Morgunblaðið - 17.04.1983, Side 47

Morgunblaðið - 17.04.1983, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. APRÍL 1983 95 Max Merkel, einn þekktasti knattspyrnuþjilfari f Þýskalandi og um leið sá umdeildasti. „Leikmennirnir eru númer eitt — leikkerfið númer tvö,“ segir Emst Happel, Austurríkismaðurinn snjalli, sem nú er við stjórnvölinn hjá Hamburger. Hér er hann með Franz Beckenbauer og Jimmy Hartwig á æfíngu. Happel var um tíma þjálfari Ásgeirs Sigurvinssonar hjá Standard Liege í Belgíu. ópuliða," var ein af mörgum at- hugasemdum hans. Vestur-þýski þjálfaraskólinn þykir einn sá besti í heimi, en þrátt fyrir það verður ekki litið framhjá þeirri staðreynd að þrjú bestu knattspyrnuliðin í 1. deild- inni síðasta keppnistímabil, hafa erlenda þjálfara: Austurrík- ismanninn Ernst Happel hjá Hamburger SV, Hollendinginn Rinus Michels hjá FC Köln og Ungverjann Pal Csernai hjá Bay- ern Munchen og liðið sem varð númer 6 í úrslitakeppninni, Bor- ussia Dortmund hafði júgóslavn- eska þjálfarann Branko Zebec. Enda varpaði Max Merkel fram spurningunum: „Hvað er það sem þýskir þjálfarar gera rangt? Hvers vegna sækja stærstu félög- in í deildinni þjálfara sína til ann- arra landa? Og hvers vegna hringja svo margir forráðamenn félaga í mig og sárbiðja mig um að þjálfa leikmenn sína?“ Merkel bið- ur ekki um svar því það hefur hann sjálfur á reiðum höndum: „Það er ekki prófdómari þjálfara- skólans sem ákvarðar hæfileika þjálfarans. Ernst Happel hefur aldrei farið í þjálfaraskóla, en hann býr yfir þeim kostum sem margir mættu öfunda hann af; hann ber gott skynbragð á knattspyrnu. Hann lætur eðlis- ávísun sína ráða ferðinni." Happel — og fræðimaðurinn Ernst Happel ber þó meiri virð- ingu fyrir fræðimönnum knatt- spyrnunnar en landi hans, en gef- um Happel orðið: „Menn þurfa að hafa næmt auga fyrir knattspyrnu til þess að verða góðir þjálfarar, það lærist ekki. Þjálfari verður að skilja að leikmennirnir eru númer eitt, leikkerfið númer tvö og hann verður að njóta virðingar leik- mannanna. An virðingar þeirra nær þjálfari aldrei langt með lið sitt.“ Karl-Heinz Heddergott er einn af prófdómurunum sem Max Merkel vitnaði í hér að framan, fræðimaður, sem í 13 ár kenndi verðandi knattspyrnuþjálfurum. Sumarið 1980 freistaði hann gæf- unnar sem knattspyrnuþjálfari í 1. deildinni hjá FC Köln — hann var rekinn eftir nokkurra mánaða starf. Bók hans um knattspyrnuna og háfleygar kenningar hans voru Jörg Berger, einn af erlendu knattspyrnuþjálfurunum í V-Þýskalandi, óskar Thomas Allofs til hamingju med mark hans gegn Hamborg SV er Fortuna Diisseldorf gerði jafntefli við Hamborg, 3—3. ekki FC Köln-mönnum að skapi — enda skildu þeir þær ekki! Á fyrsta starfsdegi sínum sem þjálfari lét Heddergott leikmenn- ina raða sér upp í hring og bað þá að haldast í hendur. „Fyrst skul- um við læra að hrópa þrefalt húrra saman,“ sagði hann. Því neituðu leikmennirnir og þar með myndaðist óbrúanleg gjá milli þeirra og þjálfarans. Seinna sama ár fór Heddergott til Skotlands til að annast þjálfun unglingaliðs og mun á þessu ári halda til Banda- ríkjanna til að hafa yfirumsjón með þjálfarakennslu þar. Eitt sinn sagði Heddergott: „Merkel myndi aldrei hafa staðist þjálfarapróf hjá mér.“ Því svaraði Merkel: „Það eru mikilvægari at- riði í knattspyrnunni heldur en það að þekkja sambandið milli rauðra og hvítra blóðkorna." Allir miður sín á bekknura. Þessi mynd var tekin í leik Bayer Leverkusen og Duisburg í Bundesligunni. Fred Bockholt, aðstoðarframkvæmdastjóri Lever- kusen kreppir hnefana af bræði og nuddari liðsins, Dieter Trzolek, slær saman höndum. Ástæðan var sú að gott marktækifæri fór forgörðum. Alag og áfengi Eins og af ofangreindu má sjá er það ekki tekið út með sitjandi sældinni að gegna þjálfarastarfi, sem er krefjandi hvort heldur er í þýsku 1. deildinni eða einhverri annarri, enda eiga margir við taugaveiklun að stríða, sem oft hefur í för