Morgunblaðið - 17.06.1983, Side 28

Morgunblaðið - 17.06.1983, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1983 Atvinnumennska í tennis gefur vel af sér: John McEnroe bénar 120 milljónir á ári • ENSKI kylfingurinn Tony Jacklin hefur oft verið kallaður formaður „holu í höggi“ klúbbe- ins, og ekki að ástæöulausu. Á opnu móti í Kenya ekki alls fyrir löngu fór hann holu í höggi i ní- unda skiptiö á sínum golfferli. Bill McColl lék það eftir honum seinna um daginn, og var það á 11. braut sem kapparnir náöu þessum árangri. Glæsileg verö- laun voru í boði fyrir þann sem færi holu í höggi í þessu móti, — en til aö fá þau urðu keppendur að gera það á 13. braut, þannig aö þeir voru tveimur holum á undan áætlun að þessu sinni. ÞAÐ FANNST víst mörgum nóg um þær tekjur sem Björn Borg hafði áriö 1981, en þá fékk hann tæpiega níu og hálfa milljón þýskra marka í laun og auglýsingatekjur, en þaö eru 94,8 milljónir íslensk- ar. Á síðasta ári var þetta met slegiö og sá sem geröi þaö er enginn annar en John McEn- roe, tennisleikarinn skapstóri frá Bandaríkjunum. Hann fékk rúmar 12 milljónir, en það samsvarar rúmum 120 milljónum íslenskra króna. Þessar tekjur eru fyrir aö sigra í opinberum mótum, leika sýninga- leiki og auglýsingar ýmiss konar, en Steven Corey, fjármálastjóri McEnroe, hefur veriö duglegur viö aö láta drenginn auglýsa hinn margvíslegasta varning, og skiptir þá ekki máli hvort þaö er eitthvaö viökomandi íþróttinni eöa ekki. „Þaö er engin smá auglýsing aö leika fyrir þúsundir manna, og ég tala ekki um þegar vel gengur. Þá er þaö mjög sterk auglýsing fyrir vöruna sem viö auglýsum. Þaö hefur gengiö vel hjá okkur aö und- anförnu og þá rýkur verðiö uþþ," sagöi Corey eitt sinn þegar hann var spuröur um ástæöuna fyrir því aö McEnroe heföi svona miklar auglýsingatekjur. McEnroe gefur árlega rúmlega fimm þúsund eigin- handaráritanir og fær vænar fúlgur fyrir. Fjármálastjórinn hans sagöi aö eftir fimm ár yröi McEnroe orð- inn jafn vinsæil og Elvls Presley var þegar hann var upp á sitt besta. Hér á eftir er sundurliöun á tekjum John McEnroe fyrir árið 1982. 20 milljónir fyrir sigra í tólf opinberum mótum. 25 milljónir fyrir aö leika sýningarleiki 10 milljónir fyrir þátttöku í sýningarmótum. 10 milljónir fyrir eiginhandaráritanir. 3.4 milljónir fyrir sigur í „Daviscup“ 15 milljónir fyrir að leika með Dunlop-spaða. 3,8 milljónir fyrir hagnaö af sölu á McEnroe bolum 10 milljónir fyrir að auglýsa fatnað frá Sergio Tacchini á Ítalíu. 7.5 milljónir fyrir aö leika í Nike-skóm 3,7 milljónir fyrir aö auglýsa Bic-rakvélar. 2,0 milljónir fyrir að nota Omega-úr 3,7 milljónir fyrir aö auglýsa ástralska mjólk. 2.5 milljónir fyrir að auglýsa drykk sem nefnist „Top spin“. 3,2 milljónir fyrir að auglýsa „Salad-Dressing“ 1.5 milljónir fyrir aö auglýsa Toyota-bíla. Björgvin og Þórdís urðu efst ÞAU Bjðrgvin Þorsteinsson GA og Þórdís Geirsdóttir GK urðu langhæst ( stigamótum GSÍ ( golfi. Voru það fjögur mót sem géfu stig og var þaö síöasta nú um helgina, Datsun-Nissan- keppnin hjé GR. Að loknum þessum fjórum mótum hafa 17 karlmenn og 7 konur fengið stig og skiptast þau þannig: KARLAR Stig Mót 1. Björgvin Þorsteinss., GA 73 4 2. Gylfi Kristinss., GS 44 4 3. Siguróur Sigurðs., GS 43 4 4. Sigurður Péturss., GR 37 4 5. Gytfí Garðarss., GV 36,5 4 6. Ragnar Ólafss., GR 33,5 4 7. Sveinn Sigurbergss., GK 31 3 8. Hannes Eyvindss., GR 30 4 9. Jón H. Guðlaugss., NK 24 2 10. Magnús Jónss., GS 17,5 3 11. Geir Svanss., GR 13 3 12. Gunnl. Jóhannss., NK 10,5 2 13. Óskar Sœmundss., GR 8 4 14. Sigbjörn Óskarss., GV 7,5 4 15. —16. Péll Ketilss., GS 3 3 15.