Morgunblaðið - 21.06.1983, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 21.06.1983, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1983 LÆ^ Handunnar Olíukolur í steinleir. VERÐ AÐEINS GLIT KR. 148,- & 245,- Höfðabakka 9, Reykjavík. S. 85411 I © *SCONA | Glæsilegir bílar til sölu: Árg. Kr. Citroen Visa II 1981 150.000 Buick Skylark Coupé 1975 100.000 Volvo 245 GL sjálfsk. vökvast. 1979 295.000 Daihatsu Charade 1980 135.000 Cadillac Eldorado 1979 670.000 Toyota Hiluxe m/húsi 1982 340.000 Mazda 929 4ra dyra vökvast. 1982 320.000 Datsun 280C diesel vökvast. 1981 270.000 Scout II 4 cyl. vökvast. 1980 320.000 Isuzu Pick-Up bensín 4x2 1981 165.000 Buick Skylark Limited 6 cyl. 1981 350.000 AMC Eagle 4x4 1981 350.000 Scout II V8 sjálfsk. XL 1978 260.000 Opel Record diesel Berlína 1982 560.000 Volvo 244 DL sjálfsk. 1982 400.000 BMW 520 I sjálfsk. vökvastýri 1983 575.000 Opel Ascona 1982 380.000 Chevrolet Malibu 2ja dyra 1978 180.000 Oldsmobile Cutlass diesel 1980 290.000 Opel Kadett, 3ja dyra 1981 195.000 Opel Record 2,0 1982 405.000 Chevrolet Malibu Station 1979 220.000 Bein lína 39810 GM ^ VÉLADEILD SAMBANDSINS Bl FREIÐAR Á rmúla 3 Reykjavík S. 38 900 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir VICTORIU ENGLISH Þegar gengið var til kosninga í fyrrahaust var leiðtogi jafnaðarmanna Joop den Uyl (t.v.) og leiðtogi krístilegra demókrata Andries van Agt (t.h.). Helstu málin í kosningabaráttunni voru kjarnorkumálin annars vegar og hins vegar efnahagsástandið í landinu, hallinn á ríkissjóði og það hátimbraða hof, sem hollenska velferðin er. Þá var fjórðungur vinnuaflsins í landinu ýmist á atvinnuleysisstyrk eða örorkubótum. Hollenska stjórnin tvístígandi frammi fyrir fjárhagshallanum Aukin sala ríkisskuldabréfa leiðir til hærri vaxta og fjármagnssveltis atvinnuveganna HOLLENIHNGAR hafa ekki fremur en aðrar þjóðir farið varhluta af efnahagssamdrættinum í heiminum og þar sem víðar lýsir hann sér t.d. í miklum halla á ríkissjóði. í Hollandi er hallinn gífurlegur, 33,5 milljarðar gyllina, um 300 milljarðar ísl. kr., á þessu ári og vandamálið er hvernig eigi að fjármagna hann án þess að vextirnir hækki og einkaaðilar verði útilokaðir frá fjármagnsmarkaðnum í landinu. Að sjálfsögðu er það núver- andi stjórnvalda, ríkis- stjórnar borgaraflokkanna, að leysa þennan vanda og það hyggjast þau gera fyrst og fremst með aukinni sölu á ríkis- skuldabréfum. Bankamenn og ýmsir aðrir áhrifamenn í efna- hagslífinu hafa þó uppi sínar efasemdir um þessa aðferð og benda einkum á tvennt máli sínu til stuðnings: veika stöðu gjaldmiðilsins á alþjóðamark- aði og á það, sem þeir segja mjög varasamt, að fjármála- ráðuneytið hollenska hefur ákveðið að gera ríkisskuldabréf- in eftirsóknarverðari með því að greiða af þeim hærri vexti en eru á hinum almenna lána- markaði. í Hollandi er innlendur sparnaður mikill og ekki skort- ur á fjárfestingarfé. „Sannleik- urinn er hins vegar sá,“ sagði Robert van den Boch, hagfræð- ingur hjá Amsterdam-Rotter- dam-bankanum, „að bankar og aðrar fjármagnsstofnanir í landinu eru tregar til að lána ríkinu nú sem stendur. Það er vegna þess, að vextir eru á upp- leið (með vaxtahækkuninni á ríkisskuldabréfunum) og menn vilja sjá hvert stefnir." Á fyrsta fjórðungi þessa árs hækkuðu vextir á ríkisskulda- bréfum úr 8% í 8,4% og eru nú komnir í 9,3%. Ástæðan fyrir þessum hækkunum er sú, að þótt bréfin hafi borið