Morgunblaðið - 22.05.1983, Blaðsíða 8
56
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1983
HJÖRTU OKKAR
VERÐA ALLTAF Á ÍSLANDI
Frá messu í kapellu klaustursins. Það er faðir Oremus frá Hollandi sem þjónar
fyrir altari. (Mynd: Árni St. Árnason.)
síðar komu þrjár nýjar systur frá Hollandi
og þá um vorið fluttu þær fimm inn í
klaustrið og hófu þá starfsemi sem þar
hefur verið rekin allar götur síðan. Flestar
voru systurnar 16 talsins, en lengst af hafa
þær verið 13. Árið 1980 fóru fjórar systur
heim til Hollands vegna aldurs og lasleika
og nú eru þær átta, sem eftir eru, senn á
förum. Þær eru: systir Veronica, sem eins
og áður segir kom hingað fyrst árið 1939
og hefur starað við klaustrið frá upphafi,
systir Miriam príorinna og systir Elía,
sem komu hingað árið 1946, systir Magdal-
ena sem kom 1947, systir Agnes sem starf-
að hefur hér frá árinu 1949, systir Ólöf
sem hingað kom árið 1953, systir Katrín
sem kom árið 1956 og systir Theresa, sem
hefur verið frá 1962.
Beöiö fyrir íslendingum
„Bænin er aðalstarf okkar," segir systir
Miriam, þegar við spyrjum hana nánar út
í starfsemi Karmelsystra. „Bænahald og
hugleiðing er helsta inntakið í reglu
Karmelíta og daglegt líf okkar helgast þvi
að mestu af bæninni. Við biðjum fyrir fs-
lendingum og er það siður í Karmel-
klaustrum, hvar sem er í heiminum, að
biðja fyrir þeirri þjóð sem byggir landið
sem klaustrið er í. En við þurfum auðvitað
líka að sinna ýmsum öðrum störfum sem
til falla. Þetta er stórt hús og það er mikil
vinna að halda því hreinu. Einnig höfum
við unnið fyrir okkur með handavinnu,
garðrækt og hænsnarækt og systir Veron-
ica vann lengi við að skrautrita á bækur,
svo nckkuð sé nefnt. Við þurfum einnig að
sinna heimsóknum og það er ekki óal-
gengt, að fólk, sem á í einhverjum vand-
ræðum í lífinu, leiti til okkar og biðji
okkur um að biðja fyrir sér. Hingað hafa
líka komið íslenskar stúlkur og spurst
fyrir um klausturlífið, en engin þeirra hef-
ur stigið skrefið til fulls. Þær koma yfir-
leitt ekki nema einu sinni," segir systir
Miriam og brosir.
Til skamms tíma var kveðið mjög
strangt að einsetulífi Karmelsystra og má
segja að þær hafi verið þiljaðar af frá
umheiminum, ekki aðeins með þykkum
veggjum klaustursins, heldur innan þess
líka. í gagnmerkri grein um Jófríðarstaða-
klaustur, sem Björg Bjarnadóttir skrifaði í
„Borgarann“, blað Félags óháðra borgara í
Hafnarfirði, fyrir tveimur árum segir m.a.
um þetta:
„I Jófríðarstaðaklaustri Karmelsystra í
Hafnarfirði voru lengi vel grindur í gesta-
stofunni milli systranna og gestkomandi,
og urðu þær að bera svartar blæjur fyrir
andlitinu. Þá skiptust þær í svonefndar
útinunnur og inninunnur. Hinar fyrr-
nefndu voru tvær og höfðu með aðdrætti
til klaustursins að gera og komu mat inn
til inninunnanna í gegnum sérstakan skáp.
Máttu útinunnurnar ekki blandast hópi
systranna inni fyrir, sem sáu um hið
verndaða andlega þjónustustarf, nema þá
við einstök mjög hátíðleg tækifæri.
Breytt afstaða til mannsins almennt og
ný samfélagsleg viðhorf hafa þó ráðið því
að nú hefur ýmsu í hinum ytri strangleik
reglunnar verið aflétt. Árið 1965 lét Jó-
hannes páfi XXIII boða til kirkjuþings í
Vatikaninu og hafði þá ekki verið haldið
slíkt þing frá því árið 1870. Þar var gerð sú
samþykkt að ýmislegt á hinu ytra borði
klausturlífsins, sem orðið væri úrelt eða á
annan hátt óæskilegt, skyldi hverfa.
Áherslu skyldi fyrst og fremst leggja á
þjónustu kaþólsku kirkjunnar við mann-
kynið án aðgreiningar og einangrunar og
líta bæri á manninn sem órofa heild, en
ekki tvískiptan í sál og líkama, eins og
tíðkast hafði öld fram af öld í trúfræði
kaþólsku kirkjunnar. Á þeim 15 árum, sem
síðan eru liðin, hefur margt breyst í ytri
aðbúnaði klaustranna og í Karmelklaustr-
inu í Hafnarfirði tíðkast nú engar svartar
blæjur eða grindur lengur. Sameiginleg
matseld er í höndum systranna, sem einn-
ig skiptást á um að fara í pósthús og sjá
um aðdrætti."