—16. Hilmar Björgvinss., GS 3 1 17. Magnús I. Stefánss., NK 1,5 4 ( stigamótum karla tóku þátt á milli 30 og 40 kylfingar. KONUR 1. Þórdís Geirad., GK 82 4 2. Kristín Þorvaldsd., GK 70 3 3. Ásgeröur Sverrisd., GR 59 3 4. Ágústa Dúa Jónsd., GR 51 3 5. Sólvsig Þorsteinsd., GR 35 2 6. -7. Kristín Pélsd., GK 9 1 6.-7. Sjöfn Guðjónsd., GV 9 1 í stigamótum kvenna tóku þétt 7 konur. Stig þessi eru notuð til hliösjónar við val á landsliðunum núna, sam- kvæmt lögum GSf, en eru ekki bind- andi við valió á þeim. • McEnroe ekki á flæöiskeri staddur. Héraðsmót UMSK í Kópavogi Héraðsmót UMSK í frjálsum íþróttum fer fram í Kópavogi 19. og 20. júní. Mótið hefst kl. 15.00 e.h. sunnudaginn 19. júní og kl. 19.00 e.h. þann 20. júní. Meðal keppenda er allt besta frjálsíþróttafólk UMSK úr Kópavogi og Mosfellssveit. Þjálfari UMF Breiðablik í Kópavogi og reyndar úrvalsliös UMSK í heild í sumar er Ólafur Unnsteinsson íþróttakennari. Ólafur þjálfaöi UMSK 1969 en þá var liðið í öðru sæti í 1. deild. Nú er UMSK í annarri deild. UMSK mun sjá um bikarkeppni FRÍ í frjálsum íþróttum 16. og 17. júlí í Kópavogi. Tvö sterkustu liðin fara upp í 1. deild. UMSK stefnir nú að því að undirbúa sterkt lið til keppni á landsmótinu í Keflavík næsta sumar. Enska landsliðið í Ástralíu • ENSKA landsliöið sem er í keppnisferö í Ástralíu hefur leikið tvo leiki gegn landsliðinu þar og leikur þriöja og síðasta leikinn í þessari ferö á sunnudaginn. Fyrsta leiknum lauk meö marka- lausu jafntefli, og í hálfleik í þeim seinni var staðan einnig 0—0, en það stóð ekki lengi. Paul Walsh, sem leikur með Luton skoraöi eina mark leiksins snemma í síö- ari hálfleik, eftir aö Englendingar höfðu sótt nær látlaust aö marki Ástralíu. Peter Shilton, fyrirliöi, sagöi að leikirnir heföu verið miklu erfiðari en þeir heföu búist við, en leikurinn á sunnudaginn yröi fjörugri og þá ætluöu þeir sér að skora fleiri mörk. Stúlkurnar léku við strákana EINS OG SAGT var frá hér á síð- unni í síöustu viku hélt kvenna- landsliöiö okkar í æfingaferð til Færeyja. Ekki unnu þær leikina, en þær kepptu tvo leiki við stráka. Á laugardeginum kepptu þær viö stráka 17—19 ára gamla ( Þórshöfn, þær töpuðu þeim leik 0—2. Á mánudegínum kepptu þær viö stráka 16—18 ára gamla ( Klakksvík, þær töpuöu leiknum 0—8, í þeim leik var liöiö oröiö mjög þreytt enda var þetta ströng æfíngaferð. Veörið lék al- deilis ekki við stelpurnar ( Klakksvík því þar var mjög mikiö rok og erfitt var að berjast á móti vindinum. Sex milljónir í ferðakostnað SAMKVÆMT skýrslum aöildarfé- laga UÍA fyrir sl. ár nam útlagður ferðakostnaöur hreyfingarinnar á Austurlandi kr. 1.559.000 á síð- asta ári. Viö þetta má bæta þeim kostnaöi sem einstaklingar greiða úr eigin vasa, bæði feröir á vegum fátækari félaga og uppi- hald í feröum sem alfarið er greitt af keppendum. Lauslega áætlað er heildarkostnaöur vegna ferða- laga austfirsks íþróttafólks um 3.000.000 kr. á liönu ári. Meöalveröhækkanir á bensíni og fargjöldum eru um 120% milli ára. Þvi gæti þeasi feröakostnaö- ur numiö 6 miiljónum kr. (ár. Hér er ekki um neinar smáupphæðir aö ræða. Það er því staðreynd að íþróttahreyfingin er atvinnuskap- andi, auk þess sem hún þroskar og eflir ungt fólk, sem skilar sér síðan í betra þjóðfélagi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.