Morgunblaðið - 29.04.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.04.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1983 47 Olögleg færeysk „frfmerki“ í umferð Frímerki Jón Aðalsteinn Jónsson Tilkynning frá Póststjórn Færeyja Færeyska póststjórnin hefur nýlega sent frá sér tilkynningu af gefnu tilefni. Hefur þættinum bor- ist eintak af henni og er sjálfsagt, aö hún komi fyrir augu íslenzkra frímerkjasafnara. Tilkynningin hljóöar svo í þýðingu: „í Berlingske Tidende 19. marz 1983 birtist grein um færeysk frí- merki, sem Jorgen junior frí- merkjakaupmaöur haföi fengið til uppboös. Voru merkin sýnd á frí- merkjavörusýningu (messe) í Malmö, en síöan veröa þau seld á uppboöi í Sviss í júnímánuöi. — Hiö undarlega viö þessi „fri- merki“, er þaö, aö þau hafa aldrei veriö gefin út af Póststjórn Fær- eyja. Hún ákvaö aö eyðileggja allt upplag þessara frímerkja (Evrópa 1980), þar eö gæöi prentunarinnar fullnægöi ekki þeim kröfum, sem færeyska póststjórnin gerir. — Þaö óhapp vildi til, þegar upplagið var brennt í sorpeyöingarstöö Þórshafnar í marz 1981, aö nokkur merkjanna komu úr öskunni meira og minna óskemmd. — Þrátt fyrir þaö aö póststjórnin geröi þegar í staö allt, sem hún gat, til þess aö ná í merkin, eru eftir sem áöur nokkur í höndum einstaklinga. — Færeyska póststjórnin hefur kraf- izt þess við fógetarétt Færeyja, aö þau merki veröi gerö upptæk, sem eru í höndum ákveðinna manna. Þaö skal tekiö fram, aö þessir menn hafa enn í fórum sínum öll þau frímerki, sem börn þeirra fundu fyrir utan sorpeyöingarstöö- ina í marz 1981, þar sem þeir vilja ekki afhenda merkin, fyrr en Ijóst er orðiö um elgnarheimildina. — I fógetarétti Færeyja varö hinn 30. marz 1983 samkomulag um aö setja öll þessi merki í bankahólf og um leið, aö Póststjórn Færeyja höföaöi mál innan 14 daga meö kröfu um,aö merkin yröu dæmd eign hennar. — Hér er á aö gizka um 1000 merki aö ræöa. — Þá er einnig lögö fram krafa viö dóm- stólana í Sviss um, aö þau merki, sem Jorgen Junior hefur fengið til sölu, veröi gerö upptæk. Er um þessar mundir verið aö ræöa um svipaö samkomulag í sambandi viö þessi merki og náöist viö fógetarétt Færeyja. — Póststjórn Færeyja vill vekja athygli á því, aö komi fram, aö aðrir hafi sams kon- ar merki undir höndum, eöa slík merki veröi boöin til sölu eöa af- hent á annan hátt, veröi þegar í staö lögö fram krafa viö fógeta- réttinn um, aö merkin veröi gerö upptæk.“ Þannig hljóöar tilkynning fær- eysku póststjórnarinnar, og er sjálfsagt, aö íslenzkir frímerkja- safnarar gefi henni gaum. Ef svo skyldi fara, aö póststjórnínni veröi dæmdur eignarréttur á þeim merkjum, sem sluppu út 1981, sjá allir, hver áhætta þaö er aö hafa þau undir höndum, aö ekki sé tal- aö um að gefa fyrir þau stórfé. Af þeim sökum er tilkynning fær- eysku póststjórnarinnar birt hér í þættinum, enda trúlegt, aö hún fari annars fram hjá mörgum söfnur- um. Evrópufrímerki 5. maí nk. Næstkomandi fimmtudag gefur Póst- og símamálastofnunin út tvö frímerki í árlegum flokki Evrópufrí- merkja. Eru þau aö verögildi 500 og 550 aurar. Sameiginlegt efni eöa þema þeirra er „merkar fram- kvæmdir". Myndefni íslenzku fri- merkjanna á aö tákna beizlun jaröhitans. Teiknari merkjanna er Þröstur Magnússon, en þau eru þrentuð í Sviss hjá Courvoisier S.A. Jólamerkin á Akureyri Fyrir alllöngu barst mér í hendur Ijósritaöur ritlingur meö ofan- greindu heiti. Útgefandi hans er Kvenfélagiö Framtíöin á Akureyri, en Árni Friögeirsson tók saman efni hans. Um leiö og ég þakka þennan ritling, biöst ég afsökunar á, hversu seint hans er getiö hér í þættinum. í þessu bókarkorni gerir Árni grein fyrir öllum jólamerkjum, sem út hafa veriö gefin á Akureyri. Jafnframt eru birtar myndir af þeim og þeim lýst nákvæmlega. Er elzta merkiö frá 1934, og mun þaö hafa veriö selt til ágóöa fyrir Gam- almennishælissjóð Akureyrar. Þetta merki var prentaö í Dan- mörku, en óvíst er um teiknara þess og eins upþlag. Áriö 1935 eöa 1936 kom út annaö merki í sama skyni. Vitaö er um teiknara þess, en hann var Stefán Jónsson. Þá mun þaö hafa veriö prentaö í Prentverki Odds Björnssonar. Samkvæmt umsögn Árna eru eng- ar heimildir um útgefanda merkis- ins né hvenær þaö var til sölu. Er einungis vitaö um 11 eöa 12 eintök Hér er mynd af óútgefnu færeysku merkjunum, sem boðin veröa upp ( Sviss í júní nk. Þótt undarlegt megi virðast, hafa þau fengizt stimpluð í Vestmanna í Færeyjum, svo sem greinilega sést á myndinni. Til saman- burðar eru svo hér að neðan hin raunverulegu Evrópufrímerki, sem út komu 6. okt. 1980. Ef 150 aura merkin eru borin saman, sést, að verögildistalan er vinstra megin á því, sem eyöileggja átti, en hægra megin á hinu, svo sem er á 200 aura merkinu. Þá mun vara litarmunur á CEPT-tákni merkjanna. Þannig má greina vel í aundur óútgefnu merkin, sem ættu að vera með öllu verölaus, og hin aem færeyska póststjórnin gaf út. af merkinu, svo aö þaö er mjög fágætt. Árni tekur fram, aö alls sé óvíst, hvort telja berl þessi fyrstu merki til jólamerkja, þótt svo sé gert í verölistum. Frá árinu 1937 hefur Kvenfélag- ið Framtíöin gefiö út jólamerki, nokkuö stopult framan af, en ár- lega frá 1950. Hefur Prentverk Odds Björnssonar prentað þessi merki. Allmargir menn hafa teikn- aö þau, en samkvæmt skránni hef- ur Alice Sigurösson teiknaö 20 þeirra og Stefán Jónsson 11, en aðrir eitt til tvö merki. Upplag merkjanna er tekiö fram, ef vitaö er um þaö. Enginn efi er á því, aö þeir, sem safna jólamerkjum, hafa gagn af þessari samantekt Árna Friö- geirssonar. Þess vegna vil ég vekja athygli á henni hér í þættinum. HUOMBÆR /METAL l I llooÍBv sysiim' HUOMaHEIMILIS*SKRIFSTOFUTÆKI HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999-17244 VÍKIHGUR n 1 Harðir “ andstæðingar Viðureign tveggja stórliða Bikar- úrslit!! í laugar- dalshöll í kvöld kl. kl. 20.10. Bylting í gerð sambyggðra hljómtækja VZ-3000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.