felix Rozen sýningu á verkum sín- um í Nýlistasafninu aö Vatnsstíg 3B. Felix, sem er franskur lista- maður, kemur hingaö fyrir tilstuöl- an Guömundar Errós. Verk hans eru óhlutbundin rannsókn á skrift, táknum og skrautmyndum, fram- hald á rannsóknum COBRA- mannanna. Hann á aö baki langan listferil sem spannar víöa um heim á einkasýningum og meö fleiri þekktum listamönnum, svo sem Bran Van Velde o.fl. Verk Felix eru í eigu fjölmargra listasafna, svo sem: Museum of Modern Art, Solon R. Guggenheim Museum, Heine Onstad, Tate Gallerie o.fl. Sýning Felix Rozen er opin frá kl. 16—20 virka daga en 14—22 um helgar og stendur til 12. mars. Verk Felix Rozen endurspegla menningu margra þjóða. Þar blandast áhrif rússneskra gyð- inga í bernsku, æskuár í V-Evr- ópu á eftirstríðsárunum og djúp þekking á jafnt háþróaðri franskri myndhefð og sem hinni bandarísku, sem einkennist af athöfnum. Þessi margvíslegu áhrif mætast í verkum Felix Rozens og eru uppistaða þeirra og ívaf. Samruni þeirra hefur verið listrænt markmið við gerð verkanna. Grundvallarmarkmið hans er að marka stöðu sína gagnvart straumi áhrifa ólíkra hugsunarhátta. Hann á það sammerkt með kynslóð sinni að þurfa að finna sjálfan sig. Þörf þessi sem sprettur upp vegna ört og síbreytilegra menningar- áhrifa er ekki bundin við lista- og menntamenn. Þörfin til að finna sjálfan sig eða gera sér grein fyrir því að leitin sé til einskis, virðist vera meginstef tilrauna kynslóðar vorrar til að gera sér grein fyrir stöðu sinni, jafnt pólitískt og efnahagslega sem í ölium myndum tón- og myndlista. Post-modernisminn fjallar einmitt um þetta, en horfir um öxl, kannar möguleg tengsl í tíma og sögu. Felix Rozen að- hyllist klassíska nútímahefð; prófun augnabliksins í anda til- vistarspeki, fortíð og nútíð í sameiningu samtíðarinnar, hugsun og eðlisávísun eru nýtt til að setja fram upplifun augna- bliksins. Þetta kemur ljóst fram á áhuga Felix Rozen á ólíkum vinnuaðferðum og viðfangsefn- um, frá málverki, teikningu, grafík, höggmyndum til mis- munandi athafna sem síðan eru ljósmyndaðar. Gallerí Langbrók: Sigrid Valtin- gojer opnar sýn- ingu á teikning- um og grafík- myndum Laugardaginn 5. mars opnar Sigrid Valtingojer sýningu í Gall- erí Langbrók á teikningum og grafíkmyndum. Grafíkmyndirnar eru til sölu í möppu og eru þær tileinkaðar Sæmundi Jónssyni, bónda í Selárdal, sem bjó þar fyrir um það bil hálfri öld. Sigrid Valtingojer hefur verið búsett á íslandi síðan 1961. Hún hefur tekið þátt í mörgum hópsýn- ingum, en þessi sýning í Gallerí Langþrók er önnur einkasýning hennar. Ásmundarsalur: Erla B. Axels- dóttir opnar sýningu á laugardaginn Laugardaginn 5. mars opnar Erla B. Axelsdóttir myndlistar- sýningu í Ásmundarsal við Freyjugötu. Á sýningunni eru ein- göngu pastelmyndir, alts tæplega fimmtíu að tölu, og eru þær allar unnar á síöustu tveimur til þrem- ur árum. Erla hefur stundaö nám við Myndlistarskólann undanfarin sex ár, og var aöalkennari hennar Hringur Jóhannesson, listmálari, og jafnframt hefur hún sótt nám- skeið hjá Einari Hákonarsyni, listmálara. Erla hefur haldið eina sýningu á verkum sínum áður. Sýndi hún árið 1975 í sýningarsal að Skipholti 37, og hlaut ágæta dóma. Á sýningunni í Ásmundardal verða 49 myndir og eru þær allar til sölu. í myndum Erlu kennir margra grasa og er myndefnið mjög fjöl- skrúöugt. Hún vinnur í olíu, pastel, klippimyndum og fleiri aðferðum, en sýnir nú eingöngu pastelmynd- ir. Sýning Erlu í Ásmundarsal stendur frá 5.—13. mars og veröur opin virka daga frá kl. 16—22, en frá kl. 14—22 um helgar. Kjarvalsstaðir: Helgi Gíslason sýnir skúlptúr Góö aösókn hefur veriö á skúlptúrsýningu Helga Gíslasonar, sem opnuö var á Kjarvalsstööum sl. laugardag. Nokkur verkanna hafa þegar selst. Sýningin er í vesturgangi og hluta kaffistofu. Sýningin er opin dagléga frá klukk- an 14 til 22, en lýkur 6. mars. Listmunahúsið: Margrét Guðmundsdóttir sýnir 70 myndverk í Listmunahúsinu, Lækjargötu 2, stendur yfir sýning Margrétar Guö- mundsdóttur á 70 myndverkum. Flest eru verkin unnin með oliu á striga og pappír, en einnig temp- era á striga og nokkur mómó- þrykk. Sýning Margrétar stendur til 13. mars og er opin virka daga frá 10—18, en um helgar frá 14—18. Lokað mánudaga. Broadway: Hársnyrtisýning á sunnudaginn Sunnudaginn 6. mars veröur hársnyrtisýning á Broadway. Sýn- ingin er á vegum Sambands