Morgunblaðið - 15.06.1983, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1983
29
Benfica finnst
kaupverðið á
Pétri of hátt
TELJA má fullvíst að Pétur Pét-
ursson fari ekki til Benfica. Ben-
fica vill ekki greiða þá upphæö
sem Antwerpen setur upp fyrir
Pétur, 20 milljónir belgískra
franka (10,7 millj. ísl.) og Ant-
werpen hefur neitaö að lækka
verðið á Pétri.
Pétur dvaldi í þrjá daga í Lissa-
bonn hjá Benfica og líkaði mjög vel
vistin. Hann lék æfingaleik og
skoraði tvö mörk. Hann átti við-
ræöur við framkvæmdastjóra og
þjálfara liösins, sem höföu áhuga á
aö fá hann í sínar raöir, en kaup-
veröiö er of hátt.
Pétur mun dvelja í Portúgal
fram yfir næstu helgi, hugsanlegt
er aö hann fari yfir til Sporting Gij-
on á Spáni og líti þar á aöstæöur
en Gijon hefur sýnt áhuga á aö
kaupa Pétur. Hinsvegar eru mest-
ar likur á aö hann veröi áfram hjá
Antwerpen fyrst félagiö heldur
honum í svona háu verði.
• Það er enginn annar en Pétur Pétursson sem er á miöri mynd í sannkallaðri flugferð. Til vinstri sjáum við
boltann bera í fætur meðspilara Péturs, en Pétur var þarna að senda hörkuskalla að marki mótherjanna. Nú
bendir allt til þess aö Pétur leiki áfram með Antwerp á næsta keppnistímabili.
Unglingalandsliðið í
körfuknattleik tapaði
fyrir Kentucky All Stars
Sl. laugardag léku í íþróttahús-
|nu í Keflavík, unglingalandslið
islands (18 ára og yngri) við jafn-
aldra sína frá Kentucky. Jafnræði
var með liöunum til að byrja með,
og staöan eftir 4 mínútur 8:8, en
þá tóku Bandaríkjamennirnir aö
síga fram úr, enda mun betri aöil-
inn. Smájuku þeir forskot sitt og
eftir 16 mínútur var staðan orðin
37:26. Á næstu 2 mínútum tókst
íslendingum aö minnka þennan
mun niöur í 7 stig, staðan þá
45:38, en Bandaríkjamennirnir
skoruðu síðustu 6 stigin og loka-
tölur hálfleiksins 51:38.
i upphafi síöari hálfleiks fór
Steve Miller, besti maöur Ken-
tucky og vallarins, á kostum og
skoraöi 10 stig í röð og breytti
stööunni í 40:63. Mestur var mun-
urinn um miöjan síöari hálfleikinn
29 stig, 77:48, en þaö sem eftir var
leiksins virtust Bandaríkjamenn-
irnir slaka nokkuð á, og tókst is-
lendingum aö mínnka þennan mun
í 20 stig, en lokatölur leiksins uröu
96:76.
Langbestur Bandaríkjamann-
anna var, eins og áöur segir, Steve
Miller, og þá voru Herbert Crook
og Boy Donaldsson einnig mjög
góðir. Bestir Islendinganna voru
þeir Henning Henningsson og
Matthías Einarsson.
Stigahæstir Bandaríkjamann-
anna voru: Steve Miller 18 stig,
Herbert Crook 17 stig og Roy Don-
aldsson 13 stig. Stigahæstir is-
lendinganna voru: Henning F.
Henningsson 16 stig, Matthías Ein-
arsson 16 stig, Sigurður Ingimund-
arson 14 stig, Bragi Reynisson 9
stig og Jóhannes Kristbjörnsson 7
stig.
Áhorfendur voru fremur fáir,
eöa um 150.
ÓT.
• Piet Schrijvers, hinn 36 ára
gamli landsliösmarkvöröur úr
Ajax, hefur gert samning við
Edmonton Eagles frá Kanada til
tveggja ára. Schrijvers mun bæöi
þjálfa og leika með þessu nýja
félagi sínu.
Schrijvers hefur um langt ára-
bil verið einn besti markvörður í
Evrópu. Hann lék hér um síðustu
helgi með stjörnuliöinu gegn
Stuttgart og sýndi þá góða takta í
markinu, sem hann hélt hreinu.
Þá var hann iðinn viö aö segja
ungum piltum til í boltaskóla
Flugleiöa um morguninn.
• Zhu Jianhua á leið yfir 2,37 metrana, eins og sjá má á Ijósatöflunni,
á frjálsíþróttamóti í Peking á laugardag.
Heimsmet í hástökki
TVÍTUGUR Kínverji, Zhu Jianhua að nafni, setti nýtt heimsmet í há-
stökki á frjálsíþróttamóti í Peking á laugardag er hann stökk 2,37
metra. Jianhua fór yfir heimsmetshæöina í fyrstu tilraun.
Gamla heimsmetið á Austur-Þjóðverjinn Gerd Wessig, sem stökk
2,36 metra er hann sigraöi í hástökki á Ólympíuleikunum í Moskvu
1980.
Zhu Jianhua var beztur í hástökki í heiminum í fyrra, stökk þá 2,33
metra, sem var Asíumet. Hann stökk fyrst yfir 2,30 í hitteöfyrra og sló þá
11 ára kínverskt met, sem var 2,29 metrar og á sínum tíma heimsmet.
Jianhua hefur á síöustu tveimur árum verið nálægt þvi aö setja heims-
met í hástökki, m.a. á móti í Peking í júní í fyrra, og einnig á Asíuleikunum
í Nýju Dehlí í desember sl.
Zhu Jianhua er aðeins tvítugur aö aldri og 1,93 metrar á hæö.
— áaáa.
KATTASANDUR
Nýr og betri valkostur!
Greiðslukjör í 6 til 8 mánuði
Viltu
og kaupa sófasett sem endist árum
saman
spara
HÓS6AGNABÖLLIN
BÍLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVÍK ® 91-81199 og 81410