Morgunblaðið - 22.05.1983, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.05.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1983 79 David Bowie — æviágrip David Jones fæddist í S-London 1947. Þegar hann var ungur dreng- ur munaöi minnstu aö hann missti sjónina á vinstra auga í slagsmál- um. Hann var skorinn upp og slapp meö lamaöan augastein. Eftir menntaskólanám f Bromley vann hann sem auglýsingateiknari hjá auglýsingafyrirtæki í London og lék á saxafón með hinum og þess- um í frístundum. Hann stofnaöi eigin hljómsveit 1963, David Jones and the Lower Third, sem gaf út eina plötu, nú löngu gleymda. Dav- id breytti um fööurnafn, og nefndi sig Bowie því til var annar David Jones, en hann var í þeirri þá vin- sælu hljómsveit, The Monkees. Bowie gaf út nokkrar plötur á fyrstu árum ferils síns, sem litla athygli vöktu og það var ekki fyrr en 1969, þegar plata hans, Space Oddity (upprunalegur tit- ill var, Man of Words, Man of Music) kom út að hann skaust upp á topp fimm í Bretlandi með titillag plötunnar. Bowie fylgdi þessari velgengni lítið eftir og fór að reka listavinnustofu í Beckenham í S-London. En fyrirtaekið, sem gaf út plöt- urnar hans, var ekki á því að sleppa honum. Þeir biðluðu stöð- ugt til hans þar til hann gerði fyrir þá aðra plötu, The Man Who Sold the World, 1970, sem margir gagnrýnendur vilja halda fram að sé ein af hans bestu plötum. Hann fékk aftur áhuga á rokk- inu og spilaði um tíma einn á sviði með gítar en fór svo að leika með hljómsveit, sem seinna hlaut nafnið, Spiders from Mars. Á þessum tíma hafði áhugi Bowies vaknað á stórfurðulegum klæðnaði og hann sat fyrir á myndum í ökklasíðum kjól með konu sinni Angie og barni Zowie, svo eitthvað sé nefnt. Honky Dory kom út 1971 og ári seinna hreifst almenningur fyrst fyrir alvöru af Bowie þegar hann gaf út plötuna, Ziggy Stardust and the Spiders from Mars. Platan rauk út, seldist í milljón eintökum og í Bandaríkj- unum varð nafn hans þekkt með laginu Starman, af lítill plötu, Space Oddity. Seint á árinu 1972 hélt hann í hljómleikaferð um Bandaríkin og notaði efnivið úr henni í næstu plötu, Aladdin Sane. Sú plata hlaut heldur væga umfjöll- un gagnrýnenda og eins platan sem fylgdi í kjölfarið, Pin Ups, sem á var samansafn af gömlu lögunum hans frá 1964 til ’67. I júlí 1973 á sviðinu í Hammer- smith Odeon í London, í enda hljómleikaferðar hans um Bret- land tilkynnti hann furðu lostn- um áhorfendum og rokkheimin- um öllum að hann „drægi sig nú í hlé“ hvað varðaði hljómleika- ferðir. Hann vann aldrei með Spiders aftur. En þó Bowie hafi „dregið sig í hlé“ héldu lögin hans áfram að vera vinsæl og voru leikin beggja vegna Atlantsála. Hann flutti til Los Angeles. Á meðan hann dvaldi í Bandaríkjunum komu út plöturnar, Diamond Dogs, David Live, Young Americans og Stati- on to Station kom út 1976, árið sem hann flutti til Berlínar. Á milli þess, sem hann gerði tvær síðastnefndu plöturnar, lék hann í mynd Nicolas Roegs, „The Man Who fell to Earth". Bowie hafði á þessum tíma reynt við ýmsar stefnur tónlist- arinnar, „rythem and blús“ og „soul“ og „diskófönk" fyrir utan náttúrulega rokkið. Hann hefir verið heldur þögull um starf sitt hin síðari ár. Þegar hann kom frá Berlín 1977 var það aðeins til að spila á hljómborði hjá Iggy Pop í ferðum um Bretland og Bandaríkin. 1 enda áttunda ára- tugarins hafði Bowie breytt um stefnu enn einu sinni og var kominn yfir í rokklistina aftur með plötunni Lodger. Þá fékkst hann við myndgerð og sjónlist ýmiskonar og kom á framfæri öðrum listamönnum. Hann lék Joseph Merrick á Broadway í New York í leikrit- inu The Elephant Man, lék í myndinni Just a Gigolo og vann að gerð tónlistar við myndina The Cat People og nú er komin út plata hans Let’s Dance. Hvað sem annars má segja um Bowie verður því ekki neitað að hann hefur sett á plast mörg af bestu rokklögunum sem komið hafa fram síðasta áratug. Og víst er að hann á um ókomna framtíð eftir að rugla gagnrýn- endur sína og skemmta áhang- endum sínum. Samantekt ai. „en ég hugsa ekki um það. Á þess- ari stundu er ríkjandi orðaforði í tónlistinni, sem er mestan part mjög tæknilegur og fráhrindandi. Fyrr eða seinna verður sveifla í hina áttina hver sem hún er. Let’s Dance er sennilega einfaldasta plata sem ég hef nokkru sinni gert. Það var raunar flókið að setja hana saman, en ég vona að hún sýni að hún sé ein jákvæðasta, tilfinningaríkasta og mest örvandi plata sem ég hef gert í langan tíma. Jákvæð? Tilfinningarík? Örv- andi? David Bowie? „Oh, ég er mjög jákvæður. Ég lít á lífið sem áskorun og það mjög spennandi áskorun." Hvað með „hléin“ á áttunda áratugnum? „Þau voru stórkostleg," segir hann hlæjandi. „I rauninni, eftir 10 eða 12 ára feril, sé ég að það sem gerist, er að maður verður huglaus eða missir áhugann. Þá hættir maður og bíður eftir að finna neista áhugans aftur. Það sem maður veit ekki, vegna þess að maður er ekki nógu gamall til að vita það, er að jafnvægið breyt- Úr „Merry Christmas Mr. Lawrence“. Bowie ieikur stríðsfanga í mynd Oshima „Merry Christmas Mr. Lawrence". ist og önnur tegund af áhuga kem- ur, ólík að uppruna." Það vekur athygli að Bowie virðist á árinu 1983 mjög jákvæð- ur og sáttur við sjálfan sig. Og þó. Hvernig á maður að vita að þetta sé ekki enn eitt hlutverkið í leikn- um? „Ah,“ segir Bowie brosandi. „Úlfur, úlfur“-veikin. Eitt er ég handviss um, ég er enn ekki kom- inn heill í höfn — og vegna þess ég get nú skoðað hvað ég raunveru- lega hugsa af mjög heilbrigðum sjónarhóli, og ég hef þá trú að það sé ögn af meiningu í lífi mínu, sem ég hef enga löngun til að eyði- leggja, held ég að það stefni allt í rétta átt, fullnægjandi og já- kvæða. Og ef mér líður þannig, reyni ég allt til að gefa því hlut í tónlist minni. Þýtt: ai. Hljómleikar Bowies Bowie fer víða í hljómleikaferð sinni, þó ekki komi hann upp til íslands illu heilli. Fréttir herma að honum hafi þótt heldur lágt til lofts í Laugardalshöllinni. En hvað um það. Fyrstu tónleikar hans voru í Frankfurt í Þýskalandi 20. maí. Þá heldur hann til Munchen, svo Lyon í Frakklandi, Frejus í Frakklandi, yfir hafið til Bandaríkjanna þar sem hann heldur tónleika á hátíð í San Bernardino í Kaliforníu, síðan heldur hann til London og verður á Wembley í byrjun júní, Birmingham, París, Gautaborg í Svíþjóð, Essen í Þýskalandi, Bad Segeberg í sama landi, Berlín og endar í Rotterdam 25 júní. — ai.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.