Morgunblaðið - 17.06.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. JÚNl 1983
3
Ljósmynd: Frióþjófur Helgason.
Unnur Kteinsson, fegurðardrottning íslands 1983, íklædd viðhafnar-
kyrtli, sem móðir hennar, Jórunn Karlsdóttir, hannaði og saumaði. Einn
þátturinn í keppninni um Miss Universe felst í því að koma fram í
þjóðbúningi lands síns.
Keppnin leggst ágætlega í mig
*
— segir Unnur Steinsson, fegurðardrottning Islands,
sem heldur utan í keppnina um Miss Universe á morgun
UNNUR Steinsson, fegurðardrottning íslands 1983, fer utan til
Bandaríkjanna á morgun til að keppa um titilinn Fegursta kona
heims, eða Miss Universe 1983. Sjálf keppnin fer fram 11. júlí í St.
Louis í Missorui og verða þátttakendur í kringum 80. Stúlkurnar
munu koma fram í kvöldkjól, sundbol, þjóðbúningi lands síns.
Unnur var í gær að máta viðhafnarkyrtil, sem hún mun klæöast í
keppninni, og var meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri. Þetta
er himinblár kyrtill með hvítu slöri og öllu tilkeyrandi: faldi,
handskornu stokkabelti úr gulli og nælu við. í keppninni eru
sérstök verðlaun veitt fyrir fegursta þjóðbúninginn.
Það er nóg að gera hjá Unni
þessa dagana, því auk þess að
undirbúa sig fyrir keppnina
vinnur hún tvöfalda vinnu,
sem flugfreyja og við af-
greislu í verslun. Eða eins og
hún segir sjálf:
„Það er búið að vera svo
mikið að gera hjá mér undan-
Erlingur Hauksson, fiskifræð-
ingur, vildi ekki gera mikið úr
þessari fjölgun sels í sambandi við
Morgunblaðið í gær. Hann sagði
að ljóst væri að sel hefði fjölgað,
þá einkum útsel. Þó gæti verið að
menn veittu selnum meiri eftir-
tekt en áður vegna blaðaskrifa.
Hitt væri þó vitað mál að um leið
og stofninn stækkar verður dreif-
ingin meiri. Selur hefði alltaf ver-
ið í námunda við Reykjavík, þann-
farið að ég hef eiginlega ekk-
ert mátt vera að því að hugsa
um keppnina. Þó er aðeins
kominn fiðringur í mig, sam-
bland af tilhlökkun og kvíða.
En satt best að segja veit ég
frekar lítið hvað bíður mín.
Við fáum ekkert að vita fyrr
en út er komið. En ætli mest-
ig að fregnir af sel í Fossvogi ættu
ekki að koma á óvart.
Erlingur sagði að samkvæmt
stofnstærðarákvörðun 1980 hefði
komið í ljós að landselir væri að
minnsta kosti 30.000 og stofn-
stærðarákvörðun 1982 benti til að
útselir væru að minnsta kosti
10.000. Til stendur að framkvæma
slíkar kannanir á stofnstærð með
nokkurra ára millibili í framtíð-
inni.
ur tíminn fari ekki í æfingar
og veislur, sjálf keppnin tekur
ekki langan tíma. Eg fer ein,
sem er ágætt, enda tilgangs-
laust að hafa einhvern með
sér, þar sem við verðum alveg
einangraðar og umvafðar ör-
yggisvörðum. Mér skilst að
það sé einn vörður á hverjar
fjórar stúlkur."
— Ertu bjartsýn?
„Ég veit það ekki. Maður
verður bara að sjá hvernig
þetta fer. En keppnin leggst
ágætlega í mig.“
Maðurinn
sem lést
MAÐURINN, sem lézt í vinnuslysi í
Kópavogi í fyrradag, hét Gestur Sig-
urjónsson. Hann var tæplega sextug-
ur, fæddur 18. nóvember 1923.
Hann lætur eftir sig eiginkonu og
dóttur.
Seinum fjöigar og
leitar á nýjar slóðir
SEL HEFUR fjölgað hér við land undanfarin ár og meira ber á skemmdum
af hans völdum en oft áður. Þannig leitar hann mikið t.d. í grásleppunet. Þá
hafa borist fregnir af sel á stöðum, þar sem hann hefur ekki vanið komur
sínar til þessa. Menn hafa orðið varir við sel í Fossvogi og má í því samhandi
minna á „Jóhönnu“, vikugamla urtu, sem fékk inni í lögregiustöðinni í
Kópavogi. Einnig hafa borist fregnir af sel inni í landi s.s. í Stóru-Laxá í
Hreppum.