með sér magasár og hjartabilun. Áður en þeir leita sér lækninga við heilsubresti sínum reyna þeir að drekkja áhyggjum sinum með aðstoð áfengisins. Branko Zebec (sem hefur hlotið viðurnefnið „Fernet-Branko") hef- ur oftar en einu sinni verið að því kominn að kikna undan álaginu. Þegar Hamburger SV átti að leika í Dortmund vorið 1980, gegn Bor- ussia, missti Zebec af rútunni sem keyrði liið. „Hann hefur áreiðan- lega fengið sér of marga í gær- kvöldi," sögðu leikmennirnir sín á milli. Zebec, sem hafði sofið yfir sig, tók sér bíl á leigu og var stöðv- aður af lögreglunni á leiðinni. Áfengismagn í blóði hans reyndist 3,25 prómill, og var hann að sjálf- sögðu sviptur ökuskírteini sínu. Eftir blóðprufutökuna ók lögregl- an Zebec til hótelsins í Dortmund, sem liðið bjó á, og þar hughreysti hann sig með rommi, vodka og konfaki. Þegar leikmennirnir komu til Westphalen-leikvallarins og gengu inn í búningsherbergið, sagði framherjinn Willi Reimann við Zebec: „Gakktu heldur út fyrir og andaðu að þér fersku lofti," — sem Zebec og gerði. Þar svaf hann meðan á leiknum stóð. Gunter Netzer, framkvæmdastjóri félags- ins, hélt hlífiskildi yfir Zebec: „Hann er heimsins besti þjálfari,“ “ sagði hann, en Wolfgang Klein, forseti félagsins var ekki á sömu skoðun. Samt dró það engan dilk á eftir sér að sami hluturinn endur- tók sig í Bochum þegar liðið keppti þar, en Zebec svaf Þyrnirósar- svefni á meðan. Eftir leikinn (svefninn) tók hann koníaksflösk- una fram yfir blaðamenn og fund með þeim. Eftir tapleik Hamburger SV gegn 1860 Múnchen sem lyktaði 4—1 kom Zebec á blaðamanna- fundinn. Þá svo kófdrukkinn að hann mátti vart mæla, enda tók Wolfgang Klein fram fyrir hend- urnar á honum og svaraði spurn- ingum blaðamannanna, en Zebec hélt áfram að væta kverkar sínar á barnum. „Ég held þetta ekki út lengur; ég verð brjálaður," sagði Gúnter Netzer daginn eftir þegar Ham- burger SV sagði þjálfara sínum upp, sem hafði gert félagið að vestur-þýskum meistara árið 1979, árið 1980 varð það í öðru sæti og þegar uppsögnin fór fram á miðju keppnistímabili 1980/1981 var það í fyrsta sæti í deildinni. „Zebec er ekkert einsdæmi hvað þessu viðvíkur," segir Paul Breitn- er, fyrirliðinn í Bayern Múnchen. „Ég þekki marga þjálfara sem halla sér að flöskunni." Max Merkel lýsti tilfelli Zebecs þannig: „Zebec var sigurvegari, þrátt fyrir drykkjuvímur hans, þess vegna vildu Netzer og leik- mennirnir reyna að komast af með hann. Þeir vissu að þeim gæti reynst erfitt að finna svo hæfan þjálfara fyrirvaralaust. 1 knatt- spyrnunni þýðir góðúr árangur aukið fé í kassann; því er drykkju- maður sem sigrar betri en bind- indismaður sem tapar." í hjólastól um fimmtugt Knattspyrnuþjálfari er veikasti hlekkurinn í keðjunni milli stjórn- ar félagsins og leikmannanna; — jafn auðvelt er að reka hann og að ráða — og það, að hann gerir sér grein fyrir því sjálfur, eykur að- eins álagið á honum. Eða eins og Otto Rehhagel, þjálfari hjá Erder Bremen, lýsti starfinu: „Þegar ég verð fimmtugur, verð ég vel stæð- ur maður fjárhagslega — eða í hjólastól á ríkisspítala; þetta starf er einungis fyrir geðveika rnenn." Þrír þjálfarar í 1. deildinni þýsku hafa fengið hjartaáfall: Kurt Baluses lést, en Paul Oswald og Hermann Eppenhoff lifðu það af, án þess þó að gegna þjálfara- störfum eftir það. Fleiri hafa orð- ið fyrir heilsutjóni sem rekja má til starfsins, svo sem Helmut Jo- hannsen, Max Merkel og Otto Knefler, sem þurfti að gangast undir mikinn magauppskurð. Hann sagði eitt sinn: „Tveir þriðju af launum okkar er hrein og bein áhættuþóknun." Herbert Widmayer, sem varð fyrstur fyrir því að verða rekinn sem þjálfari í „Bundesligunni“ ár- ið 1963, bar fram tillögu um eins árs „vopnahlé" árið 1970 sem allir forsetar knattspyrnufélaganna féllust einróma á. Ekki gekk það betur en svo að níu þjálfarar voru reknir frá störfum það árið!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.