Morgunblaðið - 29.04.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.04.1983, Blaðsíða 22
54 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1983 ást er... o $31 ... að fylgjast með matar- æði hans. TM Rag U.S. Pat. Otf -ill ligfits reMrvad *1963 L0* Ana*1— Tltnaa Syn«Hcate Jú við skulum með ánægju athuga um launahækkunina í næsta mán- uði ef þú verður þá hér hjá okkur? HÖGNI HREKKVÍSI 3'%) 5 - ö - Q -Q- Q - Q- q" „£6 séAÐOK<AR MlSUKAfZ'" Ábending til yfirvalda um- ferðarmála og Umferðarráðs 1546—5980 skrifar: „Mig langar til að koma á fram- færi ábendingu til yfirvalda um- ferðarmála og Umferðarráðs í sambandi við gangbrautarljós og einnig mörg umferðarljós: Þau eru of há. Þessi ljós þurfa að vera það lág, að bílstjóri, sem situr undir stýri, komist ekki hjá því að taka eftir þeim. Ég hef staðið sjálfan mig að því að gera það ekki, af fyrr- nefndri ástæðu. Þá vil ég einnig koma því að í leiðinni, að mér finnst það lág- markskrafa vegna allra skóla- barna, að gangbrautarljós séu við alla barnaskóla, þar sem þannig háttar, að það geti stuðlað að því að tryggja öryggi barnanna." Neyðaráætlunin og „sigur“ álráðherrans Hneykslaður kjósandi skrifar: „Ég get ekki orða bundist vegna kosningaúrslitanna. Sá flokkur sem á mesta sök á 100% verðbólgu, yfir- vofandi atvinnuleysi og gegndar- lausri skuldasöfnun erlendis, þ.e. veðsetningu barna okkar og barna- barna, Alþýðubandalagið, tapaði ekki nema örlitlu af fylgi sínu. Já, þeir eru slyngir áróðursmeist- arar flokksins, sem tókst að telja kjósendum trú um, að þeir hefðu allt í einu fundið kínalífseleksír, sem hét ýmist skipulagsuppgjör eða uppgjörsleið, þótt gárungarnir nefndu það styttingu eftir ógleym- anlegar kennslustundir Ragnars Arnalds, fjármálaráðherra, í sjón- varpinu, þar sem hann útlistaði, hvernig hægt væri að setja verð- bólguna upp á brotastrik og stytta hana út. En ábyrgðarsvipurinn á mönnunum, þegar þeir koma fram með sínar þokukenndu framtíðar- lausnir, virðist svo traustvekjandi, að fólk gleymir neyðaráætlun Svav- ars Gestssonar, flokksformanns, frá í haust, og Ólafur Ragnar Grímsson, fráfarandi þingflokksformaður, gengur meira að segja svo langt að belgja sig út í sjónvarpinu og kalla hana „Morgunblaðslygi". Fylgis- menn flokksins hafa líklega trúað þessu, þótt Albert Guðmundsson hafi verið svo forsjáll að taka með sér ljósrit úr Þjóðviljanum, þar sem neyðaráætlunin var kynnt. Trú alþýðubandalagsmanna á eig- in áróðursmátt og fákunnáttu al- mennings virðist takmarkalaus. Skömmu fyrir kosningar var borinn í hvert hús í höfuðborginni, og lík- lega á landinu öllu, bæklingur til að auka traust manna á álráðherra Al- þýðubandalagsins, Hjörleifi Gutt- ormssyni. Mig minnir, að þar hafi staðið stórletrað á forsíðu „Að sigra eða semja af sér“, og mætti ætla að Hjörleifur hefði gert annað hvort, líklega sigrað. En þegar litið er inn- an í bækling þennan, kemur f Ijós, að eftir fjögurra ára tilraunir iðnað- arráðherra til að sigra, greiðir ál- verið í Straumsvík helmingi lægra raforkuverð en álver í nágranna- löndum okkar. Þetta kallar Alþýðu- bandalagið að sigra. Og þessu gleypa kjósendur við. Er nema von, að maður hneykslist? P.S. Væri ekki nær fyrir gáfumenn- ina, sem kalla samtök sín „Ný sjón- armið“, að gefa fé til líknarmála í stað þess að ausa því í heimskulegar útvarpsauglýsingar og aulafyndni? Sæmundur Klemensson Guðmundur A. Finnbogason skrifar: „Velvakandi. Laugardagskvöldið 9. apríl sl. var kynntur í sjónvarpinu skemmtiþáttur á vegum SÁÁ- manna. Meðal efnis þar var að Háskólakórinn söng lag er ég hafði aldrei heyrt áður, en textann við lagið þekkti ég, og vissi til að lag og texti hefðu oft verið sungin og að gerður hefði verð ballett um lag og erindi. í auglýsingum hafði ég heyrt að lag og texti væru til- einkuð andláti (grafskrift) Sæ- mundar Klemenssonar frá Stapa- koti í Njarðvíkum. Hafði ég fyrir nokkrum árum eignast blað með lagi og texta og þótti því gaman að heyra það sungið. Ég hefi aldrei heyrt þess getið frá þeim er hafa með ballettinn og sönginn um Sæmund að gera, hver hann var, aðeins sagt um Sæmund Klem- ensson að hann væri frá Stapakoti í Njarðvíkum. Þar er ekki rétt með farið. Sæ- mundur Klemensson og Ingibjörg Sæmundsdóttir kona hans fluttust vorið 1806 frá Þingholti, Reykja- víkursókn, að Narfakoti í Innra- Njarðvíkurhverfi og átti Sæmund- ur þar heima til dánardags. Sæ- mundur Klemensson var fæddur 24. október 1763 í Skildinganeskoti við Reykjavík. Foreldrar Sæ- mundar voru Klemens Bjarnason, bóndi í Skildinganeskoti 1750 til 1785, og kona hans, Þuríður Sig- urðardóttir frá Króki í Grafningi. Bjarni faðir Klemensar (afi Sæ- mundar í Narfakoti) var sonur Bergsveins Sólmundssonar, lög- réttumanns í Gullbringusýslu 1670 til 1725. Ingibjörg Sæmundsdóttir, kona Sæmundar Klemenssonar, var fædd í Mýdal í Mosfellssveit 1. september 1757. Tveir voru synir þeirra hjóna, er báðir voru stór- bændur í Innra-Njarðvíkurhverfi á fyrstu tugum 19. aldar, Jón Sæ- mundsson, bóndi í Narfakoti, og Klemens Sæmundsson, bóndi í Stapakoti. Sæmundur Klemensson, bóndi í Narfakoti, dó þar 1. júlí 1821. Var jarðsettur í kirkjugarðinum í Innri-Njarðvík þann 14. júlí. Ingi- björg Sæmundsdóttir, kona hans, dó hjá Klemens syni sínum í Stapakoti 3. júnt 1837. Séra Bjarni Þorsteinsson, prest- ur í Siglufirði 1889 til 1935, var eins og vitað er, hinn mikli þjóð- lagasafnari. Var þetta lag og þessi texti einn af hans mörgu safngrip- um, þökk sé honum:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.