Morgunblaðið - 17.04.1983, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 17.04.1983, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. APRÍL 1983 73 ein, eða smávatn nokkuð frá Úlfsvatni, þar sem alltaf voru álftir. Margir girntust fugla þessa, en þeir voru varir um sig svo af bar. Þegar menn nálguðust, sáu þeir jafnan, að ein álft var á verði á góðum stað meðan hinar bitu. Varðálftin gerði svo félögum sín- um viðvart og þær þustu út á vatnið áður en voðinn var vís. Það var reynt að laumast að þeim í þoku og það var reynt að snara þær á sundi, en allt kom fyrir ekki. Svo var bóndi nokkur sem sigaði seppa sínum út í vatnið á eftir álftunum. Það var grimmur hund- ur og lét ekki segja sér tvisvar að synda uppi álftirnar. En álftirnar léku ferfætlinginn grátt. Þær syntu hinar rólegustu fram og til baka, létu seppa elta sig ótal hringi og er hundurinn var farinn að þreytast á sundinu, sneru tvær álftir skyndilega að honum, bitu í hnakkadrambið á honum og færðu á kaf. Þær héldu hundinum furðu lengi í kafi, en drekktu honum þó ekki. Er þær slepptu honum loks, átti hann rétt krafta eftir til að komast að landi. Hann var svo gersamlega ófáanlegur til að leggja í annan eltingaleik, hvernig sem reynt var að siga honum. Svona lét hann ekki fara með sig. Álftir „kallaöar niður“ Það var gömul þjóðtrú að hægt væri að „kalla niður" ungar álftir, nýfleygar. Víða er þess getið en yfirleitt bætt við að engum hafi það tekist þrátt fyrir margar til- raunir og virðingarverðar. Sem fyrr er getið þóttu álftirnar ungu prýðismatur. Þá reyndu menn að æpa og öskra hvellt og hátt er fuglarnir flugu skammt frá þeim. Álftirnar áttu að hrökkva svo við að þær misstu flugið. Er sagt að ýmsir hafi jafnvel orðið að at- hlægi við að reyna þetta. Grh. þekkti þó mann einn, mætan mann, sem fullyrti að hann hefði náð álftum með þessum hætti oftar en einu sinni. Þetta var Ein- ar heitinn Kristleifsson á Runnum í Reykholtsdal. Orð hans nægði Nokkurra daga gamlir álftarungar eru fádæma falleg lítil skinn. sem staðfesting að hann hefði leikið þetta. Reyndar átti sam- kvæmt þjóðtrúnni að vera ógæfu- verk að deyða álftir í sárum, en fyrr á öldum varð stundum að storka trúnni, neyðin var stundum slík. Til eru furðulegar sögur um álftina eins og marga fugla og dýr. Ein slík er í fyrrnefndri bók, Daggardropum. Og enn kemur endursögn. Sýnir í þokunni Bóndi nokkur var að gæta að fé sínu að vorlagi. Hann vissi af álft- arhreiðri á vatnsbakka eigi all- fjarri og datt honum í hug að gaman myndi vera að bragða á álftareggi. Hann lagði því af stað til vatnsins og hugðist ræna eggj- um. Varpstaðurinn var forn, álftir höfðu orpið þar árum saman og dyngjan var orðin furðu há. Ekki hafði bóndi iengi gengið, er niða- þoka skall á, og svo dimm var hún að bóndi fana fljótt að hann var villtur. Þótti honum það með ólík- indum, svo vel þekkti hann um- hverfið. En það fór ekki milli mála, og kom hann að kennileiti er færði honum sönnur á að hann hafði gengið í hring, en þrátt fyrir að hann tæki mið af kennileitinu, kom hann brátt að því aftur. Þeg- ar þetta hafði gengið um hríð, ákvað bóndi að best væri að hann tæki því rólega meðan þokan hefði völdin og bjóst til að hreiðra um sig. Hann sópaði að sér mosa og bjó sér til bæli, en er hann var að breiða mosann yfir sig kom til hans maður. Sá sagðist vera með tjald á næstu grösum og bauð hann bónda að sitja þar af sér þokuna. Bóndi spurði komumann nafns og kvaðst hann heita Svanur og kona sín, Svanfríður væri í tjald- inu með sér. „Og er tjaldið mitt hér rétt hjá,“ sagði hann við bónda. Brátt komu þeir að tjald- inu, litlu vaðmálstjaldi, en í einu horninu var barnsvagga gerð úr tágum og sefi. Svanfríður sat við vögguna og lét vel að íbúa hennar. Þarna fór vel um bónda, hann hvíldist og þáði veitingar, þ.