Morgunblaðið - 21.06.1983, Blaðsíða 46
26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1983
Fólk og fréttir í máli og myndum
Meistarar HK
Mikíl gróska er í starfi HK í pilta og 3. og 4. flokkur stúlkna.
blakl og í vetur eignadist félagiö Flokkarnir eru á myndunum hér
þrjá Islandsmeistara í yngri aö ofan.
flokkunum. Voru þaö 2. flokkur
• íslandsmeistarar HK 1983 í 4. flokki stúlkna: Aftari röö (frá vinstri):
Una Aldís Siguröardóttir, Guðrún Eyjólfsdóttir, Auður Hjaftadóttir,
Fanney Sigurðardóttír og Ágústa Haröardóttir. Fremri röö: Berghildur
Ýr Einarsdóttir, Margrét Einarsdóttir, Linda Stefánsdóttir og Birna
Mjöll Rannversdóttir. Á myndina vantar fris M. Hafsteinsdóttur og
Kolbrúnu Gísladóttur.
• íslandsmeistarar HK 1983 í 2. flokki pilta: Aftari röð (frá vinstri):
Magnús K. Magnússon, Jón G. Axelsson og Bjarni E. Pétursson.
Fremri röö: Axel Thorsteinsson, Ástvaldur J. Arthursson og Geir S.
Hlööversson. Á myndina vantar Fjalar Siguröarson, Gunnar Jónsson
og Jakob Ó. Sigurösson.
íslandsmeistarar HK 1983 í 3. flokki kvenna: Aftari röö (fré vinstri):
Marta Hrafnsdóttir, Jónína Kristjánsdóttir og Kristjana Magnúsdóttir.
Fremri röö: Ragna Sæmundsdóttir, Guörún M. Siguröardóttir og
Hólmfríður Ólafsdóttir. Á myndina vantar Guöbjörgu Erlu Vigfúsdóttur,
Guöfinnu Pétursdóttur, Guórúnu Ragnarsdóttur og Ragnheiöi Gísla-
dóttur.
Minigolf það sem Valbjörn Þorláksson rekur á Skólavöröuholtinu hefur
nú opnað aftur eftir aö hafa veriö lokað ( vetur. Valbjörn hefur rekiö
minigolfiö í fjölda ára, og er þaó hin mesta skemmtun aó bregöa sér til
hans og leika einn hring, en þaö eru 16 holur. Minigolfiö er opið alla
daga frá kl. 11.30 til 23. A myndinni er Valbjörn ásamt ungum mini-golf
leikurum.
• Hjá atvinnumönnum er ekki síöur hart barist á æfingum en í leikj-
um. Hér er Cryuff í baráttu vió einn félaga sinn hjá Ajax í vetur.
Cruyff keyptur
til Feyenoord
Spánverjar sigruöu Norömenn
21:16 (11:7) á laugardaginn (
Madrid í HM-u 21 í handbolta.
Spánverjar komast því áfram (
þrióju umferð keppninnar, þar
sem þeir eru þrjú mörk yfir eftir
tvo leiki, 35:32, en Norömenn
sigruöu í fyrri leiknum, 16:14, en
hann fór fram í Drammen í Noregi
fyrir viku.
Pólska fréttastofan PAP skýröi
nýlega frá því aó sá sem kastaöi
flösku inn á völlinn er Widzew
Lods og Juventus léku í Evrópu-
keppninni fyrr í vetur héti Kaz-
imierz „Z“ og væri 26 ára gamall
bifvélavirki.
Þetta atvik varó mjög frægt, en
fiaskan hafnaöi eins og menn
muna kannski, í línuveröi. PAP
skýrði frá því að Kazimierz ætti
yfir höföi sér allt aó tíu ára fang-
elsisdóm.
• Hvaó eiga atvinnuknattspyrnu-
menn aö gera þegar liö þeirra
skuldar þeim 100.000 kr. í laun?
