Morgunblaðið - 21.06.1983, Síða 45

Morgunblaðið - 21.06.1983, Síða 45
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1983 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1983____________________________________25 Sanngjarn sigur UBK á Eyjamönnum BREIÐABLIK fékk tvö dýrmæt stig í 1. deild íslandsmótsins á sunnudaginn þegar þeir unnu Vestmanneyinga 1—0 á Kópa- vogsvelli. UBK átti heldur meira í leiknum þegar á heildína er litiö en Vestmanneyingar áttu þó ágætis spretti inn á rnilli án þess þó aö skapa sár mörg hættuleg tækifærí. Veöriö, þegar leikurinn hófst, var eins og best veröur á kosiö til aö leika knattspyrnu, en fljótlega fór aö hvessa og rigna og setti þaö óneitanlega svip sinn á leikinn. Menn áttu erfitt meö aö fóta sig oft á tíöum og sendingar uröu óná- kvæmari en ella. Eina mark leiksins var skoraö strax á annarri mín. eftir slæm varnarmistök hjá Vestmanneying- um. Sveinn Sveinsson ætlaöi aö gefa boltann á Valþór Sigþórsson en sendingin var ónákvæm, Sig- uröur Grétarsson var fljótur aö átta sig, náöi knettinum og skoraöi með góöu hægri fótar skoti undir Aöalstein í markinu. Siguröur sýndi þarna aö þaö má aldrei líta af honum. Þá er voöinn vís. Breiöabliksmenn voru óheppnir aö skora ekki sitt annaö mark skömmu síöar, þegar Siguröur Grétarsson fékk boltann i dauöa- færi á markteigshorninu en brenndi illilega af. Fleiri færi voru ekki svo orö sé á gerandi í fyrri hálfleik. Kári Þorleifsson átti einn skalla aö marki UBK en beint í fangið á Guömundi. Vestmanneyingar sóttu heldur meira i síöari hálfleiknum og á 57. mín. átti Ómar Jóhannsson þrumuskot en Guömundur þjarg- aöi meistaralega i horn á síöustu stundu. Ómar var besti maöur ÍBV í þessum leik var sá eini sem reyndi aö skjóta fyrir utan vítateig, en þaö er alveg sjálfsagt aö gera, sérstaklega þegar völlurinn er UBK IBV ■■ blautur eins og á sunnudaginn. ÍBV geröi ekki nóg aö því aö skjóta. Þeir spiluöu oft skemmti- lega upp aö vítateig og héldu þvi svo áfram þar, en því lauk alltaf meö þvi að varnarmönnum UBK tókst aö ná boltanum af þeim. Breiöabliksmenn, sem höföu sótt skemmtilega upp kantana í fyrri hálfleik, fóru nú aö reyna lang- ar sendingar upp miöjuna en þar var yfirleitt einn sóknarmaöur gegn vörn ÍBV og enginn má viö margnum. Þaö munaöi þó ekki nema hársbreidd aö þetta tækist hjá UBK á 57. mín. Þá kom löng stunga upp miðjuna og hinn eld- fljóti Sævar Geir hjá UBK var aö komast inn fyrir vörnina þegar Þóröur Hallgrímsson braut illa á honum og fyrir þaö fékk hann aö sjá rauða spjaldiö hjá Friögeir Hallgrímssyni dómara. Þrátt fyrir aö Vestmanneyingarnir léku einum færri þann rúma hálftíma sem eftir var af leiknum, þá hélst jafnvægiö í leiknum, hvorugu liöinu tókst aö skapa sér nein færi og úrslitin voru ráöin. Hjá ÍBV var Ómar bestur og einnig átti Tómas Pálsson ágætis spretti, Kári náöi sér aldrei á strik í þessum leik en annars var liðið mjög jafnt. Hjá UBK voru þeir Sig- urjón Kristjánsson og Jóhann Grétarsson áberandi, báöir leiknir meö boltann