Morgunblaðið - 29.04.1983, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.04.1983, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1983 43 Skruggubúð: Vatnslitamyndir eftir Þorstein Hannesson Laugardaginn 30. apríl opnar sýning á málverkum og vatnslita- myndum eftir Þorstein Hann- esson, í Skruggubúö, Suöurgötu 3a, kl. 15. Þorsteinn Hannesson er fæddur 18. júní 1906, aö Grunnasundnesi v/Stykkishólm. Hann hefur ekki sýnt verk sín síöan 1962, en þá sýndi hann í Ásmundarsal. Þor- steinn læröi teikningu og litameð- ferö hjá Birni Björnssyni, Brynjólfi Þóröarsyni, Ríkharöi Jónssyni og Ásmundi Jónssyni. Einnig var hann í Kaupmannahöfn eitt ár. Síöan hefur hann unnið aö málverkum meira og minna í 50 ár og hafa margir eignast myndir eftir hann, bæöi hér heima og erlendis. Sýningin er opin kl. 17—21 á virkum dögum, en kl. 15—21 um helgar og stendur til 15. maí. Öll verkin á sýningunni eru til sölu. Handmenntaskólinn: Sýningin íslensk hvolfþök 1973—1983 Á morgun kl. 14 opnar i Hand- menntaskóla islands sýningin is- lensk hvolfþök 1973—1983. Einar Þorsteinn hönnuöur stend- ur fyrir sýningunni. Gefiö hefur ver- iö út rit meö samnefndu heiti. Einar Þorsteinn segir í formála aö ritinu sé ætlað aö gefa yfirlit yfir nokkur helstu hvolfþök og hugmyndir að öörum, sem hann hefur unniö á Til- raunastofu buröarforma sl. 10 ár. Er ritiö um leið e.k. sýningarskrá. Sýningin stendur til 2. maí og er opin daglega frá 14 til 20. Hand- menntaskóli islands er til húsa aö Veltusundi 3b, 2. hæö. Kúnígúnd: Leirmyndir Helga Björgvinssonar Helgi Björgvinsson sýnir leir- myndir og leirmuni í versluninni Kúnígúnd um þessar mundir. Sýn- ingin er opin i dag á venjulegum verslunartíma, en um helgina frá 14 til 22. Sýningunni lýkur á sunnudagskvöld. Háholt Hafnarfirði: Ástríður Andersen sýnir málverk Ástríður Andersen sýnir málverk í sýningarsalnum Háholti í Hafnar- firöi, Dalshrauni 9B. Sýningin stendur til 8. maí og er opin dag- lega frá kl. 16—22. MANNFAGNAÐIR Tónabær: Fjölskylduhátíð á sunnudaginn Fjölskylduhátíð verður haldin í félagsmiðstöðinni Tónabæ næstkomandi sunnudag 1. maí kl. 14—17. Fyrir skemmtuninni stendur Feröafélagiö Askja, sem er feröa- félag þroskaheftra í Reykjavík og nágrenni. Tilgangur hátíöarinnar er að safna fé til fyrirhugaðrar feröar til Englands í júní í sumar. Meðal skemmtiatriöa veröur danssýning frá Dansstúdíói Sóleyjar og einnig munu sigurvegarar í danskeppni félagsmiöstööva sýna. Tóta trúö hefur verið boðiö aö koma, bingó og ýmislegt fleira veröur til skemmtunar. Kynnir veröur Bryn- dís Schram. Skemmtun fyrir þroskahefta á morgun Vorfagnaður verður haldinn í Tónabæ nk. laugardag, 30. þ.m., kl. 20—23.30. Ýmislegt veröur til skemmtunar, m.a. koma skemmtikraftar, happ- drætti veröur og hljómsveit ieikur fyrir dansi. Þetta veröur síöasta skemmtunin á þessu vori. Nú mæta allir. LEIKHUS Þjóðleikhúsið: Þrjár sýningar á Grasmaðkinum Grasmaökur, nýja leikritiö eftir Birgi Sigurðsson, verður sýnt þrisvar sinnum um þessa helgi í Þjóðleikhúsinu. 6. sýning veröur á föstudagskvöld, 7. sýning á laug- ardagskvöld og 8. sýning á sunnu- dagskvöld. Leikstjóri sýningarinn- ar er Brynja Benediktsdóttir, en Ragnheiöur Jónsdóttir gerir leik- tjöld og búninga. I hlutverkum eru Margrét Guömundsdóttir, Gísli Al- freösson, Sigurður Sigurjónsson, Hjalti Rögnvaldsson, María Dís Cilia og Halldóra Geirharösdóttir. — Hér er á ferðinni spennandi verk og kímið í senn, nærgöngult og grimmt og gerist á heimili í Reykjavík á okkar dögum hjá „venjulegu fólki“. Lina langsokkur eftir Astrid Lindgren veröur á fjölunum tvisvar um helgina. Á laugardag kl. 15 og á sunnudag kl. 14. Leikrit sem búið er aö sýna 45 sinnum fyrir fullu húsi og um 25 þúsund áhorfendur hafa séö. Leikfélag Reykjavíkur: Salka Valka og Skilnaður aö hætta I kvöld, föstudagskvöld, er sýn- ing hjá Leikfélagi Reykjavíkur á GUÐRÚNU, hinu nýja leikriti Þór- unnar Siguröardóttur um Guörúnu Ósvífursdóttur, Kjartan og Bolla. I hlutverkum þessara sögufrægu persóna eru Ragnheiður Arnar- dóttir, Jóhann Sigurösson og Har- ald G. Haraldsson, en alls leika 9 leikarar í verkinu. Tónlist er eftir Jón Ásgeirsson en leikmynd og búningar eru eftir Messíönu Tóm- asdóttur. Súkkulaði handa Silju eftir Nínu Björk Árnadóttur er annaö leikrit sem búiö er aö sýna fyrir fullu húsi frá því um jól. Súkkulaöi handa Silju veröur sýnt á Litla sviöi Þjóö- leikhússins nú á sunnudagskvöld kl. 20.30 og er það 37. sýningin á verkinu. Annað kvöld, laugardagskvöld, er SKILNAOUR Kjartans Ragn- arssonar á fjölunum og eru aðeins eftir fáar sýningar á leikritinu. Síöar um kvöldiö veröur auka- sýning á HASSINU HENNAR MÖMMU eftir Dario Fo vegna mik- illar aösóknar á síöustu sýningu verksins. Á sunnudagskvöldið, 1. maí, veröur SALKA VALKA eftir Halldór Laxness sýnd og eru nú aðeins eft- ir örfáar sýningar. Gísli Halldórs- son hefur nú tekiö viö hlutverki Jó- hanns Bogesen en hlutverkaskip- an er aö öðru leyti óbreytt. Guörún Gisladóttir er Salka og Margrét Helga Jóhannsdóttir Sigurlína en alls koma 16 leikendur fram í sýn- ingunni. Radial með Superfiller Bridgestone Radial hjólbaróar meó sérstyrktum hlióum veita auk- ió öryggi vió akstur á malarvegum. Hjólbaröakaupendur. Þegar þiö kaupiö radial hjólabaröa, þá athugiö hvort þeir eru merktir S/F, því þaö táknar aö þeir eru meö Superfiller styrkingu í hliöununm. © bridge stone á íslandi BÍLABORG HF. Smiöshöföa 23, sími 812 99.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.