Morgunblaðið - 22.05.1983, Side 28

Morgunblaðið - 22.05.1983, Side 28
76 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1983 ■ 1983 Unlvernl Prtll SinHitiU X síSasta sinn: Ég \/i| e^ki /éfct dacys)ir\s.r yýtí’ <“>b Nú tekurðu hann í næstu lotu. Þú hefur margoft sagt að þú gæt- ir afgreitt hann með bæði augun lokuð. HÖGNI HREKKVÍSI ást er ... .,. að njóta kveöjustundar. TM Rn. U.S. Pat OR.-al rtghts ratanad •1962 Loa Angataa Tfenaa Syndtcala Með morgunkaffiriu Vina mín. — Ég sagði þér að vera ekki að fara hingað. Þessir hringdu . . . Þakkir til Þursanna L. St. hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: — Mig langar að koma á framfæri þökkum til Þurs- anna fyrir frábæra hljómleika á Borginni 28. apríl. Vonandi á mað- ur eftir að heyra eitthvað í þeim í sumar. Og ein spurning í lokin: Hvenær kemur platan? Hvernig er hægt að bregðast við? St.Á., Hafnarfirði, hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Það er smávandamál, sem hefur verið að hrjá okkur hér suð- urfrá, og mig langar að nefna við þig. Það er þannig, að það er alltaf verið að rífa loftstengur af bílun- um hérna. Það hefur komið tvisv- ar sinnum fyrir hjá mér frá ára- mótum. Svo heyrir maður, að aðr- ir séu enn óheppnari og lendi í því, að speglarnir séu snúnir af líka. Ég veit eiginlega ekki, hvernig hægt er að bregðast við svona ónáttúru og leyfi mér því að beina þeirri spurningu til samborgara minna, hvort þeir hafi einhverjar tillögur fram að færa, sem að gagni gætu komið. Hálfmót- sagnakennt S. á Húsavík hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég hlust- aði í morgun (fimmtudag) á þátt- inn Gull í mund. Þar var verið að grennslast eftir hvort fólk vildi fá kvöldvöku útvarpsins á öðrum tíma í dagskránni en nú er. Gömul kona óskaði eftir því að þær yrðu hafðar á föstudögum eða mánu- dögum. Stúlkan í Gull í mund hringdi í dagskrárgerðarkonuna, sem sér um kvöldvökuna og taldi hún þettá fráleitt, sagði að þau biðu eftir útkomunni úr hlust- endakönnuninni. En hún gleymdi því, að þar fær eldra fólkið ekki að vera með. Þetta er því hálfmót- sagnakennt, þar sem engar líkur eru til þess, að óskir eldra fólksins komi fram, þó að niðurstöður hlustendakönnunarinnar liggi fyrir. Þessu fólki var ýtt til hliðar og það fékk ekki að láta skoðanir sínar í ljós. Hvílíkt virðingarleysi og dónaskapur við aldna borgara landsins. Lífeyrissjóð- ur öryrkja Laufey Steingrímsdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég hef verið að velta því fyrir mér, hvort ekki væri mögulegt að koma á fót lífeyrissjóði öryrkja. Ég er öryrki sjalf, sex barna móðir og hef átt í erfiðleikum með að fá lán vegna íbúðarkaupa. Ég reikna með að sama hafi gengið yfir aðra I svipaðri aðstöðu. Fróðlegt væri, ef einhver, sem þekkir til þessara mála, vildi gera grein fyrir því hér í dálkunum, hvort þetta væri mögulegt. Fyrirspurn til sérleyfishafa 0333—2306 hringdi og hafði eft- irfarandi að segja: — Mig langar til að koma á framfæri fyrirspurn til sérleyfishafa áætlunarbíla eða samtaka þeirra. Þó að ár aldraðra sé nú liðið vil ég spyrjast fyrir um það, hvers vegna þeir gefa ekki ellilífeyrisþegum, sem ferðast vilja um landið á eigin vegum, af- slátt af fargjöldum með