Morgunblaðið - 22.06.1983, Page 1

Morgunblaðið - 22.06.1983, Page 1
lltaKgmdHatotfe Midvikudagur 22. júni - Bls. 33-56 Langflugsmet í svifflugu á Islandi í lofti yfir Tindfjöllum, Myndin er »■ tekin til austurs um þaö leyti sem V Sigmundur lagði frá TindfjöUum aö |í^| Fossi r '■ • Mjúkar línur einkenna rennilegar svifflugur nútímans eins og svifflugu Sigmundar, sem Sigmundur viÖ svifflugu sina meö flugáœtlunina til Homafjarðar í upphafi langflugsins er af geröinni Astir CS-77. aö Fossi á Síöu, Astir-sviffluga Sigmundar Andréssonar á túni viö Foss á SíÖu aö afloknu langflugifrá Sandskeiöi. Bærinn Foss í baksýn. Flaug 184,1 km frá Sandskeiði að Fossi á Síðu Innanlandsmet í langflugi á svifflugu var sett um fyrri helgi er Sigmundur Andrésson svifflugmaður flaug Astir- flugu sinni, TF-SOL, frá Sandskeiði að stað rétt austan við Foss á Síðu, vegalengd sem mœldist 181,,1 km. Fyrra innan- landsmet var 172,5 km og var handhafi þess Þ&rður Hafliða- son, semflaug í ágúst 1967frá Sandskeiði að Hólabaki í Sveinsstaðahreppi í Austur-Húnavatnssýslu, íflugi sínu var Sigmundur í lofti á sjöttu klukkustund, lengst af í bardaga við veðuröflin við að halda sér á lofti og fórufimm stundir í að komast hálfa leið. Hann var dreginn á loft við Sandskeið klukkan 16:43 á laugardag og sleppti dráttartauginni í 600 metra hæð. Þar var hann rúmar tvær stundir að komast í nógu mikla hæð til að geta lagt upp, en hann áætlaði flug á Homafjörð. Þá var hann á þriðju klukkustund í nágrenni Þríhymings, Eyjafjallajökuls og Tindfjalla við að ná nœgri hæð til að geta rennt sér austur fyrir Mýrdalsjökul. Sigmundur lenti flugu sinni síðan skammt frá Fossi klukkan 23:06. Meðfylgjandi Ijósmyndir tók Sigmundur ífluginu Tvær er teknar af svifflugunni á túni því sem hann lenti á skammt frá Fossi á Síðu, ein í góðri hæð skammt frá Tind- fjöUum og þáer ein af Sigmundi með flugáætlun sína, tekin á Sandskeiði í upphafi ferðar. Morgunblaðið átti viðtal við Sigmund um flug hans og birtist það á næstu síðu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.