en þeim hættir til aö leika of lengi áöur en þeir losa sig við boltann. Jón Gunnar var einnig sterkur í þessum leik, mjög ákveö- inn og fljótur á boltann. Einkunnagjöfín: UBK: Guömundur Á»- gairsson 6, Bsnsdikt Guömundsson 6, Ómsr Rsfnsson 6, Jón Gunnar Bargs 7, Ólatur Björnsson 6, Trsusti Ómsrsson 5, Jóltsnn Grétsrsson 7, Siguröur Grétarsson 7, Vignir Baldursson S, Sigurjón Kristjénsson 7, Sav- ar Gsir Gunnlsifsson (vm) S, Björn Þór Eg- ilsson (vm) 5. ÍBV: Aóalstsinn Jóhannsson 8, Tómas Pélsson 8, Viöar Elfasson 8, Þóröur Hall- grfmsson 8, Valjiór Sigþórsson 8, Snorri Rútsson 8, Svsinn Svsinsson 5, Jóhsnn Gsorgsson 8, Hlynur Stafénsson 8, Kéri Þor- leifsson 5, Ómar Jóhannsson 7, Bsrgur Ág- ústsson (vm) 8. j stuttu máli: Kópavogsvöllur 1. deild: UBK — ÍBV 1—0(1—0). Mörkin: Siguröur Grétarsson (2. mín.) skoraði eina mark leiksins. Gult spjald: Ólafur Björnsson UBK. Rautt spjald: Þóröur Hallgrims- son ÍBV (73. mín.). Dómari: Friögeir Hallgrímsson. Hann dæmdi leikinn ágætlega en hefði þó mátt taka haröar á ýms- um óþarfa brotum sem leikmenn geröu sig seka um. Áhorfendur: 756. cijs „Mjög ánægöur“ „ÉG ER mjög ánægður með þennan leik,“ sagöi Ingi Björn Al- bertsson, markaskorarinn mikli hjá Val, eftir aö þeir höföu lagt KR-inga að velli, 4—1. Ingi Björn skoraði tvö mörk í leiknum og var fyrra markið sem hann geröi jafn- framt hans 100. mark í 1. deild- arkeppninni, en hann hóf að leika með meistaraflokki Vals áriö 1970. Hann varð markakóngur 1. deildar 1976 þegar Valsarar uröu bæöi íslands- og bikarmeistarar, skoraöi alls 16 mörk. „Þessi leikur var eitthvað alveg nýtt fyrir okkur Valsara. Við höf- um leikiö illa í sumar en í dag gekk þetta upp hjá okkur, við lák- um ágætlega, og því var þessi leikur ánægjulegur fyrir okkur,“ sagöi Ingi Björn aö lokum. SUS • Sigurður Grátarsson lák vel um helgina. Hann skoraöi sigurmarkið strax á annarri mín. Hár er hann í baráttu við varnarmann ÍBV og hefur betur. MorgunMéöíö/Guöjón. • Ingi Bjöm sýndi oft góða takta f leiknum gegn KR. Hér gerir hann glæsilega • Ingi Björn skorar annað mark sitt með þvf að henda sér fram og skalla. Boltinn tilraun til að skora sitt þriðja mark í leiknum en boltinn smaug framhjá vinklinum. lenti fyrst í röðinni og þaðan upp í markhornið, óverjandi fyrir Stefán í markinu. Frískir Valsarar ekki í vandræðum með KR „VALSMENN, léttir í lund,“ var sungið á áhorfendapöllunum undir lok leiks Vals og KR í 1. deild á laugardaginn og áhangendur Vals höföu fulla ástæöu til að fagna, því Valsmenn kafsigldu KR-inga gjörsamlega og sigruöu 4—1. Valsarar náöu strax undirtökunum í leiknum og gáfu KR-ingum aldrei möguleika á aö komast inní leikinn og stórsigur Vals var aldrei í hættu, mörkin heföu getað oröið fleiri en Valsmenn virtust ánægöir með þaö sem komiö var og fylgdu ekki nógu vel eftir því forskoti sem þeir höföu. Leikurinn byrjaöi fremur rólega, liöin skiptust á um aö sækja fyrstu mínúturnar en Valsmenn voru þó grimmari og fljótlega tóku þeir öll völd á vellinum. Þeir