Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1983næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    262728293012
    3456789

Morgunblaðið - 21.06.1983, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 21.06.1983, Blaðsíða 48
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1983 Gróska í starfi SKRR: Tryggvi og Guðrún urðu Reykjavíkurmeistarar STÖRF Skíðaráðs Reykjavíkur hafa tekið nokkrum breytingum og starfsemi þess aukist veru- lega á þessu starfsári. SKRR róð héraösþjálfara bœöi í alpagreinum og göngu. Aðalhér- aðsþjálfari var ráöinn Tómas Jónsson sem þjálfaöi héraðsliðið í alpagreinum og Halldór Matthí- asson var ráðinn í hlutastarf við þjálfun gönguliðsins. Allt fremsta skíðafólk héraðsins sótti æfingar hjá héraðsþjálfurunum. SKRR tók upp breytt fyrir- komulag við veitingu Reykjavíkurmeistaratítils í alpa- greinum. Áöur var sérstakt Reykjavíkurmeistaramót og Reykjavíkurmeistarar í svigi, stórsvigi og alpatvíkeppni í hverj- um flokki en nú telst sá keppandi í hverjum flokki Reykjavíkur- meistari, sem bestum árangri nær í héraösmótum á árinu. Ford umboðið Sveinn Egilsson og Sindrasmiöjan gáfu verðlauna- grip til Reykjavíkurmeistara. Reykjavíkurmeistarar 1983 uröu eftirtaldir: í alpagreinum: Karlar: Tryggvi Þorsteinss. Árm. Konur: Guðrún Björnsd. Vík. 15—16 ára: Drengir: Gunnar Smárason, ÍR Stúlkur: Bryndís Viggósd. KR 13—14 ára: Drengir: Sveinn Rúnarsson KR Stúlkur: Snædís Úlriksdóttir, Árm. 11—12 ára: Drengir: Egill I. Jónsson ÍR Stúlkur: Auður Arnardóttir ÍR 9—10 ára: Drengir: Gísli Reynisson ÍR Stúlkur: Valdís Arnardóttir ÍR • Reykjavíkurmeistarar á skíðum í laun sín. 8 ára og yngri: Drengir: Kristján Kristjánss. KR Stúlkur: Theodóra Mathiesen, KR i göngu: 3x10 km boöganga karla: C-sveit SR 30 km karlar: Róbert Gunnarsson, SR 15 km karlar: Ingólfur Jónsson, SR 5 km konur: Guðbjörg Haralds- dóttir, SR 5 km 17—19 ára stúlkur: Rannveig Helgadóttir, SR 8 km 15—16 ára drengir: Garðar Sigurðsson, SR 5 km 13—14 ára drengir: Einar Kristjánsson, SR 2,5 km 11—12 ára drengir: Sveinn Matthíasson, SR. Sú nýbreytni var tekin upp við verðlaunaveitingu í héraöinu aö verö- laun til keppenda voru aukin. Tekið er nú meira mið af fjölda keppenda í hverjum flokki og við verölaunaveit- ingu skal miða viö að 30% af ræstum keppendum hljóti verölaun eða aðra sérstaka viöurkenningu fyrir góöan árangur. Firmakeppni SKRR fór fram 1. maí sl. Eftirtalin fyrirtæki hlutu verðlaun: 1. Lúkasverkstæðið 2. Blikkver hf. 3. Satúrnus hf. 4. Þingvallaleiö hf. 5. Rakarastofan Fígaró 6. Vatnsvirkinn 7. Skíðalyfturnar í Bláfj. 8. Verslunin Jónsval 9. Einar S. Einarsson, múr- aram. 10. Toyota-umboöið 11. Daihatsu-umboðið 12. Skátabúöin hinum ýmsu flokkum með verð- • Stysta 6 daga hjólreiöakeppni sem fram hefur fariö í Þýskalandi átti sér stað í Berlín 1953 og stóö hún í 32 tíma. Almenningur sýndi keppninni það lítinn áhuga aö forráðamenn keppninnar sáu fram á aö þeir gætu ekki greitt keppendum neina peninga þann- ig að þeir luku keppninni á öör- um degi. Grand Prix í París? • MIKLAR líkur eru nú taldar á því að Grand Prix kappakstur verði leyfður um götur Parísar í ágúst á næsta ári í tilefni 100 ára afmælis bifreiðaíþrótta. Kapp- akstur hefur ekki verið leyfður um götur Parísar síöan 1955, en þá var það bannað með lögum aö kappakstur færi fram um götur borga í Frakklandi en nú er allt útlit fyrir aö undantekning veröi gerö frá þessum lögum. Yfirvöld eru með málið til athugunar og munu taka ákvöröun snemma í júlí en þangað til bíöa Frakkar spenntir eftir úrskuröi þeirra. • Hann telst ekki slunginn né háttprúður boxarinn Wilfred Ben- itez. I sömu viku og Dukkoo Kom lést eftir högg frá Ray Mancini er þeir áttust viö í hringnum hélt Benitez blaðamannafund í tilefni leiks síns gegn Thomas Hearns. „Ég er búinn aö ákveöa að berja Hearns niöur, og þótt hann detti niður dauður er mér alveg sama, það er bara betra.