Morgunblaðið - 05.06.1983, Síða 12

Morgunblaðið - 05.06.1983, Síða 12
12 „Leikurinn við Real stærsta stundin í lífi mínu sem knattspyrmimanns“ — segir Sverrir Herbertsson Sverrir Herbertsson hefur leikið með Víkingi síðan um mitt sumar 1981 og hefur verið sigursæll þann tíma. Sverrir kemur úr KR, enda fæddur og uppalinn í Vesturbæn- um. Hann segist hafa sterkar taug- ar til KR ennþá, en Víkingurinn í sér nái æ sterkari tökum. — Ég byrjaði ferilinn með 5 c í KR þegar ég var 10 ára en lék næsta leik með a-liðinu. Ég var miðvörður í gegnum alla yngri flokkana, þótt ótrúlegt megi virðast og það var ekki fyrr en í 2. flokki að Ólafur Lárusson taldi að miðherjastaðan ætti betur við mig og færði mig framar á völlinn. Seinna árið i 2. flokki skoraði ég 40 mörk, svo þetta hefur örugglega verið rétta staðan. En það kemur mér tvímælalaust að notum í dag að hafa spilað þetta lengi í vörninni, maður þekkir bet- ur aðgerðir varnarmannanna. Góður í að ,,hreinsa“ — Nú ert þú ekki í hópi hávöxn- ustu knattspyrnumanna. Hvers vegna varst þú látinn leika í stöðu miðvarðar. — Skýringin er nú ekki sú að ég sé sterkur skallamaður, þvert á móti, heldur sú að ég var mjög sparkviss á þessum árum og góður í „að hreinsa" — Hvenær lá svo leiðin í meist- araflokkinn hjá KR? — Ég spilaði eins og áður segir í ölium yngri flokkunum. í mínum flokki voru t.d. Birgir Guðjónsson, Elías Guðmundsson og Vilhelm Frederiksen, svo einhverjir séu nefndir. Við komust yfirleitt í úrslit en töpuðum ætíð fyrir Val, Guð- mundi Þorbjörns, Atla Eðvalds, Albert Guðmunds og þeim strák- um. Sumarið 1975 lék ég minn fyrsta meistaraflokkaleik, nokkra sumarið 1976 og var nokkuð fastur í liðinu frá 1977. Árangurinn var upp og ofan hjá KR á þessum árum og við náðum þeim lítt eftirsótta ár- angri að falla í fyrsta skipti í sögu KR sumarið 1977. Það var vægast sagt óskemmtilegt. En árið eftir unnum við 2. deildina örugglega. Þjálfararnir voru misjafnir að getu og sumir alveg vonlausir, t.d. Tom Casey, sem við kölluðum reyndar okkar á milli Tom Crasy. Hann var {jjálfari okkar árið sem við féllum. Ég get nefnt eina góða sögu af hon- um. Við vorum að leika æfingaleik við Þór á Melavellinum snemma vors. Ég kom of seint í leikinn og var settur út. En þar kom að ég var látinn byrja að hita upp og stóð sú athöfn í 20 mínútur áður en ég var settur inná. Þjáifarinn segir við mig áður en ég fer inná að ég eigi að reyna að „sóla“ í hvert skipti sem ég fái boltann, og með það fór ég inná. í fyrsta skipti sem boltinn nálgaðist lenti ég í samstuði og missti boltann og viti menn. Með það sama er kall- að í mig frá bekknum og mér skipað útaf, og hafði þá ekki náð að vera inná í eina mínútu! Þannig var nú fyrsti leikur minn þetta ár undir stjórn Casey. Víkingur spilaði knattspyrnu að mínu skapi — Svo liggur leiðin yfir í Víking sumarið 1981, er ekki svo? — Jú það er rétt. Þetta sumar þjálfaði Þjóðverji að nafni Man- fred Steve lið KR. Ósamkomulag varð milli okkar og ég sá ekki aðra lausn en skipta um félag. Valið var ekki erfitt, en biðin eftir því að geta byrjað að leika með Víkingi, 2 mán- uðir var virkilega erfið. Víkingur spilaði knattspyrnu sem var að mínu skapi og ég taldi henta mér best, liðið reyndi alltaf að spila með jörðinni. Ég er nú reyndar ekki langt þar fyrir ofan sjálfur! Einnig hafði það sitt að segja að ég þekkti nokkra stráka í Iiðinn og líkaði vel við þá. Best þekkti ég Lárus og Heimi. Það voru auðvitað viðbrigði að koma í Víking, sérstaklega að lenda hjá Youri Sedov þjálfara, hann var stórkostlegur, tvímæla- 3. flokkur: „Meira býr í Vík- ingsliðinu en það hefur náð að sýna“ — segir Gunnar Yngvason, þjálfari í 2. flokki eru fram- tíðar- menn „Ég hef trú á, að 2. flokkur Vík- ings verði mjög sterkur í sumar — það er þegar ég fæ að nota alla leik- menn liðsins. Strákarnir