Morgunblaðið - 21.06.1983, Síða 17

Morgunblaðið - 21.06.1983, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1983 Stöldrum við og verjum það sem áunnist hefur Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra, flutti þjóðhátíðar- ávarp á Austurvelli á þjóðhátíðar- daginn, 17. júní. Ávarp forsætisráð- herra fer hér á eftir: Góðir íslendingar í dag eru liðin 39 ár frá því að íslenska þjóðin tók öll sín mál í eigin hendur. Við tókum um leið á eigin herðar alla ábyrgð á þróun mála, bæði lands og þjóðar. Hvernig hefur okkur tekist að ráða eigin málum? „Höfum við gengið til góðs, göt- una fram eftir veg?“ spurði Jónas Hallgrímsson forðum. Við þessari spurningu þarf stöðugt að leita svars. Á undanförnum áratugum hef- ur mikil breyting orðið á íslensku þjóðfélagi. Lífskjörin hafa batnað mjög, á hvaða mælikvarða sem þau eru metin, ekki síst efnahagur manna. Ráðstöfunartekjur heimilanna hafa líklega um það bil þrefaldast að raungildi. Ekki hefur því fjár- magni öllu verið eytt, sem betur fer. Því hefur fylgt mikil og var- anleg eignaaukning. Fjölskyldurnar hafa eignast betra húsnæði og betur búið, glæsilegar bifreiðir, og fjölmargt fleira, bæði til hagræðis og ánægju. Félagsleg þjónusta hefur ekki síður aukist. Heilsugæsla og menntakerfi eru orðin með því betra sem þekkist, og margvísleg opinber þjónusta er einstakling- unum veitt, sem óþekkt var fyrir fáum árum. Vegir hafa verið stórbættir, einnig flugsamgöngur og síma- kerfi, svo fátt eitt sé nefnt. Staðreyndin er sú, að þjóðin var fátæk en er orðin auðug. Þennan auð höfum við íslendingar skapað með mikilli vinnu og atorku, bæði til lands og sjávar. Óhætt mun að fullyrða, að þjóð- inni hafi einnig farnast vel að ýmsu öðru leyti. Til dæmis er meðalaldur íslenskra karla og kvenna orðinn sá hæsti í heimi. Þetta birtist einnig í miklum fjölda afreksmanna, sem við Is- lendingar eigum í íþróttum og listum. Við höfum vissulega fyrr átt menn og konur, sem hafa aukið hróður landsins á innlendum og erlendum vettvangi, en ég efast um, að sjá fjöldi hafi fyrr verið svo mikill sem hann er nú. Og þjóðin stundar í auknum mæli úti- vist í hinni dásamlegu náttúru þessa lands. Bættum efnahag hef- ur . fylgt meiri tími til betra mannlífs. Mér sýnist því, að svarið verði tvímælalaust: Við höfum „gengið til góðs, götuna fram eftir veg“. Sumt hefur þó farið úrskeiðis, þannig að hættumerki sjást. Við höfum verið stórhuga, eins og vera ber, en stundum framkvæmt frek- ar af kappi en forsjá. Þeir, sem þekktu fátæktina, vildu tryggja afkomendum sínum betri kjör. Það tókst, en sagt er, að „mikið vilji meira", og þá hefur ekki ætíð verið gætt hófs. Síðari ár höfum við Islendingar eytt meiru en við höfum aflað. Er nú svo komið, að ekki verður lengur haldið áfram á þeirri braut. Meðal annars af þeirri ástæðu er nauðsynlegt að stalda við, verja það sem áunnist hefur og leggja áherslu á að treysta grundvöll efnahags- og at- vinnulífs þjóðarinnar. Eins og ég hef í fáum orðum rakið, byggjum við nú á allt ann- arri og betri efnahagsundirstöðu en áður var. Því getum við lagt nokkuð að okkur um tíma, ekki síst, ef markmiðið er gott og árangur sést. Um leið er nauðsynlegt að hefja nýja framfarasókn, því að böl at- vinnuleysisins viljum við ekki hafa, enda eru verkefnin mörg fyrir vinnufúsar hendur. Sú sókn verður að byggjast á traustum grunni. Þannig verða lífskjörin enn bætt, svo og mannlífið sjálft í okkar góða og fagra landi. Ég get ekki varist þeirri hugsun, að kapphlaupið eftir betri lífskjör- um hafi aukið nokkuð á sundur- lyndi með þjóðinni. Oft virðist skilningur ekki nægur á mikilvægi framleiðslunnar til lands og sjáv- ar. Þeir, sem slík undirstöðustörf vinna, fá iðulega kaldar kveðjur. Ef til vill á þetta rætur sínar að rekja til þess, að vaxandi fjöldi ungra manna kynnist aldrei þess- um störfum. Þótt nýjar iðngreinar þurfi og muni eflast enn á næstu árum, hljótum við íslendingar þó um langan aldur enn, fyrst og fremst að lifa af því, sem úr sjón- um og frá landinu aflast. Því er nauðsynlegt að búa vel að þeim, sem slík störf stunda, og ekki síð- ur en að öðrum þjóðfélagsþegnum. Það er enn rétt, sem Einar Benediktsson kvað 1895: „I sameiningu vorri cr -sigur til hálfs, í .sundrungu glötun vor.s réttasU mál.s.‘‘ Við íslendingar erum fámenn þjóð. Þjóðinni hefur þó auðnast að vinna í raun og veru mikið afrek á undanförnum áratugum. Það hef- ur hún unnið sameinuð, og þannig verður íslenska þjóðin að lifa og starfa. Þess vil ég óska íslendingum á þessum þjóðhátíðardegi." AFSLÁTTUR Model Hjarta er íslensk gæðavara, hönnuð í gömlum bændastíl, aðeins í nýrri og betri útfærslu. Framleitt úr valinni, massífri furu. Fæst í Ijósum viðar- lit eöa brúnbæsaö og lakkað með sýruhertu lakki. Velja má á milli þess aö seta og bak sé úr viöi eða klætt með áklæði að eigin vali. Model Hjarta nýtur veröskuldaöra vinsælda, enda ákaflega hlýlegt sett, hvort sem er í borðstofunni eða eldhúskróknum — og jafnt í nýjum húsum sem gömlum. EÐA 20% ÚTBORGUN OG EFTIRSTÖÐVAR Á 6-8 MÁN. FRAMLEIÐANDI FURUHÚSGAGNA i HÆSTA GÆDA FLOKKI FCIPUHÚSÍÐ HF. Suðurlandsbraut 30 105 Reykjavík • Sími 86605. er ekki með happdrætti heldur býður þér vinning Athugið að við eigum aðeins fáa bíla á þessu hagstæða verði Árgerð 1983 á íslandi, Vatnagörðum 24, símar 38772 — 39460

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.