Njáll og Dýri léku ekki meö en þaö virtist ekki há Völsurum mikiö því eftir aö hafa tap- aö þremur leikjum í röö sýndu þeir ágætis leik og sigruöu eins og áöur sagöi, 4—1. Fyrsta mark leiksins var skorað úr vítaspyrnu á 23. mín. Hilmar Sig- hvatsson braust í gegnum vörn KR og var felldur rétt þegar hann var aö komast í skotfæri. Ingi Björn Al- bertsson tók spyrnuna og skoraöi af öryggi sitt 100. mark í 1. deild og hefur enginn skoraö svo mörg mörk áöur. Á 31. min. var aftur dæmd vítaspyrna en aö þessu sinni á Grím Sæmundsen sem handlék knöttinn innan vítateigs. Úr spyrnunni jafnaöi Ottó Guðmundsson örugglega fyrir KR meö þrumuskoti. Fimm mín. síö- ar skoraöi Ingi Björn sitt annaö mark í leiknum. Jón Grétar Jónsson, hinn ungi framherji Vals, komst lag- lega upp aö endamörkum, gaf vel fyrir markið þar sem Ingi Björn kom á fleygiferð, henti sér fram og skall- aöi efst í markhorniö, stórglæsilegt mark og vel aö því staðiö. En Vals- menn höföu ekki sagt sitt síöasta i fyrri hálfleik. Aöeins fimm mín. fyrir ieikhlé komst Jón Grétar upp aö endamörkum en aö þessu sinni var brotiö á honum. Hilmar Sighvatsson tók aukaspyrnuna og Valur Valsson skoraöi úr fyrirgjöfinni meö fallegum skalla. í síöari hálfleik sóttu KR-ingar mun meira en í þeim fyrri en án þess aö skapa sér mörg marktækifæri. Valsmenn drógu sig til baka og gáfu KR eftir miöjuna en brunuðu svo ööru hvoru upp í skyndisóknir. Þetta leikskipulag gafst ágætlega en þó heföi veriö skemmtilegra aö sjá þá leika eins og í fyrri hálfleiknum. Á 65. mín. skoruðu þeir fjóröa og síöasta mark leiksins úr skyndisókn. Ingi Björn komst einn inn fyrir vörn KR og renndi boltanum út á Bergþór Magnússon sem skaut föstu skoti í stöngina og inn. KR-ingar fengu einnig sín færi þó þau væru bæöi færri og ekki eins góö og þau sem Valur fékk. Sæbjörn átti skot í slá og bjargað var af línu skoti frá Óskari Ingimundarsyni. Eftir markiö dofnaöi mikiö yfir leiknum og þaö var ekki fyrr en 10 Hinrik skoraði tvö HINRIK Þórhallsson skoraöi tvö mörk og Jóhann Jakobsson eitt er KA sigraöi FH 3:0 í 2. deild á Akureyrarvelli á sunnudaginn. Sigur KA var mjög öruggur — leikmenn liösins sóttu mun meira og fengu hættulegri færi. Öll mörkin voru skoruó í síöari hálf- leik. Fyrri hálfleikurinn var frekar slakur, en KA-menn voru þó mun sprækari aðilinn. Síöari hálfleikinn tóku þeir svo algjörlega í sínar hendur og fyrstu mínúturnar kom- ust FH-ingar varla fram fyrir miöju. Mörkin létu þó á sér standa og þaö var ekki fyrr en Ragnar Rögnvalds- son kom inn á sem varamaöur aö sóknarleikur KA varö beittari. Hann átti þátt í öllum mörkunum. Hinrik geröi þaö fyrsta. Ragnar komst þá inn í teig vinstra megin, skaut á markiö, en Hreggviöur varöi. Hann hélt ekki knettinum, Hinrik var fljótur aö átta sig og skoraöi örugglega. Jóhann Jakobsson skoraöi ann- aö markiö. Hinrik gaf þá fyrir, Ragnar skallaöi á markiö af stuttu færi, boltinn hrökk í varnarmann og Jóhann þrumaöi í netiö innan markteigs. Hinrik innsiglaöi svo ör- uggan sigur