Morgunblaðið - 29.04.1983, Side 10

Morgunblaðið - 29.04.1983, Side 10
HVAÐ ER A8 GERAST MIH HEL6INA? 42 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1983 Svölurnar með happdrætti og tískusýningu á Hótel Sögu Eins og undanfarin ár gengst fé- lagið Svölurnar fyrir kaffisölu ásamt skyndihappdrætti og tísku- sýningu í Súlnasal Hótel Sögu í dag, sunnudaginn 1. maí. Félagið, sem er á níunda starfs- ári, hefur í vetur gefið tvö tæki til sjúkrahúsa og veitt 5 náms- og ferðastyrki til sérkennara. Á sl. hausti greiddu Svölurnar í félagi við Flugleiðir, fargjöld talkennaranna Lars Nygaard og Marianne Bjerregaard. Þau héldu hér námskeið í nýrri að- ferð við málkennslu þroska- heftra, er nefnist „Tákn með tali". Þetta námskeið sóttu 66 kennarar víðs vegar að af land- inu, sem síðan hafa notað þessa nýju kennsluaðferð með góðum árangri. Fjáröflunarleiðir félagsins eru aðallega tvær. Sala jólakorta og kaffisala ásamt happdrætti 1. maí. Allt starf við fjáröflun vinna félagskonur í sjálfboða- vinnu. Happdrættisvinningar eru fengnir hjá vinum og vel- unnurum. Svölurnar senda hlýjar kveðj- ur og þakkir öllum þeim fyrir- tækjum og einstaklingum sem hafa stutt félagið með rausnar- legum gjöfum til happdrættisins 1. maí. Sérstakar þakkir eru sendar Árna Egilssyni, hljóm- listarmanni, fyrir höfðinglegt framlag. Súlnasalurinn verður opnaður kl. 14.00 en tískusýningar verða kl. 14.30 og 15.30. KVIKMYNDIR MÍR-salurinn: Spartakus- ballettinn Nk. sunnudag, 1. maí, kl. 16, veröur „Spartakus", hin frssga ballettmynd við tónlist Arams Khatsatúrjans sýnd í MÍR-saln- um, Lindargötu 48. Kvikmyndin er gerð undir stjórn Vadíms Derbenév og Júrí Grigoro- vits, aðalballettmeistara Bolsoj- leikhússins í Moskvu. Dansarar og hljómsveit leikhússins flytja ball- ettinn, en með aðalhlutverkin fara Vladimír Vasilíév, Natalja Bessm- ertnova, Maris Liepa og Nína Tim- ofeéva. Aögangur aö MÍR-salnum er ókeypis og öllum heimill. TONLIST Félagsheímili Seltjarnarness: Lúörasveitar- tónleikar á laugardaginn Laugardaginn 30. apríl heldur Lúörasveit Tónlistarskólans é Seltjarnarnesi tónleika í Félags- heimili Seltjarnarness. Tónleikarnir hefjast kl. 15 og er aögangur ókeypis. Eftir tónleikana verður kökubasar til ágóöa fyrir hljómsveitina, sem hyggur á ferð til Vestmannaeyja á landsmót skóla- hljómsveita í lok maí. Um 35 hljóðfæraleikarar eru í lúörasveit- inni. Stjórnandi er Skarphéðinn H. Einarsson. Menningarmiðstöðin við Gerðuberg: Blásarakvintett Reykjavíkur blæs í kvöld Föstudaginn 29. apríl kl. 20.30 mun Blásarakvintett Reykjavíkur halda tónleika í menningarmió- stöðinni við Gerðuberg. Á efnisskrá eru verk eftir Moz- art, Tjækovski, Malcolm Arnold og fleiri. Kvintettinn skipa þeir Bern- hard Wilkinson, Daöi Kolbeinsson, Einar Jóhannesson, Joseph Ognebene og Hafsteinn Guö- mundsson. Blásarakvintettinn var stofnaður fyrir tveimur árum og hafa þeir félagar haldið tónleika í Reykjavík og út á landsbyggðinni viö góöar undirtektir. Kjarvalsstaðir: Gítartónleikar á morgun Nk. laugardag, 30. apríl, þreytir Erik Mogensen, gítarleikari, loka- prófstónleika sína frá Tónskóla Sigurveins D. Kristinssonar. Erik Mogensen hóf gítarnám við Tónskóla Sigurveins, undir hand- leiöslu Gunnars H. Jónssonar, árið 1974. Veturna 1979—1982 dvaldi hann á Spáni og nam við Tónlist- arháskólana í Malaga og Alicante. i vetur hefur Erik á ný stundaö nám við Tónskólann. Kennari hans hefur veriö Arnaldur Arnarson. Á tónleikunum mun Erik flytja verk eftir Navaez, Bach, Ponce, Berkel- ey og Torroba. Tónleikarnir veröa aö Kjarvalsstöðum og hefjast kl. 18. Allir eru velkomnir. íslenska Óperan: Míkadó á sunnudagskvöld Ein sýning verður hjá íslensku Óperunni um helgina á gamanóp- erunni MÍKADÓ eftir Gilbert og Sullivan, þ.e. sunnudagskvöldið 1. maí kl. 20. Míkadóinn var frumsýndur í Savoy-leikhúsinu 14. mars árið 1885. Sýningar uröu þá 672. Og enn i dag er óperan sýnd reglulega í Lundúnum og víöar. FERDALÖG Ferðafélag íslands: Gengiö á Akrafjall Sunnudaginn 1. maí verður skíöagönguferð kl. 11 f.h. Gengið verður frá Bláfjöllum um Lönguhlíð að Kleifarvatni. Þetta er ekki erfiö leiö en gangan tekur um 4 klukku- stundir. Kl. 10 er lagt upp í tvær ferðir. Gönguferð á Akrafjall (602 m), geng- iö er frá Stóru-Fellsöxi um aflíöandi brekku, en þegar upp er komiö er fjalliö slétt aó ofan. Þetta er þægileg gönguferð og gott útsýni af Akra- fjalli. Kl. 10 er líka boöiö upp á ök- uferð í kringum Akrafjall og rifjaö upp sitthvaö úr sögu og staöháttum. Akstur aö Stóru-Fellsöxl tekur rúm- lega 1'/? klst. og er því nauösynlegt aö byrja daginn snemma. Útivist: Kræklingaferö og Esjuganga Á sunnudaginn, 1. maí, veröa tvær dagsferðir í boöi hjá Ferða- félaginu Útivist. Kl. 10.30 er ætl- unin að ganga yfir Esju. Veröur gengið bæði á Hátind (909 m) og Skálatind Esjunnar. Aö sjálfsögöu þarf aö vera vel skóaöur og nestaöur því feröin tekur allan daginn. Kl. 13 veröur kræklingaferö í boöi. Fariö verður aö Maríuhöfn og Búöasandi i Hvalfiröi. í Maríuhöfn var einn stærsti kaupstaöur á Islandi á 15. öld. Um næstu helgi, 6.—8. maí, veröur helgarferöin Ljósufjöll — Löngufjörur. Ljósufjöll eru hæstu fjöll á Snæfellsnesi utan Jökulsins og Löngufjörur ein skemmtilegasta strandlengja landsins. I þeirri ferö veröur margt fleira skoðaö t.d. Gullborgarhellar og Rauöamels- ölkelda. Brottför í dagsferöirnar er frá BSÍ, bensínsölu, og þarf ekki aö panta far fyrirfram. í helgarferö- ina þarf aö taka farmiöa á skrif- stofunni, Lækjargötu 6a. SÝNINGAR Kjarvalsstaðir: Sýningu Vilhjálms Bergssonar aö Ijúka Sýningu Vilhjálms Bergssonar sem veriö hefur á Kjarvalsstöðum undanfariö lýkur um helgina. Vil- hjálmur sýnir 65 olíumálverk í Vestursal. Sýningunni lýkur á sunnudagskvöldiö kl. 22. Listmunahúsið: Mannamyndir Ágústs Petersen Nú fer í hönd síöasta sýningar- helgi á manna- og portretmyndum Ágústs Petersen í Listmunahúsinu, Lækjargötu 2. Sýningin er opin um helgina frá 14 til 18. Nýlistaaafnið: Brynhildur Þorgeirsdóttir sýnir skúlptúr Föstudaginn 29. aprfl kl. 20 opnar Brynhildur Þorgeirsdóttir sýningu á skúlptúrum í Nýlista- safninu, Vatnsstíg 3b. Verkin á sýningunni eru unnin úr mótuðu gleri, steinsteypu og járni. Brynhildur lauk námi í glergerö viö California College of Arts and Crafts, Oakland, síöastliöiö haust. Verk þessi eru unnin á síöastliönu ári. Sýningin er opin alla daga frá kl. 16—22 og lýkur 8. maí. Þess má geta aö í Gallery Langbrók, Amt- mannsstig 1, stendur nú yfir sýning á eldri verkum Brynhildar, sem eingöngu eru unnin úr gleri. Austurbæjarbió: Ungir nemend ur Tónmennta- skólans leika Laugardaginn 30. aprfl kl. 2 e.h. mun Tónmenntaskóli Keykjavíkur halda tónleika í Austurhæjarbíói. Á þessum tónleikum koma einkum fram yngri nemendur skólans með einleik og samspilsatriði á ýmis hljóðfæri. Auk þess verður hópatriði úr forskóladeild. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.