Morgunblaðið - 21.06.1983, Síða 32
40
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1983
Mrjówu-
ípá
HRÚTURINN
21. MARZ-19.APR1L
Taktu engar áhættur í umferó-
inni. Þú gætir fengið skilaboð
sem þú skilur ekki. Þú getur
treyst því ad góður vinur gefur
þér góð ráð, og að ástvinur
stendur með þér.
NAUTIÐ
20. APRlL-20. MAÍ
(■ættu þess að tapa ekki ein-
hverju sem þér þykir vænt um í
fljótfærni. Láttu ekki freista þín
með glæfralegum gylliboðum
l»ú færð kauphækkun. Gættu
heilsunnar.
TVÍBURARNIR
21. maI—20. júnI
Þú ert í ágætu skapi, en það
lagast þegar líður á daginn, þeg
ar ástin hefur áhrif á þig. Þú
gætir fengið happdrættisvinning
eða unnið í getraununum. Taktu
tillit til elskunnar þinnar.
JJK! KRABBINN
21. JÚNl—22. JÍILl
Smá lasleiki gæti angrað þig í
dag. Það besta sem þú gerðir
væri að hvíla þig heima og forð-
ast vandræði. Ef þú vilt endi-
lega fara að vinna, ofreyndu þig
þá ekki.
í«ílLJÓNIÐ
KSÍ j23 JÚLl-22. ÁGÚST
Láttu vin þinn ekki flækja þér í
fjárhagslegan vanda. Taktu þátt
í stjórnmálum eða gerðu samfé-
lagi þínu einhvern greiða. Farðu
í heimsókn til ættingja.
MÆRIN
23. ÁGÚST-22. SEPT.
Forðastu rifrildi við ráðgjafa
þína eða samstarfsmenn. Hafðu
hugann við það sem þú vinnur
þér inn, og dagurinn líður fljótt.
(ierðu innkaup en eyddu samt
ekki of miklu.
VJl\ vogin
23.SEPT.-22.OKT.
Gættu þess að lenda ekki í
óhappi í umferðinni eða lenda í
rifrildi við vin þinn. Einbeittu
þér að því að bæta heilsuna og
auka hreysti þína. Byrjaðu á
nýju verkefni.
DREKINN
23. OKT.-21. NÓV.
Eyddu ekki um efni fram og
forðast rifrildi við ástvin þinn.
Þú þarfnast næðis til að íhuga
framtíðina og taka ákvarðanir
um það sem þú ætlar að gera.
BOGMAÐURINN
22. NÓV.-21. DES.
Forðastu meting og umræður
um starf þitt. Taktu þátt í ein-
hverjum opinberum fram-
kvæmdum. Farðu í heimsókn til
gamals vinar þíns. Láttu áfengi
eiga sig.
m
STEINGEITIN
22. DES.-19. JAN.
Allt gengur betur þegar fer að
líða á daginn. Þér verður hugs-
anlega falið ábyrgðarmikið
verkefni.
Síwi VATNSBERINN
20. JAN.-18. FEB.
Taktu ekki skyndiákvarðanir í
sambandi við peningamál, örv-
aðu hugann heldur með því að
lesa góða bók, fara á fyrirlestur
eða byrja á einhverju nám-
skeiði.
3 FISKARNIR
19. FEB.-20. MARZ
Fjármál, skattamál og viðskipti,
allt eru þetta mál sem þú skalt
taka til athugunar. Einhver
spenna er á heimili og á vinnu-
stað, svo þú skalt tala varlega.
::::::::::::::::::
GONAN VILLIMAÐUR
DÝRAGLENS
tt/E, ALLIR!
FÖ<?U*A l E LT—
jNlgAt-g'i<7~
Z&ÍMDO AE> /1 VPOL L OROÞJ bAD BR. ERFlTTAOTf?(JA W
ÍVÚ AP pETTA SB SAMA \HJÖ(?ÐINJ OG EINU'SiNlNJI >0^Ly / '>
^^ r\v— |AÐI SiS „ANITILÓPUI? S/\TAnsjJ •
"7
; i-11..!..........1!.. J......1
LJÓSKA
TOMMI OG JENNI
SMÁFÓLK
Tilvitnun úr bók Amosar ...
„Vei þeim sem ugga ekki að
sér í Síon.“
Jæja, þar tókst einhverjum að
eyðileggja fyrir mér daginn.
BRIDGE
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
1 hverju hefti breska tíma-
ritsins Bridge Magazine er
stutt kynning á einni kunnri
bridgekempu. Þetta er oft
besta efnið í blaðinu, enda
hafa flestir gaman af því að
vita meira um fræga spilara
en það eitt hvernig þeir
renndu heim þremur gröndum
í hinu eða þessu mótinu.
f júníhefti Bridge Magazine
er franski spilarinn Paul
Chemla í sviðsljósinu, marg-
frægur spilari og m.a. núver-
andi Ólympíumeistari í sveita-
keppni. Sumir halda því fram
að hann sé besti spilari
Frakka, alltént mesti náttúru-
spilarinn. Chemla er gífurleg-
ur bragðarefur, bæði við spila-
borðið og úti á leikvelli lífsins.
Á morgun skulum við skoða
bragðvísi hans við græna
borðið, en hér er sönn saga um
klóka vörn Chemla gegn kerf-
inu.
Chemla var styrktur til
menntaskólanáms af skóla
nokkrum rétt utan við París.
Að námi loknu var til þess
ætlast að hann kvittaði fyrir
sig með því að kenna í nokkur
ár við skóla þann sem hafði
borgað fyrir hann námsgjöld-
in. Chemla var víst ekkert allt-
of áfjáður að taka að sér hlut-
verk læriföður, hann hafði
þegar komist í kynni við
bridge og vildi helst ekkert
annað gera en að sinna íþrótt-
inni.
Um þetta leyti barst honum
bréf frá hernum þar sem hann
var minntur á að nú væri tími
til kominn að gegna herþjón-
ustu um skeið. Chemla leist
ekki meira en svo á það, enda
ekki hermannlega vaxinn og
lítið gefinn fyrir ófrið. Það var
úr vöndu að ráða, Chemla
hafði tvo kosti og báða illa.
Það var því ekki um annað að
ræða en að taka þann þriðja!
Hann skrifaði tvö bréf, til
hersins og skólans sem hafði
styrkt hann til náms. Hernum
skrifaði hann að því miður
væri ekki möguleiki fyrir hann
að gegna herþjónustu, þar sem
hann hefði skyldum að gegna
gagnvart skólanum sem hafði
staðið undir námi hans. Og
skólanum skrifaði hann að úti-
Iokað væri fyrir hann að
kenna þar næstu árin þar sem
skyldan við föðurlandið kall-
aði.
SKÁK
Umsjón: Margeir
Pétursson
Tviskákir valda oft miklum
usla, sérstaklega fyrir þá sök
að fyrir þær er ekki hægt að
bera heldur verður sá er fær á
sig tvískák jafnan að leika
kóngnum. I skák alþjóðlegu
meistaranna Tatais, Ítalíu,
sem hafði hvítt og átti leik, og
Tékkans Hausners í Balaton-
bereny í Ungverjalandi í vet-
ur, átti hvítur kost á öflugri
tvískák eftir byrjunina.
10. Rxe5! — Ke8 (Nú tapar
svartur peði bótalaust, en 10.
- fxe5, 11. Bg5++ - Ke8, 12.
Hd8+ — Kf7, 13. c5 var von-
laust).
Hvítur fékk því ekki að nota
tvískákina sjálfa, en hótunin
nægði til þess að vinna peð og
skákina.