meö sínu ööru marki í leiknum. Ragnar óö þá inn i teig hægra megin, Hreggviöur varöi fast skot hans, en boltinn hrökk til Hinriks, sem renndi honum í mark- iö. Öruggur sigur KA því í höfn og liðið er í ööru til þriöja sæti deild- arinnar. KA-menn léku oft vel úti á vellinum en brodd viröist vanta í sóknina. FH-ingar ollu vonbrigöum — þeir eru ekki beittir. Ólafur Danivalsson geröi mjög skemmti- lega hluti úti á vellinum, en skapaöi sjaldan hættu meö þeim, þá var . Viöar Halldórsson góöur. Hjá KA voru Erlingur og Guöjón bestir, en gæta verður aö því aö sóknar- menn FH ónáöuöu þá ekki mikiö í vörninni. Ragnar lék einnig vel eftir aö hann kom inn á. — SH. Valur — KR 4—1 mín. voru eftir aö Valsmenn geröu harða hríö aö marki KR og þá átti Ingi Björn ein fjögur dauöafæri sem hann misnotaöi. Hjá Val var Jón Grétar mjög hættulegur, hann virtist eiga auövelt meö aö komast framhjá varnar- mönnum KR sem voru óvenju slakir í þessum leik sem og aörir leikmenn KR. Siguröur Haraldsson átti ágæt- an dag í markinu en hann lék nú aö nýju meö Val, einnig var Höröur Hilmarsson traustur í öftustu vörn og hann passaöi upp á aö aldrei væri óvaldaöur KR-ingur nærri víta- teig Vals. Hjá KR var ekki mikiö um fína drætti og hafa flestir leikiö betur í sumar. Stefán Jóhannsson í mark- inu varö aö fara útaf í byrjun síðari hálfleiks eftir aö hafa lent í samstuöi viö Jón Grétar. Inná í hans staö kom Stefán Arnarson og stóö hann slg ágætlega. Einkunnagjöfin: VALUR: Sigurður Haraldtson 7, Guömundur Kjartansson 7, Grímur Sæmundsen 7, Hörður Hilmarsson 7, Jón Grétar Jónsson 7, Þorgrfmur Þráinsson 7, Ingi Björn Albertsson 7, Hilmar Sighvatsson 7, Valur Valsson 7, Guðmundur Þorbjörnsson 6, Bergþór Magnússon 7, Magni Pétursson (vm) 6, Hilmar Haröarson (vm) 5, KR: Stefán Jóhannsson 5, Willum Þórsson 6, Siguróur Indrióason 5, Ottó Guömundsson 6, Magnús Jónsson 6, Jósteinn Einarsson 5, Ágúst Már Jónsson 6, óskar Ingimundarson 6, Jón Bjarnason 5, Sæbjörn Guómundsson 6, Helgi Þorbjörnsson 5, Stefán Arnarson (vm) 6, Erling Aóalsteinsson (vm) 5. í stuttu máli: Hallarflötin i Laugardal 1. deild Valur — KR 4—1 (3—1) MÖRKIN: Ingi Björn (23. mín. víti og 36. mín.), Valur Valsson (40. mín.), og Bergþór Magnússon (65. mín.) skoruóu fyrir Val en Ottó Guömunds- son (31. mín. víti) skoraöi eina mark KR. GUL SPJÖLD: Ekkert. DÓMARI: Baidur Scheving hefur oft dœmt betur. Hann notaöi hagnaöarregluna ekki nægilega, og var óþarflega nákvæmur um smáatriöi. ÁHORFENDUR: 676. sus • Hinrik Þörhallsson skoraöi tvö mörk fyrir KA gogn FH á Akureyri um helgina. Hér sást Hinrik hafa betur í viöureign viö einn varnarmann FH í leiknum. Morgunblaöid/Skapti. Víkingar óheppnir - að sigra ekki Þrótt í gærkvöldi VÍKINGAR voru óheppnir aö sigra ekki Þrótt í leik liðanna í 1. deild í knattspyrnu í gærkvöldi. Þeir voru mun betra liðið á vellinum en tókst ekki aó nýta færi sín, þannig að leiknum lyktaði með markalausu jafntefli, þar sem Þróttarar geröu það ekki heldur. Þaö heföi líka veriö rán heföu