Morgunblaðið - 17.06.1983, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1983
13
Nýjar kirkjuklukkur
vígðar í Hveragerði
Hveragerði, 7. júní.
Hátíðaguðsþjónusta var í Hvera-
gerðiskirkju sunnudaginn 5. júní
kl. 14. þar vígði Sigurður Pálsson
vígslubiskup nýjar kirkjuklukkur,
sem komið var fyrir í nýbyggðu
klukknaporti í síðustu viku. Sókn-
arpresturinn Tómas Guðmundsson
messaði, kirkjukór Hveragerðis og
Kotstrandarsókna annaðist kirkju-
söng, en organleikari var Guð-
rnundur Gottskálksson. Fjölmenni
var við athöfnina.
Að messu lokinni var öllum
kirkjugestum boðið til kaffi-
drykkju í Hótel Hveragerði. Veit-
ingar gáfu og önnuðust sóknar-
nefndin og Félag aldraðra í
Hveragerði. Var þar allt af
rausnarskap gert og mjög ánægju-
legt.
Meðan setið var til borðs, flutti
Guðmundur Ingvarsson formaður
sóknarnefndar ræðu, bauð hann
gesti velkomna og sagði m.a.:
„Bygging klukknaports Hvera-
gerðiskirkju hófst haustið 1981, þá
var steyptur sökkull, en sumarið
’82 voru stólpar steyptir. Arkitekt
var Jörundur Pálsson, yfirsmiður
var Ásgeir Jónsson, raflögn ann-
aðist Ingólfur Pálsson, múrverk
Eiríkur Helgason og málningu
Helgi Kristinsson.
Árið 1980 voru keyptar kirkju-
klukkur ásamt rafútbúnaði til
nota í væntalegu klukknaporti. Á
síðastliðnu hausti, þegar átti að
fara að setja þennan rafbúnað
upp, kom í ljós að hann var ekki
sniðinn fyrir okkar veðurfar og
stóðst ekki þær gæðakröfur sem
rafmagnseftiriit ríkisins gerir um
raforkuvirki.
Strax var hafist handa um að fá
nýjan útbúnað og fékkst hann frá
viðurkenndri verksmiðju í Eng-
landi.
Ég vil þakka innflytjanda
klukknanna Ásgeiri Long, hve vel
hann leysti þann vanda, á skömm-
um tíma. Þá var komið að upp-
setningunni. Frágang eða fest-
ingar á hólfum í klukkurnar ann-
aðist Vélsmiðja Ævars Axelsson-
ar.
Magnús Jochumsson járnsmíða-
meistari hannaði, smíðaði og gaf
festingar v. upphengingar klukkn-
anna. Þá gaf ónefnd kranaþjón-
usta uppsetningu á kiukkunum.
Öllum verktökum og starfs-
mönnum þeirra þakka ég vel unn-
in störf.
Nafn eins iðnaðarmanns nefndi
ég hér sérstaklega, en það er Jón
Guðmundsson húsameistari, sem
af brennandi áhuga hefur fylgst
með öllu þessu verki og gripið inní
hverskonar störf og útréttingar.
Þakka ég honum sérstaklega.
Jóni Guðmundssyni var sýndur
sá virðingarvottur, að vera hringj-
ari við vígsluathöfnina.
Margir einstaklingar hafa gefið
gjafir til kirkjunnar. Heilsuhæli
NLFÍ og Gísli Sigurbjörnsson v.
Grundar, gáfu peningagjafir til
klukknaportsins á sl. ári.
Öllum þessum gefendum eru
færðar bestu þakkir. Þá þakka ég
Jóhanni Guðmundssyni hótel-
stjóra þann velvilja að lána hótel-
ið endurgjaldslaust fyrir þessa
samverustund í dag.
Embættismönnum kirkjunnar
sem önnuðust vígsluna bið ég
gæfu og gengis.
Að lokum óska ég þess, að vígsla
þessa nýja hluta kirkjunnar megi
verða Hvergerðingum til blessun-
ar.“
Þá flutti oddvitinn, Hafsteinn
Kristinsson, stutt ávarp og færði
öllum sem stóðu að þessum fram-
kvæmdum þakkir fyrir hönd
okkar Hvergerðinga.
Þess má að lokum geta að nú er
einn áfangi kirkjunnar eftir, en
það er að setja í hana steinda
glugga. Einnig er eftir að fegra
umhverfi hennar, er áætlað að
vinna að því í sumar.
Sigrún.
Eldrauður
Látiö
Hörpu gefa tóninn
Þú veröur ekki
eldrauöur af áreynslu
viö aö mála meö Hörpusilki
— því þaö er leikur einn.
I
ém
jiiiiititn*
SÆNSK-ÍSLENZK
VERÐBYLTING
Á ELECTROLUXBW200
UPPÞVOTTAVÉLUM
Við gerðum góð kaup með því að kaupa 213 Electrolux BW 200
GOLD uppþvottavélar í einu lagi. Þannig fengum við verulegan
afslátt sem kemur þér til góða.
Fullkomin uppþvottavél á afsláttarverði, ein hljóðlátasta vélin
á markaðnum - frábær þvottakerfi (með sparnaðarrofa) - öfl-
ugar vatnsdælur sem þvo úr 100 ltr. á mínútu - þrefalt yfirfalls-
öryggi - Ryðfrítt 18/8 stál í þvottahólfi - Barnalæsingáhurð -
Rúmar borðbúnað fyrir 12-14 manns.
FuIIkomin Electrolux BW 200 uppþvottavél á tilboðsverði sem
þú trúir tæpast - og ekkert vit er í að hafna.
i VERÐLISTAVERÐ OKKAR VERÐ i
Kr. 25.271.- Kr. 17.490.- Vörumarkaöurinn hl.
i ÁRMÚLA 1A S8Ó117