Morgunblaðið - 05.06.1983, Side 3

Morgunblaðið - 05.06.1983, Side 3
3 Snillingarnir í Stuttgart ■ Lið VFB Stuttgart keppnistímabilið 1982-83. Fremsta röð frá vinstri: Jeske, Ohlicher, Schlierer, Griininger, Roleder, Hade- wicz, B. Förster, Schafer. Miðröð: Benthaus, Entenmann, Flad, Muller, Weiss, Habiger, Kelsch, K.H. Förster. Kon- ietzko, Stemiex. Aftasta röð: Seitz, Makan, Ásgeir Sigurvins- son, Allgöwer, Reichert, Bialon. Niedermaver, Kempe, Six, Braun. Þýsk knattspyma er af mörgum talin sú bezta í heiminum. Benda ná á glæstan árangur þýzka landsliðs- ins og frábæran árangur þýzku fél- agsliðanna. Þar rís hæst sigur Hamborg SV í Evrópukeppni meistaraliða nýverið. Það þarf mik- ið til að vera í fremstu röð í þýzku Bundesligunni, en þar er lið VfB Stuttgart meðal þeirra sterkustu. Það eru því góðir gestir, sem heim- sækja ísland á vegum Knattspyrnu- félagsins Víkings á næstunni og leika á Laugardalsvelli 9. og 11. júní. Meðal leikmanna liðsins er Ás- geir Sigurvinsson, sá knattspyrnu- maður, sem hvað mestum ljóma hefur brugðið á nafn íslands á síð- ustu árum. Það eitt að vera eftirsóttur af knattspyrnufélögum í Bundeslig- unni i V-Þýzkalandi segir mikið um styrkleika knattspyrnumanns. Að verða síðan lykilmaður hjá einu sterkasta félaginu eru enn betri meðmæli og þau getur hann sýnt með sóma. Á liðnum vetri náði lið Stuttgart frábærum árangri og frammistaða Ásgeirs var lykillinn að þeirri velgengni. Ásgeir er í góðum félagsskap hjá Stuttgart. Meðal leikmanna liðsins eru Förster-bræðurnir, tveir af harðsnúnustu varnarmönnum þýzka landsliðsins í heimsmeistara- keppninni 1982. Þristirnið Kurt Niedermayer, Karl Allgöwer og Walter Kelsch, en allir hafa þeir leikið í Iandsliði V-Þýzkalands og í vetur varð Allgöwer meðal marka- hæstu leikmanna hinnar sterku og erfiðu þýzku Bundesligu. Gestgjafar Stuttgart a íslandi, Knattspyrnufélagið Víkingur, minnist þess í ár, að nú eru 75 ár lið- in frá stofnun félagsins, 21. april ár- ið 1908. Gestirnir frá Stuttgart minnast i ár einnig tímamóta í sögu félags síns, en það var stofnað 9. september árið 1893 eða fyrir 90 ár- um. TVívegis hefur Stuttgart orðið Þýzkalandsmeistari í knattspyrnu, árin 1950 og 1952, og bikarkeppn- ina vann félagið árið 1954 og 1958. Keppnistimabilið 1977-1978 varð Stuttgart í fjórða sæti í Bundeslig- unni. Markið var sett hátt, en sterk nöfn meðal leikmanna liðsins dugðu ekki til að skapa sterka liðs- heild. Lið Stuttgart endaði í 9. sæti deildarinnar vorið 1982. Stjórn félagsins ákvað að selja nokkrar af stjórnunum. Hansi Muller fór til Inter Milan og, Dieter Muller til Bordxeaux og fimm aðrir leikmenn voru seldir. í stað þeirra keypti félagið Niedermayer og Ásgeri Sig- urvinsson frá Bayern Munchen og Kempe og fjóra aðra leikmenn. Þjálfari var ráðinn Helmut Bent- haus, sem þjálfaði allt frá árinu 1965 til 1982 hjá FC Basel í Sviss og gerði félagið sjö sinnum að Sviss- landsmeisturum auk annara titla. Markmiðið var að ná sæti í UEFA- keppninni og það tókst. Stuttgart varð í þriðja sæti deildarinnar. Næsta keppnistímabil má búast við enn betri árangri hjá liði Stutt- gart. Margir telja að Stuttgart eigi þá að geta unnið hina erfiðu keppni i Bundesligunni. Félagið þurfi að kaupa 1-2 góða menn til viðbótar og verði þá illviðráðanlegt. Engir spádómar verða settir á blað hér, en víst er að það eru snjallir knatt- spyrnumenn, sem leika á Laugar- dalsvellinum 9. og 11. júní. Þeir skipa þriðja bezta lið V-Þýzka- lands, aðeins Evrópumeistarar Hamburger og spútniklið Werder Bremen stóðu þeim framar. Leikmenn Stuttgart: Helmut Roleder, markvörður, 29 ára, 4 B-landsleikir, Karl-Heinz Förster, miövöröur, 24 ára, 46 landsleikir, Hans-Peter Makan, miðvörður, 23 ára, Kurt Niedermayer, bakvöröur, 27 ára, 3 landsleikir, Bernd Förster, bakvörður, 28 ára, 23 landsleikir, Karl Allgöwer, tengi- liður, 26 ára, 9 landsleikir, Ásgeir Sigurvinsson, tengiliður, 28 ára, 31 landsieikur, Her- mann Ohlicher, tengiliður, 33 ára, Thomas Kempe, framherji, 23 ára, Walter Kelsch, framherji, 27 ára, 4 landsleikir, Didier Six, framherji, 28 ára, 46 landsleikir fyrir Frakk- land, Siegfried Gruninger, markvörður, 23 ára, Giinther Scháfer, bakvörður, 21 árs, Er- win Hadewics, varnarmaður, 32 ára, Gunar Weiss, tengiliður, 27 ára, Peter Reichert, framherji, 21 árs. Þjálfarinn Helmut Benthaus, sem náði frábærum árangri í Sviss áður en hann tók við stjórninni hjá Stuttgart í fyrra- haust. Karl-Heinz Förster, einn sterkasti leik- maður þýzka landsliðsins og stjórnandi varnarleiks Stuttgart-liðsins, en um leið stórhættulegur sem sóknarmaður. Franski landsliðsmaðurinn Didier Six, klækjarefur, sem um árabil hefur hrellt markverði víða um heim. Karl Allgöwer varð meðal markhæstu leikmannanna í V-Þýzkalandi á nýliðnu keppnistímabili, stórhættulegur leik- maður, sem leikur á miðju vallarins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.