Sumir neita að æfa eöa spila meö
liöinu. Aðrir leita réttar síns og
höföa mál á hendur atvinnuveit-
endum sínum. Tabuta Kabala fór
dálítið ööru vísi aö þessu er lið
hans í Zaire skuldaði honum
þessa upphæð. Hann sagöi aó ef
liöiö borgaöi honum ekki þessa
upphæö myndi hann hringja í
pabba og láta hann koma. Ekki
var annað hægt en aó borga
skuldina því pabbi var nefnilega
lögreglustjórinn í Zaire.
• Len Ashurst, framkvæmda-
stjóri Cardiff City, gerði ekkert til
að leyna vonbrigöum sínum eftir
aö framherjinn Dave Bennett
hafói tvisvar sinnum reynt skot í
leik í staó þess að gefa boltann á
samherja sinn sem var í mun
betra færi. „Þú ert alltof sjálfs-
elskur," sagói Ashurst, og hélt
áfram: „Svona lagaö vil ág ekki
sjá aftur.“ Dave Bennett, sem er
dýrasti leikmaður Cardiff, var
keyptur frá Manchester City fyrir
um 100.000E var dæmdur til aó
greiöa sekt fyrir þetta athæfi sitt.
Sektin var hvorki meira né minna
en eitt pund.
JOHAN Cruyff, hinn frábæri hol-
lenski knattspyrnumaöur sem
hefur aó undanförnu leikíö meö
Ajax, skrifaöi í vikunni undir eins
árs samning vió höfuöandstæö-
inga Ajax í hollensku knattspyrn-
unni, Feyenoord. Um kaupveröiö
er ekki vitað, en búast má viö aö
það sé mjög hátt.
Cruyff, sem nú er oröinn 36 ára
gamall, varö frægur þegar hann
lék meö Ajax hér á árum áöur. Þá
varð hann þrívegis Evrópumeistari
meö liöinu, auk fjölda titla sem þaö
hlaut í Hollandi. Síöan fór hann til
Barcelona á Spáni og var keyptur
þangaö fyrir metverö, en frá Spáni
lá leiðin til Ajax aftur meö smávið-
komu í Bandaríkjunum og þar hef-
ur hann leikið aö undanförnu meö
mjög góöum árangri. Hann hefur
átt mestan heiöurinn af því að gera
liöiö aö hollenskum meistara og
bikarmeistara, en nú hefur þessi
frægi kappi gengiö í liö meö höfuö-
fjanda Ajax, Feyenoord og veröur
fróölegt aö fylgjast meö hvernig
honum vegnar þar.
Reykjavíkurmótið í frjálsum íþróttum:
Rokið og rigningin
komu í veg fyrir
að góður árangur næðist
Reykjavíkurmeístaramótió í
frjálsum íþróttum.
Seinni dagur: 16. júní.
Seinni dagur Reykjavíkur-
meistaramótsins í frjálsum
íþróttum fór fram síöastlióinn
fimmtudag í roki og rigningu.
Bestu afrek Reykvíkinga unnu
Friörik Þór Óskarsson í þrístökki
14,52 m og Þorvaldur Þórsson í
200 m á 22,5 sek. í 5.000 m hlaupi
kom Garðar Sigurösson ÍR, 16 ára
aó aldri á óvart og sigraði á
16:19,2. Jón H. Magnússon ÍR,
fyrrum íslandsmethafi í sleggju-
kasti, 54,40, kom í hringinn eftir
margra ára hlé og varö Reykja-
víkurmeistari. í hástökki sigraói
Stefán Þór Stefánsson ÍR 1,95 m.
Besta afrek karla vann Hafn-
firðingurinn Eggert Bogason,
sem kastaöi 54,52 m í kringlu-
kasti, sem er sjöunda besta kast
íslendings frá upphafi. Eggert
sigraði einnig í sieggjukasti 46,34
m.
I kvennaflokki sigraöi Oddný
Árnadóttir í 100 m á 12,1 sek.
Helga Halldórsdóttir og Svanhildur
Kristjónsdóttir, ný hlaupastjarna,
úr Kópavogi böröust jafnri baráttu
um annaö sætiö á 12,4 sek.
Guörún Ingólfsdóttir sigraöi í
kúluvarpi 13,69 m og íris Grönfeldt
UMSB í spjótkasti 45,20 m.
Bryndís Hólm ÍR sigraöi í lang-
stökki 5,84 m og varö einnig
Reykjavíkurmeistari í spjótkasti,
37,40 m. Unnur Stefánsdóttir HSK
og Súsanna Helgadóttir sigruöu
örugglega í sínum greinum 400 m
og 1.500 m í rokinu.
Utanbæjarmenn settu svip á
keppnina eins og fyrri daginn. Efni-
legt frjálsíþróttafólk Hafnarfjaröar
og Kópavogs er að komast í
fremstu röö.
Laugardaginn 18. júni varö Haf-
steinn Óskarsson Reykjavíkur-
meistari í 3000 m hindrunarhlaupi
á 9:49,7. 15. besti tími íslendings.
Úrslit: 16. júní. Seinni dagur.
Karlar
200 m hlaup sek.
Þorvaldur Þórsson ÍR (meðv)22,5
Egill Eiösson UÍA 22,8
Jónas Egilsson ÍR 23,4
800 m hlaup mín.
Magnús Haraldsson FH 2:02,2
Gunnar P. Jóakims. ÍR 2:02,3
Viggó Þórisson FH 2:08,6
Gunnar Birgisson ÍR 2:06,8
5.000 m hlaup mín.
Garöar Sigurösson ÍR 16:19,2
Steinar Friðgeirsson ÍR 16:19,9
Sighvatur D. Guömunds. ÍR 16:46,0
Gerard Dla Vaue Fr.l. 17:10,0
Magnús Friðbergsson UÍA 17:16,2
Ingvar Garöarsson HSK 17:50,0
400 m grindahlaup sek.
Siguröur Haraldsson FH 58,4
Birgir Jóakimsson ÍR 62,9
4X400 m grindahlaup mín.
Sveit ÍR 3:46,6
(Birgir Jóakimsson, Gunnar B., Þorsteinn Þ.,
Jónas Egilsson).
Þrístökk m.
Friórik Þ. Óskarsson ÍR (meöv.)14,52
Stefán Hallgrímsson KR 12,52
Hástökk
Stefán Þ. Stefánsson ÍR 1,95
Þorsteinn Þórsson ÍR 1,84
Gísli Sigurósson KR 1,84
Aöalsteinn Garðarsson HSK 1,75
Jón B. Guömundsson HSK 1,70
Kringlukast
Eggert Bogason FH 54,52
Helgi Þ. Helgason USAH 48,86
Þorsteinn Þórsson ÍR 46,30
Sleggjukast
Eggert Bogason FH 46,34
Jón H. Magnússon ÍR 37,90
Stefán Jóhannsson Á 35,64
Björn Jóhannsson ÍBK 34,98
18. júní. 3000 m hindrunarhl.
mín.
Hafsteinn Óskarsson ÍR 9:49,7
Gunnar Birgisson ÍR 9:55,3
Sighvatur D. Guðmunds. ÍR 11:09,9
Konur 100 m hlaup
sek.
Oddný Árnadóttir ÍR (meðv.)12,1
Helga Halldórsdóttir KR 12,4
Svanhildur Kristjónsd. ÍR 12,4
Eva Sif Heimisdóttir ÍR 12,7
Bryndís Hólm ÍR 12,8
4X100 m boðhlaup
sek.
Sveít ÍR 55,9
400 m hlaup
Unnur Stefánsdóttir HSK 60,7
Valdís Hallgrímsdóttir KR 60,8
Berglind Erlendsdóttir UBK 61,6
Hrönn Guömundsdóttir ÍR 62,2
1500 m hlaup mín.
Súsanna Helgadóttir FH 5:19,9
Guðrún Eysteinsdóttir, FH 5:27,6
Rakel Gylfadóttir FH 5:34,8
Anna Valdimarsdóttir FH 5:48,4
Langstökk m.
Bryndís Hólm ÍR (meðv.)5,85
Helga Halldórsdóttir KR 5,42
Linda Loftsdóttir FH 5,32
Kúluvarp
Guðrún Ingólfsdóttir KR 13,69
Soffía Gestsdóttir HSK 12,84
Spjótkast
íris Grönfeldt UMSB 45,20
Birgitta Guöjónsdóttir HSK 40,26
Bryndís Hólm ÍR 37,40