Morgunblaðið - 15.06.1983, Síða 22

Morgunblaðið - 15.06.1983, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1983 Björn J. Andrésson Leynimýri — Minning Aldamótakynslóðin er að smá- kveðja, sú kynslóð sem vaxandi þjóðerniskennd samfara trú á landið og framtíðina gerði mögu- legt að skapa þann grundvöll sem þjóðfélag okkar byggist nú á. Með þessari kynslóð ríkti víðsýni meiri en áður, bjartsýni um betra mannlíf en það sem varð til að hrekja menn til Vesturheims úr örbirgðinni á harðindaárunum upp úr 1880, og skilningur á því að menn þyrftu að vinna saman til að búa í haginn fyrir framtíðina. Þetta var gæfusöm kynslóð sem horfði á marga drauma sína ræt- ast — og miklu meira en það, horfði á þær breytingar sem eng- an gat órað fyrir, sumar ef til vill til ills, en þó miklu fleiri til góðs. Og meðal þeirra, sem þrátt fyrir alla augljósa agnúa þótti breyt- ingin til mikilla bóta, var Björn J. Andrésson, sem andaðist eftir nokkurra mánaða sjúkrahúsvist 5. júní sl., 87 ára að aldri. Hann var fæddur á Ystaskála undir Eyjafjöllum 25. apríl 1896, sonur hjónanna Andrésar Páls- sonar og Katrínar Magnúsdóttur. Um Katrínú birtist grein í fslend- ingaþáttum Tímans vegna níræð- isafmælis hennar 25. ágúst 1952, og um Andrés mun einnig hafa verið skrifuð fróðleg grein, þótt mér hafi ekki tekist að hafa upp á henni nú. Þau hjón eignuðust sjö börn, eitt dó í frumbernsku, en hin voru: Björn Jóhann mun hafa verið þeirra elstur, en bræður hans voru Páll, sem dó ekki gamall, Magnús, bóndi í Króktúni á Landi, dáinn fyrir skömmu, og Andrés, bóndi í Berjanesi, sem nú er einn á lífi þeirra systkina og hefur verið sjúklingur á sjúkrahúsi í mörg ár. Systur þeirra voru tvær, Marta, saumakona í Reykjavík, og Mar- LÚXUSFERÐ tíl Edinborgar í fylgd Bryndísar Schram Eínvíka - 22. júní. kr. 8.780 Farið með ms. Eddu frd Reykjavík d miðvikudagskvöldi. Lífsins notið um borð. Komið til Newcastle d laugardagsmorgni kl. 10. — Þar íœr hópurinn rútur til umráða. Ekið til Eldon Square Center, einhverrar stœrstu verslanamiðstöðvar Evrópu. 300 verslanir undir sama þaki, þ.á.m. allar stóru verslanakeðjumar. Komió til Royal Scot Hotel í Edinborg kl. 18.30. Hótelið er í lúxusílokki. Öll herbergi með baði, litsjónvarpi og minibar. Þess utan em sundlaug og sauna í hótelinu auk íjölda bara og veitingasala. Kvöldverður á Royal Scot er inniíalinn, síðan er kvöldið frítt til eigin ráóstöíunar. Morgunverður inniíalinn á Royal Scot, sömu leiðis ferð til Edinborgarkastala. Annars er morguninn írjáls til skoðunaríerða um þessa frœgu og fögm borg. a Brottíör frá Edinborg kl. 14.30. Ekið um þjóðgarðinn í Northumberland og Cheviot hœðir, rómað landsvœði fyrir náttúmíegurð og komió tilNewcastle kl. 18.30. Dvalið á Holliday Inn Hotel Kvöldverður inniíalinn, sem og morgunveróur á mánudagsmorgni. Kvöldið frítt til eigin ráðstöíunar. Holliday inn Hotel í Newcastle er hreinrœktað lúxushótel. Öll herbergi em með baði, litsjónvarpi, minibar og úrvali kvikmynda á lokuðu sjónvarpskeríi. Á mánudagsmorgni em rútumar aó nýju vió hóteldyrnar kl. 10 og ílytja þátttakendur um borð 1 ms Eddu þar sem þeir hreiðra um sig aftur í notalegum káetum skipsins. FARARSTJÓRI: BRYNDÍS SCHRAM | 3J Er þetta ekki óskaferðin þín? Oencl Io/6 1935 FARSKIP AÐALSTRÆTI 7 REYKJAVÍK SÍMI 2 5166 grét, sem mun hafa verið blind eða nær blind frá bernsku. Milli Björns og Andrésar, yngsta bróð- urins, var mjög kært, og síðustu fótavist sína notaði Björn til að heimsækja þá bræður sína, Magn- ús og Andrés, sem báðir lágu á sjúkrahúsi. Þeir áttu hug Björns sem einhverra hluta vegna áttu í erfiðleikum. Þau Andrés og Katrín höfðu ekki fast jarðnæði, en baðstofuna sem þau bjuggu í áttu þau og fluttu með sér þegar þau höfðu jarðaskipti. Frá Ystaskála fluttust þau að Búðarhóli í Landeyjum, síðan að Fitjarmýri undir Vest- ur-Eyjafjöllum og svo loks 1902 að Steinum undir Austur-Eyjafjöll- um (þar sem kallast Gata). En