eru mjög áhugasamir og mér líst vel á sumar- ið“, sagði Stefán Konráðsson, þjálf- ari 2. flokks í stuttu spjalli. — Ég er með sterkan kjarna, en það sem hefur háð okkur er að við vorum nokkuð á eftir í undirbún- ingi. Ég var að kenna úti á landi og kom í endaðan apríl. Kári Kaaber þjálfaði strákana í vor og eins og gefur að skilja þá tekur tíma fyrir strákana að Iaga sig að nýjum þjálf- ara auk þess, að þeir voru ekki í nógu góðu pústi í vor“. Víkingur hefur Ieikið fimm leiki í Reykjavíkurmótinu; þar af þurftu strákarnir að leika nokkra leiki með tveggja daga millibili og kom það nokkuð niður á úrslitum. Þeir iéku til úrslita við KR í lok maí og töp- uðu 0-1 en það var þriðji leikur þeirra á sex dögum. Fyrr höfðuþeir tapað 0-2 fyrir Val, en unnið Fylki 1-0 og Þrótt 2-0 og gert 1-1 jafntefli við Fram. Víkingur hafnaði í öðru sæti á íslandsmótinu í fyrra í 2. flokki. „Meðal strákanna í 2. flokki eru nokkrir sem áreiðanleea eiea eftir að leika með meistaraflokki og verða í fremstu röð; ef þeir halda sig vel við efnið. Leikmenn eins og Ein- ar Einarsson og Andri Marteins- son, sem voru í drengjalandsliðs- hópnum í fyrra, þó þeir hafi ekki verið látnir spila og varð það vægt sagt nokkuð furðulegt; báðir eru þeir framtíðarmenn. Jón Otti Jons- son er mjög efnilegur markvörður, Páll Ásgrímsson á einnig eftir að leika marga leiki með Víkingi og Þórður Ragnarsson, fyrirliði 2. flokks er sterkur varnarmaður. Annars er liðið í 2. flokki mjög jafnt og það hefur styrkt liðið að Hafþór Áðalsteinsson gekk til liðs við okkur eftir ársdvöl í Fram. Þó ég nefni þessi nöfn, þá eru fleiri leikmenn sem gætu skipað sér í fremstu röð — með því að leggja hart að sér og láta ekki deigan síga. Við æfum tvisvar til fjórum sinn- um í viku, en undanfarið höfum við leikið annan hvern dag. Það kom til vegna frestana og kom það niður á leik liðsins. Strákarnir voru þreyttir í lokin og náðu ekki að sýna sínar réttu hliðar. En við höfum sett stefnuna á að komast í úrslitakeppni 2. flokks — ég tel að strákarnir eigi góða mögu- leika á því“, sagði Stefán Konráðs- son en þess má geta að hann er einn- ig þjálfari knattspyrnuskóla Vík- ings. „Ég verð að segja eins og er — ég hef ekki verið nógu ánægður með útkomu 3. flokks þó árangur sé all- miklu betri en í fyrra. Ég tel að mun meira búi í Víkingsliðinu, en það hefur náð að sýna,“ sagði Gunnar Yngvason, þjálfari 3. flokks Vík- ings í stuttu spjalli. Þegar þessar línur voru skrifaðar voru strákarnir hans Gunnars í öðru sæti í Reykja- víkurmótinu, höfðu unnið Fylki og ÍR 1-0 bæði lið, Þrótt 5-0, gert jafn- tefli við Val en tapað fyrir Fram 0-2 og 0-1 fyrir KR. „Æfingaaðstaðan sem strákarnir verða að búa við er hroðaleg og er raunar að gera mig gráhærðan. Við erum aðeins með 1-2 tíma í viku. Það gefur auga leið að slíkt er ekki nóg. Ef félögin útvega yngri flokk- um sínum ekki meiri tíma, þá mun meistaraflokkur þurfa að æfa jafn- mikið og raun ber vitni — æfa at- riði sem strákarnir í raun hefðu átt að æfa í yngri flokkunum. Þessir ungu strákar vilja vera í fótbolta alla daga — þeir þurfa meiri tíma og ég gerði tillögur um að meistara- flokkur æfði meira vestur á Mela- velli þar sem aðstaða er betri. En ekki svo að skilja — þetta vandamál er ekki einskorðað við Víking. Þetta á við meira og minna öll fé- Iög“ Hvaða möguleika telur þú að 3. flokkur Víkings eigi í sumar? „Við höfum sett stefnuna á að komast í úrslitakeppni 3. flokks. Og ég sé því ekkert til fyrirstöðu. Ég er með gott lið — með góða stráka og ef þeir ná upp því spili sem ég veit að í þeim býr, þá ná þeir langt!1 Hvaða leikmenn eru efnilegastir í 3. flokki? „Ég get nefnt þér Stefán Stein- sen, sem er í drengjalandsliðinu, Hörð Theódórsson, Stefán Aðal- steinsson og Örnólf Jonsson. Allt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.