hár- greiðslu- og hárskerameistara og munu koma þar fram á annaö hundrað módel. Sýningar þessar eru haldnar tvisvar á ári og hafa verið mjög vel sóttar. Á sýningunni að þessu sinni mun einnig koma fram leynigestur sem er heimsfrægur, og veröa ekki gerð nánari skil á honum fyrr en á sýningunni. Norræna húsið: Jóhanna Bogadóttir opnar sýningu á málverkum, teikningum og grafík Laugardaginn 5. mars kl. 15 mun Jóhanna Bogadóttir opna sýningu í sýningarsal Norræna hússins á málverkum, teikning- um og grafík. Á sýningunni eru um 70 myndir, sem unnar eru á sl. 3 árum. Jóhanna hefur tekið þátt í mörg- um alþjóðlegum grafiksýningum og haldið margar einkasýningar bæði hér heima og víða erlendis. Hluti af þeirri sýningu, sem verð- ur í Norræna húsinu, var einnig á sýningu í Helsingfors Konsthall og Bergens Kunstförening í fyrra og nú síöastliðiö haust í San Frans- isco (í boði World Print Council). Ýmis söfn hafa keypt verk eftir Jó- hönnu, m.a. Museum of Modern Art í New York. Sýningin í Norræna húsinu stendur til 20. mars og er opin daglega frá kl. 15—22. Rauða húsið á Akureyri: Kristján Steingrímur opnar sýningu á morgun Á morgun, laugardag 5. mars kl. 16, mun Kristján Steingrímur opna sýningu á verkum sínum í Rauöa húsinu. Kristján er Akureyringur sem hefur undanfarin fimm ár numiö og starfað aö myndlist í Reykjavík. Sýning Kristjáns mun standa til laugardagsins 12. mars og verður hún opin sem hér segir: Frá kl. 16—20 á virkum dögum, en um helgar frá kl. 14—22. FUNDIR OG MANN- FAGNAÐIR Fjölskylduhátíð í Lauga- lækjarskóla í kvöld, föstudaginn 4. mars, heldur Foreldra- og kennarafélag Laugalækjarskóla skemmtun fyrir alla fjölskylduna í skólanum. Skemmtunin hefst kl. 20 meö bingói og happdrætti. Vinningar eru bæöi margir og góðir frá fyrir- tækjum og verslunum í hverfinu. Síöan hefst almennur dans, ýmist undir dillandi harmónikku- tónlist eða Ijósum prýddri diskó- músík. Nemendur munu sýna diskódans, en síöan veröa tívolí- leikir, tölvuleikir og kvikmyndasýn- ingar (m.a. veröur kvikmyndin Barðinn sýnd, en þá mynd gerðu nemendur skólans í fyrra og hlaut hún silfurverölaun á norrænni kvikmyndakeppni áhugamanna). Veitingasalan er að sjálfsögöu á sínum stað. Afar, ömmur, pabbar og mömmur! Fyrrverandi, núverandi og veröandi nemendur Laugalækj- arskólans: Hittist, kætist og eflið starf í hverfinu ykkar, því ágóða af skemmtuninni veröur varið til að kaupa myndsegulband til nota í skólanum. KFUM og K: Kynningarfund- ur Kristilegra skólasamtaka Á morgun, laugardaginn 5. mars kl. 20.30, gangast Kristileg skólasamtök fyrir sérstökum kynningarfundi í húsi KFUM og K aö Amtmannsstíg 2b. Efni hans verður fjölbreytt. M.a. verða sam- tökin kynnt, sýndur verður leik- þáttur, sönghópur syngur og reynt veröur að svara spurning- unni „Hver er Jesús?“ Fundur þessi kemur í kjölfar kynningar á samtökunum í nokkrum grunnskólum á Stór- Reykjavíkursvæöinu. KSS eru kristileg samtök, sem starfa innan þjóðkirkjunnar. Markmið þeirra er að safna sam- an ungu fólki sem vill trúa á Jes- úm Krist. Einkunnarorð þeirra eru: „Æskan fyrir Krist“. Félagar eru um 300 og eru á aldrinum 13—20 ára. Heimsóknunum í skólana var mjög vel tekið. Þeir sem hafa áhuga á aö kynnast samtökunum nánar, ættu því aö mæta á kynn- ingarfundinn á morgun. Ungmennafélag Biskupstungna: Miðsvetrarvöku lýkur á laugardag Síðasta kvöldskemmtunin í miösvetrarvöku Ungmennafélags Biskupstungna verður í Aratungu á morgun, laugardag 5. mars, og hefst kl. 21. Ýmislegt verður gert mönnum til skemmtunar. Séra Hjálmar Jónsson fer með gaman- mál, sungiö verður undir stjórn Guðmundar Gíslasonar og endur- sýndur leikþáttur úr íslensku verki. Kaffiveitingar. Þetta kvöld er sér- staklega helgað 75 ára afmæli Ungmennafélags Biskupstungna. Norræna húsið: Framhald á bókakynningu norrænu sendi- kennaranna Framhald á bókakynningu nor- rænu sendikennaranna verður í Norræna húsinu laugardaginn 5. mars, og þá kynna norski sendi- kennarinn TOR ULSET og finnski sendikennarinn HELENA PORK- OLA bækur, sem út hafa komið í heimalöndum þeirra áriö 1982. Ennfremur verður NORRÆNA BÓKMENNTAÁRIÐ kynnt, en það hefst á miðju þessu ári og stendur fram á mitt næsta ár. Þetta bók- menntaár er liöur i viöleitni ýmissa norrænna samstarfsaöila undir forystu norrænu félaganna til aö kynna bókmenntir norðurlanda-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.