á þessum árum fóru íbúðarréttindi leiguliða mjög að vilja jarðeig- enda. f Steinum bjuggu þau í 18 ár og fluttust svo að Berjaneskoti. Lífskjör hérlendis hafa batnað þann veg að nú flytja frumbýl- ingar ekki lengur hús sín með sér, enda mún það hafa verið eins- dæmi. En við þessar aðstæður og þessa sjálfsbjargarviðleitni ólst Björn upp. Að vísu voru menn ekki einir í veröldinni þá fremur en nú, menn léðu hver öðrum hesta og handarvik þegar þurfti. Og skiln- ing á gildi samvinnu og samhjálp- ar mun Björn hafa öðlast snemma. Hann lærði sund hjá Páli Erl- ingssyni 1921, var svo á íþrótta- námskeiði í Reykjavík næsta sumar, að hvötum oddvitans í sveitinni. Þá var áhuginn vaknað- ur fyrir alvöru, og með stuðningi góðra manna hófust ungir menn í hreppnum handa þá um haustið að hlaða upp sundlaug við heitar uppsprettur fyrir innan Seljavelli og steypa hana upp næsta vor. Þarna var Björn I fararbroddi og kenndi svo sund í lauginni. Um tíma kenndi hann einnig sund í Reykjavík fyrir Ólaf Pálsson. Hér skal þetta ekki rakið frekar, en frá þessu og fleiru fróðlegu segir Björn í skemmtilegu viðtali sem Ólafur Jónsson frá Skála birti við hann í Morgunblaðinu 10. des. 1976. Alþingishátíðarárið 1930 festi Björn ráð sitt og kvæntist heit- konu sinni húnvetnskri, Jósefínu Rósants. Þau festu þá kaup á tveim þriðju hlutum grasbýlisins Leynimýri við Reykjanesbraut, sem nú heitir svo, fyrir ofan þar sem nú er kirkjugarðurinn í Fossvogi. Þá sá þaðan ekki til neinnar byggðar í Reykjavík né Kópavogi. Þriðjung jarðarinnar keyptu þau svo 1936 og bjuggu þarna meðan heilsa og aðrar að- stæður leyfðu. Börn þeirra urðu þrjú: Edda, gift Stefáni Hall- grímssyni málara, þau eiga átta börn og sjö barnabörn, Bragi, kvæntur Soffíu Jónsdóttur, þau eiga fjögur börn og eitt barna- barn. Baldur var yngstur, kvænt- ist ekki, en synir hans tveir eru á lífi og eitt barnabarn. Hann and- aðist snögglega 1980. Það varð gamla manninum þung raun. Annars var Björn lengst einn í íbúð sinni í Leynimýri, eftir að kona hans dó, en í hinum enda hússins býr Bragi með fjölskyldu sinni, og þar átti hann athvarf. í áðurnefndu viðtali getur Björn þess að hann hafi stundað sjó- mennsku í 17 ár, sveitabúskap í 17 ár, iðnaðarstörf og skylda þjón- ustu hjá Blindrafélaginu í Reykja- vík í 17 ár og ætli að stunda inn- heimtustörf í 17 ár. En að heiman fór hann fyrst 17 ára gamall, og hann náði því marki sínu að sinna störfum til 85 ára aldurs. Samhliða þessu vann Björn mikið að félagsmálum, svo sem fram kom í sambandi við sund- laugarbygginguna, enda hefur mér verið sagt að alls staðar þar sem félagsstarf stóð með blóma undir Austur-Eyjafjöllum meðan hann átti þar heima hafi mátt bú- MFA Leikþáttasamkeppni Menningar- og fræöslusamband alþýöu hefur ákveöið aö efna til samkeppni um gerö leikþátta. Leikþættirnir eiga aö henta til sýninga á vinnustöö- um, fundum og öörum samkomum stéttarfélaganna. Efni þeirra þarf aö skírskota til málefna verkalýös- hreyfingarinnar. Miöaö er viö einfaldan sviösbúnaö og fáa leikara (2—5). Sýningartími 20—30 mínútur. Veitt verða ein verölaun, 35.000 krónur fyrir þann þátt sem dómnefnd velur. Um flutning þess þáttar, er verölaun hlýtur og ann- ara, sem valdir yröu til sýninga veröur samiö sér- staklega við höfunda. Leikþættirnir sendist til skrifstofu MFA, Grensás- vegi 16, Pósthólf 5281, 125 Reykjavík fyrir 15. októ- ber nk. Höfundar gangi frá samkeppnisgögnum í tveim um- slögum, sendi leikþáttinn meö dulnefni í ööru, en höfundarnafn, sem til þess vísar í hinu. Dómnefndina skipa: Stefán Ögmundsson, prentari, Brynja Benediktsdóttir, leikari, og Höröur Zophanías- son, skólastjóri. Nánari upplýsingar varöandi leikþáttasamkeppnina og fyrirkomulag hennar veitir Tryggvi Þór Aðal- steinsson á skrifstofu MFA, Grensásvegi 16, sími 84233. Menningar- og fræðslusamband alþýðu. |MbFf9tlttUllklb' Gódan daginn!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.