“ — ° — • í tilefni af því aö fyrr í vetur voru liðin 25 ár síðan Manchester United-liöið lenti í flugslysi meö þeim afleiöingum að 8 af hinum frægu „Busby-strákum“ létu lífið var ákveðið að endurprenta bók- ina um slysiö „The Day A Team Died“ í 4.000 eintökum. Áöur en byrjað var að prenta bókina voru öll eintökin uppseld. Sá sem stjórnaði útgáfu bókarinn er Frank Taylor en hann var einii blaöamaðurinn sem liföi af slysiö, hlaut 21 beinbrot og lá í nærri hálft ár á sjúkrahúsi í MUnchen þar sem hann undirbjó útgáfu bókarinnar. Frank Taylor er í dag forseti AIPS — alþjóðleg samtök íþróttafréttamanna. • Hér er 5. flokkurinn saman kominn ásamt þjálfurum sem eru í öftustu röð, taliö frá vinstri: Jónas Kristinsson, Ragnar Hermannsson og James Bett. James Bett: „Mikilvægt að fá að spila fyrir Skotland“ EINS OG sagt var fra á siöunni, dvelst James Bett, leikmaður með Lokeren og skoska landsliðinu hér á landi í sumarfríi sínu. Á meöan hann dvelst hér mun hann þjálfa 4. og 5. flokk KR, auk þess sem hann mun vera til aðstoðar hjá þeim í knattspyrnuskólanum, en þar munu um þrjú hundruð börn vera í sumar, þannig að þaö verða margir sem njóta munu tilsagnar hans þann stutta tíma sem hann dvelur hér á landi. Morgunblaðiö ræddi viö James Bett á fyrstu æfingunni hans en þá var hann aö leiðbeina 5. flokki. Viö spuröum hann fyrst hvernig stæöi á því aö hann væri hór á landi. „Ég er kvæntur Auði Rafnsdótt- ur og viö höfum komið hingað til lands á hverju sumri undanfarin sex eöa sjö ár. Mér líkar vel hérna og þaö er mjög afslappandi aö koma til Islands eftir aö keppnis- tímabilinu lýkur. mjög góöa vini þar og því veröur auöveldara fyrir mig að • komast inni hópinn. Ég á von á því aö viö hjá Lokeren eigum eftir aö ná langt á næsta keppnistímabili, þaö er búiö aö kaupa nokkra nýja leik- menn og viö erum staðráðnir í því aö standa okkur vel.“ — Hvernig finnst þér knatt- spyrnan hér á landi? „Mér finnst hún alveg ágæt ef tillit er tekið til þeirra aöstæöna sem menn búa viö hér og ekki síö- ur aö þiö eruð aöeins áhugamenn en ekki atvinnumenn, en þaö má ekki bera þessa tvo hópa saman. Ég sá um daginn leik KR og Breiöabliks og mér fannst hann al- veg ágætur og oft komu mjög góö- ir kaflar. Ef þeir íslendingar sem leika erlendis léku hér i 1. deild, þá væri deildin mjög sterk,“ sagöi James Bett aö lokum og sneri sér aö því aö leiöbeina hinum ungu og áhugasömu KR-ingum. sus „Mér finnst alveg frábært að vera hérna“ Hann kvaöst ekki hafa þjálfaö áöur hjá KR, aö vísu heföi hann æft meö meistaraflokki í fyrra og aðeins sagt til þar, en þetta væri í fyrsta skiptið sem hann tæki aö sér þjálfun hjá ungu strákunum. „Ég verö að fara aftur út til Belgíu í byrjun júlí en oftast hef ég getaö veriö hérna framundir miöj- an mánuðinn en þaö er ekki hægt aö þessu sinni, vegna þess aö keppnistímabilið byrjar fyrr úti í Belgíu en heima í Skotlandi.“ James Bett lék fyrir þremur ár- um meö Lokeren en fór síðan til Skotlands aftur og lék þá meö Rangers eins og hann haföi gert áöur en hann fór til Belgíu. Hann hefur leikið meö skoska landslið- inu og leikiö mjög vel þar, en hvaö heldur hann sjálfur um möguleika sína á aö halda sæti sínu þar? „Þaö er mjög mikilvægt fyrir mig aö fá aö spila fyrir Skotland og ég vonast til aö áframhald veröi á því þrátt fyrir aö sumir segi aö ég hafi misst sæti mitt þar um leiö og ég skrifaði undir hjá Lokeren, þá trúi ég þvi ekki fyrr en á reynir." — Hvers vegna fórst þú aftur til Lokeren? „Þegar ég lék meö Lokeren fyrir þremur árum þá líkaöi mér mjög vel, en ég fór samt heim aftur og lék meö Rangers og þaö var ekki fyrr en ég var byrjaður aö spila heima aö ég fann hversu geysileg- ur munur er á knattspyrnunni sem leikin er heima og þeirri sem leikin er í Evrópu, þannig aö ég ákvaö aö fara aftur til meginlandsins og spila þar. Lokeren haföi áhuga á aö fá mig aftur og mér líkaöi alveg stór vel þar þannig aö ég haföi ekkert á móti þvi aö leika með þeim á nýjan leik. Ég á marga • Það er ekki amaleg sending sem Bett fær hér frá einum úr fimmta flokki KR, enda um aö gera að vanda sig þegar frægir menn eru aö þjálfa. • Maöur verður aö vera tilbúinn að taka viö boltanum og þaö er ekki annað að sjá en þeir séu það þessír ungu strákar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 137. tölublað (21.06.1983)
https://timarit.is/issue/119198

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

137. tölublað (21.06.1983)

Aðgerðir: