Morgunblaðið - 29.04.1983, Page 6

Morgunblaðið - 29.04.1983, Page 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1983 Á G Ú S T PETERSEN „Þér hefur bara alveg tekist að mála sálina í mér“ „Nei, yfirleitt situr fólk ekki fyrir, ekki þá nema stutta stund í eínu. Hvernig ég vinn myndirnar? Ég byrja með því að hafa ákveðna manneskju í huga sem mig langar til að mála. Síðan leita ég að slá- andi svipmóti sem ég get sett upp myndrænt. En ég leita ekki bara að sláandi svipmóti heldur einnig skaphöfn og reyni einnig að gera mér grein fyrir tilfinn- ingum viðkomandi og hvern- ig hugarástandi hann er í og þá jafnframt hvernig hugar- ástandi ég vil vera í... Sjáðu t.d. þessa mynd hérna. Sko, hér er mynd af konu sem er ákaflega skapmikil og jafnframt mjög vel gefin, en hún ber skapið alveg utan á sér. Það má segja, að skapið sé storkið utan á henni, líkt og sagt er um fólk sem er síbrosandi, þá er sagt að það sé með storkið bros, en það er skapið sem er storkið á and- litinu á henni þessari. Mjólk I baövatniö Gott baö og baöherbergi geta veriö ávísun á meiri vellíöan og jafnvel betri Ifkamlega heilsu Það er fátt sem Jafnast á við það að fara í gott bað, hvort sem það er að morgni dags eða að afloknum vinnudegi. Baðið gegnir nefnilega fleiri hlutverkum en að þvo líkamann, það veit- ir ákveðna endurnær- ingu, ef vatnið í baðinu er frekar heitt hefur baðið róandi áhrif, þar sem hitinn lækkar blóðþrýstinginn, kalt vatn eykur hins vegar hringrás blóðsins og veitir aukna orku á stuttum tíma. Idag gera flestir sér grein fyrir mikilvægi þess aö hafa sæmilega rúmgott og vel út- búið baðherbergi, sá tími er iiöinn þegar litið var á baö- aöstööu sem munaö, og ef slík herbergi fyrirfundust í íslenskum húsum fyrir nokkrum áratugum voru þau mörg hver varla stærri en meöalstór klæðaskáþur. En við- horfin hafa breyst og fleirum er fariö aö skiljast aö gott baöher- bergi getur veriö ávísun upp á meiri vellíöan og jafnvel betri lík- amlega heilsu. Baöherbergin hafa þannig bæöi stækkaö og eru betur útbúin en áöur fyrr, þá er einnig meira lagt upp úr ýmsum smáhlut- um sem lífgaö geta upp á baö- herbergiö, svo sem skemmtileg lýsing, innréttingar, góöir skápar, blóm, myndir o.fl. Sum rúmbestu baöherbergin eru þau sem áöur voru svefnherbergi, eru jafnvel meö svölum, björt og rúmgóö, meö stórum gluggum og ekki spill- ir að hafa gott útsýni. Almenníngsböð og önnur böð En þaö var ekki bara á islandi sem þrifnaöi var ábótavant hér áö- ur fyrr. Þegar blaöaö er í gegnum sökubækur sem lýsa daglegu lífi fólks, kemur fljótlega í Ijós að flær, lýs og alls kyns skordýr herjuðu jafnt á menn hér á landi sem í London eöa París, svo einhverjir staöir séu nefndir og geröu þessir óvelkomnu gestir engan greinar- mun á ríkum og fátækum. Á miööldum baöaöi fólk sig gjarnan í trébölum heima hjá sér, eða sótti almenningsböö, en þau viröast hafa veriö víöa á þeim tíma, en þar baöaöi fólk sig nakið, konur jafnt sem karlar. Sagt er, aö t.d. i Frankfurt hafi verið 39 almenn- ingsböö áriö 1387, en þeim hafi síöan fækkaö niöur í 9 áriö 1530. Almenningsbööin hurfu síöan smám saman af sjónarsviöinu á 16. öldinni, ekki er vitaö meö vissu hvers vegna þaö varö, en líkur eru á því aö þau hafi lagst niður vegna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.