áætlunar- bílunum, t.d. vissa daga í hverri viku, þegar full sætanýting fæst hvort eð er ekki. Bæði flugfélög og skipafélög gera þetta. Ég veit að þarna er um einkaaðila að ræða, en samt sem áður ættu þeir vel að geta gert þetta. Seinlæti í kerfinu veldur símalokunum Símnotandi hrindi og hafði eftir- farandi að segja: — Mig langar til að koma á framfæri vinsamlegri athugasemd til Pósts og síma. Eg beini þeirri áskorun til þeirra, sem hafa með skipulagsmál að gera hjá þessari stofnun, að þeir finni leiðir til að upgjör milli banka og sparisjóða annars vegar og inn- heimtudeildar Pósts og síma hins vegar gangi hraðar fyrir sig en nú é Líf mannsins er heilagt Lesandi skrifar: „Kæri Velvakandi. Ég samgleðst innilega ungu hjón- unum frá Siglufirði sem voru svo lánsöm að litla dóttir þeirra lifði, þó að hún fæddist eftir aðeins 24 vikna meðgöngu og væri ekki nema 710 grömm á þyngd (Mbl. 8. maí). Þarna lögðust allir á eitt um að bjarga dýrmætu mannslffi. Telpan naut umhyggju, ráðsnilldar og kærleika, og Guð hefur auðgað líf foreldr- anna. Þegar ég las þessa góðu frétt hlaut ég að leiða hugann að þeirri hörmulegu þversögn að meðal okkar skuli vera svo um hnútana búið að heimilt er að stytta barni aldur ef það hefur ekki náð tilteknum aldri. Ég á hér við fóstureyðingar. Er þetta ekki svartasti bletturinn á æru okkar? Á sjúkrahúsinu var neytt allra bragða til þess að halda lífinu í Lísu litlu — og það tókst — en á annarri sjúkradeild var ef til vill um sama leyti önnur ófædd „Lísa“ skröpuð úr líkama móður sinnar, með samþykki laga sem full- trúar okkar á Alþingi hafa sett. Nú á dögum er hátt hrópað um kynþáttamisrétti og alls konar ranglæti. Margur „mannvinurinn" hneykslast á athæfi fyrri tíðar manna sem litu svo á að svartir þrælar væru ekki menn. En það eru kannski sömu „mannvinir" sem lýsa velþóknun sinni á lögum sem úr- skurða að milljónir ófæddra barna af alls konar litarhætti séu ekki menn. f Bandaríkjunum er meira en milljón börnum grandað ár hvert með fóstureyðingum, svo að dæmi sé tekið, og í Sovétríkjunum fimm til sex milljónum árlega að því er talið er. Fóstureyðingar í Danmörku eru um 23 þúsund á ári, líklega 15—20 þúsund í Noregi (þar fer þeim vfst fækkandi, góðu heilli — vegna áhrifa kristinna manna?) og voru fóstureyðingar ekki á sjötta hundr- að hér á ísaköldu landi samkvæmt síðustu tölum? Þessi brotalöm í siðgæði okkar kemur fram þegar fatlaðir eiga í hlut. Allir fagna því sem gert er til að létta fötluðu fólki lífið. Fólk í hjólastólum á að komast óhindrað inn í opinberar byggingar og á milli hæða í þessum húsum. Safnað er í sundlaugar fyrir fatlað fólk. Margt er reynt að gera fyrir daufa, dumba, vanvita o.s.frv. En jafnframt þykir mörgum sjálfsagt að deyða ófædd böm sem hefðu hugsanlega orðið fötluð. Hvers eiga þau að gjalda? Til er það að börnum sé sýnt ofbeldi á heimilum sfnum eða f nán- asta umhverfi. Mun það reyndar vera algengara erlendis en hér. GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Mikill fjöldi manna eru látnir vinna að þessu. Þetta er erlend setningargerð. Rétt væri: Mikill fjöldi manna er látinn vinna að þessu. (Ath.: fjöldi er látinn vinna.) -■ 11 L

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.