á m. þann besta drykk sem hann hafði á ævi sinni bragðað. Eitthvað ræddu þeir saman, en bóndi for- vitnaðist lítið um Svan, eða að Svanur sagði lítið. En brátt sveif svefnhöfgi á bónda, ekki sist vegna áhrifa drykksins góða. Þau lögðust fljótlega til svefns og ekki vissi bóndi hversu lengi hann svaf. En hann vaknaði við að Svanur stóð yfir honum og sagði við hann, að ein af ánum hans ætti í erfiðleikum með burð á tiltekn- um stað. Hann hafði heyrt það á krunki hrafnanna sem bjuggu í svokölluðu Grákollugili. „Þú verð- ur að flýta þér ef þú átt að geta bjargað lömbunum. Hún er í mó- anum suður af Hádegiskletti." Bóndi spratt á fætur, kvaddi hjón- in og þakkaði fyrir sig. Síðan sté hann út úr tjaldinu. Enn var mikil þoka, en ekki ná- lægt því eins dimm og verið hafði, auk þess sem auðsætt var að henni myndi senn létta. Þegar hann nálgaðist móann sem Svanur hafði bent honum á, sá hann tvo hrafna skoppandi á milli þúfna og þar fann hann kindina. Hún átti bágt, var með tveimur og bæði litlu höfuðin stóðu föst í raufinni. Bónda tókst að bjarga lömbunum tveimur sem komu bæði heil í heiminn. Bóndi sat yfir lömbunum meðan þau voru að þorna og kom- ast á spena, en meðan hann beið, varð hann þess áskynja að hann hafði einhvers staðar týnt vasa- hníf sínum. Síðar fann hann hníf- inn við álftarhreiðrið á vatns- bakkanum. Lagði bóndi þessi eftir þetta blátt bann við að álftir væru ónáðaðar á einn eða annan hátt á sinni landareign. Svanasöngur Svanasöngur er svolítið ein- kennilegt fyrirbæri, einkum fyrir þær sakir, að varla er um söng að ræða. Menn sem ekki kunna að meta sönginn kalla hann garg og í návígi, kannski nærri varpstað, er kannski ekki ýkja mikil fegurð yf- ir hljóðum þeim er álftin gefur frá sér. En í réttu umhverfi, við réttar kringumstæður, er fátt fegurra en svanasöngur. Varla nokkur verður ósnortinn af angurværu og trega- blöndum söng þessa mikla fugls á kyrru sumar- eða vorkvöldi. Björn J. Blöndal lýsir þessu fyrirbæri einkar fallega í bók sinni Vina- fundir, en í þeirri bók ritar Björn um vini sína, fuglana, selina, lax- inn, silungana og öll hin dýrin. Hann segir: — Álftin er einn tilkomumesti fugl sem land okkar á. Og enginn sem hefur hlustað á hljóðu kveldi á svanasöng úr fjarlægð, mun gleyma þeim söng. Yfir honum er heiðríkja hins norræna himins, og þar hljóma strengir ásta, fegurðar og harma. Sagt er, að svanir syngi fegurst, þegar dauðinn er nálægur, og má vel vera rétt. Komið inn til lendingar. Úsýn spyr um sumarleyfiö: Alexander Ólafsson / Hrafnhildur Ólafsdóttir og Ellert, Margrét og Kolbrún, Reykjavík: „Við erum öll mjög ánægð með ferðina, enda ekki hægt annað. Fararstjórnin var frábær, svo og allur aðbúnaður. Við sáum margt á þessum 12 dögum á Spáni. Við fórum meðal annars á nautaat og sáum þar einn frægasta nautabana Spán- ar. Tivolíið í Torremolinos er mjög gott og það er óborganleg skemmtun fyrir börn og fullorðna að koma þangað. Margt annaö verður okkur ógleymanlegt úr þessari ferð, og á það bæöi við um landiö sjálft og feröafélagana okkar frá islandi." Tryggöu þér öruggt sól- skin í sumarparadís í sumarleyfinu og pant- aðu réttu feröina tím- anlega. Austurstræti 17, Reykjavík s: 26611 Feróaskrifstofan Hvernig líkaði þér dvölin á Costa Del Sol um páskana? Þorsteinn Þorvaldsson og Elín Hannesdóttir, Akranesi: „Við vorum bæði í Marbella og Torremolinos og báðir þessir staðir hafa upp á allt að bjóða. Marbella er eins og að vera uppi í sveit, þar er svo rólegt og fallegt, og í Torremolinos er allt iðandi í fjöri. Hótelin sem við vorum á voru mjög góð, og golfvellirnir sem við lékum á í ferðinni voru hver öðrum fallegri. Þetta var í alla staði yndisleg ferð og ógleymanleg." Smári Vilhjálmsson og Guöfinna Pétursdóttir, Kópavogi: „Þetta var frábær ferð í alla staði, og þjónustan og öll fyrir- greiðsla hjá Útsýn stóðst hundraö prósent og vel þaö. Úrvalið af mat, skemmtistöðum og öllu því sem upp á var boðiö, kom okkur mjög á óvart. Við áttum ekki von á þessu svona góðu. Veðrið skemmdi heldur ekki fyrir, en það var sól og mátulegur hiti upp á hvern dag aila ferðina út í gegn." Salome Eggertsdóttir og Eggert Eggertsson, Reykjavík: „Það var ofsalega gaman í þessari ferö. Veröið var svo gott og það er svo gaman að vera (Torremolinos. Við fórum í ferðir sem Útsýn bauð upp á og þótti mest til Afríkuferöarinnar koma. Það var svo margt að sjá þar og ólíkt öllu þvi sem viö eigum að venjast. Það var líka gaman í Tívolí eins og raunar öllu í þessari frábæru ferð.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.