Morgunblaðið - 17.04.1983, Blaðsíða 15
63
ur mikil bindi, en Indriði vinnur
nú að því að búa önnur handrit sín
undir útgáfu. Sérþekking hans á
þingeyskum ættum er einstök, en
þekking hans nær langt út fyrir
sveitir Þingeyjarsýslu, það þekkja
samverkamenn hans, sem notið
hafa haldgóðrar aðstoðar hans,
enda hefur Indriði unnið sér sess
sem einn af traustutu og færustu
ættfræðingum sem ísland hefur
alið. í ljósi þess, að ættfræðin var
um áratuga skeið aðeins aukageta
Indriða má furðu sæta hver
árangur hans er í greininni, en
ljóst er að vinnudagurinn hefur
löngum verið langur. Síðustu árin
hefur Indriði þó alfarið getað
helgað sig greininni og unnið öt-
ullega við frágang á sínu mikla
heimildasafni til útgáfu. Mér hef-
ur verið það einstakt ánægjuefni
að kynnast og vinna með fræði-
manninum frá Fjalli, og það er
von mín að geta sem lengst fylgst
með störfum þessa vandaða og öt-
ula fræðimanns.
Hin síðari ár hefur Indriði notið
góðrar aðstoðar Sólveigar konu
sinnar, enda fara þar saman sér-
staklega samheldin hjón. Þau eiga
þrjú uppkomin börn, Indriða,
Ljótunni og Sólveigu.
Ég óska Indriða allra heilla í
framtíðinni og þakka gott sam-
starf og ánægjuleg kynni.
Þorsteinn Jónsson
Danuta
Walesa
yfirheyrð
(idan.sk, 14. apríl. AP.
DANUTA Walesa, eiginkona Lech
Walesa, leiðtoga pólsku verkalýðs-
samtakanna Samstöðu, fór til aðal-
stöðva lögreglunnar í Gdansk í dag í
fylgd með manni sínum, sem var yf-
irheyrður í gær um fundi, er hann
var sagður hafa átt um síðustu helgi
með verkalýðsforingjum, sem farið
hafa huldu höfði vegna ofsókna yfír-
valda. „Ég sagði Danutu að neita að
svara nokkrum spurningum," sagði
Walesa við vestræna fréttamenn,
rétt áður en hann og kona hans
héldu á lögreglustöðina.
„Ég neitaði að svara þeim sjálf-
ur um það, hvar ég hefði verið og
hvað ég hefði verið að gera,„ sagði
Walesa, sem sýnilega hafði tekið
nærri sér þá ákvörðun lögreglunn-
ar að yfirheyra konu hans. í
kvaðningunni til Danutu Walesa
um að mæta á lögreglustöðina var
sagt, að hún skyldi yfirheyrð sem
„vitni", en að öðru leyti var ekkert
sagt, um hvað hún yrði spurð.
Walesa sagði ennfremur, að
þegar lögreglan „tjáði mér, að ég
hefði tengsl við glæpsamlega aðila
(neðanjarðarhreyfingu Sam-
stöðu), þá var svar mitt það, að ég
væri frjáls maður og það þýddi, að
mér væri frjálst að hitta hverja
þá, sem mér sýndist".
Yfirheyrslurnar yfir Danutu í
dag stóðu yfir í 2 og Vi klukku-
stund, en að þeim loknum kvaðst
hún hafa neitað að svara spurn-
ingum lögreglunnar.
Ný stjórn
kosin í
Félagi
gullsmiða
LAUGARDAGINN 19. mars síðast-
liðinn var haldinn aðalfundur í Fé-
lagi íslenskra gullsmiða í Þingholti,
Hótel Holti.
Á fundinum var kosin ný stjórn
þar sem gamla stjórnin gaf ekki
kost á sér til endurkjörs.
í stjórn voru kosnir: Leifur
Jónsson, formaður, Jón Snorri
Sigurðsson, ritari, Hilmar Ein-
arsson, gjaldkeri, Ásdis Thor-
oddsen og Ólafur G. Jósepsson
meðstjórnendur. Á fundinum voru
einnig samþykkt ný lög fyrir fé-
lagið, og þau færð meira til nú-
tímalegra horfs.
_____ (R)
CfflJ PDN3) TYPAR nýlousnógömlumvanda
TYPAR sfudúkur frá Du Pont er níðsterkur
jarðvegsdúkur ofinn úr polypropylene.
_ Hann er létturog mjög meðfærilegur.
(5) #
TYPAR síudukur leysir alls konar jarðvatns-
vandamál.
®
TYPAR er notaður í ríkum mæli í stærri verk-
um svo sem í vegagerð, hafnargerð og
@stíflugerð.
TYPAR síudúkur er ódýr lausn á jarðvatns-
vandamálum við ræsalagnir við hús-
byggingar, lóðaframkvæmdir, íþrótta-
^svæði o.s.t'rv.
TYPAR síudúkur dregur úr kos.tnaði við jarð-
vegsskipti og gerir þau jafnvel óþörf
og stuðlar aó því, að annars ónýtan-
legan jarðveg megi nota. Dúkurinn
kemur sérstaklega vel að notum í
ódýrri vegagerð, hann dregur úr aur-
bleytu I vegum þar sem dúkurinn að-
skilur malarbúrðarlagið og vatnsmett-
að moldar- eða leirblandaðan jarðveg.
Notkun dúksins dregur úr kostnaöi
við vegi, ,,sem ekkert mega kosta”, en
leggja verður, svo sem að sveitabýl-
@um, sumarbústöðum o.s.frv.
TYPAR er fáanlegur í mörgum geróum, sem
hver hentar til sinna ákveðnu nota.
TYPAR®
skrásett vörumerki Du Pont
Síðumúla32 Sími 38000
VIDEO VHS
Aðeins 5000,- út!
og eftirstöðvar á 9 —12 mán.
VC-8300
Kr. 1 I2.90C ».-
VC-7700
Kr. i I3.90C
VC-2300
VC ,P10
Kr. 37.800.-
Upptökuvél
kr 21.560
HLJOM6ÆR -
HLJOM'HEIMIUS'SKRIFSTOFUTÆKl sJjJ^fgg0"1"0 103
ÚTSÖLUSTAÐIR: Portiö. Akranesi — KF Borgf Borgarnesi —
Verls Inga. Hellissandi — Patróna. Patreksfirði — Sería, Isafirði —
Sig Pálmason, Hvammstanga — Alfhóll. Siglufiröi — Cesar. Akureyri -
Radióver. Húsavík — Paloma. Vopnafirði — Ennco. Neskaupsstað —
Stálbuöin. Seyöisfirði — Skógar. Egilsstööum — Djúpið. Djúpavogi —
Hornbær. Hornafiröi — KF Rang Hvolsvelli — MM. Selfossi —
Eyjabær. Vestmannaeyjum — Rafeindavirkinn, Grindavík —
Fataval. Keflavik