Þróttarar hirt bæöi stigin. þeir fengu ekki nema eitt hættulegt færi í leiknum — er Ásgeir Elías- son átti þrumuskot beint úr auka- spyrnu sem Ögmundur varöi mjög vel í horn. Önnur færi í leiknum voru Víkings, og komu flest þeirra í fyrri hálfleiknum. Hann var nokkuð vel leikinn — sérstaklega voru það Víklngarnir sem voru aö reyna aö spila, og sóttu þeir miklu meira. Aöalsteinn Aöalsteinsson fékk gott færi um miðjan hálfleikinn — og var þaö hiö fyrsta í leiknum. Hann skaut þá yfir af stuttu færi — eftir að hafa fengiö sendingu inn fyrir óörugga vörn Þróttar. I hana vantaöi Krist- ján Jónsson, hinn skemmtilega bakvörö þeirra — og hvort sem þaö var þess vegna eöa ekki var hún slakari en oft áöur. Þaö var enginn nema Valur Helgason sem náöi aö sýna góö tilþrif af varnar- mönnum liðsins. Besta færi leiksins fékk Gunnar Gunnarsson — nokkrum mín. eftir skot Aöalsteins. Ómar Torfason sendi vel inn fyrir Þróttar-vörnina og Gunnar komst á auöan sjó. &0:0 Guömundur markvöröur kom út á móti og lokaði fjærhorninu þannig að Gunnar ætlaði aö skjóta í hitt — en knötturinn lenti í utanverðu hliöarnetinu. Nokkrum sinnum í viöbót höföu Víkingar ekki erindi sem erfiöi upp viö Þróttar-markiö. Boltinn vildi ekki inn og meistararnir sitja nú í næstneösta sæti deildarinnar meö fimm stig. Liöiö leikur ekki eins vei og það geröi í fyrra. Þó vantar ekki marktækifærin, en leikmenn lið- sins viröast vera óákveönari en áöur uppi viö mark andstæö- inganna. Víkingsvörnin haföi ekki veru- lega mikiö aö gera — en geröi þaö nokkuð vel sem hún þurfti. Stefán Halldórsson lék einna best Víkinga — hann er ætíö öruggur í vörninni enda hefur hann nógan tíma. Aöal- steinn Aöalsteinsson lék einnig vel — og var hann besti maöur vallar- ins ásamt Guömundi í Þróttar- markinu. Sérstaklega var hann Þrótturum erfiður í fyrri hálfleikn- um. Einkunnagjöfin: Vikingur. Ögmundur Krist- insson 6, Þóröur Mareisson 5, Magnús Þor- valdsson 6, Ólafur Ólafsson 6. Stefán Hall- dórsson 6, Ómar Torfason 6, Jóhann Þor- varóarson 6, Gunnar Gunnarsson 5, Aöal- steinn Aöalsteinsson 7, Heimir Karlsson 5, Siguröur Aöalsteinsson 6, Andri Marteinsson (vm) 4. Þróttur: Guömundur Erlingsson 7, Valur Helgason 6, Jóhann Hreiöarsson 5, Ársæll Kristjánsson 4, Ásgeir Elíasson 5, Jóhannes Sigursveinsson 4, Þorvaldur Þorvaldsson 5, Páll Ólafsson 5, Julíus Júlíusson 5, Sigurkarl Aöalsteinsson 5, Sverrir Pétursson 5. Baldur Hannesson (vm) 4. í stuttu máli: Laugardalsvölur, 1. dtild. Víkingur — Þróttur 0:0. Gul spjöld: Stefán Halldórsson og Aöalsteinn Aöalsteinsson, Vík- ingi og Ársæll Kristjánsson, Júlíus Júlíusson og Sverrir Pétursson, Þrótti. Dómari: Baldur Scheving. Áhorfendur: 252. — SH. Staðan STAÐAN eftir leikinn í gærkvöldi er þessi: ÍBV 7 3 2 2 13:6 8 UBK 7 3 2 2 6:4 8 ÍA 6 3 1 2 7:3 7 KR 6 2 3 1 8:9 7 Valur 6 3 0 3 10:12 6 ÍBÍ 6 2 2 2 7:9 6 Þróttur 7 2 2 3 8:12 6 Þór 6 1 3 2 7:9 5 Víkingur 6 1 3 2 5:7 5 ÍBK 5 2 0 3 7:8 4 Næstu leikir eru ( kvöld, þá leika Þór og Valur á Akureyri, og KR og ÍBÍ í