Morgunblaðið - 22.05.1983, Side 2

Morgunblaðið - 22.05.1983, Side 2
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1983 Dali vildi komast í kynni við Freud og tókst það að lokum. „Enn öfgafullur Spánverji," sagði Freud um Dali. En enginn efi er á að Dali hafði áhrif á hann. „Ég er ekki brjálaður, ég mála. Málaralistin er ekki Dali; það sem gerist er að þar sem aðrir eru svo lélegir reynist ég bestur af öllum. Bestu sálfræðingar vita ekki hvar vitfirringin byrjar og hvar snilligáfan endar. Mitt til- felli er miklu erfiðara viðfangs því ég er ekki aðeins flugumaður, heldur einnig hræsnari. Ég veit ekki hvenær ég byrja að hræsna eða hvenær ég segi satt.“ Dali hefur ætíð haft sérstæðar skoðanir á stjórnmálum og látið þær óspart í ljós: „Skortur á frelsi takmarkar ekki listasköp- unina heldur örvar hana. Frelsið er aðeins til þess að eyðileggja allt saman, svo að ekkert starfi eins og það ætti að gera. Ég hef skilið að heimur nútímans hreyf- ist vegna of mikils frelsis." Við annað tækifæri sagði Dali: „Mér hefur aldrei líkað börn né dýr, né almennur kosningaréttur, né nú- tímalist, né E1 Greco. Með því að safna saman peningum get ég gert það sem mig lystir, sem er fyrirtaks máti til þess að neyða mig ekki til þess að skrifa mig hjá einhverjum stjórnmálaflokki og vera stjórnleysingi. Ég held að innan nokkurra ára verði Evrópa algjörlega einveldi. Auk þess er ég fullviss um að Rússland verður einnig einveldi." Til virðingar fyrir listmálar- ann hefur Menningarmálaráðu- neytið á Spáni nýlega skipulagt geysilega víðáttumikla yfirlits- sýningu á verkum hans í Madrid. Þar er Dali ekki aðeins kynntur sem teiknari heldur einnig sem myndhöggvari, höfundur svið- setninga fyrir kvikmyndaleik, leiklist eða ballett, skáld og leir- kerasmiður. trúði á þetta. Ef til vill átti ég snilligáfu; en ég vissi það ekki, samt sem áður sagði ég að ég væri snillingur í að hafa áhrif, en ég sjálfur trúði ekki því sem ég sagði." Einu sinni tók Dali innan úr brauði — eitt af aðaláhugaefn- um hans — og setti inn í brauðið bronsstyttu af Buddah og þekur yfirborð þess með dauðum flóm. Enn eitt hneykslið. Dali sendi John Lennon skeyti um að sá síðarnefndi færi til móts við hann í pílagrímsför hippa til Santiago de Compostela (í Galisíu-héraði á NV-Spáni). Bítillinn sendi aldrei svar. En er Dali brjálaður í alvör- unni? Hver er skoðun Dali á sjalfum sér? „Allir listamenn eru svolítið sjúkir, andlega veiklaðir eða daprir brjálæðingar eins og ég. Eini munurinn á brjáluðum manni og mér er að ég er ekki vitskertur." jfeÉi-WÉliilllilHllMWttÍi Það er erfitt aö útkljá deilur um það hvort athæfi og opinbert líf Dali séu vitfirring snillings eða snilli brjálæöings. Enginn dregur í efa listgáfur eða mannlegan verðleika þessa einstaka listamanns, sem kominn er til aldurs. Margar af hinum sérkennilegu uppákomum Dali hafa verið birtar í endurminningum sjálfs listamannsins og/ eða í viðtölum við hann, enda þótt ekki sé vitað hvort sumar þeirra eru ávöxtur stórkostlegs ímyndunarafls eða staðreyndir. „Venjulegur trúður í fjölleikahúsi vekur hlátur í 15 mínútur í mesta lagi. En ég hef skemmt öllum samtíðarmönnum mínum í gegnum margar kynslóðir." Kennarar í hinum ýmsu skólum þar sem Salvador Dali stundaði nám, voru sammála um að hann væri óvenjuleg persóna, mjög frábrugðinn öllum öðrum. Stærðfræðikenn- ari Dali hikaði ekki við að fuliyrða: „Greind piltsins er langt fyrir neða lágmarkskröf- ur.“ Dekurbarn Álit iranna á Dali hefur aldrei verið neitt áhyggjuefni fyrir listamanninn. „Þegar ég var 6 ára langaði mig að verða kokkur. Sjö ára gamall vildi ég verða Napó- leon. Og metorðagirnd mín hefur aukist án afláts síðan. Þegar ég var lítill var ég mjög vondur. Ég ólst upp í skugga illskunnar. Og enn held ég áfram að þjá aðra.“ Foreldrar Salvador dekruðu mjög við son sinn þegar hann var lítill. Þau höfðu misst fyrra barn sitt og létu allt eftir honum. En sem barn hræddi Dali ættingja sína með yfirliðum, sefasýkis- köstum og ofsafengnum hláturs- köstum. Þegar Dali var 5 ára hrinti hann öðrum dreng niður brú sem var í smíðum. „Það síð- degi sem þetta gerðist naut ég fegurðar landslagsins betur en nokkru sinni fyrr.“ Dali þarfnaðist þess að vera dáður; faðir hans, lögfræðingur, sendi hann í almenningsskóla. Salvador var eini ríki nemandinn í skólanum og hann sýndi það með því að dreifa silfurhnöppum sínum um gólfið til þess að fá- tæku strákarnir berðust sín á milli um þráðan fenginn. Dali tileinkaði sér einnig að skipta 10 sentíma mynt í staðinn fyrir 5. Mikilvægast var að vekja athygli. Þegar Dali var 16 ára var það helsta skemmtun hans í skól- anum að henda sér niður stigana. Hneyksli í Madrid Faðir Dali lætur innrita son sinn í Listaskóla San Fernando í Madrid. Þar býr Dali á stúdenta- heimili. Eftur stuttan tíma er hann rekinn úr listaskólanum í 1 ára. Hann snýr aftur til San Fernando en er rekinn að nýju fyrir fullt og allt 1926 þegar hann neitar að gangast undir próf hjá „þremur fáfróðum prófessorum". Þegar Dali snýr á nýjan leik heim til Figueras er hann með tómar ferðatöskurnar því hann nennti ekki að setja farangur niður í þær. Þremur árum síðar segir Dali: „Ég reyni með öllum hugs- anlegum ráðum og aðferðum að verða brjálaður." Dali kynntist Paul Eluard og konu hans, Gala, sem hann lifði síðan með (Gala lést fyrir tæpu ári). Faðir Dali var andvígur sambúð þeirra og sleit sambandi við son sinn. Lennon og Dali Eitt af mörgum furðuuppá- tækjum Dali var að hífa upp dautt naut með þyrlu. „Ég byrj- aði að framkvæma fjarstæða hluti og svo fór að lokum, að ég

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.