Um þetta segir systir Miriam meðal
annars: „Já, það varð mikil breyting á með
samþykkt kirkjuþingsins 1965. Eg kom
hingað til lands árið 1946 og var ekki fyrr
en árið 1967 að ég fór fyrst út fyrir veggi
klaustursins. Áður fyrr máttum við ekki
fara út nema í sérstökum neyðartilfellum
eins og t.d. ef við þurftum að leita til lækn-
is.“ Systir Miriam bætir því jafnframt við,
að þrátt fyrir hinar rýmkuðu reglur sé
bæjarferðum haldið í lágmarki enda sé sú
innri þjónusta sem Karmelklaustrum er
ætlað að inna af hendi best ræktuð í hljóð-
látri kyrrð hins verndaða klausturlífs.
Karmelsysturnar fá nú fri einn dag á ári
og leyfi til að fara í skemmtiferð til að
skoða landið og hafa þær notað þessar
ferðir til að skoða þá staði sem markverð-
astir þykja, svo sem Skálholt, Þingvelli,
Gullfoss og Geysi, svo nokkrir séu nefndir.
Þá hafa þær nú leyfi til að fara á þriggja
ára fresti til að heimsækja vini og ætt-
ingja í Hollandi.
Frá Karmelfjalli í landinu helga þar sem fyrsta Karmelklaustrið var stofnað af
krossförum árið 1156.
Þess má geta að systurnar í Jófríðar-
staðaklaustri eru islenskir ríkisborgarar
og hafa samkvæmt því kosningarétt í
Reykjaneskjördæmi. Aðspurð um það
hvort þær hafi notfært sér kosningarétt-
inn svarar systir Miriam fjörlega: „Jú,
auðvitað höfum við notað kosningaréttinn
og við erum meira að segja yfirleitt með
þeim fyrstu á kjörstað, erum alltaf mættar
um hálf-tíuleytið að morgni kjördags."
Um uppruna og uppbygg-
ingu Karmelreglunnar
En til að skilja betur þá hugsjón sem
liggur að baki klausturlífsins er rétt að
huga lítillega að uppruna trúarreglu
Karmelíta og uppbyggingu hennar. Reglan
var upphaflega stofnuð af krossförum á
Karmelfjalli í Palestínu árið 1156. Margir
telja þó að rekja megi sögu reglunnar mun
lengra aftur í tímann, eða allt til frásagna
Gamla testamentisins af Elía spámanni,
sem talinn er hafa verið uppi um níu öld-
um fyrir Krist og eru einkunnarorð regl-
unnar: „Ég stend fyrir lifandi Guð“ frá
honum komin. í upphafi var strangleika
reglunnar viðbrugðið þótt nokkuð hafi úr
því dregið er á leið frá formlegri stofnun
hennar. En um miðja 16. öld færðist hún
aftur nær sínu fyrra horfi nieð starfi og
fordæmi tveggja spænskra Karmelíta,
heilagrar Theresu frá Avilla og heilags Jó-
hanns af Krossi. Eru þau talin eins konar
endurstofnendur reglunnar eins og hún
hefur haldist fram á þennan dag. Hið
innra starf reglunnnar var endurbætt þar
sem áherslan var lögð á andlega þjónustu
við Guð og menn með bænahaldi, hug-
leiðslu, lofgjörð og tilbeiðslu. Markmiðið
var að minna manninn á samband sitt við
Drottin allsherjar og vaka yfir velferð
þjóða og einstaklinga með fyrirbænum.
í áðurnefndri grein Bjargar Bjarnadótt-
ur segir einnig að Karmelsystur trúi stað-
fastlega á mátt bænarinnar, á hjálpræði
Krists og heilagrar guðsmóður þótt þær
hafi trúarlegar kennisetningar lítt i há-
mæli. Þær segi einfaldlega að Guð þekki
langanir og þarfir einstaklingsins og að
bænin sé leið til að komast i samband við
hann. Eiginlegt markmið starfs þeirra sé
að biðja Guði til dýrðar og mannkyninu til
heilla, opna fyrir hina duldu gátt innri
friðar, hamingju, visku og kærleika. Að
mati þeirra gefi einangrun, hlédrægni og
kyrrð klausturlífsins einmitt nægilegt
svigrúm til nauðsynlegrar einbeitingar að
þessu marki.
Kjarninn í starfi Karmelíta er því fólg-
inn í bænahaldi og hugleiðingum sem fara
fram innan lokaðra klaustra og gefur auga
Ieið, að slíkt felur í sér aðskilnað frá
venjulegu mannlífi og veraldlegu samfé-