Laugardalnum. Báöir leikir hefjast kl. 20.00. Myndin hár aö ofan er af landsliöi lögreglumanna í knattspyrnu, sem tekur í fyrsta skipti þátt í Noröurlanda- móti lögreglumanna í knattspyrnu, sem haldið er í Osló dagana 20. til 23. júní. íslensku lögreglumennirnir keppa fyrst viö kollega sína frá Finnlandi 21. júní og 22. júní við Dani. Þaö fer síðan eftir úrslitum þessara leikja, hvert áframhaldiö veröur, en mótinu lýkur 23. júní meö úrslitaleikjum. Liö lögreglumanna okkar hefur æft aö krafti aö undanförnu undir stjórn Karls Hermannssonar, lögreglu- manns og fyrrum knattspyrnukappa frá Keflavík. Engu skal spáö um frammistööu okkar liös í þessari keppni, en vitað er aö Danir og Norðmenn hafa harðvítugu liöi á aö skipa og sama má raunar segja um Svía. (Mynd Helgi Dan.) Heil umferð í 1. deild kvenna: KR-stúlkurnar sigruóu 5—0 HEIL umferö var í 1. deild kvenna á fimmtudaginn var. Valur og ÍA kepptu á Vals-vellinum, lauk þeim leik meö jafntefli, 1—1. KR og Víöir kepptu á KR-vellinum og sígraöi KR 5—0 og loks kepptu UBK og Víkingur á Kópavogsvell- inum og sigraöi UBK 4—0. ÍA lák undan vindi í fyrri hálf- leik gegn Val og sótti mun meira. Á 10. mín. skoraöi Laufey fyrir ÍA, var þaö viðstööulaust skot af stuttu færi. Valsstúlkurnar áttu nokkrar skyndisóknir og á 25. mín. jöfnuóu Valsstúlkurnar, og þar var Guórún aó verki, er hún skoraöi meó viöstöðulausu skoti. Meö þessu marki varö hún markahæst í deildinni, með 4 mörk. í seinni hálfleik var Valur mun meira meö boltann en tókst ekki aö skapa sér hættuleg færi. Skagastúlkurnar fengu 3 dauða- tækifæri, og tvisvar sinnum bjarg- aöi Sigrún meistaralega eftir aö Skagastúlkurnar höföu komist inn fyrir vörn Vals. Valur lék án Jó- hönnu sem var í leikbanni. KR-stúlkurnar áttu leikinn eins og markatalan gefur til kynna. Á 10. mín. skoraði Sigrún Blomst- erberg, um miöjan hálfleikinn skoraði Sigurbjörg annaö mark KR. Rétt fyrir lok hálfleiksins skor- aöi Arna Steinsen, og var staðan 3—0 í hálfleik. Um miöjan seinni hálfleik skoraöi Sigurbjörg sitt annaö mark. Hún innsiglaöi svo sigur KR meö marki úr vítaspyrnu rótt fyrir leikslok. UBK var mun betri aöilinn allan leikinn. Strax á 4. mín. skoraöi Ásta B. meö góöu skoti efst í horn- iö. UBK fékk dæmt fríspark fyrir utan vítateig. Há sending var gefin inn í teig og þar var Magnea á réttum stað og skoraöi meö skalla. í seinni hálfleik var komiö ennþá meira rok og því erfiöara aö spila knattspyrnu. Á 20. mín. skoraöi Erla meö skalla sem Hrefna heföi getaö variö. Rétt fyrir leikslok inn- siglaöi Erla svo sigur UBK meö skoti inn í teig. Á laugardaginn 18. júní var Reykjavíkurmót yngri flokks í kvennafótbolta. Leikiö var á Vals- vellinum og tóku þrjú liö þátt í mótinu aö þessu sinni. Llrslit leikja uröu sem hér segir: Víkingur — Valur 0—0 KR — Valur 4—1 Víkingur — KR 2—2 Mjög illa var staöiö aö mótinu og hófst þaö 20 mín. á eftir áætl- un. Sumir dómararnir vissu ekki hvaöa leiki þeir áttu aö dæma.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.