hærri vexti en nokkurt annað lánsfé í landinu, þá seldust þau miklu verr en ríkisstjórnin hafði gert sér vonir um. Atvinnuvegirnir í Hollandi eiga undir högg að sækja í sam- keppninni um innlenda lánsféð. í ársskýrslu hollenska seðla- bankans fyrir árið 1982 er t.d. skýrt frá því, að á því ári hafi ríkið gleypt þrjá fjórðu alls lánsfjárins og talsmaður fjár- málaráðuneytisins segir, að lík- lega verði hlutur ríkisins í ár vel „yfir 75%“.Ríkisstjórnin er ákveðin í að brúa ekki fjárlaga- hallann með aukinni seðla- prentun, erlendar lántökur koma ekki til greina og því er ekki í önnur hús að venda en að fjármagna hann innanlands. Bankamenn í Hollandi hafa þó ekki áhyggjur af tímabundn- um fjármögnunarerfiðleikum ríkisins núna. Þeir hafa meiri áhyggjur af þeim pólitísku erf- iðleikum, sem virðast ætla að koma í veg fyrir, að fjárlaga- hallann takist að jafna fyrir 1986, þegar kjörtímabili stjórn- ar Ruud Lubbers lýkur. Sam- komulagið er að vísu gott innan stjórnarinnar en menn efast um að hún hafi þor til að draga verulega úr ríkisútgjöldunum. Nokkrar tillögur í þá átt hafa þó verið lagðar fram og er sú þeirra stórtækust, sem kveður á um lækkun atvinnuleysis- og tryggingabóta. Atvinnuleys- ingjar í Hollandi fá nú 80% af fyrri launum sínum í bætur en hugmyndin er, að þetta hlutfall verði 50-70% og að bótatíminn, sem nú er tvö og hálft ár, verði styttur. Stjórnarandstaðan og verka- lýðsfélögin eru andvíg þessum tillögum eins og Ifklegt má telja og innan annars stjórnarflokks- ins, Kristilega demókrata- flokksins, eru menn einnig með efasemdir um þær. Þessi niður- skurður, þótt róttækur sé, mun nefnilega hafa fremur litil áhrif til hins betra fyrir ríkissjóð. Hann sparaði ríkinu aðeins fimm milljarða flórína af 80, sem fara til þessara mála- flokka, og yrði auk þess ekki framkvæmdur að fullu fyrr en eftir þrjú ár. Af öllu þessu má ljóst vera, að hollensku ríkisstjórninni er mikill vandi á höndum og það, sem verra er, hún kann sem stendur lítil svör við honum. Nú fyrir skemmstu samþykkti þingið endurskoðuð fjárlög fyrir yfirstandandi ár, þar sem gert var ráð fyrir tveggja millj- arða flórína, um 20 milljarða ísl. kr., niðurskurði og nýjum tekjustofnum en eftir stendur halli á ríkissjóði upp á 11,6% af þjóðartekjum og upp á 12,5% þegar tekið er tillit til útgjalda utan fjárlaga. Hollendingar hafa haft mikl- ar tekjur af sölu jarðgass en nú veldur það áhyggjum, að eftir- spurn eftir því hefur minnkað. Þingið hefur að vísu lagt til, að leitað verði eftir frekari samn- ingum við erlend ríki um gas- sölu en ríkisgasfyrirtækið, Gas- unie, hefur beðið menn að fara sér hægt og teygja sig ekki of langt, því að annars sé hætta á, að verðmyndunarkerfinu á gas- inu verði stefnt í voða. Hollend- ingar eiga nú í aukinni sam- keppni við aðrar þjóðir í gassöl- unni, t.d. við Sovétmenn og jafnvel Alsírmenn líka. Þeir, sem fást við ríkisfjár- málin í Hollandi, þræða ótal slóðir í leitinni að lausnarstein- inum en veigra sér í lengstu lög við að fara þá einu, sem þeir vita þó að bíður þeirra. Nú hef- ur t.d. verið ákveðið að herða róðurinn gegn skattsvikum, sem þykir sjálfsagt, en öllum hag- fræðingum ber þó saman um, að ríkisútgjöldin verði að skera niður, um annað sé ekki að ræða. Jafnvel aukinn hagvöxtur muni ekki leysa þann vanda, sem fjárlagahallinn er. SS (lleimild: The Wall Street Journal)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.