Morgunblaðið - 22.05.1983, Page 14

Morgunblaðið - 22.05.1983, Page 14
62 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1983 MURFILL KLÆÐNINGIN TEYGJANLEGA • bítur sig viö undirlagiö og vinnur meö því ár eftir ár. • er vatnsþétt. • er samskeytalaus. • harönar ekki og hrekkur því ekki í sundur. • hindrar aö vatn komist i gegn. • hindrar aö vatn leiti inn í sprungur. • andar og hleypur út raka án þess aö leka. • er ódýrari. • er í mörgum litum. Hugsaöu þig vel um áöur en þú velur nokkuö annaö. S. Sigurðsson hf. Hafnarfirði — Símar 50538 & 54535 Söngtónleikar á Hvolsvelli ELÍN ÓSK Óskarsdóttir sópran og Kjartan Ólafsson tenór halda tón- leika í félagsheimilinu Hvoli, Hvolsvelli, miðvikudaginn 25. maí kl. 21. Þetta eru fyrstu sameigmlegu tónleikar Elínar og Kjartans. Á efn- isskránni verða bæði innlend og er- lend lög, óperuaríur og dúettar. Und- irleikari er Lára Rafnsdóttir. Elín ósk hóf tónlistarnám sitt við Tónlistarskóla Rangæinga. Veturinn 1979—’80 hóf hún söng- nám við Söngskólann í Reykjavík og hefur Þuríður Pálsdóttir verið söngkennari hennar frá byrjun. Elín Ósk söng á óperutónleikum Söngskólans í janúar sl. í tilefni af 10 ára afmæli skólans. Hún tók einnig þátt í söngkeppni sjón- varpsins í apríl sl. og varð 1 öðru sæti. Elín ósk hefur einnig komið fram sem einsöngvari við ýmis tækifæri. Kjartan ólafsson er frá Búðum, Fáskrúðsfirði. Hann hóf nám við Söngskólann í Reykjavík 1975—76. Kjartan hefur stundað nám við skólann að hluta til ásamt tónlist- arkennslu og uppsetningu kóra. Hann stundar nú nám við fram- haldsdeild Söngskólans. Magnús Jónsson hefur verið kennari hans lengst af. Kjartan söng á óperu- tónleikum Söngskólans í janúar og hann hefur einnig komið fram sem einsöngvari við ýmis tæki- færi. Fyrirliggjandi í birgðastöð EFNIS- PIPUR SKF 280 ooO° oo° ® »OOo Fiölmargir sverleikar ogþykktir. SINDRA STALHR Elín Ósk Óskarsdóttir Kjartan Ólafsson Umferðarvikur lög- reglu á norrænu umferðaröryggisári Á NORRÆNU umferðaröryggisári hafa lögregluyfirvöld á Norðurlönd- um ákveðið að taka sérstaklega fyrir fjögur viðfangsefni og helga hverju þeirra eina viku. Viðfangsefni þessi eru valin í samræmi við megintil- gang norræns umferðaröryggisárs, en hann er sá að auka öryggi vegfar- enda með bættri umferðarhegðun og að vekja fólk til umhugsunar um þátt hvers og eins í umferðinni. Er í þessu sambandi lögð sérstök áhersla á tillitssemi gagnvart gangandi veg- farendum og hjólandi og það hvað þeir ásamt bifreiðastjórum geta gert til að koma í veg fyrir umferðarslys. Vegna þátttöku lögreglu í undir- búningi og framkvæmd samræmdra aðgerða lögreglu á norrænu umferð- aröryggisári kom Dómsmálaráðu- neytið á fót sérstökum starfshópi lögreglumanna, er í eiga sæti Óskar Ólason yfirlögregluþjónn í Reykja- vfk, formaður, Baldvin Ottósson lögregluvarðstjóri, Reykjavík, Ólaf- ur K. Guðmundsson aðstoðaryfir- lögregluþjónn, Hafnarfirði, og Þórð- ur Sigurðsson yfirlögregluþjónn, Borgarnesi. Hafa þeir í samráði við ráðuneytið og Umferðarráð unnið að undirbúningi umferðarvika lögreglu. Umferðarvikur þessar og við- fangsefni þeirra verða sem hér segir: Hjólreiðamenn og ökumenn léttra bifhjóla og bifhjóia 16.—21. maí. Hegðun vegfarenda við gang- brautir og umferðarljós 13.—18. júní. Ökuhraði í nágrenni skóla 5.—10. september. Ölvun við akstur og eftirlit með búnaði bifreiða, svo sem Ijósabúnaði 3.—8. október. Aðgerðir lögreglu vegna viðfangs- efna þessara verða undirbúnar, kynntar og framkvæmdar eftir því sem við á á hverjum stað. Er við það miðað að aögerðir fari fram samtím- is um land allt, eftir því sem unnt er og aðstæður leyfa. Þó er gert ráð fyrir því að hentað geti að lengja þann tíma, sem einstökum verkefn- um er hclgaður, svo sem að hefja undirbúningsaðgerðir fyrr eða að fylgja verkefni eftir að viku lokinni. I þessu sambandi hefur ráðuneytið hvatt til þess að lögregla hafi nú sem áður náið samstarf við þá aðila aðra, stofnanir og samtök, sem að bættu umferðaröryggi vinna. Borgartúni 31 sími 27222 6cyl. - 225 cu. in. - Sjálfskiptur - Aflstýri Aflhemlar - Styrkt fjödrun - Styrktir demparar Electronisk kveikja . IfW JÖFUR HF Nybylavegi 2 - Kópavogi - Simi 42600 Verð til atvinnubifr.stj. 481.340 Sérstakur afsl. af árg. ’82 86.640 gengi: 01.04. ’83 394.700

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.